Morgunblaðið - 17.09.2008, Síða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
dagbók
Í dag er miðvikudagur 17. september,
261. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Sá, sem vill elska lífið og
sjá góða daga, haldi tungu sinni frá
vondu og vörum sínum frá að mæla
svik. (1Pt. 3, 10.)
Netið er óborganlegur vett-vangur til að fylgjast með
kosningabaráttunni í Bandaríkj-
unum. Ef atburðurinn fer fram hjá
manni í beinni má nánast bóka að
von bráðar birtist hann á Netinu.
Þannig var til dæmis auðvelt að
finna á Youtube atvikið þegar Joe
Biden, varaforsetaefni Baracks
Obama, bað mann í hjólastól vinsam-
legast að standa upp og reyndi síðan
með vandræðalegum hætti að
bjarga sér. Þar er einnig hægt að
finna myndskeið þar sem Biden lýsir
yfir því að Hillary Clinton hefði ver-
ið betri kostur sem varaforsetaefni
en hann. Ætlunin sennilega að sýna
hógværð, en ummælin hafa senni-
lega ekki glatt þá, sem telja að Clin-
ton hafi goldið fyrir kyn sitt.
x x x
Leit að Söruh Palin, varafor-setaefni Johns McCains, skilar
einnig ýmsu forvitnilegu. Þar má sjá
upptökur af Palin á skotæfingu í
Kúveit og bráðskemmtilegan bút úr
fyrsta viðtalinu, sem hún fór í eftir
að hún varð varaforsetaefni. Í viðtal-
inu er hún spurð um álit sitt á Bush-
kenningunni um fyrirbyggjandi
árásir. Palin er greinilega ekki alveg
með á nótunum og á endanum þarf
spyrillinn að útskýra málið fyrir
henni. Engar myndir fundust hins
vegar af ríkisstjóranum í Alaska að
flá elg.
x x x
Víkverji hefur iðulega fárast yfirþví hvað Íslendingar eru tregir
til að gefa stefnuljós líkt og það sé
skerðing á persónufrelsi þeirra að
þurfa að láta aðra bílstjóra vita hvað
þeir hyggjast fyrir í umferðinni. Það
gladdi Víkverja því mjög að sjá aug-
lýsingar í sjónvarpi þar sem bíl-
stjórar voru hvattir til þess að nota
stefnuljós í gríð og erg. Gefin voru
dæmi um að stefnuljós gætu komið
að gagni jafnt þegar beygt væri fyrir
horn, skipt um akrein og ekið í
hringtorgi. Svo er að sjá hvort aug-
lýsingar í sjónvarpi hafa meiri áhrif
en tuðið í Víkverja.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Danmörk Ari fæddist 25.
apríl. Hann vó 3.750 g og var
54 cm langur. Foreldrar
hans eru Ólafur Magnús
Finnsson og Gunnþóra
Sveinsdóttir.
Reykjavík Sonur Steinþóru
Þórisdóttur og Kristins Jó-
hanns Ólafssonar fæddist
28. júní kl. 8.55. Hann vó
4.030 g og var 52 cm
langur.
Nýirborgarar
Krossgáta
Lárétt | 1 laun, 4 hörfar,
7 rófa, 8 sútað skinn, 9
nóa, 11 ávana í fasi, 13
kvennafn, 14 vanfær, 15
spýta, 17 keyrir, 20 að,
22 súld, 23 hlussulegur
kvenmaður, 24 ójafnan,
25 viðburðarás.
Lóðrétt | 1 herkví, 2
gangur hests, 3 brúka, 4
sívala pípu, 5 sprengi-
efni, 6 rugga, 10 rass-
fjöðrum, 12 áhald, 13
borða, 15 veiða, 16 látin,
18 ýldir, 19 sefaði,
20 ættgöfgi, 21 blíð.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 bandingja, 8 tuddi, 9 gúrka, 10 gil, 11 gifta, 13
ansar, 15 spons, 18 hissa, 21 err, 22 rætni, 23 önnur, 24
barnungur.
Lóðrétt: 2 andóf, 3 deiga, 4 nagla, 5 járns, 6 stag, 7
maur, 12 tón, 14 nei, 15 strá, 16 ostra, 17 seinn, 18
hrönn, 19 sunnu, 20 aura.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Sudoku
Þrautin felst í því að fylla út í
reitina þannig að í hverjum 3x3-
reit birtist tölurnar 1-9. Það verð-
ur að gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei
má tvítaka neina tölu í röðinni.
