Morgunblaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 18
Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur
thuridur@mbl.is
Við tökum þettamjög alvarlega,“segir GunnarSturla Hervars-
son kennari um uppsetningu
söngleiksins Vítahringur hjá
leikfélagi í grunnskólanum
Grundaskóla á Akranesi. „Við
sýnum í Bíóhöllinni hérna ein-
faldlega vegna þess að sal-
urinn okkar er ekki nógu
stór. Uppsetningarnar hing-
að til hafa verið 10–15 og
gestirnir um 2.000.“
Hann segir því miður færri
komast að en vilja til að taka
þátt. Hvorki fleiri né
færri en 100 krakkar
sóttu um en eftir leikprufur hrepptu
um 40 hnossið sem leikarar og dans-
arar. „Að vísu vilja ekki allir stóru
hlutverkin en það er alltaf eitthvert
svekkelsi,“ viðurkennir Gunnar er
hann er spurður hvort sátt hafi verið
um hlutverkaskipan sem fór fram
morguninn sem blaðamaður hafði
samband.
Þrír kennarar
semja lög og texta
Gunnar er einn þriggja kennara
sem hafa verið potturinn og pannan í
feikivinsælum leiksýningum á vegum
nemendafélags skólans, hinir eru
Einar Viðarsson og Flosi Einarsson.
Sem fyrr hafa þeir skrifað handrit og
samið lög og texta en þeir hafa allir
fengist við tónlist, t.d. með „hljóm-
sveitarbrölti“. Verkið í þetta sinn er
byggt á sögu Kristínar Steinsdóttur,
Vítahrings. Hún byggði sögu sína á
Íslendingasögunni Harðar sögu
Grímkelssonar sem gerist að miklum
hluta í nágrenni Akraness, í Hvalfirði
og líka í Skorradal svo dæmi séu tek-
in. Kristín hefur verið til aðstoðar við
undirbúninginn og sýnt þessu mikinn
áhuga að sögn skipuleggjenda.
Nokkur fjöldi nemenda, utan hinna
40 á leiksviðinu, sér um allt sem teng-
ist sýningunni, t.d. ljós, hljóð, förðun
og hárgreiðslu. „Margir eru líka
spenntir fyrir því og hentar þeim
mjög vel,“ upplýsir Gunnar.
Allir söngleikirnir hafa fjallað um
krakka og því tekið mið af því sem
getur hent nemendurna og pælingar
þeirra. „Við viljum að krakkarnir í
skólanum njóti söngleiksins og geti
skilið söguna. Við erum að vísu á al-
varlegri nótum núna en við reynum
að hafa þetta eins létt og hægt er.
Sagan hennar Kristínar er saga af
krökkum sem lifa í skugganum af
átökum fornmanna,“ segir Gunnar.
Söngleikjapersónurnar séu ekki í
hringiðu hörmunga „en það vofir allt-
af yfir“.
Þátttakan hefur jákvæð
áhrif á skólagönguna
Það sem stundaskráin býður upp á
er auðvitað nægt verkefni og því leik-
ur blaðamanni forvitni á að vita hvað
fái fólk til að leggja svona mikla auka-
vinnu á sig. „Við höfum náttúrlega
geysilega gaman af þessu. Skólinn
hefur alltaf lagt mikla áherslu á list-
og verkgreinakennslu. Áður en við
byrjuðum á þessu lögðum við mikið
upp úr því að krakkarnir kæmu fram
á sviði, t.d. í styttri leikritum. Við
Einar og Flosi vorum einnig farnir að
semja lög fyrir ýmis tilefni og langaði
bara að prófa á sínum tíma hvort við
gætum gert söngleik í fullri lengd og
kanna hvort þau hefðu ekki jafn-
gaman af þessu og við. Það hefur
margfalt skilað sér. Maður heyrir það
á öllum sem hafa tekið þátt að þetta
er hápunkturinn,“ segir Gunnar og
bendir á að við könnun á því hvernig
söngleikjaþátttakendurnir, sem oft
eru tíundubekkingar, hafi staðið sig í
náminu hafi enginn munur fundist á
einkunnum nema þá til bóta. „Sumir
krakkar eru mjög listhneigðir og
vaxa mjög í svona skapandi verk-
efnum og við höfum margoft séð að
það hafi jákvæð áhrif á skólagönguna
almennt, að menn fái að njóta sín þar
sem þeir eru sterkastir.“
Síðast en ekki síst gefur leikfélagið
út geisladisk í tilefni söngleikjanna og
það þykir mikið sport hjá krökk-
unum.
