Morgunblaðið - 17.09.2008, Page 31

Morgunblaðið - 17.09.2008, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 31 Kær frænka mín er skyndilega horfin á braut og jarðvist hennar er lokið alltof fljótt. Þegar ég var lítill strákur bjó Eyja á heimili foreldra minna með litlu stelpuna sína hjá sér, hana Ellu. Eyja passaði mig þegar ég var lítill prakkari og tókst, að mér skilst, nokkuð vel að hafa hemil á mér. Það var aðeins vika á milli afmælisdaga okkar, ég fæddist viku fyrir afmæli Eyju en hún vildi nú að það hefði verið viku síðar. Flesta afmælisdaga mína hringdi Eyja eða kíkti við. Ég man alltaf eftir því þegar Benni kom á jepp- anum í Vanabyggðina og sótti þær mæðgur því nú átti að flytja í þorp- ið, fannst mér vont að þær væru að fara og stóð úti á götu og beið eftir að Eyja hætti við og kæmi til baka. En þær fluttu í Skarðshlíðina þar sem Eyja tók við húsmóðurhlut- verkinu af miklum myndarskap. Barnahópurinn var stór þar sem börnin hans Benna voru þrjú. Var Eyja fljót að líta á þau sem sín eigin og hefur alltaf reynst þeim sem besta móðir. Síðar bættist Anna dóttir þeirra Benna við. Eftir að ég flutti í Skarðshlíðina til ömmu og afa þá var stutt á milli okkar og hitt- umst við nær daglega í nokkuð mörg ár. Oft þegar við Sveini og strákarnir vorum að leika okkur á vellinum fyrir neðan húsið þeirra þá kallaði Eyja til að athuga hvort að við þyrftum ekki smáhressingu eða bað okkur að hlaupa í búðina fyrir sig og fengum við alltaf smá nammi að launum. Eyja var barngóð og um tíma passaði hún annarra manna börn sem hændust mjög að henni, passaði m.a. Jenna, son minn, þegar hann var pínulítill og sl. vor þegar Jenni varð þrítugur sendi Eyja hon- um lítinn pakka bara til að minna á að henni fyndist hún nú eiga smá í honum. Síðast hitti ég frænku mína í júní sl. þegar við vorum í sum- arbústað á Illugastöðum, þá skelltu þau hjónin sér í bíltúr bara rétt til að líta á fjölskylduna og þótti okkur mjög vænt um það. Kæru vinir, Benni, Sibbi, Sveini, Hildur, Ella, Anna og fjölskyldur. Söknuðurinn er alltaf sár en þið eig- ið margar góðar minningar um góða konu sem mun veita ykkur styrk í sorginni. Elsku amma mín, við huggum okkur við það að Eyja er nú kominn til pabba síns og þar hafa orðið fagnaðarfundir. Ég og fjölskylda mín þökkum Eyju innilega fyrir samfylgdina og sendum samúðarkveðjur til fjöl- skyldunnar. Guð blessi minningu Þóreyjar Ólafsdóttur. Ólafur Jensson. Elsku Eyja okkar. Það er enginn tilbúinn að fara frá ástvinum sínum og sérstaklega ekki þú, Eyja mín, því þú áttir svo margt eftir að gera, það veit ég. Við börnin mín kynntumst þér og Benna árið 2005 undir erfiðum kringumstæðum en það jafnaði sig. Þið Benni tókuð á móti mér og mín- um börnum eins og ekkert væri, sem mér finnst oft einkennilegt en þannig varstu, tókst alltaf öllum opnum örmum. Það geislaði alltaf af þér vinátta og notalegheit, þótt þú værir þreytt eftir langan vinnudag. Við börnin mín vorum alltaf vel- komin á heimili ykkar Benna og mér fannst svo gott að tala við þig, því mér fannst þú skilja mig betur en nokkur annar og held ég að þú vitir hvað ég meina. Takk fyrir allt, elsku Eyja okkar, að við fengum að kynnast þér, þú varst svo yndisleg manneskja. Von- andi ertu komin á fallegan stað þar sem allt er svo gott. