Morgunblaðið - 17.09.2008, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞEGAR voraði
þetta árið vaknaði
von í brjósti mér. Von
um að sú ríkisstjórn
sem nú er við völd
tæki á því kjaraórétt-
læti sem ljósmæður
hafa búið við í ára-
tugi, en fyrri ríkis-
stjórnir hafa ekki séð
ástæðu til að rétta
okkar hlut. Því miður
er ekki að sjá eða
heyra að meiri vilji
eða geta sé hjá þess-
ari ríkisstjórn, þrátt
fyrir fögur fyrirheit.
Lítið heyrist frá rík-
isstjórninni, þótt ef-
laust hafi allir ráð-
herrar hennar átt
samskipti við ljós-
móður í upphafi lífs-
ins. Sú minning er
líklega fallin í
gleymsku, því fáir
muna eftir fyrstu stund lífsins.
Fæðing barns skilur hins vegar
eftir sig djúpa minningu í hugar-
heimi foreldra, sérstaklega hjá
móðurinni. Hvernig til tekst skipt-
ir máli það sem eftir lifir lífsins.
Þakklæti í öll mál
Þótt þakklæti foreldra auki
starfsánægju mína í lok vinnu-
dags, nægir það mér ekki þegar
kemur að skuldadögum. Launa-
kröfur mínar eru tiltölulega ein-
faldar. Mér finnst það réttlætismál
að launin endurspegli þá ábyrgð
sem felst í vinnunni minni og að
launin endurspegli þá mennt-
unarkröfu sem gerð er til ljósmóð-
urstarfa. Nú er svo komið að ég er
ekki lengur tilbúin að vinna ljós-
móðurstörf á þeim kjörum sem í
boði eru hjá vinnu-
veitanda mínum, ís-
lenska ríkinu. Þess
vegna ákvað ég að
segja upp starfi mínu.
Þá ákvörðun reyndust
fleiri ljósmæður hafa
tekið um svipað leyti
– en ég leyfi mér að
fullyrða að sú ákvörð-
un var persónuleg
fyrir hverja ljós-
móður! Samn-
inganefnd ríkisins
hafði ekkert til mál-
anna að leggja fyrir
ljósmæður til leiðrétt-
ingar á launakjörum
þeirra gagnvart sam-
bærilegum stéttum
innan BHM. Und-
irbúningur fyrir þessa
kjarasamninga hefur
staðið yfir í tvö ár hjá
Ljósmæðrafélaginu, í
góðri samvinnu við fé-
lagskonur. Vonbrigðin
í byrjun sumars voru
því djúp og mikil.
Stefna frá fjár-
málaráðherra
Ljósmæðrafélagi Íslands hefur
nú verið stefnt fyrir dóm til að
skera úr um lögmæti þessara upp-
sagna. Það er undarleg framganga
fjármálaráðherra að ætla Ljós-
mæðrafélagi Íslands að standa á
bak við þessar uppsagnir, en ráð-
herra trúir því kannski ekki að ein
lítil kona hafi sjálfstæðan vilja.
Konan þurfi hvatningu og hróp
hópsins til að taka eigin ákvörðun.
Það sem gerði útslagið hjá mér
voru ummæli formanns samninga-
nefndar ríkisins, sem nú hafa verið
gerð kunn: að samninganefnd rík-
isins hefði ekki breytt um skoðun
frá 1962 þegar kæmi að viðhorfum
um eðli starfa. Mér blöskraði
hrokinn, mér blöskraði fáfræðin og
þekkingarleysið og mér blöskraði
dónaskapurinn. Enn hefur ekkert
gerst á samningafundum sem gef-
ur mér vonir um að viðhorf það
sem samninganefnd ríkisins lét í
ljós á umræddum fundi hafi
breyst. Svör ráðherra fjármála í
deilunni er að láta reyna á lög-
mæti uppsagna ljósmæðra. Hvern-
ig ráðherra ætlar að koma ábyrgð-
inni á Ljósmæðrafélagið verður að
koma í ljós – félagið ber ekki
ábyrgð á minni uppsögn. Það væri
nær að stefna samninganefndinni.
Veglegt tilboð?
Það verður fróðlegt að sjá
hvernig málin þróast á næstu vik-
um. Staðan er alvarleg nú þegar,
en ég má ekki til þess hugsa hvað
gerist um næstu mánaðamót ef
ekki verður gengið til samninga.