Hvalfjarðarsöngleikur í Skagabíói
Akranes | Glæsilegir söngleikir á vegum Grunda-
skóla á Skaganum hafa vakið verðskuldaða athygli
og hefur þurft allt að fimmtán sýningar til að mæta
aðsókninni – og það í stórum bíósal.
Sönggleði Nemendur á æfingu. Í efri röð (f.v.): Margrét Saga Gunnarsdóttir, Stefanía Sól Sveinbjörnsdóttir og Elísa
Svala Elvarsdóttir. Í neðri röð eru Steinunn Traustadóttir, Inga Lára Guðmundsdóttir og Unnur Ýr Haraldsdóttir.
Af innlifun Guðmundur Sverrisson (t.v.) og Daníel Magnússon taka á því.
Metnaður F.v. Gunnar Sturla Hervarsson, Einar Viðarsson og Flosi Ein-
arsson, kennarar í Grundaskóla, hafa eflt félagslíf skólans svo um munar.
unglingar
18 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Stórir söngleikir hafa verið settir upp á þriggja ára fresti í Grunda-
skóla en að sögn Gunnars Sturlu Hervarssonar kennara yrði það of
stórt verkefni á hverju ári.
Fyrir tveimur árum tók skólinn þátt í samevrópsku verkefni þar
sem saga var skrifuð í samvinnu og verkið sýnt í hverju landi fyrir sig.
Krakkarnir eru að hefja æfingar á Vítahring á fullu en þær fara nú
fram utan skólatíma. Æft verður hvern virkan dag fram að frumsýn-
ingunni sem verður á Vökudögum í byrjun nóvember. Jafnframt
verður gefinn út geisladiskur með 12 nýjum lögum úr söngleiknum.
Æft fram að Vökudögum
Heimsferðir bjóða nú frábært tækifæri til að heimsækja hið
heillandi Toscana hérað, sem er án ef ein af fallegustu borgum
heims. Fergurð Toscanahéraðsins er einstök og í héraðinu eru
nokkrar af helstu borgarperlum Ítalíu, s.s. Flórens, Siena, Lucca
og svo mætti lengi telja.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Toscana
*** Aðeins örfá sæti í boði ***
Verð kr. 29.990
Netverð á mann. Flugsæti báðar
leiðir, útflug til Pisa 28. sept. og
heimflug frá Róm 3. okt.
(aðfararnótt 4. okt.).
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
frá kr. 29.990
28. sept. - 3. okt
Við bjóðum flugsæti til Pisa
28. sept. og heimflug frá Róm
3. okt. (aðfararnótt 4. okt.)
Gríptu þetta frábæra tækifæri
og leggðu Toscana að fótum
þér á yndislegum tíma í haust.
JÓGAÁSTUNDUN getur dregið úr hita-
köstum og svefntruflunum hjá konum sem
ganga í gegnum tíðahvörfin og skerpir
andlegt atgervi þeirra, samvkæmt ind-
verskri rannsókn sem fréttastofa Reuters
greindi frá.
Rannsakendurnir völdu af handahófi
120 konur á aldrinum 40-55 ára, sem
komnar voru á breytingaskeiðið, og fengu
þær til að ýmist stunda jóga eða einfaldar
teygju- og styrktaræfingar fimm sinnum í
viku yfir tveggja mánaða tímabil. Var til-
gangurinn með rannsókninni að kanna
hvort jóga gæti hjálpað konum að sigrast
á líkamlegum sem og andlegum einkenn-
um tíðahvarfanna.
Jógastöðunum, önduninni og hugleiðsl-
unni var öllum ætlað að gera þátttak-
endum kleift að ná „stjórn á breytingum
hugans“ í gegnum það að „hægja á hugs-
anaferli hugans“, hefur Reuters eftir
rannsakendunum. Þeir þátttak-
endur sem voru í jógahópnum
hlýddu einnig á fyrirlestra um
hvernig nota mætti jóga til að sigr-
ast á streitu og um önnur jógatengd efni, á
meðan konurnar í samanburðarhóp-
inum hlýddu á fyrirlestra um
mataræði, hreyfingu, streitu
og lífeðlisfræði tíðahvarfanna.
Að tveimur mánuðum liðn-
um hafði dregið umtalsvert úr
hitaköstum, nætursvita og svefn-
truflunum hjá þeim sem lagt höfðu stund á
jóga á meðan engar slíkar breytingar
höfðu átt sér stað hjá samanburðar-
hópnum. Hjá báðum hópunum hafði and-
legt atgervi og athyglisgáfa hins vegar
skerpst, þótt aukningin væri meiri hjá
jógahópnum.
Jóga gegn tíðahvörfum
Vinsælt Sól-
veig Rún Sam-
úelsdóttir var
valin úr 100
manna
hópi.