Morgunblaðið - 17.09.2008, Síða 15

Morgunblaðið - 17.09.2008, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is AFLAVERÐMÆTI íslenskra skipa nam 45 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2008 samanborið við 46,6 milljarða á sama tímabili árið 2007. Aflaverðmæti botnfisks frá janúar til júní á þessu ári var 34,7 milljarðar króna og er nánast sama upphæð og fékkst fyrir aflann sömu mánuði í fyrra. Það gerist þrátt fyrir þó nokkuð mikinn niðurskurð á þorskveiði- heimildum milli ára. Valdimar Halldórsson, sérfræðingur hjá Greiningu Glitnis, segir meginskýringuna á því að aflaverðmæti dragist ekki meira saman en raun ber vitni vera að finna í veikingu krónunnar. Útgerðir fái einfaldlega fleiri krónur fyrir aflann nú. Aðra skýringu sé að finna í hækkandi afurðaverði. Á heildina litið hafi afurða- verð hækkað um 4% síðastliðna tólf mánuði. Sé horft á einstakar tegundir botnfisks jókst verð- mæti ýsu í heildarafla nokkuð. Veitt var fyrir 6,6 millj- arða fyrstu sex mánuði 2007 en 7,8 milljarða í ár. Hvað uppsjávarafla varðar sést að loðnubresturinn gerir það að verkum að veitt var fyrir aðeins 1,8 millj- arða af loðnu í ár en 4,2 milljarða í fyrra. Minni afli jafnverðmætur Morgunblaðið/Ómar Loðnubrestur Ekki veiddist mikið af loðnu fyrstu sex mánuði ársins og drógust tekjur saman vegna þessa. Lækkandi gengi og hærra afurðaverð skilar sér til útgerða &'( &'(       % % &'( ! 2(     % % 0 3 4  , ,1     % % 5678 0 (        % % &'(  &'( )       % % " #   ! "  #$%! # $ #  " &  '(  )$* +,- $%!- %& '()(*+ +) '   9, : . + , ;  : . 2,,< ;  : . 8=+, : . ;+ -, : . * . 8 , >, ,  ?9, , ;  : . @, A 2, : . B, -, ,  : . ',  : . 7CD& 7+ , E2 ,  5F .-. : . G : . , (&-(.("/   +,+9  3, +,+9 C+  CH5 8 2, 5I , 2, J: F : . 6 : . !+< : . %  (0 #(.(1   K+   K . *2 ; ,  : . *, F, : . 2 /  $ +3/(                            !  !   !   ! "  ! !  # !  !  ! # ! " !# !#" !" ! ! ! !"  ! ! ! + , 6-    , @, 7, #.#."/ ./$./" #..# )))../# #.//.#." ).." .)#.$$ .).".## ..)#/.# ./#." ."#./ ))./.$$ ).#.)// "".)$$ ).")$ #./##." $./$. E E E $./#. E E )$ )$ #/# "$ //$ $" ## $ #) "# / " $$ # # "  E E E /# E E  )$ #/) $# /)/  #) "# # "/) / "$ $ #/ / #  # # E // E  5F<   +, ) #) ) ) )/   #"  #  # / # #  $ E E E " E E 0,  .  .$.#" .$.#" .$.#" .$.#" .$.#" .$.#" .$.#" .$.#" .$.#" .$.#" .$.#" .$.#" .$.#" .$.#" .$.#" .$.#" .$.#" ..#" #.".#" /..#" .$.#" .$.#" ./.#" 6 6 6 ÞETTA HELST ... ● Úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands lækkaði um 1,2% í viðskiptum gær- dagsins. Bréf í Alfesca hækkuðu um 1,39% og bréf í Atorku um 1%. Hins vegar lækkuðu bréf í Atlantic Petrol- eum um 8,5%, bréf í Exista um rúm 7% og í Century Aluminum um 6,8%. Velta með hlutabréf nam 10,8 millj- örðum króna en 33 milljarða velta var með skuldabréf. Krónan veiktist í viðskiptum dagsins um 1,14%. Gengisvísitalan stóð 171,3 í lok dags. bjorgvin@mbl.is Alfesca hækkaði í gær BJÖRGVIN G. Sigurðsson, við- skiptaráðherra, vill skoða hvort efla þurfi eftirlit með hlutafélög- um. „Við sjáum þegar mikið geng- ur á hve mikilvægt er að eftirlits- stofnanirnar séu mjög kraftmiklar og skilvirkar,“ segir Björgvin. „Ég tel að þurfi að skoða það hvort ekki eigi að vera heildstætt eftirlit á einum stað með hlutafélögum.“ Nú sé það á vegum hlutafélaga- skrár, ársreikningaskrár og við- skiptaráðuneytisins. Slíka vinnu þyrfti að vinna í samráði við fjár- málaráðuneyti, forsætisráðuneyti og aðra. Síðustu ár hafi verið ein- stök í íslenskri athafnasögu og núna þegar tími aðlögunar taki við í efnahagsmálum og atvinnulífi þá komi brestirnir líka í ljós. „Við þurfum að horfa um öxl og læra af reynslunni og stórbæta okkar kerfi – og það má alltaf bæta það.