Það má vel vera að félagsdómur
dæmi ráðherra í vil, hversu óskilj-
anlegt sem það nú yrði í mínum
huga og græfi undan trú minni á
réttarkerfið Ísland. En kannski er
það ætlunin, að setja lög á okkur
ljósmæður og neyða okkur til
starfa. En það er ekki hægt að
neyða okkur til starfa til eilífðar.
Því miður held ég að ráðherrar í
ríkisstjórninni geri sér ekki grein
fyrir alvarleika þessarar deilu.
Fjármálaráðherra virðist illa upp-
lýstur um gang mála, veit að því
er virðist ekki hvenær samn-
ingafundir eru boðaðir eða fyr-
irhuguð verkföll. Heilbrigð-
isráðherra er fjarverandi, en
fullyrðir að allir fái þjónustu, eng-
in sé í hættu. Viðskiptaráðherra
lætur svo eftir sér hafa að veglegt
tilboð sé uppi á borðinu. Veglega
tilboðið reynist vera stefna frá
fjármálaráðherra um ólögmæti að-
gerða ljósmæðra. Það tilboð þótti
mér rýrt og aumingjalegt og rík-
isstjórninni ekki til framdráttar.
Bjartar vonir
Ólafía M. Guð-
mundsdóttir skrifar
um kjarabaráttu
ljósmæðra
» Það er ekki
nóg að tala
fallega á hátíðis-
og tyllidögum,
það verður að
vera eitthvað á
bak við orðin.
Ljósmæður
gefa lítið fyrir
innantóm orð.
Ólafía M.
Guðmundsdóttir
Höfundur er ljósmóðir á fósturgrein-
ingardeild LSH og fyrrverandi
formaður Ljósmæðrafélags Íslands
Í FYRRI grein
minni fjallaði ég um
stórátak í aðbúnaði
aldraðra sem rík-
isstjórnir undir for-
ystu Sjálfstæð-
isflokksins hafa staðið
að. Í þessari grein
mun ég fjalla um
ýmsar umbætur sem
hafa verið gerðar á
löggjöf um almanna-
tryggingar á und-
anförnum misserum
til að bæta hag aldr-
aðra.
Launatekjur
skerða
ekki lífeyri
Á undanförnum ár-
um hefur markvisst
verið dregið úr tekju-
tengingum vegna
launatekna og tekna
maka við útreikning
lífeyris almannatrygginga. Á síð-
asta ári var gerð sú breyting á al-
mannatryggingalögum að launa-
tekjur þeirra sem eru 70 ára og
eldri skerða ekki lífeyri almanna-
trygginga. Frá 1. júlí síðast-
liðnum geta þeir sem eru 67-70
ára haft árlegar launatekjur að
1,2 milljónum króna, án þess að
það skerði lífeyri almannatrygg-
inga. Margir eldri borgarar hafa í
kjölfarið hafið á ný þátttöku í at-
vinnulífinu til að bæta hag sinn.
Frá 1. apríl síðastliðnum hafa
tekjur maka ekki
lengur áhrif á lífeyri
hins makans. Þannig
heyra þessar um-
deildu tekjuteng-
ingar nú sögunni til.
Lækkun skerðing-
arhlutfalla
Jafnt og þétt hefur
verið dregið úr áhrif-
um tekna úr lífeyr-
issjóðum á lífeyri al-
mannatrygginga á
síðustu árum. Skerð-
ingarhlutfall lífeyr-
issjóðstekna var fært
úr 30% í 25% 1. apríl
síðastliðinn, en það
var 67% um aldamót-
in. Það þýðir að af
hverjum 10 þúsund
króna tekjum úr líf-
eyrissjóði hafa nú
einungis 2500 krónur
áhrif til skerðingar á
lífeyri almannatrygg-
inga. Hér er um
verulega breytingu
að ræða.
Bætt kjör þeirra
sem eru verst settir
Sérstaklega hefur verið hugað
að þeim hópi aldraðra sem eru
verst settir fjárhagslega, en það
eru þeir sem eru með minnstan
rétt í lífeyrissjóði. Með lagabreyt-
ingu sem samþykkt var á vorþingi
hafa þeim verið tryggðar að lág-
marki allt að 25 þúsund króna líf-
eyrissjóðstekjur á mánuði ofan á
lífeyri almannatrygginga. Þetta
þýðir að enginn einstæður ellilíf-
eyrisþegi hefur tekjur undir 149
þúsund krónum á mánuði og
lægstu tekjur hjóna sem eru elli-
lífeyrisþegar eru um 253 þúsund
krónur á mánuði fyrir skatta.
