Morgunblaðið - 17.09.2008, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 17.09.2008, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 25 ALDARMINNING Elínbjörg Sigurðardótt- ir fæddist á Brúará í Bjarnarfirði hinum syðri, Kaldrananeshreppi í Strandasýslu 17. septem- ber 1908. Hún lést 28. jan- úar 1986. Móðir hennar var Sigríður Jónsdóttir frá Kaldbak sem var dóttur- dóttir Páls Jónssonar og Sigríðar Magnúsdóttur, kennd við fyrrnefndan Kaldbak í Kaldbaksvík á Ströndum. Frá þeim er rakin Pálsætt á Ströndum en niðjatal hennar kom út í Reykjavík 1991. Um Pál var sagt: „Vandaður maður og vel að sér, góður skrifari.“ Um Sigríði var sagt: „Að mannkostum jafnoki manns síns.“ Faðir Elínbjargar var Sigurður Stefánsson, bóndi og formaður á Brúará, fæddur í Reykjarvík, næsta bæ við Brúará. Hann var húsmaður á Bakka í sömu sveit áð- ur en hann hóf búskap á Brúará þá næstum fimmtugur að aldri. Langafi og langamma Sigurðar voru hjónin á Sjöundá á Rauða- sandi, Guðrún Egilsdóttir og Bjarni Bjarnason sem voru aðal- persónur í hinum mikla harmleik sem þar varð um aldamótin 1800 og rithöfundurinn Gunnar Gunn- arsson færði svo listilega til bókar í Svartfugli. Elínbjörg ólst upp á Brúará í stórum systkinahópi og foreldrar hennar bjuggu við barnalán þegar horft er til þessa tíma. Af fjórtán börnum þeirra komust tólf til full- orðinsára og urðu öll eldri en 70 Elínbjörg Sigurðardóttir og Brynjólfur Ketilsson ára nema Benedikt sem varð 66 ára. Ung að árum fór Elínbjörg að heiman og fór hún m.a. í kaupa- mennsku til systur sinnar, Róselíu Guðrúnar sem þá var húsfreyja og ljósmóðir á Þröm í Blöndugili, gift Guðmundi Meldal Kristmundssyni bónda. Örlögin höguðu því svo til að 18 ára eignaðist Elínbjörg dótt- ur, Ragnheiði Ester, f. 9.jan. 1927, með Guðmundi mági sínum og þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu erfiðar aðstæður hennar hafi þá orðið og fjölskyldunnar allrar. Stuttu síðar hóf hún sambúð með Jóhannesi Jónssyni frá Asp- arvík sem stóð stutt en þau áttu saman soninn Inga Karl, f. 11. sept. 1928 d. 25.mars 2001. Að ráði varð að faðir Esterar og Róselía móðursystir hennar tóku hana í fóstur árið 1931, þá 4 ára gamla. Ólst Ester upp í Þröm og síðar í Litladal þar til hún fór í Laug- arvatnsskólann haustið 1946 og eftir það bjó hún hjá móður sinni og stjúpa í Reykjavík þar til hún giftist og stofnaði heimili á Laugarvatni 1952. Elínbjörg var í meðal- lagi há kona, fínleg, fríð og tignarleg í allri fram- göngu. Hún var hlý og um- hyggjusöm, kjörkuð og drífandi. Henni féll aldrei verk úr hendi. Hún var fé- lagslynd og til marks um það má nefna að hún stóð að stofnun Kvenfélags Hrunamanna og var fyrsti formaður þess. Einnig beitti hún sér af krafti fyr- ir stéttarfélag sitt en hún var um árabil afgreiðslukona í mjólkurbúðum í Reykjavík. Elín- björg var jafnlynd og jákvæð, kappsöm og raungóð. Greiðvirkni hennar við skyldmenni og vanda- lausa var