“ Kveðið er á um eflingu fjármála- eftirlitsstofnana í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og segir Björg- vin þá vinnu hafna. Í fyrra hafi framlög til Fjármálaeftirlitsins verið aukin um 52% og um 30% til samkeppniseftirlitsins. Þá hafi samrunaákvæðum samkeppnislaga verið breytt í fyrra. Eigi það að skila hraðari málsmeðferð. camilla@mbl.is Skilvirkara eftirlit með hlutafélögum ● Verðbólga var 4,7% í Bretlandi í ágústmánuði en var 4,4% mán- uðinn á undan. Þetta er meiri hækkun en spáð hafði verið. Á vef BBC er vitnað í Mervyn King, bankastjóra Eng- landsbanka, sem segir að búast megi við að verðbólgan hækki í 5% áður en hún lækki. Verðbólgumark- mið bresku stjórnarinnar er 2% og kennir King háu eldsneytis- og mat- vöruverði um að ekki hafi tekist að halda verðbólgunni niðri. camilla@mbl.is Verðbólga hækkar enn í Bretlandi Mervyn King ● Gengi hlutabréfa danska bjórfram- leiðandans Carlsberg féll um 6% í gær. Félagið lækkaði mest allra í dönsku C20 vísitölunni sem lækkaði um 1,5%. Á viðskiptavef Berlingske kemur fram að ástandi á rússnesk- um mörkuðum sé líklega um að kenna. Það sé slæmt og því hafi rússneska millistéttin minna á milli handanna. Bruggverksmiðjan Baltic Beverage Holding sem er í eigu Carlsberg hefur verið kölluð gullegg fyrirtækisins en í gegnum hana selur Carlsberg velmegandi Rússum lúxusbjór. camilla@mbl.is Hlutabréf Carlsberg falla í Danmörku FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „FRAMTÍÐ Eimskips er örugg,“ segir Sindri Sindrason, stjórnarfor- maður Eimskips, þegar hann er spurður um framtíð félagsins. Óvíst er hvort yfirtökuskylda myndast hjá Björgólfsfeðgum í Eimskip, en Fjár- málaeftirlitið [FME] hefur það til at- hugunar. Sérfræðingur í verðbréfamarkaðs- og kauphallarrétti segir að 27 millj- arða króna ábyrgð vegna XL Leisure, til viðbótar við núverandi eign feðg- anna, dugi ekki til ein og sér. Samkvæmt lögum um verðbréfa- viðskipti myndast yfirtökuskylda að- eins ef hluthafi ræður beint eða óbeint yfir 40% af atkvæðisrétti í hlutafélagi. Þegar innbyrðis eignatengsl eru til staðar er gengið út frá því að sam- starf sé til staðar, nema hið gagn- stæða sé sannað. Um er að ræða mjög íþyngjandi úrræði, svo ef menn detta niður á matskenndar ákvarðanir er líklegt að FME haldi að sér höndum, að sögn viðmælanda Morgunblaðsins. Ekki liggur fyrir hvenær niðurstöðu er að vænta í athugun á hugsanlegri yfirtökuskyldu, samkvæmt upplýs- ingum frá FME. Bókhaldsóreiðan var stormur í vatnsglasi „Þetta mál kom upp löngu fyrir okkar tíð hjá fyrirtækinu og málinu var í reynd lokið. Ég kynnti mér málið þegar ég kom inn í stjórnina og þetta snerist um afslátt, en ekki frestaðar greiðslur,“ segir Magnús Stephensen, stjórnarmaður og hluthafi í XL Leis- ure, um meinta bókhaldsóreglu í fyr- irtækinu. Um er að ræða meinta frestun Ex- cel Airways á greiðslu reikninga til veitingafyrirtækisins Alpha Airports. Magnús segir að um hafi verið að ræða deilu milli tveggja endurskoð- enda fyrirtækisins um hvernig ætti að meðhöndla afslátt í bókhaldi. Afslátt- urinn snerist um að Excel Airways gerði langtímasamning við Alpha Air- ports. „Þegar slíkir samningar eru gerðir er venjulega gefin afslátt- arprósenta og því lengri sem samn- ingurinn er því hærri er afslátturinn,“ segir Magnús. Stjórn Avion réð síðan KPMG til að gera rannsókn á þessu