Morgunblaðið - 17.09.2008, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 17.09.2008, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 13 FRAM kom í Morgunblaðinu í gær að Sigurbjörn Þorkelsson væri eini Íslendingurinn hjá fjárfestinga- bankanum Lehman Brothers, eftir því sem best væri vitað, en í kjölfar- ið barst blaðinu ábending um annan Íslending; Björgvin Skúla Sigurðs- son. Hann er verkfræðingur að mennt og hefur starfað við skuldabréfa- viðskipti hjá Lehman Brothers í London undanfarin þrjú ár, eftir að hafa lokið framhaldsnámi í Stan- ford University í Bandaríkjunum. Björgvin sagðist í samtali við Morgunblaðið lítið sem ekkert geta tjáð sig um stöðuna hjá bankanum. Mikil óvissa væri meðal fólks en hann hefði ásamt mörgum öðrum starfsmönnum verið beðinn að mæta til vinnu í gær, eftir að hafa farið heim eftir hádegi á mánudag. „Fólk er ráfandi hér um gang- ana, talandi í farsíma og reynir að komast áfram í gegnum þau sam- bönd sem það hefur aflað sér. Okk- ur ber að mæta á meðan skipta- stjórinn óskar eftir því en það á eftir að skýrast hvernig áframhald- ið verður,“ sagði Björgvin en vildi ekki tjá sig frekar um stöðuna hjá bankanum. bjb@mbl.is „Fólkið er ráfandi hér um gangana“ Reuters Lehman Einn starfsmanna Lehman Brothers í London yfirgefur svæðið. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is STÓRU viðskiptabankarnir þrír; Landsbankinn, Kaupþing og Glitnir, hafa flestir lokið endurfjármögnun sinni fyrir þetta ár og eru langt komnir með það næsta. Fjármögnun þessa árs nemur alls 820 milljörðum króna og á næsta ári koma á gjald- daga lán að andvirði um 6,6 milljarða evra, jafnvirði 865 milljarða kr. Bankastjórar Landsbankans, Sig- urjón Árnason og Halldór J. Krist- jánsson, segja fjármögnun bankans vera í góðu jafnvægi. Lausafjár- staðan sé sterk og dugi til að mæta öllum skuldbindingum í a.m.k. 12 mánuði. Á þessu ári hefur Lands- bankinn tekið lán upp á 1,5 milljarðar evra, jafnvirði um 195 milljarða króna. Fyrir árslok eru 146 milljónir evra á gjalddaga og samtals um 855 milljónir evra á næstu 12 mánuðum. Sigurjón segir að mjög vel hafi gengið að afla innlána á erlendum mörkuðum og innlánsreikningurinn Icesave leikið þar stórt hlutverk. Við- tökur hafi verið framar vonum og nú sé búið að opna um 400 þúsund reikn- inga. Hlutfall innlána af útlánum var 63% við lok 2. ársfjórðungs. Halldór segir það vera mat Lands- bankans að aðstæður á erlendum fjármagnsmörkuðum verði erfiðar á næstu 12-18 mánuðum og aðgengi að lánsfé í samræmi við það. Bankinn muni því leggja höfuðáherslu á inn- lánagrunn sinn erlendis. Aukin áhersla á innlánin Kaupþing hefur fyrir nokkru lokið sinni endurfjármögnun fyrir þetta ár, en um 1,7 milljarðar evra koma á gjalddaga, jafnvirði um 220 milljarða króna. Að sögn Guðna Aðalsteins- sonar, framkvæmdastjóra fjárstýr- ingar hjá Kaupþingi, er fjármögnun fyrir næsta ár langt komin en þá nema endurgreiðslur langtímalána 3,7 milljörðum evra, um 480 millj- örðum króna á núvirði. „Við vorum búin að sjá fyrir að skuldabréfamarkaðurinn yrði ekki opinn um nokkurn tíma þannig að við reiknuðum ekki með frekari skulda- bréfaútgáfu í bili. Af þeim sökum leggjum við alla áherslu á innlána- starfsemina,“ segir Guðni en innláns- reikningurinn Kaupthing Edge er nú til staðar í 11 löndum. Þeir reikningar hafa síðan í nóvember á síðasta ári skilað 5 milljörðum evra, eða um 650 milljörðum króna. Að sögn Guðna eru 700-800 