Morgunblaðið - 17.09.2008, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 17.09.2008, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 21 Golli Bara speglun Ekki er allt sem sýnist í henni veröld og var sem nokkur skjálfti færi um höfuðstöðvar Kaupþings á „þessum síðustu og verstu“. Blog.is Baldur Kristjánsson | 16. sept. Að þjóð-kenna afbrotamenn! Sameining fréttastofa RUV er gott mál. Það eina sem ég óttast er að mér hefur fundist frétta- stofa Sjónvarps ábyrgari en hin þegar kemur að því að þjóðkenna þá sem hafa komist í kast við lögin. Mín tilfinning er sú að Elín Hirst og félagar hafi aðeins þjóðkennt fólk ef það varpaði skýrara ljósi á málið eða var sjálfsagt vegna samhengis ... Meira: baldurkr.blog.is Ómar Ragnarsson | 16. sept. Loksins, loksins! Fréttamenn RUV voru á staðnum í Ísrael og það virtist vonlaust dæmi fyrir fáliðaða fréttastofu Stöðvar tvö að etja kappi í umfjöllun þá um kvöldið. En hagræðið af því að geta virkjað alla starfsmennina og láta sjónvarpsfréttirnar ganga fyrir útvarpsfréttum olli því að þegar upp var staðið eftir kvöldfréttatímana hafði Stöð tvö vinninginn að mínum dómi. Meira: omarragnarsson.blog.is Gunnar Rögnvaldsson | 16. sept. Banki Lehman-bræðra hverfur af vettvangi samkeppninnar Stærsta gjaldþrot mann- kynssögunnar fór fram í gær. Hin 158 ára gamla bankastarfsemi Lehman- bræðra er nú hætt að vera til. Hlutabréfamark- aðir trúðu ekki á verðgildi eigna Lehman Brothers Holdings Inc. og neituðu að skjóta inn meira fé. Hið sama gerði seðlabanki Bandaríkjanna. Meira: tilveran-i-esb.blog.is Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 14. september er fjallað um heilbrigðiskerfið undir fyrirsögninni Tækifæri til breytinga í heilbrigðismálum. Í greininni er vísað í stjórnarsáttmálann og ræðu sem Geir H. Haarde, forsætisráð- herra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti á fundi í Valhöll 29. september 2007. Stórt skref til markaðsvæðingar Þar sagði Geir að nú væri tæki- færi til að markaðsvæða raforku- kerfið og greina á milli hlutverks ríkisins sem kaupanda og seljanda í heilbrigðisgeiranum „og þar með að gefa fleirum möguleika á að verða seljendur heilbrigðisþjónustu.“ Í Reykjavíkurbréfinu er þessum áherslum fagnað bæði hvað varðar raforku- og heilbrigðisgeirann. Þetta losi „orkuútrásina úr hömlum opinbers eignarhalds, rétt eins og bankarnir voru leystir úr viðjum. Með nýju sjúkratryggingalögunum, sem samþykkt voru á Alþingi í síð- ustu viku, var sömuleiðis stigið stórt skref í átt til breytinga í heilbrigð- iskerfinu, ekki sízt að nýta kosti samkeppni og einkarekstrar …“ Í ljósi umræðunnar á Alþingi og víðar vekja þessar yfirlýsingar at- hygli. Morgunblaðið lítur á lögin um sjúkratryggingastofnun sem „stórt skref“ í átt til „samkeppni og einka- rekstrar.“ Þetta er nokkuð sem bæði margir sjálfstæðismenn á þingi og þá ekki síður þingmenn Samfylkingarinnar báru brigður á við umræðuna gegn fullyrðingum í þessa veru af hálfu okkar sem vorum andvíg frumvarpinu. Matvöruverslun sama og spítali Höfundur Reykja- víkurbréfs telur ótví- ræðan kost fylgja einkarekinni heil- brigðisþjónustu. „Í heilbrigðismálum, rétt eins og í mennta- málum, vegagerð, sorphirðu, snjó- mokstri eða annarri opinberri þjón- ustu, geta alls konar fyrirtæki, samtök eða einstaklingar veitt þjón- ustuna þótt hið opinbera greiði fyrir hana, skipuleggi hana og setji henni regluverk. Það kemur út á eitt og með því að mismunandi fyrirtæki keppi um samninga við hið opinbera minnkar kostnaður og meira fæst fyrir skattpeningana.“ Og höfundur Reykjavíkurbréfsins heldur áfram og leggur að jöfnu allan almennan atvinnurekstur, verslun og viðskipti og síðan heilbrigðisþjónustuna. Hann klykkir út með því að spyrja hvort menn ætli virkilega að hlusta á málflutning fólks sem komi hingað til lands á vegum BSRB: „Það er auðvitað hægt að kalla sig fræði- mann og safna saman upplýsingum í gríð og erg, en á fólk sem skilur ekki grundvallaratriðin í hagfræði að vera helztu ráðgjafar hagsmuna- samtaka og stjórnmálaflokka um breytingar í ríkisrekstrinum?