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Við vottum Benna og öðrum að- standendum okkar innilegustu sam- úð. Kærar kveðjur, Jóhanna Arna, Skúli Guðbjörn, Björgvin Már og Sigríður Lára. ✝ Magnús Aðal-steinn Aðal- steinsson fæddist í Reykjavík 26. október 1924. Hann lést á líkn- ardeildinni á Landakoti að morgni laugar- dagsins 6. sept- ember síðastliðins. Foreldrar hans voru: Kristín Sigurrós Magnús- dóttir, síðar Eng- elke, f. 19.8. 1901, d. 1984, og Aðalsteinn Péturs- son Ólafsson, f. 19.9. 1899, d. 1980. Systir Magnúsar sam- mæðra er Aase Samuelsson, f. í Danmörku 1933, fyrri maður hennar var Svend Samuelsson látinn, börn þeirra eru Heidi og Kim. Maður Aase er Jörgen Dyrlund Hansen. Systkini sam- feðra eru Bolli, Heba, Sjöfn, Sif, Hera, Pétur. Fyrri kona Magnúsar var Fjóla Bjarnadóttir. Börn þeirra eru Einar Hafsteinn, f. 1943, kvæntur Þor- björgu Gríms- dóttur, f. 1942, þau eiga fjögur börn, Guðrún Ása, f. 1944, hún á fimm börn, og Kristinn Magnús, f. 1946. Seinni kona Magnúsar er Beatrice Aðal- steinsson, áður Gallagher, f. í Londonderry á Ír- landi 5. mars 1934. Magnús var að mestu alinn upp á Framnesvegi 14 í Reykjavík hjá móðurafa sínum, móðursystur, Margréti, og manni hennar, Gunnari Bjarna- syni. Á yngri árum var hann á sjó en í 40 ár vann hann hjá bandaríska sendiráðinu í Reykjavík. Magnúsi verður sungin sálu- messa í Kristskirkju í Landa- koti í dag og hefst hún klukkan 13. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Maggi, minn elskulegi stóri bróðir. Nú ert þú farinn en þrátt fyrir það munt þú eins og ætíð áður eiga stað í hjarta mínu. Þótt mikil vegalengd skildi okk- ur að öll árin, þar sem þú og fjöl- skyldan voruð á Íslandi og ég sunnar, í Danmörku, þá hafa kær- leiksböndin sem bundu okkur sam- an verið sterk. Ég er svo glöð í hjarta mínu að hafa átt möguleika á að hitta þig á Íslandi sl. júní, þá vorum við svo heppin að fá nokkra yndislega daga saman. Við munum heiðra minningu þína. Samúð mín og hugsanir eru hjá Beatrice og fjölskyldunni. Ása, Jörgen, Kim og Heidi. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Maggi ólst upp í húsi fjölskyld- unnar sem afi okkar byggði, þegar of þröngt var orðið um 13 manns í 60 fermetrum á Litla-Seli við Vesturgötu. Fyrstu árin naut Maggi faðms móður sinnar, en hún flutti síðan til Kaupmannahafnar til að búa þeim mæðginum betra líf þar ytra. Alltaf stóð til að Maggi færi til hennar, en lífið varð aldrei sá dans á rósum sem hún hélt að það yrði. Maggi varð eftir hjá afa okkar og Axel föður mínum. Samband pabba og Magga var alla tíð mjög kærleiksríkt. Magga móðursystir hans bjó þar og átti Maggi skjól hjá þeirri blíðu konu. Maggi og Beatrice hafa verið stór partur af lífi okkar systra frá bernsku okkar. Aldrei voru svo jól eða aðrar hátíðir hjá okkur að þau vantaði. Fyrstu 40 árin hjá for- eldrum mínum og eftir það hjá mér. Mér fannst alltaf einhver ljómi yfir Magga, hann var óvenju dökkur með lítið yfirvaraskegg, ekki ósvipaður Errol Flynn leik- ara. Á dögum kanasjónvarpsins fannst mér hann eiga heima í The Untouchables sem einn af mönn- um Elliots Ness. Maggi var ekki margmáll maður en þegar hann var umkringdur sinni nánustu fjöl- skyldu lék hann á als oddi. Hann naut þess að sýna krökkum ýmsa galdra sem vöktu kátínu. Eitt sinn man ég eftir þegar við systur vorum litlar og vorum staddar með foreldrum okkar í