Morgunblaðið - 17.09.2008, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 17.09.2008, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ SEM hér fer á eftir hafði skrifari sam- ið og ætlað að segja í pontu á fundi í Valhöll. Borgarstjóri og Óskar Bergsson sögðu þar frá starfi hins nýja meiri- hluta í borgarstjórn. Ekki komst ég nema rétt í dyragáttina en heyrði þó frú Hönnu Birnu segja, að flug- vallarmálið væri ekki eina og ekki stærsta mál í Reykjavík. Eitt- hvað kann að vera til í því, en borgarfull- trúarnir eru glám- skyggnir á skoðanir borgarbúa. Stórt er málið þó og með ólík- indum að því skuli ekki vera sinnt. Bara skal byggja og byggja ofan í flugvöllinn, enda þótt allt sé í óvissu. Málinu er vísað til ákvarðana langt fram í tímann. Dæmigert er, að Reykjavíkurborg tekur höndum sam- an við flugmálayfirvöld og Vegagerð- ina, færir Hringbrautina og byggir hindranir við einu blindflugsbraut flugvallarins. Ekki er einu sinni farið að byggingalögum, þegar fram- kvæmt er án byggingaleyfis sem í það minnsta er krafizt til gerðar göngubrúar. Vegur er heldur ekki flugbraut og flugbraut ekki vegur að lögum. Virðulegi fundarstjóri! Sá sem hér talar, Sveinn Guðmundsson verk- fræðingur, hefur gert tillögu um flug- vallarstæði í Reykjavík. Hún samræmir þarfir fyrir áframhaldandi og öruggari flugumferð í höfuðstaðnum. Þá er einnig fjallað um umferð bíla um Vatnsmýr- arsvæðið svo og umferð austan úr Reykjavík og þá umferð, sem kemur úr Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði og á er- indi í Vatnsmýri, Sel- tjarnarnes og vesturbæ Reykjavíkur en kemst trauðlega um Hring- brautina. Verulegt nýtt bygg- ingasvæði vinnst sunnan og norðan austur– vestur-brautarinnar, er norður–suður-brautin verður lögð niður. Fyll- ingar verði gerðar í grunnum Skerjafirð- inum fyrir lengingu austur-vestur-brautarinnar og gerð þverbrautar þar úti fyrir notkun í erf- iðum þvervindi á aðalflugbrautina. Borgarfulltrúar hafa ekki gefið sér tíma síðustu þrjá mánuði til þess að ræða tillöguna við höfund hennar þrátt fyrir beiðnir um viðtöl. Í ágúst skrifaði ég meðal annars til borgarfulltrúa: „Ég tel það hneisu að gera ekkert núna og vísa ákvörð- unum tíu ár fram í tímann. Með slíku framkvæmdaleysi munu næstu kosn- ingar ekki vinnast. Takið þér mína til- lögu upp í nýjan sáttmála mun það fara vel í borgarbúa.“ Ætlið þið að tapa næstu kosn- ingum?! Borgarstjórn mát í flugvallarmálum Sveinn Guðmunds- son skrifar um Reykjavík- urflugvöll Sveinn Guðmundsson »Ég tel það hneisu að gera ekkert núna og vísa ákvörðunum tíu ár fram í tím- ann. Höfundur er verkfræðingur. Tillaga höfundar að flugvallarstæði. TIL AÐ blindast ekki í afkimum valds- ins þarf haukfrána sjón. Eins og gengur eru íslenskir stjórn- málaflokkar mis- skyggnir í rangölum þeim en hver ætli fari þar villastur vega nú um stundir? Ekki þó helsta hollvinafélag Íbúðalánasjóðs, tryggasta varðsveit gjafakvótans, stoltasti heiðursvörður eft- irlaunamakksins og bragðvísasta ref- skáksveit valdabrölts- ins? Framvarðasveit Sjálfstæðisflokksins lætur ekki að sér hæða. Hver er húsbóndinn? Varla voru alþing- iskosningar 2007 fyrr að baki en boðið var upp á Þrjár á biðilsbux- unum, farsakenndan gamanleik með upphaf og endi í að helstu oddvitar flokkanna krunka sig ekki endilega saman eftir því hvað er landi og lýð fyrir bestu heldur því hverjum lyndir saman og hverjum síður. Enn einu sinni var herra Íhald borinn á gullstól í stjórnarráðið, valdþreyttari en nokkru sinni fyrr. Ætli slíkt kunni góðri lukku að stýra? Hér skal eitt dæmi tíundað. Fyrir al- þingiskosningar var öllu fögru lof- að til verndar umhverfi og nátt- úru en hvernig gengur Samfylkingunni að efna