“ Vegið að starfsheiðri sérfræðinga Það er ótrúleg ósvífni gagnvart þeim fræðimönnum sem hér eiga í hlut hvernig ferill þeirra er afbak- aður og svertur af hálfu ritstjórnar Morgunblaðsins. Þeir fræðimenn sem vísað hefur verið til í ritstjórn- argreinum Morgunblaðsins und- anfarna daga, Göran Dahlgren og Allyson M. Pollock, njóta bæði al- þjóðlegrar viðurkenningar. Dahl- gren er heimskunnur fræðimaður, sem ritað hefur um heilbrigðismál og er eftirsóttur fyrirlesari, gegndi um langt skeið æðstu embættum innan stjórnsýslunnar í Svíþjóð, hef- ur sinnt verkefnum fyrir Alþjóða- heilbrigðisstofnunina og Alþjóða- bankann, Þróunarstofnun Svíþjóðar, ráðgjafi um heilbrigð- ismál í þróunarríkjum, m.a. Kenýa og Víetnam, gestaprófessor við breska háskóla, handafi Lýð- heilsuverðlauna Norðurlandaráðs og annarra viðurkenninga. Allyson M. Pollock, sem er læknir að mennt, er nú prófessor við Edinborgarhá- skóla og veitir þar forstöðu rann- sóknarstofnun á sviði heilbrigð- ismála. Frá 1998 til 2006 gegndi hún prófessorsstöðu í lýðheilsufræðum og rannsóknum á heilbrigðisþjón- ustu og var stjórnandi rannsókn- arstofnunar um heilbrigðisstefnu og heilbrigðisþjónustu við University College, London (UCL). Einnig stýrir hún rannsóknar- og þróun- arvinnu við sjúkrahús UCL. Allyson M. Pollock hefur iðulega verið köll- uð til ráðgjafar og álitsgjafar í neðri deild breska þingsins og skoska þingsins einnig. Bækur og rit henn- ar eru víðlesin og hafa orðið kveikja að mikilli umræðu, hún er eft- irsóttur fyrirlesari og álitsgjafi í fjölmiðlum í Bretlandi og víðar. Gæsalappir í háðungarskyni Í Staksteinum Morgunblaðsins 9. september fær þetta fólk eftirfar- andi umsögn: „Dahlgren er sérlegur ráðgjafi stjórnvalda í Alþýðu- lýðveldinu Víetnam um heilbrigð- ismál. Pollock gagnrýnir brezka Verkamannaflokkinn frá vinstri og er í miklu uppáhaldi hjá róttækum hreyfingum sósíalista í Bretlandi. Með öðrum orðum skoðanasystkin Ögmundar og félaga í VG, bæði tvö. Og bæði boðin hingað á kostnað fé- lagsmanna í BSRB, sem sömuleiðis hafa kostað útgáfu bæklinga með erindum „sérfræðinganna“.“ Ég vek athygli á að þegar Morgunblaðið vísar til þessara fræðimanna sem sérfræðinga þá er það sett innan gæsalappa í háðungarskyni og til að gefa til kynna að þau séu ekki marktæk vegna pólitískra skoðana sem Morgunblaðið gefur sér að þau hafi. Morgunblaðið heldur áfram og segir að andstæðingar sjúkratrygg- ingafrumvarpsins á Alþingi hafi gert mikið úr því „að hingað til lands hefðu komið stórmerkilegir fræðimenn, sem hefðu rannsakað breytingar á heilbrigðiskerfinu í Svíþjóð og Bretlandi og komizt að þeirri niðurstöðu að breytingar í þá átt, sem hér á að fara, væru stór- hættulegar.“ Vissulega er það rétt. Þau hafa varað við þessum breyt- ingum. En höfundur Reykjavík- urbréfs hirðir ekki um að ræða rök- semdir þeirra, lætur óskhyggjuna duga: „Vaxandi samkeppni í heil- brigðiskerfinu leiðir vonandi til slíks sparnaðar. Og hún leiðir líka vonandi til þess að notendur heil- brigðiskerfisins hafi úr fleiri kost- um að velja.“ Já, vonandi! Nú er það svo að bæði Dahlgren og Pol- lock, sem og reyndar fjölmargir aðrir virtir fræðimenn um heim all- an, leggja fram mál sitt á grundvelli ýtarlegra rannsókna um þær afleið- ingar sem markaðsvæðingin hefur haft í för með sér. Staðreyndirnar í þeim efnum tala einfaldlega sínu máli. Málefnaleg umræða hentar hins vegar ekki bókstafstrúarfólki, og því er farin sú leið að reyna að grafa undan trúverðugleika „sér- fræðinga“ og beina umræðunni inn á aðrar brautir. Landspítalann í Kauphöllina? Það kemur auðvitað ekki á óvart að Morgunblaðinu svíði. Einkavæð- ingarhugsjónin hefur greinilega heltekið ritstjórn blaðsins í meira mæli en nokkurn tímann fyrr. Bók- stafstrú er hins vegar aldrei gott að hafa að leiðarljósi. Það er reyndar grafalvarlegur hlutur þegar áhrifa- mikill fjölmiðill skynjar ekki ábyrgð sína og reynir allt hvað hann getur til að koma í veg fyrir að veruleik- inn komi í ljós af ótta við að hann grafi undan kenningunni. Í ljósi þess hvernig nú er komið fyrir mörgum fyrirtækjum og jafnvel heilum starfsgreinum sem fjár- festar hafa farið höndum um á und- anförnum árum, þá hlýtur það að teljast fífldirfska í meira lagi að reyna að telja þjóðinni trú um að nú sé um að gera að koma heilbrigðis- þjónustunni á Íslandi út á fjárfest- ingarmarkað. Morgunblaðið verður sér til skammar Eftir Ögmund Jónasson »Dapurlegast þykir mér þó hvernig Morgunblaðið tekur á móti erlendum fræði- mönnum, afbakar mál- flutning þeirra og gefur rangar og misvísandi upplýsingar um störf þeirra og skoðanir. Ögmundur Jónasson Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.