Morgunblaðið - 17.09.2008, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 27
✝ Ólafur EinarSigurbjörnsson
fæddist í Kötluhól í
Leiru 24. janúar
1923. Hann lést á
Garðvangi í Garði 9.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Sigur-
björn Eyjólfsson, f.
8. september 1896,
d. 20. október 1974,
og Margrét Einars-
dóttir, f. 25. nóv-
ember 1898, d. 10.
febrúar 1936.
Systkini Ólafs eru Steinunn Lilja,
f. 1921, Jóhanna, f. 1924, d. 2008,
Eyjólfur, f. 1926, Jónas, f. 1928, d
1955, Friðrik, f. 1930 og Margeir,
f. 1939, d. 1965.
Ólafur kvæntist 4. júlí 1948 Ás-
Kamilla og Róbert. b) Ásdís Brá, f.
1976, maki Reynald Ormsson, f.
1975, börn þeirra eru Auðunn
Almar, og Valgerður Amelía, son-
ur Reynalds er Davíð Þórir. c)
Ólafur Einar, f. 1978, sambýlis-
kona Ásdís Ármannsdóttir, f. 1980,
börn þeirra eru Ármann Þór og
Gerður Rós. Árni Hrannar, f. 1981.
3) Sonur Ólafs, Eggert Dalmann, f.
1942, kvæntur Sólrúnu Jósefínu
Valsdóttur, f. 1944. Börn hans
eru a) Árný Sigurlaug, f. 1971, gift
Birgi Þórissyni, f. 1965, börn
þeirra eru Daníel Ágúst, Stefanía
Lilja og Berglind Rós. b) Guð-
mundur Friðrik, f. 1975, kvæntur
Guðnýju Kristinsdóttur, f. 1981,
börn þeirra eru Kristinn Dagur og
Svala Dís. c) Ingimar, f. 27. febr-
úar 1984.
Ólafur bjó alla tíð í Keflavík, þau
hjónin bjuggu sér heimili á Hring-
braut 98 og byggðu það hús sjálf.
Hann starfaði lengst af hjá Esso á
Keflavíkurflugvelli.
Útför Ólafs fer fram frá Kefla-
víkurkirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
dísi Emilsdóttur frá
Seyðisfirði, f. 16. júní
1921, d. 22. febrúar
2005. Foreldrar henn-
ar voru Emil Theódór
Guðjónsson, f. 10. maí
1986, d. 11. janúar
1976, og Guðný Helga
Guðmundsdóttir, f. 6.
ágúst 1896, d 16. júní
1974. Börn Ólafs og
Ásdísar eru: 1) Sig-
urbjörn, f. 1948, dótt-
ir hans og Agnesar
Sigurgeirsdóttur er
Þórdís, f. 1969, dætur
Þórdísar eru Tara Ósk, Belinda
Sól, og Ástrós Eva. 2) Gerður, f.
1951, gift Hrólfi Karlssyni, f. 1947.
Börn þeirra eru a) Karl Eiríkur, f.
1971, sambýliskona Karitas Gunn-
arsdóttir, f. 1974, börn þeirra eru
Elsku afi.
Ég er innilega þakklát fyrir okkar
síðustu stund saman. Það voru for-
réttindi að fá að vera með þér þar til
að þú yfirgafst okkar veraldlega
heim. Ég trúi því að amma hafi
verið hjá okkur allan tímann tilbúin
með uppábúið rúmið handa þér og
tekið á móti þér með heilan her af
syngjandi englum. Ég trúi því að
þér líði vel og þú munir vaka yfir af-
komendum þínum og haldir yfir
okkur verndarhendi og sendir frið.
Alveg fram til það síðasta varst
þú til staðar fyrir mig á þinn hátt og
án orða gafstu mér styrk til að tak-
ast á við þau tímamót sem ég stend
frammi fyrir í mínu lífi núna eins og
þú hefur áður gert. Þú gafst mér þá
yndislegu stund að vera með þér á
þeirri stund sem var að líða og ekk-
ert annað truflaði okkar samvistir.
Við vorum þarna bæði í núinu, í okk-
ar veruleika og á einhvern sérstak-
an hátt varð þessi stund yndisleg
þar sem æðri máttur gaf okkur báð-
um styrk til að mæta örlögum okkar
þó ólík væru.