Lausn síðustu Sudoki.
www.sudoku.com
© Puzzles by Pappocom
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Staðan kom upp í landsliðsflokki
Skákþings Íslands sem lauk fyrir
skömmu í húsakynnum Taflfélags
Reykjavíkur í Faxafeni 12. Alþjóðlegi
meistarinn Stefán Kristjánsson
(2477) hafði hvítt gegn Jóni Árna
Halldórssyni (2165). 24. h6+! Kf8
svartur hefði e.t.v. frekar átt að leika
24… Hxh6 25. Hxh6 Kxh6 26. Bxg5+
og reyna að halda taflinu gangandi
eftir 26…Kg7. Í framhaldinu vinnur
hvítur skiptamun. 25. Bxg5 Hh7 26.
Bf6 Rg8 27. Bg7+ Hxg7 28. hxg7+
Kxg7 29. Hh4 Hd8 30. Hah1 a5 31.
Hh8 axb4 32. cxb4 Kf8 33. H1h7
Rce7 34. Rg5 Be8 35. Hh1 Ha8 36.
Kc3 d4+ 37. Kc4 b5+ 38. Kb3 Rc6
39. Be4 Ha4 40. Rh7+ og svartur
gafst upp.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Sterka laufið.
Norður
♠Á9732
♥G752
♦D6
♣82
Vestur Austur
♠G104 ♠KD8
♥1084 ♥ÁKD63
♦G93 ♦K82
♣ÁG43 ♣65
Suður
♠65
♥9
♦Á10754
♣KD1097
Suður spilar 1G doblað.
Sagt er að sterka laufið þoli illa inn-
ákomur. Má vera. Tvílita hendur eru
viðkvæmar, en ef laufopnunin er byggð
á jafnri skiptingu er eins gott fyrir and-
stæðingana að fara gætilega. Sveitir
Eykar og Grants Thorntons mættust í
undanúrslitum bikarkeppninnar á
laugardaginn. Jón Baldursson vakti á
sterku laufi í austur og Hrólfur Hjalta-
son stakk sér inn á 1G til að sýna láglit-
ina. Hrólfur hefur oft átt verri spil fyrir
slíkri sögn, en nú hitti hann illa á bolt-
ann. Þorlákur Jónsson doblaði í vestur
og Ásgeir Ásbjörnsson “valdi“ grandið
með passi. Hrólfur virti það val og sat.
Spaðagosi kom út, sem Hrólfur drap
strax og spilaði laufi á tíuna. En Þor-
lákur átti gosann og skipti nákvæmt yf-
ir í ♥10. Þegar óveðrinu slotaði hafði
vörnin tekið 10 slagi.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þegar allt rúllar í vinnunni kemur
eitthvað upp á sem stöðvar flæðið. Not-
aðu truflunina til að anda og íhuga. Ný
leiðsögn þýðir enn meiri framleiðni.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Aðrir eru á hlaupum en þú neitar
að láta það hafa áhrif á þig. Það er betra
að taka eitt skref í einu. Taktfesta þín
heldur lífinu í skorðun.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Flest verkefni þín í dag krefjast
þess að þú sinnir smáatriðunum af kost-
gæfni. Þetta mun spara þér tíma seinna,
en þú verður glaður þegar þessu er lokið.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Allir hafa fengið sömu 24 stundir
í sinn hlut í sólarhringnum, en þú kemur
meira í verk á þessum tíma. Það gerir
þrá þín eftir vissum hlut.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú byrjar verkefni af metnaði og
vilt ljúka því fyrir mánaðarmót. Ef það
snýr að heilsu verður heppnin með þér.
Vog og vatnsberi þarfnast athygli þinn-
ar.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú þarft að einbeita þér til að ná
markmiði þínu ef það felur í sér að ná ást
og aðdáun einhvers. Ýttu eigin óskum til
hliðar og rannsakaðu ástarviðfangið.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Fæstir njóta velgengni án hjálpar
annarra. Allir hafa einhverja í liði með
sér og það væri ekki vitlaust fyrir þig að
finna út hverjir skipa þitt lið.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú hefur öðlast það tækifæri
að fá yfirsýn yfir visst mál og nú er rétti
tíminn til að rannsaka það nánar. Spurðu
þig hvað þú hefur lært og hvernig þú
getur nýtt þér það.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Hugsanir þínar eru háværar
og hljóðar, stórar og smáar, sannar og
ósannar. Reyndu að aðhyllast ekki bara
eina hugmynd. Hlutirnir eru flóknir og
breytast stöðugt.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Stundum finnst þér eins og
verk þín þjóni öðrum meira en þér.