Fjármagnstekjur
og séreignarsparnaður
Sett hefur verið 90 þúsund
króna frítekjumark á ári vegna
fjármagnstekna, sem þýðir að
fjármagnstekjur undir þessu
marki hafa ekki áhrif til skerð-
ingar lífeyris almannatrygginga.
Þá hefur verið gerð lagabreyting í
þá veru að frá næstu áramótum
mun innlausn séreignarsparnaðar
ekki lengur hafa áhrif á útreikn-
ing elli- og örorkulífeyris. Í dag
er það svo að tekjutrygging og
heimilisuppbót til einhleyps ellilíf-
eyrisþega sem innleysir 500.000
króna séreignarsparnað skerðist
um 20.687 krónur á mánuði eða
rúmar 248.000 krónur á ári.
Af framangreindu má ljóst vera
að stórátak hefur verið gert á síð-
ustu misserum og árum í þá átt
að bæta fjárhagslega afkomu
aldraðra. Auk þess sem lífeyrir
almannatrygginga hefur verið
hækkaður jafnt og þétt má einnig
benda á afnám eignarskatts á
íbúðarhúsnæði, sem lagðist sér-
staklega þungt á eldra fólk í
skuldlausu eða skuldlitlu húsnæði.
Ýmislegt fleira má tína til sem
bætt hefur hag aldraðra og vert
er að fjalla um, en hér læt ég
staðar numið.
Bætt fjárhagsleg
staða aldraðra
Ásta Möller skrifar
um umbætur til að
bæta hag aldraðra
» Af fram-
angreindu
má ljóst vera að
stórátak hefur
verið gert á síð-
ustu misserum
og árum í þá átt
að bæta fjár-
hagslega af-
komu aldraðra
Ásta Möller
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins og formaður
heilbrigðisnefndar Alþingis.
OFBELDI af
hálfu fólks frá Aust-
ur-Evrópu, einkum
frá Litháen og Pól-
landi, hefur aukist í
samfélaginu. Við sem
viljum lifa í friði,
samlyndi og sátt við
náungann segjum
stopp. Það er ekki
hægt að leyfa þess-
ari þróun að halda
áfram. Um þessar
mundir búa u.þ.b. 20
þúsund manns af er-
lendum uppruna á
Íslandi en þar af eru
1332 frá Litháen og
9115 frá Póllandi.
Flestir vilja vinna og
sjá um sig og sína og
það er ekkert óeðli-
legt við það. Því miður eru þó
sumir sem virðast vera ákveðnir í
að vanvirða lög, reglur og manna-
siði. Þeir aðilar eru staðráðnir í
að leysa málin með barsmíðum og
líkamsmeiðingum. Þetta eru
glæpamenn sem eiga ekki heima í
samfélaginu þar sem þeir hafa
ekkert jákvætt upp á að bjóða.
Vegna þessa er sjálfsagt mál og
reyndar öryggisatriði að taka þá
úr umferð og vísa þeim úr landi
tafarlaust.
EES-samningurinn sem Ísland
er aðili að má ekki koma í veg
fyrir að það gerist. Það er í raun
ekki þörf á að ræða þetta á einn
eða annan hátt. Þeir eru búnir að
misnota tækifærið sem samn-
ingur af þessu tagi getur veitt
sem og gestrisni landsmanna.
Þegar menn hegða sér eins og
hættuleg villidýr og hika ekki við
að ráðast á lögreglumenn í starfi
og beita þá og aðra ofbeldi, eiga
stjórnvöld og lagayfirvöld að
gera ráðstafanir til að tryggja ör-
yggi í landinu, burt séð frá því
hvað EES-samningurinn felur í
sér eða hvað ríkistjórnin hefur
samþykkt. Reyndar er hægt að
segja að heimildir Útlend-
ingastofnunar til að vísa útlend-
ingum úr landi mismuni fólki þar
sem ekki er sama hvaðan fólkið
kemur. Leyfilegt er að vísa fólki
sem tilheyrir einhverju af ríkjum
Evrópska efnahagssvæðisins af
landi brott ef viðkomandi hefur
verið dæmdur í árs fangelsisvist.
Sé hann hins vegar frá svoköll-
uðu þriðja ríki eða utan EES má
vísa honum af landi brott ef hann
er dæmdur í lengri fangavist en
þrjá mánuði.
Hvað þessa hættulegu ein-
staklinga varðar, er ekki hægt að
taka tillit til neins því þeir eiga
einfaldlega ekki skilið að fá að
vera í landinu vegna einhvers
samnings eða tengsla við landið.