Afi, ég elska þig og minning þín
lifir í afkomendum þínum, Tara og
Belinda urðu þeirrar gæfu aðnjót-
andi að fá að kynnast þér og munu
þær bera minninguna um þig í sínu
hjarta, Ástrós litla mun einnig bera
minningu þína í gegnum stóru syst-
ur sínar og mig.
Drottinn blessi þig.
Aldan hnígi til að mæta þér,
vindurinn sé í bak þér,
sólin vermi andlit þitt,
regnið falli milt að jörðu.
Og allt til þess að við sjáumst á ný,
varðveiti þig Guð í örmum sínum.
(Írsk blessun.)
Við elskum þig, afi, og takk fyrir
allar okkar stundir sem við áttum
saman í lífinu.
Þín afastelpa og þínar langafa-
stelpur,
Þórdís Björk, Tara Ósk,
Belinda Sól og Ástrós Eva.
Elsku afi.
Þá er komið að kveðjustund. Og
eins og ávallt á svona tímamótum
flæða minningarnar um hugann.
Allar sumarbústaðaferðirnar við
Laugarvatn, sundferðirnar, gisti-
nætur á Hringbrautinni, skoðunar-
ferðir upp á flugvöll þar sem þú
vannst sem lengst, Bláa lónið,
sunnudagsrúntar og ýmislegt annað
skemmtilegt.
Allt er þetta sveipað dýrðarljóma
þar sem þú og amma gerðuð allt
sem í ykkar valdi stóð til að gera
hverja ferð að ævintýri.
Þú hafðir yndi af því að fara í
sund og þú smitaðir okkur öll af
sundbakteríunni og er við gistum
hjá ykkur var hægt að ganga að því
sem gefnu að við vorum ræst klukk-
an 7 í morgunmat og svo var farið í
sund og þetta fannst okkur alltaf
jafn-gaman. Í hverri ferð á Laug-
arvatn var ný sundlaug prófuð, al-
veg sama þó þú þyrftir að keyra í
dágóðan tíma þá léstu það ekki á þig
fá.
Á Hringbrautinni var allt til alls
handa öllum og allir velkomnir og
ávallt eitthvað gott á boðstólum. Við
vissum öll hvar gotterísskápurinn
var og gosgeymslan. Í seinni tíð er
árin færðust yfir var ávallt hægt að
hlæja og brosa með þér yfir sögum
af sumarbústaðaferðunum.
Elsku afi okkar, við eigum svo
mikið af yndislegum og góðum
minningum um þig og ömmu, minn-
ingar sem við varðveitum í hjörtum
okkar.
Það sem huggar okkur á þessum
tímum er að vita af þér og ömmu
saman á ný.
Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(Herdís Andrésdóttir.)
Þín barnabörn,
Karl, Ásdís, Ólafur og Árni.
Óli eins og við kölluðum hann allt-
af, var giftur Ásdísi „frænku“, syst-
ur mömmu. Móðir mín, þá einstæð
móðir, bjó með mig hjá þeim hjón-
um fyrstu ár ævi minnar. Allar göt-
ur síðan hefur sambandið milli fjöl-
skyldnanna verið náið. Óli og
frænka gengu okkur systkinunum í
ömmu og afa stað, en afar okkar og
ömmur bjuggu úti á landi og sam-
göngur voru ekki eins tíðar þá og nú
til dags.
Óli og frænka komu nánast dag-
lega á heimili okkar og við krakk-
arnir komum gjarnan við hjá þeim.
Þannig skruppum við oft í frímín-
útum úr skólanum og fengum epli
eða annað hollt góðgæti hjá þeim.
Við Gerður dóttir þeirra vorum eins
og systur og Bjössi var stóri bróð-
irinn.
Óli hafði gaman af því að atast í
okkur krökkunum og gaf okkur öll-
um skemmtileg nöfn sem hann not-
aði á okkur þegar hann var í þeim
gírnum. Það var upphefð í því að fá
uppnefni hjá Óla.
Óli og frænka voru ákaflega sam-
hent hjón allt fram á síðasta dag.
Það sést best á því að þegar maður
sest niður til að skrifa minningar-
grein um Óla, er einhvernvegin
sjálfgefið að nafn frænku fylgi í
þeirri upprifjun. Frænka lést í des-
ember 2005 og eftir fráfall hennar
dofnaði lífslöngunin hjá Óla. Síðustu
mánuðina var sem hún væri aftur
orðin áþreifanlegur hluti af lífi hans,
hann talaði þannig um hana. Nú
hafa þau sameinast aftur í nýjum
heimkynnum.