ómæld. Hún var hann- yrðakona af guðs náð, flink og af- kastamikil og stundaði saumaskap sér til tekna í mörg ár. Brynjólfur Ketilsson fæddist á Álfsstöðum í Skeiðahreppi í Árnes- sýslu 26. sept. 1901. Hann lést 31. mars 1997. Foreldrar hans voru Kristín Hafliðadóttir og Ketill Helgason, bændur á Álfsstöðum 1898-1940. Brynjólfur ólst upp á Álfsstöðum og var þar heimilisfastur fram yfir þrítugt. Allt frá sextán ára aldri greip hann þá vinnu sem gafst utan heimilis og 17 ára gamall réðst hann fyrst til sjóróðra á vetrarver- tíð í Þorlákshöfn og hann kynntist vel harðræði sjómennskunnar í þá daga þegar hann reri á opnum báti fyrstu tvær vertíðirnar. Síðar var hann háseti á togurum í einar 17 vertíðir. Hann vann mörg sumur við gerð Skeiðaáveitunnar en þær framkvæmdir stóðu á árunum 1918-1922. Aflafé sitt lagði Brynj- ólfur til heimilisins og ljóst er að það hefur skipt sköpum um af- komu fjölskyldunnar á þessum ár- um. Hann naut meiri skólagöngu en þá var algengt, var í Íþrótta- skóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal og settist í Héraðsskól- ann á Laugarvatni við stofnun hans 1928, var þar í tvo vetur og kenndi þar skólafélögum sínum sund. Brynjólfur var meðalmaður á vöxt og samsvaraði sér ákaflega vel. Andlitsdrættir hans voru fín- legir og hann var fríður sýnum. Hann var annálaður fyrir hreysti og líkamlegt atgervi og góður íþróttamaður. Í Reykjavík gerðist Brynjólfur starfsmaður borgarinn- ar og vann lengst af á traktors- gröfu. Hann vann áratugum saman á sömu vélinni og sá til þess að við- hald hennar var alltaf eins og best varð á kosið. Ending vélarinnar þótti með ólíkindum og var henni ekki lagt fyrr en Brynjólfur hætti störfum 1981, þá áttræður. Þannig var um flest það sem honum var treyst fyrir á lífsleiðinni. Alls gætti hann eins vel og kostur var og öll verk vann hann af kostgæfni og al- úð. Elínbjörg réðst sem ráðskona hjá Brynjólfi vorið 1933 þegar hann hóf búskap á Fjalli á Skeið- um. Þar bjuggu þau tvö ár og tók- ust með þeim góðar ástir sem ent- ust allt til dauða. Næst fluttu þau að Bolafæti í Hrunamannahreppi og bjuggu þar í tvö ár. Elínbjörgu líkaði ekki nafnið og fékk því breytt í Bjarg enda fallegir smá- klettar heima við bæ. Þau bjuggu á Læk í Flóa 1943-1945 og í Útey í Laugardal 1945-1947. Búskaparár- in voru vísast enginn dans á rósum. Skuggi kreppuáranna grúfði yfir, búskapartæknin var lítið breytt frá fyrri öldum og lélegar samgöngur sköpuðu víða erfiðleika, t.d. við að koma mjólk til vinnslu. Góð heilsa og mikil hreysti voru því guðsgjafir einyrkjans á þeim tíma og þegar við bættist dugnaður þeirra hjóna, fyrirhyggja og gott verksvit, mátti komast þokkalega af. Snyrti- mennska var þeim líka í blóð borin. Þau fluttu til Reykjavíkur í Skipa- sund 11 en árið 1955 byggði Brynj- ólfur húsið í Njörvasundi 33 nánast einsamall og með fullri vinnu. Þar áttu þau látlaust og fallegt heimili til æviloka. Hjónaband þeirra Brynjólfs