Brot af þessu tagi er ekki hægt
að fyrirgefa eða líta framhjá. Það
er með öllu óviðunandi að í ís-
lenskum fangelsum eru 16% út-
lendingar en þar af eru 40% frá
Litháen. Þessi þróun er nokkuð
sem við megum og getum ekki
leyft að halda áfram.
Sumum finnst gaman
og ef til vill félagslega
gott að hafa fólk frá
mismunandi löndum í
landinu en þá þarf
það að vera löghlýðið
fólk, ekki glæpamenn.
Þetta er óþolandi þar
sem flestir útlending-
anna vilja bara vinna
og vera til friðs. Þess
má geta að enga Ís-
lendinga er, svo vitað
sé, að finna á þessum
slóðum sem haga sér
með þessum hætti.
Það vekur líka at-
hygli að í mörgum
öðrum löndum álf-
unnar hafa nokkrir
frá einmitt þessum
austur–evrópsku
löndum oft komist í
kast við lögin. Þeir
tengjast oftar en ekki
glæpastarfsemi af einhverju tagi
og hika ekki við að beita grófu of-
beldi til að ná sínu fram. Við höf-
um ekkert við svona lagað að
gera í okkar samfélagi og það vill
það enginn. Það þarf að sporna
gegn þessu jafnmikið og að
sporna gegn kynþáttafordómum
þar sem þetta skapar óþarfa ótta,
óþægindi, vantraust og jafnvel
hatur gagnvart sumum í sam-
félaginu. Vegna þessa verður æ
erfiðara fyrir þá sem vilja tileinka
sér uppbyggingu samfélags sem
er fordómalaust, mismun-
unarlaust, hættulaust, friðsælt og
fjölbreytt að fá landsmenn til að
leggja málinu lið. Aðalmálið er að
það vill enginn hafa svona ein-
staklinga í kringum sig eða sem
nágranna. Það vekur óhug og
óþægilega tilfinningu hjá mönn-
um.
Þessir fimmmenningar sem
réðust á lögreglumenn snemma á
árinu eiga það sameiginlegt með
þeim sem réðust nýlega á lög-
reglumann að vera þjóðar- og
samfélagsskömm og ekkert ann-
að. Það þarf að senda þá til síns
heima með endurkomubanns-
stimpil. Það þarf að senda skýr
skilaboð til allra um að háttsemi
af þessu tagi verði ekki leyfð á
Íslandi. Sumir virðast í eðli sínu
ekki vera hæfir til að fara eftir
mannasiðum, lögum og reglum.
Það hefur oft eitthvað að gera
með uppeldi, æsku, hugsunarhátt,
heimilisaðstæður eða persónuleik-
aröskun. Menn verða þá fé-
lagslega óhæfir til að vinna, eiga
heilbrigt líf, vera til friðs, sýna
kurteisi og leysa ágreining frið-
samlega og það breytist ekki
neitt, sama hversu mikið er reynt
að hjálpa þeim. Þess vegna halda
menn áfram með þessi andfélags-
legu hegðunarvandamál, jafnvel
þótt þeir flytji til annars lands.
Við þurfum ekki að taka
ábyrgðina á okkur hvað kennslu í
almennum mannasiðum varðar
eða eðlilegum tjáningaraðferð-
um.Við höfum nóg með okkar fé-
lagslega vanda og þurfum svo
sannarlega ekki að bæta við verk-
efnum. Langtíma afleiðingarnar
eru slæmar, reyndar mjög slæm-
ar. Þess vegna eiga yfirvöld og
lögembætti landsins að grípa til
viðeigandi ráðstafana eða aðferða.
Dómstólar og ákæruvald landsins
þurfa að endurskoða vinnuaðferð-
ir sínar hvað þetta varðar. Í flest-
um löndum er hreinlega óhugs-
anlegt að beita lögreglumann
ofbeldi. Refsing fyrir slíka uppá-
komu er svo yfirþyrmandi þung
að mönnum dettur ekki í hug að
gera slíkt. Er einhver að lesa
þetta sem getur þýtt það á tungu-
mál þessara manna? Það væri
mjög gagnlegt.
Nú er nóg komið,
takið þá úr umferð
Akeem Cujo Op-
pong skrifar um
erlenda lögbrjóta
Akeem Cujo Oppong
» Ísland á
ekki að vera
felustaður
hættulegra
glæpamanna
frá Austur-
Evrópu.
Höfundur er formaður Ísland
Panorama-samtakanna.
Sími 551 3010