sín fyr- irheit? Bót er í máli að hugs- anlegar framkvæmdir vegna 250– 346 þúsund tonna álvers Alcoa á Bakka skuli sæta sameiginlegu umhverfismati en hvar er ætlunin að virkja til að Norðurál, skilgetið afkvæmi Century Aluminium, geti reist og rekið 250 þúsund tonna álver í Helguvík? Og hvar í ósköpunum á að kría út los- unarheimildir? Ekki bætir úr skák að meira hefur gustað af fríðum bílaflota landans en nokk- urn óraði fyrir og Norðurál syndgað upp á náðina í útblæstri á Grundartanga ef marka má mælingar Umhverfisstofnunar. Fyrir 2020 skal losun gróðurhúsalofttegunda minnka um 25–40 pró- sent. Ætli frekari und- anfæri gefist innan landsteinanna ef Kýótó–undanþágan dugir ekki fram til 2012? Á svo enn að stjana við erlenda auð- hringi með því að leggja hvers kyns sælu– og unaðsreiti undir víravirki? Eða mega blessuð tröllin ekki sjá af eyri til að leggja megi línurnar í jörð? Hvað erheilagt? Meðan fósturjörðin sligast undan stýrivax- taoki hafa gróðaöflin blásið til sjálfsóknar og sest um Bitru. Vart þarf að óttast að þau láti það ræna sig svefni þótt sniðganga þurfi áfellisdóm Skipulagsstofn- unar, raska stórbrotnu útivist- arsvæði, ógna vatnsbólum Hver- gerðinga og blása brennisteinsvetni yfir borg og bæ. Þá víkur sögunni að Þjórs- árundrum. Þar gengur nábleik vofa stóriðjunnar ljósum logum og ríður húsum svo að gnestur í. Einskis er látið ófreistað til að geta sökkt flúðum Urriðafoss og vinjum Þjórsárdals, hvernig sem tæla þarf sveitarstjórnir með gýli- gjöfum, flæma bændur og búalið úr hjartfólgnum átthögum eða hunsa þorra nærsveitunga. Er nokkuð heilagt þegar Lands- virkjun er komin í kapp við Jóa- kim Aðalönd og heimtar fleiri pen- ingalaugar fyrir busl og dýfingar? Hvert stefnir? Nú bráðna jöklar æ örar og fljót bólgna æ meir. Því munu fylgja tíðari og stærri eldgos og jök- ulhlaup, telja vísindamenn. Ætli stíflur Landsvirkjunar muni standa af sér áganginn? Væri ekki skynsamlegast að auka flutnings- getuna frá uppistandandi jökuls- árvirkjunum og hyggilegra að nýta tilfallandi orku í að reka vist- vænni fyrirtæki en álver og olíu- hreinsistöð? Svo má spyrja hve- nær framsýnin verði nægileg til að beisla föll sjávar og eira þeim mun fleiri náttúruperlum. En hvar eru ráðherrar Samfylk- ingarinnar? Hafa þeir döngun í sér til að lægja rostann í landeyð- andi virkjunarglennum, snúa á andramma álrisa og bægja frá eit- urspúandi olíudreka? Á Ísafold að verða sólroðin fyr- irmynd eða grámóskuleg ómynd nú þegar eldir af nýrri öld? Að vera eða ekki vera, þarna er efinn. Á krossgötum Einar Sigmarsson skrifar um um- hverfismál, virkj- anir og stóriðju »Enn einu sinni var herra Íhald bor- inn á gullstól í stjórnarráðið, valdþreyttari en nokkru sinni fyrr. Ætli slíkt kunni góðri lukku að stýra? Einar Sigmarsson Höfundur er íslenskufræðingur. AÐ gera jörðina mennska er að opna hjarta sitt og skilja hver ég er í raun og veru. Að opna hjarta sitt þarfnast auð- mýktar og fulls trausts á að ekk- ert illt geti hent ef ég uppgötva hver ég er og innri eining verður til. Ekkert stendur þá milli mín og þess innri sannleika sem ég er hluti af. Til þess að þetta gerist þarf ég að sleppa „égi“ mínu, þessu „égi“ sem er frumstæð þörf í frum- stæðum kringumstæðum en verður ónauðsynlegt í sannarlega mennskum heimi. „Égið“ er upp- tekið af sjálfu sér og lítur út eins og sjálfsbjargarhvöt en leiðir í raun til sjálfseyðingar. „Égið“ lok- ar leiðinni til þess frelsis og ham- ingju sem sérhver mannvera þráir í sinni dýpstu verund. Maðurinn lyfti sér ekki upp fyrir stig dýranna vegna þess að hann væri sterkasta dýrið í skóginum heldur vegna þess að hann kann- aðist við mennsku sína og mögu- leika til þess að skapa nýja