Óli og frænka voru ákaflega stolt
af börnum sínum og barnabörnum
og skilja eftir sig stóran og mynd-
arlegan hóp afkomenda.
Ég votta aðstandendum öllum
mína innilegustu samúð.
Kæri vinur, hafðu þökk fyrir allt
og allt, hvíl þú í friði.
Hjördís.
Ólafur Einar
Sigurbjörnsson
✝ Þorlákur Breið-fjörð Guðjóns-
son fæddist á Flat-
eyri við Önundar-
fjörð 15. ágúst 1930.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni 8. september
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðjón Jóhannes-
son verkamaður, f.
1900, d. 1974 og
Þórunn Þorláks-
dóttir húsfreyja, f.
1904, d. 1936. Þor-
lákur var elstur af fjórum systk-
inum. Hin eru eru Margrét, f.
1932, Jón, f. 1934, d. 1988, og Leif-
ur, f. 1935, d. 2005. Hálfbróðir
þeirra er Þröstur Guðjónsson, f.
1943. Sex ára gamall fór Þorlákur
að Sæbóli á Ingjaldssandi þar sem
hann ólst upp hjá Elísabetu Guðna-
dóttur og Ágúst Guðmundssyni.
Þegar hann er 14 ára flyst hann til
Reykjavíkur til föðursystur sinnar
Steinunnar Jóhannesdóttur, f.
1904, d. 1984, og Stefáns Lárus-
sey Tate, f. 1956. Dóttir hans og
Ásu Maríu Björnsdóttur, f. 1963,
er Íris Ósk, f. 1982. 4) Svava, f.
1964, d. 1984. Sonur hennar og
Gunnars Karlssonar, f. 1961, er
Karl Fannar, f. 1983. 5) Ólafur
Magnús, f. 1967, eiginkona Her-
borg Þuríðardóttir, f. 1968, sonur
þeirra Viktor Ingi, f. 1996. Sonur
hans og Ragnheiðar Huldu Ólafs-
dóttur er Stefán Máni, f. 1998. 6)
Ragnheiður Kr., f. 1974, maður
Fergal Malone, f. 1970.
Þorlákur flutti árið 1955 aftur
til Flateyrar og fékk námssamning
í rafvirkjun hjá Magnúsi Konráðs-
syni og síðan útskrifaðist hann
sem rafvirki frá Iðnskólanum í
Reykjavík 1960. Þorlákur og
Ragnheiður hófu búskap sinn á
Flateyri við Önundarfjörð þar sem
hann starfaði við rafvirkjun. 1969–
72 starfaði hann hjá Pólnum á Ísa-
firði, 1972-1974 á Rafvirkjaverk-
stæði Sigurðar Bernódussonar á
Bolungarvík. Er þau bjuggu á
Sauðarkróki 1974-1981 var hann
eftirlitsmaður hjá RARIK og við
Laxárvatnsvirkun í Austur-Húna-
vatnssýslu frá 1981 þar sem hann
endaði starfsferil sinn 1996. Þá
fluttist hann til Reykjavíkur og bjó
að Bláhömrum 2 frá 1996.
Þorlákur verður jarðsunginn
frá Grafarvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
sonar, f. 1900, d.
1973.
Þorlákur kvæntist
2. júlí 1961 Ragnheiði
Þóru Sturludóttur, f.
1936, dóttur hjón-
anna Ólafar Bern-
hardsdóttur, f. 1913,
d. 1983, og Sturlu
Þórðarsonar frá
Neðri-Breiðadal í
Önundarfirði, f. 1901,
d. 1986. Börn Þorláks
og Ragnheiðar eru:
1) Þórunn, f. 1960,
eiginmaður Þorgeir
Haukdal Jónsson, f. 1960. Börn
þeirra; a) Jón Haukdal, f. 1979,
dóttir Etel María, f. 2006, b) Þor-
lákur Heiðar, f. 1984, og Katrín
Svava, f. 1996. 2) Herborg, f. 1961,
maður Axel Jóhann Hallgrímsson,
f. 1957 Börn þeirra; Bryndís, f.