og Elínbjargar var traust og bar vott um gagnkvæma virðingu og tillits- semi. Hún vann utan heimilis árum saman og þau voru samhent við heimilisstörfin sem hann tók ríkan þátt í. Á efri árum var prjónaskap- ur sameiginlegt áhugamál þeirra og ófáar lopapeysur urðu til í Njörvasundinu sem síðar lentu í gjafapökkum fjölskyldunnar og héldu góðum hita á þakklátum þiggjendum. Þau höfðu bæði gam- an af að spila á spil, bæði félagsvist og bridge og spiluðu reglulega við ættingja og vini. Brynjólfur var góður skákmaður og tók oft þátt í skákmótum borgarstarfsmanna og gerði sér sérstakt far um að kenna ungum og áhugasömum afastrák- um að tefla. Elínbjörg og Brynj- ólfur og þeirra líkar voru hið sterka afl sem þurfti til að gera drauminn um mannsæmandi líf að veruleika. Þau þekktu ekki orðin vonleysi og uppgjöf. Lífsorku sína nýttu þau til ótal þarfaverka sem verða fagur vitnisburður um hvers- dagshetjur sem unnu sínum nán- ustu og þjóð sinni ómælt. Guðmundur Birkir Þorkelsson, Hulda Björk Þorkelsdóttir. VENSELIN Topalov vann öruggan og eindreginn sigur á stór- mótinu í Bilaba sen lauk á laug- ardaginn. Topalov vann Vasilí Iv- antsjúk í lokaumferðinni en hefði dugað jafntefli til að vinna mótið. Meira var í húfi því nú um stundir er Topalov stigahæsti skákmaður heims og hefur að einhverju leyti endurheimt þá stöðu sem hann hafði fyrir heimsmeistaraeinvígið fræga við Vladimir Kramnik í El- ista í Kalmykíu fyrir tveim árum. Topalov tefldi af miklum krafti í Bilbao og urðu helstu keppinautar hans langt á eftir. Úrslit þessa móts hljóta hinsvegar að vera mikil von- brigði fyrir heimsmeistarann An- and sem varð einn neðstur, gerði átta jafntefli, tapaði tvisvar og vann ekki skák. Ekki rekur mig minni til að sjá Anand í þessari stöðu áður. En lokaniðurstaðan varð þessi: 1. Venselin Topalov 17 stig, 6½ v. 2.-3. Magnús Carlsen og Lev Aronj- an 13 stig, 5 v. 4. Vasilí Ivantsjúk 12 stig, 5 v. 5. Teimour Radjabov 10 stig, 4½ v. 6. Wisvanathan Anand 8 stig, 4 v. Magnús Carlsen má vel við sinn árangur una en hann var kóngur um stund, efstur á mótinu og efstur að Elo-stigum. Hann gaf dálítið eft- ir á lokasprettinum en ýmis úrslit voru honum hagstæð, t.d. þegar Radjabov tókst að snúa gjörtapaðri stöðu við gegn Aronjan í lokaum- ferðinni. Samkvæmt reglum móts- ins telst Magnús í 2. sæti vegna inn- byrðis sigra yfir Aronjan. Í síðustu umferð sýndi Topalov allar sínar bestu hliðar gegn Ivant- sjúk. Upp kom slavnesk vörn og eftir miklar sviptingar var uppi á borðinu staða með mislitum bisk- upum sem Búlgarinn tefldi af snilld, 30. Bd5 byggði á hugmyndinni 30. … Hxd7 31. He8+ Kh7 32. Be4+ og vinnur. Tilfærslan með biskupinn á g6-reitinn gerði síðar útslagið. Bilbao 10. umferð: Venselin Topalov – Vasilí Ivant- sjúk Slavnesk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 c6 5. e3 Rbd7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 b5 8. Bd3 Bb7 9. a3 Bd6 10. 