millj- ónir evra að koma inn af Edge- reikningunum á mánuði og með þeim hætti verður fjármögnunarþörf næsta árs mætt að mestu leyti. Þann- ig sé um leið verið að minnka skuld- setningu bankans. Kaupþing hafði sett sér markmið um að ná 50% hlut- falli innlána af útlánum í lok ársins og hefur það nú þegar tekist að mestu. Glitnir búinn að fjármagna Már Másson, upplýsingafulltrúi Glitnis, segir að bankinn hafi lokið fjármögnun þessa árs. Lausafjár- staðan hafi haldist traust en hún nam 8,1 milljarði evra í lok 2. ársfjórðungs. Már nefnir til samanburðar að erlend endurfjármögnunarþörf lang- tímaskulda nemi 2,1 milljarði evra á næsta ári hjá móðurfélagi Glitnis. Að sögn Más hefur bankinn fjármagnað um 3 milljarða evra á þessu ári, m.a. með skuldabréfaútgáfum, sérvörðum skuldabréfum og öðrum lántökum. „Það hefur verið stefna bankans að minnka lánabók sína og einbeita sér að kjarnastarfsemi eins og kom fram í hálfsársuppgjöri bankans. Glitnir er í dag með sterka innlánastarfsemi á Íslandi, Noregi og í Finnlandi og heildsöluinnlán í Bretlandi. Þá erum við með innlánastarfsemi á fleiri mörkuðum í fullum undirbúningi.“ 2009 langt komið  Endurfjármagna þarf 860 milljarða króna á næsta ári  Stóraukin innlán koma í stað lokaðrar skuldabréfaútgáfu                     FRIÐRIK Már Baldursson, pró- fessor við viðskiptadeild Háskól- ans í Reykjavík, segir alveg ljóst að áhrif gjaldþrots Lehman Brothers og vandræða fleiri banka í Bandaríkjunum verði veruleg til skamms tíma á alþjóð- legan fjármálamarkað. Áhrifin birtist m.a. í því að fjár- festar séu að flýja hávaxtamyntir og fara yfir í lágvaxtamyntir eins og japanska jenið og svissneska franka. Þá bendi hækkandi skuldatryggingaálag til vaxandi erfiðleika fjármálafyrirtækja við að fjármagna sig. Hins vegar sé nauðsynlegt að halda lausafé í umferð til að koma í veg fyrir al- gjört hrun á mörkuðum. Banda- ríski seðlabankinn hafi þó dregið ákveðna línu í þeim efnum. „Úlfakreppan sem þessir fjár- málamarkaðir hafa verið í mun harðna enn frekar,“ segir Friðrik Már og telur jafnframt ljóst að staða íslensku bankanna verði enn erfiðari en verið hefur. Hins veg- ar sé ekki auðvelt að meta hver áhrifin verði í raun og veru, t.d. ef bara er litið á hækkandi skuldatryggingarálag. Bankarnir hafi lítið sem ekkert verið að sækja fé út á markaðinn. „Ég hef meiri áhyggjur af því að tryggingarfélög út um allan heim, sem og bankar og önnur fjármálafyrirtæki, eru að lækka í verði. Það gæti sett þrýsting á ákveðin íslensk fjárfestinga- félög,“ segir Friðrik Már og nefn- ir sem dæma vanda AIG. Það geti haft áhrif á önnur stór trygginga- félög og sum óverðskuldað. bjb@mbl.is Úlfakreppan harðnar enn Staða íslensku bankanna gerð erfiðari Morgunblaðið/Árni Sæberg Álit Friðrik Már Baldursson er pró- fessor við Háskólann í Reykjavík. Í HNOTSKURN »Friðrik Már telur erfitt aðlíkja ástandinu við krepp- una um 1930 en nú sé allt gert til að koma í veg fyrir að hún endirtaki sig. »Nauðsynlegt er að haldalausafé í umferð þannig að allt fari ekki á versta veg. " " $ $   " " $ $   " " $ $   " " $ $   " " $ $   % % % % % 0 ( , ,1! 2( 0 3 4 5678 *+ , - + .  +-  /$ #$/ *+ , - + .  +-  ./ .# *+ , - + .  +-  .)## .$ *+ , - + .  +-  .)) .)" *+ , - + .  +-  #./" #.## #. /. ). $. . .. . ". #. . . #. /. ). $. . .. . ". #. . . #. /. ). $. . .. . ". #. . . #. /. ). $. . .. . ". #. . . #. /. ). $. . .. . ". #. . .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.