1974, dóttir Kara Lind Melsted, b)
Hallgrímur Þór, f. 1981, dóttir
Karítas Freyja, f. 2008, og c) Ingi-
björg Axelma, f. 1985, sonur Axel
Þór Dunaway, f. 2004. 3) Guð-
steinn Stefán, f. 1962, kona Lind-
Þegar móðir mín hringdi í mig
snemma á mánudagsmorgun og
færði mér tíðindin, að hann afi minn
væri farinn, fylltist ég af bæði sorg
og þakklæti. Merkilegasti og ljúfasti
maður sem ég hafði á ævi minni
kynnst var látinn. En eins sárt og
mér fannst það varð mér rótt við þá
tilhugsun, eins veikur og hann var
orðinn, hafði hann loksins fengið
hvíldina.
Ein af elstu minningum mínum
um hann afa hlýtur að vera dagurinn
sem mér var sagt að hann væri ekki
hinn eini sanni Lukku-Láki, eins og
ég hafði alltaf haldið fram. En ég
hélt samt áfram að kalla hann þetta,
vegna þess í mínum augum var hann
alltaf hetja, líkt og sögupersónan í
samnefndum bókum. Og held ég að
hann hafði bara unað því vel.
Ég man svo vel eftir heimsóknum
mínum til þeirra ömmu og afa, er
þau bjuggu á Laxárvatni, því þar
leiddist manni aldrei.
Afi var ávallt reiðubúinn til þess
að hafa ofan af fyrir okkur barna-
börnunum, sama hvernig viðraði. Ef
það var mikill snjór og vont veður,
lét hann sig hafa það að húka úti til
að byggja handa okkur snjóhús svo
við gætum nú leikið okkur úti í
öruggu skjóli. Og ef hann var að
vinna eitthvað úti í bílskúr var hann
ætíð feginn að hafa okkur hjá sér og
sagði okkur ófáar sögur af liðinni tíð
og aldrei þá sömu.
Þegar amma og afi fluttust til
Reykjavíkur fyrir rúmum áratug,
þótti mér ennþá meira spennandi að
koma í heimsókn til þeirra. Afi var
iðinn við að fara með mig í bíltúr og
sýna mér alla helstu staðina á höfuð-
borgarsvæðinu, enda kunni hann
margvíslegar og skemmtilegar sög-
ur um þá flesta.
Það leið aldrei leiðinleg stund í
kringum hann afa, enda var hann al-
veg einstaklega litríkur og skemmti-
legur persónuleiki sem lýsi sér
kannski best í hversu glettinn og
fyndinn hann átti til að vera. Engu
skipti hvað gekk á, alltaf var stutt í
bros og hlátur hjá honum afa. Jafn-
vel þegar hann byrjaði að veikjast,
þá sparaði hann aldrei brosið né
brandarana og var ljúfur við alla þá
sem hann hitti.
Mér þykir því erfitt að kveðja
hetjuna mína, hann Lukku-Láka.
Afi, ég elska þig, og ég á eftir að
sakna þín heil ósköp. Ég get bara
vonað, að þegar ég eldist og fer úr
þessari veröld fái ég að hitta þig aft-
ur og tjá þér hversu þakklát ég og
við hin erum fyrir að hafa fengið að
hafa þig í lífi okkar.
Ingibjörg Axelma
Axelsdóttir.
Þorlákur Breiðfjörð
Guðjónsson
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma
og systir,
DÓRÓTHEA DANÍELSDÓTTIR,
Hjallaseli 55,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 3. september.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn
19. september kl. 13.00.
Daníel R. Ingólfsson,
Olga E. Ágústsdóttir,
Ágúst Sverrir Daníelsson,
Davíð Ingi Daníelsson,
Ívar Þórir Daníelsson,
Guðjón H. Daníelsson,
Anna Lillý Daníelsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
RAGNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR,
Eskihlíð 13,
lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn
14. september.
Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 25. september kl. 13.00.
Sigurður Jóhannsson,
Halldór Ágúst Jóhannsson,
Grímheiður Freyja Jóhannsdóttir, Arnar Friðriksson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og bróðir,
MAGNÚS BERGÞÓRSSON
rafmagnsverkfræðingur,
lést 11. september í Danmörku.
Útför hans fer fram 24. september í Danmörku.
Þórunn Jónsdóttir,
Jón Magnússon,
Bergþór Magnússon,
Hjálmar Magnússon, Janna Magnúsdóttir,
barnabörn og systkini hins látna.