Reyndu að vera jákvæður og koma auga
á hvernig þú þroskast af allri þessari
vinnu.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Mikill samningur er í gerjun.
Þú þarft að vera klókur til að ná honum
og verður að vita hvað hinn aðilinn vill.
Berðu fram réttu spurningarnar.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Fjölskyldan og vinir hennar
hjálpa hvert öðru. Þú munt ekki einungis
þiggja og veita aðstoð, heldur munu
böndin styrkjast til muna.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
17. september 1717
Gos hófst í Kverkfjöllum við
norðanverðan Vatnajökul.
„Varð svo mikið myrkur með
dunum og jarðskjálftum í
Þingeyjarsýslum að eigi sá á
hönd sér,“ segir í ritinu Land-
skjálftar á Íslandi. Mikið hlaup
kom í Jökulsá á Fjöllum og
„gjörði mikinn skaða í Keldu-
hverfi“.
17. september 1992
Landsbankinn ákvað að taka
eignir Sambands íslenskra
samvinnufélaga upp í skuldir.
Þar með mátti heita að lokið
væri starfsemi stærsta fyrir-
tækis landsins um áratuga-
skeið.
17. september 2001
Skífan gaf út myndgeisladisk
með tónleikum Sálarinnar
hans Jóns míns. Hann var aug-
lýstur sem fyrsti íslenski
DVD-diskurinn.
17. september 2001
José Carreras var vel fagnað í
Laugardalshöll þar sem stór-
tenórinn söng fyrir fullu húsi
ásamt Diddú, kór Íslensku óp-
erunnar og Sinfóníuhljómsveit
Íslands. Carreras tók fjölda
aukalaga en alls stóðu tónleik-
arnir í tæpa þrjá tíma.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Vinkonurnar Karen Helga Sig-
urgeirsdóttir í Snælandsskóla og
Helga Mikaelsdóttir í Digranes-
skóla héldu tombólu í sumar og
söfnuðu alls 9.564 kr. til styrktar
Rauða krossinum.
Hlutavelta
FJÖLSKYLDA Kristlaugar Elínar Gunn-
laugsdóttur á von á góðu í kvöld en í tilefni af
tvítugsmælinu hefur hún hug á að bjóða sín-
um nánustu til matarveislu. Vinirnir verða að
bíða þar til um helgina en þá er líklegt að þeir
fái tækifæri til að samgleðjast Kristlaugu
sem er uppalin og enn búsett í Mosfells-
bænum.
Afmælisdagurinn er Kristlaugu þó ekkert
sérstaklega ofarlega í huga. Hún hefur ekki
mikið dálæti á slíkum dögum – jafnvel þótt
um tvítugsafmælið sé að ræða. „Æ, ég veit
það ekki, mér finnst svo rosalega ómerkilegt
að eiga afmæli,“ svarar hún hlæjandi, spurð
um eftirminnilegan afmælisdag. „Þetta er bara eins og hver annar
eðlilegur hlutur!“
Enda eiga hundarnir hennar, tíkin Arrý og rakkinn Púki, hug
hennar allan, sem og starfið en hún vinnur við afgreiðslu hjá Hunda-
ræktarfélagi Íslands. „Ég er mikil hundakona,“ segir hún enda uppal-
in með hundum frá blautu barnsbeini. „Núna vinn ég líka í kringum
hunda og hugsa því varla um annað!“
Í nógu er að snúast fyrir Hundaræktarfélagið að sögn Kristlaugar,
sífellt fleiri félagsmenn bætast í hópinn enda hundaeign orðin mun al-
mennari en fyrir ekki svo löngu síðan.
Kristlaug lætur sig þó ekki muna um að vera í kvöldskóla að auki
en þar leggur hún stund á bókhaldsnám. | sunna@mbl.is
Kristlaug Elín Gunnlaugsdóttir er tvítug í dag
Lífið snýst um hunda
;)Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is