framtíð óháða „náttúrulegum“ kring- umstæðum sínum. Maðurinn reis upp fyrir stig dýr- anna vegna þess að hann gat látið sig dreyma og fundið leið til þess að láta draumana rætast. Mað- urinn reis upp fyrir stig dýranna þegar hann tengdist öðrum og myndaði samfélag um mennsku sína. Maðurinn tók stærstu skrefin í þróunarsögu sinni þegar hann lét sig aðra varða og elskaði mennsku sína. Þannig urðu til vísindin góðu, ljóðin og listir bjartar. Þannig varð til gleðin sem lýsti augun og ljúfa dansa hreyfði … Þá er maðurinn gleymdi mennsku sinni og „égið“ tók völdin myrkvaðist jörðin að nýju og stundum var sem eyðilegging ógn- aði tilveru hans. Þannig er frum- stæð saga mannsins sem enn hefur ekki uppgötvað hver hann er í raun og veru. Þar erum við komin í mennskri sögu að framþróun mannsins kallar á nýjan skilning. Tæknilegar fram- farir gera þessa umbreytingu mögulega, á skömmum tíma, vegna tengsla sem ná til allra svæða jarð- arinnar. Tæknilegar framfarir gera það einnig mögulegt, á skömmum tíma, að eyðilegging nái til allra svæða jarðar. Tími „égsins“ hefur runnið sitt skeið á enda. Lengra verður ekki gengið á braut misskilnings. „Ég- ið“ er mótsögn við það sem mað- urinn er í raun og veru. „Égið“ byggir á stórri lygi sem breiðist nú óðfluga um alla jarðarbyggð. Þessi lygi er að það sé betra að þiggja en gefa. Að það sé betra að taka til sín en láta af hendi. Að það sé mögu- legt að verða frjáls og hamingju- samur með því að hugsa aðeins um eigin (misskilinn) hag, en láta sig ekki varða um hag annarra. Svo sem þessi mótsögn hefur af- leiðingar á hinu heillega jarðarsviði hefur hún afleiðingar á persónu- legu sviði sérhvers manns. Það verður þannig áhugavert viðfangsefni að uppgötva hver ég er í raun og veru og leiðrétta þenn- an misskilning sem liggur við rót allra minna vandamála. Þannig mun ég gera sjálfan mig mennskan og mennska þá jörð sem ég lifi á með öðrum. JÚLÍUS VALDIMARSSON, leiðbeinandi í Húmanista-hreyfingunni. Að gera jörðina mennska Frá Júlíusi Valdimarssyni Júlíus Valdimarsson Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞÚ sem fæðst hef- ur inn í þennan heim, hvort sem þér svo lík- ar það síðan betur eða verr, hefurðu raunverulega gert þér grein fyrir því að þú hefur verið valinn í lið lífsins af sjálfum höfundi þess og fullkomnara. Þú hefur verið valinn í sigurliðið. Jafnvel þótt á stundum geti kreppt að og þú upplifað dimma daga, heilsan kunni að hafna þér og þú gengisfelldur af samfélag- inu. Já jafnvel þótt einstaka við- ureignir kunni að tapast þá ertu samt í liðinu sem vinnur, liðinu sem hefur sig- ur að lokum, vegna þess sem gerðist á föstudaginn langa forðum og þess und- urs sem átti sér stað á páskadagsmorgun. Í augum Guðs ert þú óendanlega dýr- mæt manneskja, sem verður ekki skipt út- af og sett á bekkinn, jafnvel ekki þótt þér kunni að vera mislagðar hendur. Hann hefur komið því þannig til vegar að þú munt lifa um alla eilífð því hann ætlar þér að lifa og vill viðhalda lífi þínu að eilífu. Hann valdi þig ekki til að sitja á bekknum og því síður sem áhorf- andi uppi í stúku. Hafðu bara hug- fast að allra síst valdi hann þig til leiks sem dómara. Spurningin sem við hinsvegar stöndum frammi fyr- ir hvert og eitt alla daga er sú hvort við gefum kost á okkur í lið- ið. Valin í lið lífsins Þótt einstaka viðureignir tapist þá ertu samt í lið- inu sem vinnur, segir Sigurbjörn Þorkelsson »Hann valdi þig ekki til að sitja á bekknum og því síður sem áhorfandi uppi í stúku. Og þér verður ekki skipt útaf þrátt fyrir mislagðar hendur. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur og fram- kvæmdastjóri Laugarneskirkju. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.