London. Þá fengu Maggi og Beatrice að gista hjá okkur á Piccadilly Hotel. Í minningunni var sprell frá morgni til kvölds. Maggi komst þar í búð sem seldi hluti til að hræða fólk og þar á meðal voru mjög raunverulegar stórar kóngulær, þetta faldi hann undir sængum okkar og hló sig máttlausan þegar við öskruðum og görguðum. Maggi vann í 40 ár hjá banda- ríska sendiráðinu og var þar allt í öllu. Mjög trúr sínum yfirmönnum og þagmælska var honum í blóð borin. Beatrice og Maggi ferðuðust mikið um ævina, oft til Írlands. Einnig hafa þau ferðast til Aase systur Magga og hennar fjöl- skyldu, síðast á 70 ára afmæli hennar. Aase kom hingað í sumar til að kveðja bróður sinn. Þótt þau hafi alla tíð búið hvort í sínu land- inu var kærleikur mikill milli þeirra. Seinni árin hafa verið erfið, sjónin var orðin mjög slæm og setti það þessum duglega manni miklar skorður. Á þessu ári upp- götvaðist krabbamein hjá honum sem varð hans banamein. Beatrice hefur staðið eins og klettur við hlið hans, tilbúin að létta honum lífið. Hann sagði mér margsinnis hve ótrúlega heppinn honum fyndist hann hafa verið að hafa átt hana. Ég bið Beatrice, Einari, Ásu, Kidda og börnum þeirra Guðs blessunar um ókomna framtíð Kristín Axelsdóttir. Magnús Aðalsteinn Aðalsteinsson ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU HALLDÓRSDÓTTUR frá Sunnuhlíð, Svalbarðsströnd. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Sjúkrahúsi Akureyrar fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Hreinn Ketilsson, Hólmfríður Hreinsdóttir, Stefán Stefánsson, Ingibjörg Hreinsdóttir, Haukur Már Ingólfsson, Hólmkell Hreinsson, Kristín Sóley Sigursveinsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar SVEINS GUÐBJARNASONAR frá Ívarshúsum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalar- heimilisins Höfða á Akranesi fyrir einstaka umönnun. Fjóla Guðbjarnadóttir, Vigdís Guðbjarnadóttir, Erna Guðbjarnadóttir, Sigmundur Guðbjarnason, Margrét Þorvaldsdóttir, Sveinbjörn Guðbjarnason, Sigríður Magnúsdóttir, Sturla Guðbjarnason, Diljá Sjöfn Pálsdóttir, Hannesína Guðbjarnadóttir, Eggert Þór Steinþórsson, Jón Hallgrímsson. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, LÁRU PETRÍNU GUÐRÚNAR BJARNADÓTTUR, Háaleitisbraut 155, Reykjavík. Birna María Eggertsdóttir, Ásta Lóa Eggertsdóttir, Ingigerður Eggertsdóttir, Unnur Eggertsdóttir, Hermann Arnviðarson, Gunnhildur Hrefna Eggertsdóttir, Óskar Þorsteinsson, Kolbrún Eggertsdóttir, Arnaldur F. Axfjörð, Pétur Eggert Eggertsson, Sigurborg Steingrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR KJARTANS BRYNJÓLFSSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 13E og gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Einnig færum við Karlakórnum Stefni og öðru tónlistarfólki þakkir fyrir tónlistarflutning við útförina sem og Frímúrarareglunni fyrir þeirra aðstoð. Einar Sigurðsson, Jarþrúður Guðnadóttir, Auður G. Sigurðardóttir, Frosti Richardsson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓSAFATS VILHJÁLMS FELIXSONAR, Húsey. Okkur er ógleymanleg öll sú góða hjálp og stuðningur sem við urðum aðnjótandi frá ykkur á erfiðum tímum. Guð blessi ykkur öll. Inda Indriðadóttir, Felix Jósafatsson, Baldvina G. Valdimarsdóttir, Indriði Jósafatsson, Hrönn Helgadóttir, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.