0-0 0-0 11. Dc2 h6 12. e4 e5 13. dxe5 Rxe5 14. Rxe5 Bxe5 15. h3 a6 16. Be3 c5 17. Bxc5 He8 18. Had1 Dc7 19. Rd5 Rxd5 20. exd5 Bxb2 21. d6 Dc6 22. f3 Hec8 23. Bh7+ Kh8 24. Be4 Dxc5+ 25. dxc5 Hxc5 26. Bxb7 Hd8 27. He1 Be5 28. d7 a5 29. f4 Bc7 30. Bd5 Kh7 31. Bxf7 Hf5 32. Ba2 Hxf4 33. Bb1 Kg8 34. Bg6 Bb6+ 35. Kh1 Bc5 36. Hc1 Bf8 37. Hed1 Bxa3 38. Hc8 Hff8 39. Be8 Be7 40. He1 Bg5 41. g3 a4 42. h4 Bf6 43. He6 Ivantsjúk gafst upp. Hann á enga vörn gegn hótuninni 44. Hxf6. Teflt um heimsmeistaratitil kvenna Undanfarnar vikur hefur staðið yfir í Nalchik í Rússlandi heims- meistarakeppni kvenna sem þessi árin fer fram með útsláttar fyrir- komulagi. Alls hófu 64 skákkonur keppni en vegna deilna Georgíu- manna og Rússa hættu nokkrir öfl- ugar skákkonur frá Georgíu við þátttöku. Sænska skákkonan Pia Cramling komst í undanúrslit þessa móts en tapaði þá fyrir rússnesku skákkonunni og fyrirsætunni Alex- andru Kosteniuk. Kosteniuk mætir kínversku stúlkunni Yifan Hue í lokaeinvígi keppninnar. Sigurvegar- inn verður heimsmeistari kvenna. Yfirburðasigur Topalovs SKÁK Bilbao, Spánn Stóra slemma í Bilbao 2.-13.. september 2008 Úrslitaskák Sigur Topalovs (t.h.) yfir Magnúsi Carlssyni í 8. umferð réði miklu um úrslit mótsins í Bilbao. Helgi Ólafsson | helol@simnet.is Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 12. september var spilað á 17 borðum. Meðalskor var 312. Úrslit urðu þessi í N/S: Sæmundur Björnss. – Gísli Víglundss. 391 Oliver Kristóferss. – Magnús Oddss. 376 Björn Karlsson – Jens Karlsson 371 Ólafur Ingvarss. – Þorsteinn Sveinss. 353 A/V Haukur Guðbjartss. – Lilja Kristjánsd. 354 Jón Lárusson – Halla Ólafsdóttir 352 Margrét Pálsd. – Dröfn Guðmundsd. 352 Sveinn Snorrason – Gústav Nilsson 343 Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, mánud. 15. sept. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Júlíus Guðmss. - Rafn Kristjánsson 265 Bragi Björnss. - Albert Þorsteinss. 251 Magnús Oddss. - Oliver Kristóferss. 244 Árangur A-V Björn E. Péturss. - Gísli Hafliðas 285 Jón Láruss. - Héðinn Elentínuss. 244 Birgir Sigurðss. - Björn Árnason 243 Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins. Vetrarstarfið hefst 21. september með eins kvölds tvímenningi en fyrstu kvöldin verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Spilað er á sunnudagskvöldum í Breiðfirðingabúð. Faxafeni 14. Spilamennska hefst stundvíslega klukkan 17. Spilagjaldið er 500 kr. og er kaffi innifalið. Stjórnandi er Ólaf- ur Lárusson. Frekari upplýsingar gefur Stur- laugur Eyjólfsson, símar 555 4952 og 869 7338. Gullsmárinn Úrslit 15/9 Spilað á 12 borðum. Úrslit í N/S Haukur Guðbjartss.- Jón Jóhannss. 1 95 Dóra Friðleifsd. - Heiður Gestsd. 191 Þorsteinn Laufdal - Jón Stefánss. 185 A/V Oddur Jónss. - Bragi Bjarnason 212 Elís Kristjánss. - Páll Ólason 209 Guðrún Gestsd. - Bragi V.Bjarnas. 192 Jón Hanness. - Samúel Guðmundss. 192 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.