máli, eftir at- hugasemd upprunalegs endurskoð- anda. Stjórn Avion fór í kjölfarið eftir tilmælum KPMG, ársuppgjörið var leiðrétt og einum framkvæmdastjóra og fjármálastjóra hjá Excel sagt upp störfum. „Ágreiningurinn snýr að því að KPMG vildi í kjölfarið fara í kostn- aðarsama úttekt á fyrirtækinu sem stjórnin taldi ekki þörf á,“ segir Magnús. Umfjöllunin hafi því í reynd verið gripin úr samhengi og verið stormur í vatnsglasi. Viðskiptablaðið sagði í gær frá inni- haldi upprunalegs uppsagnarbréfs Baldurs Guðnasonar, fyrrverandi for- stjóra Eimskips. Af lestri bréfsins má ráða að rannsókn FME um meinta bókhaldsóreiðu, sem síðan kom ekk- ert út úr, sé ein af ráðandi ástæðum í uppsögn hans. Sindri Sindrason vill ekki tjá sig efnislega um bréfið, það hafi verið sent til fyrrverandi stjórn- ar. Eimskip hafi ekki lekið því. Viðmælandi Morgunblaðsins, sem þekkir til reksturs Eimskips, telur að Baldur sé að dreifa athyglinni. Hann hafi upprunalega ritað bréfið til að ýta undir vantraust á þáverandi stjórn- arformann, Magnús Þorsteinsson, eftir innanhússdeilur. Tímasetningin sýni það, Magnús hafi látið af störfum nokkrum dögum síðar. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Baldurs, segir að núverandi forsvars- menn Eimskips hafi rekið ófræging- arherferð gegn Baldri. „Stjórnarfor- maður Eimskips hefur rekið ófræg- ingarherferð gegn honum og meðal annars gegnum Markaðinn á Stöð 2 þar sem sonur hans vinnur,“ segir Sigurður. Óvissa um yfirtökuskyldu  Bókhaldsóreiða Excel var „gripin úr samhengi“  Ábyrgð ein og sér dugar ekki til að knýja á yfirtökuskyldu  Ófrægingarherferð rekin gegn fyrrum forstjóra? ÁSGEIR Jóns- son, forstöðumað- ur greiningar- deildar Kaup- þings, telur að Seðlabanki Ís- lands geti hafið lækkun stýri- vaxta á fyrsta ársfjórðungi 2009. Þá verði sterk merki um kólnun komin fram. Í nýrri stýrivaxtaspá greiningar- deildar segir að vextir gætu lækkað í desember ef kólnunin verði hraðari en gert sé ráð fyrir. bjorgvin@mbl.is Ásgeir Jónsson Spá kólnun í janúar Stýrivextir verði 9-10% í lok árs 2009 STOÐIR hafa gengið frá sölu á 34,8% eignarhlut sínum í Northern Travel Holding (NTH) segir í til- kynningu. Kaupandinn er Fons sem greiddi fyrir með hlut sínum í bresku Iceland-keðjunni. Samhliða sölunni fór fram uppgjör á hlut- hafaláni Stoða til Northern Travel Holding og því engin fjárhagsleg tengsl milli félaganna lengur. bjorgvin@mbl.is Stoðir losna við NTH til Fons HANNES Hilm- arsson, forstjóri Air Atlanta, seg- ir að lykilstjórn- endur félagsins hafi keypt það af Eimskip fyrir 63 milljónir dollara. Það sem af er þessu ári hafi verið greiddar 54 milljónir dollara. Því sé ekki rétt sem komið hafi fram í fjölmiðlum að reksturinn hafi verið seldur á núll krónur. Eimskip beri ábyrgð á láni upp á 185 milljón dollara og sé með veð í flugvélum á móti. bjorgvin@mbl.is Greiddu fyrir Air Atlanta Hannes Hilmarsson ● Norska hlutabréfavísitalan féll um tæp 6% í gær og hefur ekki verið lægri síðan í desember 2005. Lækk- unin var mest 9% í gær en hækkaði aftur fyrir lokun. Samkvæmt árs- reikningi Norska olíusjóðsins átti hann 100 milljarða króna hlut í Lehman-fjárfestingabankanum og er ekki orðið ljóst hversu miklu hann tapar. Samkvæmt Dagens Nærings- liv telja sérfræðingar að ástandið skapist vegna væntinga um frekari áföll. Verð á olíu og hrávöru hafi lækkað undanfarið og því fái Nor- egur að finna fyrir. camilla@mbl.is Norska hlutabréfa- vísitalan féll í gær

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.