Morgunblaðið - 17.09.2008, Page 17

Morgunblaðið - 17.09.2008, Page 17
daglegtlíf Sólin er mikilvæg auðlind fyrir Spán-verja eins og fleiri þjóðir en hún dreg-ur að ferðamenn í milljónatali tillandsins og eyjanna sem tilheyra því. Íslenskar fjölskyldur þyrpast til landsins, jafnt yfir bjartar sumarnætur sem og í svartasta skammdeginu og hitta þar fyrir enskar, þýsk- ar og hollenskar sem eru þar í sama tilgangi, að slappa af og njóta sólarinnar. Oft er sá hængur þó á að ekki eru allir fjöl- skyldumeðlimir jafnmiklir sólardýrkendur en fá engu um förina ráðið. Sumir þola illa mikinn hita, lætin á sundlaugarbökkunum eða að vaða mishreinan eða hreint og beint skítugan strandarsand. Aðrir eru komnir með óþol fyrir ferðamannaþjónustunni, sem stundum er svo yfirþyrmandi og yfirleitt nákvæmlega eins sama hvar borið er niður á Spán. Maturinn bragðast alls staðar eins, þokkalegur en sjaldnast fjögurra eða fimm stjörnu, vöruúr- valið í búðunum er einsleitt og hugmynda- flugið hverfandi þegar kemur að minjagripum þótt vissulega séu undantekningar sem sanna regluna. Stóratburðum í mannkynssögunni hefur heldur ekki beinlínis skolað á sólar- strendur Spánar, svo yfirleitt er fátt um söfn eða merka sögustaði á þeim slóðum. Fjölbreytnin lykilatriði Þessi, stundum kölluð merkikerti, sem finnst fátt jafnleiðinlegt og pakkaferðir til sól- arstranda þar sem þeim líður eins og sardínu í dós, eygja þó sums staðar von til þess að finna eitthvað við sitt hæfi og má þar t.d. nefna sól- arperluna Mallorca. Aðdráttarafl hennar felst í fjölbreytninni sem finna má á eyjunni, jafnt í landslagi, sem minjum og menningu í litlum og stórum bæjum og höfuðborginni Palma. Þeim sem hafa áhuga á að finna annað líf en hinir sólarsæknu ferðamenn ætti því ekki að verða skotaskuld úr því þar. Fyrst ber þó að minnast á strendurnar á eyjunni sem eru fjölmargar og Íslendingum vel kunnar, eins og Playa de Palma, Alcudia, Ćan Picafort, Palma Nova og Cala Dor. Vitaskuld er sígilt fyrir sólarsadda að grípa í bók eða hlusta á uppáhaldslögin í spilastokknum en það dugir þeim yfirleitt skammt. Hitinn og óþolið sjá til þess. Fyrir tækjasjúka er tilvalið að leigja þotuskíði (e. Jet-ski) og bruna á fagurbláum sjónum eða hjóla út með krakkana í hjólabát þótt kraft- urinn þar sé minni. Sveigjanleiki og samvinna Hinir fjölskyldumeðlimirnir verða líka að sýna sveigjanleika og koma til móts við þann sólarsadda. Mallorca tilheyrir Spáni og er eyja, líkt og Ísland, nema svo miklu minni eða aðeins um 3640 ferkílómetrar. Í stærstu borg- inni Palma búa hins vegar fleiri en á Íslandi eða um 375.000 manns og á eyjunni allri um 800 þúsund manns. Þá er ótalinn ferða- mannastraumurinn sem er gífurlegur. Landslagið er mjög fjölbreytt, fjöll og firn- indi, sléttur og strandir. Hæsta fjallið heitir Puig Major og er 1445 m á hæð en margir ferðamenn koma einmitt til Majorka til þess að stunda fjallaklifur og skoða náttúruna. Fyrir náttúruunnendur er risastór S’Albufera þjóð- garðurinn ókeypis gersemi með fjölbreytni í fuglalífi og gróðri. Á Mallorca eru fjölmargir áhugaverðir bæir og það væri synd að taka ekki bílaleigubíl í a.m.k. 1-2 daga og skoða sig um. Það er miklu skemmtilegra að ferðast á eigin vegum og því fylgja aukatöfrar að keyra um á blæjubíl en oft eru þeir ekki miklu dýrari. Leigið annars bíl með góðri loftkælingu. Höfuðborgin Palma er vitaskuld efst á blaði hvað áfangastaði varðar, bæði sem verslunarborg en einnig fyrir þröngu gömlu göturnar, við hverjar standa fal- leg gömul hús og verslanir með framleiðslu eyjaskeggja. Þar eru einnig margar af falleg- ustu og stærstu byggingum eyjarinnar. Vinalegu en jafnframt ólíku bæirnir úti á landi bræða líka margt hjartað. Það á t.d. við bæinn Valldemosa, þar sem margir heims- frægir listamenn og fyrirsætur eiga hús á Mallorca eins og Michael Douglas og Claudia Schiffer. Þá eru Alcudia, Deià, Inca, Sóller og Manacor þar sem Mallorca-perlurnar eru framleiddar allir þess virði að sækja heim þótt ólíkir séu. Verslunarvirki Bak við þennan virkisvegg í Alcudia er skemmtileg verslunargata. en.wikipedia.org/wiki/Majorca www.mallorcaweb.com Hvað á sá fjölskyldumeðlimur sem þolir ekki iðnvæddar sólar- strandaferðir af sér að gera, á meðan hann þarf að liggja í sólar- steiktum pottinum, nöldrandi eins og leiðindapúki og vitaskuld gleðispillir hinna í fjölskyldunni í slíkum ferðum? Unnur H. Jó- hannsdóttir velti fyrir sér hvernig hægt væri að koma til móts við sem flesta fjölskyldumeðlimi á Mallorca. Sullar Hafið og sandurinn heillar. Merkikerti á Mallorca Morgunblaðið/Unnur H. Jóhannsdóttir Eftir Bergþóru Jónsdóttur í Noregi begga@mbl.is OLÍUBORGIN Stafangur er önnur tveggja menningarborga Evrópu í ár, ásamt Liverpool. Eitt vinsæl- asta verkefni í menningarborginni Stafangri er leikvöllur barna og unglinga sem heitir Geoparken. Olíusafnið í Stafangri stóð að gerð garðsins og fékk til liðs við sig við hönnun hans arkitektastof- una Helen & Hard, auk fulltrúa ungdómsins í bænum, en þeir voru með í ráðum frá upphafi. Leikvöllurinn er staðsettur við höfnina, við hlið Olíusafnsins, þar sem áður var gríðarstórt og óspennandi bílastæði. Það sem gerir hann sérstakan er að allt efni sem notað var til að skapa hann kemur úr olíuvinnslunni, nánar tiltekið af olíuborpallinum Troll. Útkoman er litskrúðugur garður, sneisafullur af öðruvísi leikmöguleikum, þar sem hugar- flug arkitektanna hefur sann- arlega náð flugi. Þar er hægt að leika sér á hjólabrettum, hjólaskautum, klifra, hjóla, leika sér í sandblaki, hoppa og velta sér í gúmmíbauj- um, skríða í gegnum risastórar ol- íupípur og sýna kúnstir sínar í graffiti. Þar er hægt að dansa, og þar eru haldnir tónleikar fyrir unga fólkið. Gert er ráð fyrir að hægt sé að halda sýningar og há- tíðir í garðinum, og Olíusafnið sinnir þar upplýsingaskyldum sín- um með námskeiðum fyrir krakka. Það kostar ekkert að leika sér í Geoparken og garðurinn er fullur af krökkum frá morgni til kvölds. Leikvöllur Hopp og hí í gömlu og glaðlegu olíudóti frá Trölla. Leikvöllur sprottinn úr olíuvinnslu |miðvikudagur|17. 9. 2008| mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.