Morgunblaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÞÝFIÐ nánast flæðir út af skrif- stofum fjármunabrotadeildar sem staðsettar eru á lögreglustöðinni við Hringbraut. Kassi á eftir kassa með tölvuskjám, flatskjám, leikjatölvum, vinnugöllum og verkfærum. „Þetta er afrakstur síðustu viku,“ segir lög- reglufulltrúi og bendir á stæðu af kössum. Flestir innihalda þeir snyrtivörur og það gríðarlegt magn. Þrír hlutir eru í einum litlum kassa, verðmerktir og samtals nemur virði þeirra rúmum 35 þúsund krónum. Þar er um að ræða ilmvötn og krem sem merkt eru Hagkaup. Morgunblaðið hefur áður skrifað um góðan árangur fjármunabrota- deildarinnar við að finna þýfi í póst- sendingum sem eru á leið úr landi. Sjálfir segjast þeir ekki eiga heið- urinn einir. Slíkur árangur næðist ekki nema fyrir gott samstarf pósts- ins og tollgæslunnar. Í kjölfar vinnu tollsins er málum skotið til lögregl- unnar. Lögreglumennirnir reyna einnig að koma vörunum til sinna réttu eigenda, en það reynist oft þrautin þyngri. Nánast atvinnumenn í sínu fagi Burtséð frá þýfi sem næst úr inn- brotum eru þjófnaðir í verslunum hér á landi mjög tíðir. Verslunareig- endur virðast ekki í stakk búnir til að takast á við vandann, eða af- greiðslufólk ekki nægilega árvökult. Þjófarnir eru einnig nánast atvinnu- menn í sínu fagi. Hefðbundin örygg- iskerfi í verslunum mega sín til dæmis lítils gegn sérstaklega fóðr- uðum bakpokum. Þannig hafa þjófar náð að komast burt með heilmikið af vörum og kerfið fer ekki í gang. Og enginn virðist stöðva fólk sem geng- ur út úr matvöruverslunum með fulla körfu af vörum án þess að greiða. Íslendingar jafnt og útlendingar stunda þessa iðju, en svo virðist sem útlendingar séu jafnan stórtækari. Þeir hafa uppgötvað að hinn hefð- bundni afgreiðslumaður er því sem næst andvaralaus fyrir þjófnaði. Ómar Smári Ármannsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn, kallar eftir því að verslunin vakni, og segir ljóst að menn hafi verið sofandi á verðinum. Besta forvörnin við þessari vá sé að hafa gott öryggi í verslunum. Tryggja að öryggismyndavélar séu til staðar, og af þeim gæðum að hægt sé að þekkja viðkomandi á upptökunum. Jafnvel að grípa til þess ráðs að hleypa ekki fólki inn með bakpoka. Vörur fara til eyðingar Annað vandamál sem Ómar Smári nefnir, er að erfitt er að skila vörum aftur þegar lögregla hefur lagt hald á þær. Í húsleitum á undanförnum mánuðum hefur verið lagt hald á gríðarlegt magn þýfis, sem margt kemst aldrei aftur í verslanir. „Við eigum oft erfitt með að tengja vörurnar tiltekinni verslun. Við höfum bent verslunum á að merkja raðnúmer vara í tölvukerf- inu, þannig að hægt sé að tengja þær. Það myndi hjálpa okkur mik- ið,“ segir Ómar en helsta ástæðan er auðvitað sú, að margar verslanir bjóða upp á sömu vörur. Takist ekki að færa sönnur á, að vöru hafi verið stolið úr tiltekinni verslun fer hún til eyðingar. Þannig hefur þurft að eyða mörgum nýjum rafmagnstækjum, fötum og öðrum verðmætum. Þegar Ómar Smári er spurður hvort ekki væri betra að bjóða vörurnar upp á sérstöku lög- regluuppboði stendur ekki á svör- um. „Það er óheimilt að selja þýfi.“ Þrefalt lengri skýrslutaka Álag á fjármunabrotadeildina hef- ur aukist mikið á undanförnum ár- um. Málum hefur ekki aðeins fjölgað heldur eru þau mun umfangsmeiri. Má þar til að mynda horfa til fjölg- unar útlendinga sem koma hingað til lands, eingöngu til að stunda innbrot og þjófnaði. „Að taka skýrslu af út- lendingi með aðstoð túlks tekur lík- lega þrefalt lengri tíma en ef um Ís- lending er að ræða,“ segir lögreglu- fulltrúi. „Ef maður horfir til mann- afla, þá getur það orðið mjög tíma- frek og dýr rannsókn á veigalitlu atriði.“ Lögreglufulltrúinn tekur jafn- framt fram að til mikilla bóta væri ef hægt væri að halda mönnum lengur en 24 klukkutíma, þá þyrfti kannski ekki að óska eftir rannsóknargæslu í tíma og ótíma. Verslunarmenn verða að sýna meiri árvekni Morgunblaðið/Júlíus Á leið úr landi Vinnugallar eru meðal þess sem útlendir starfsmenn verk- taka taka með sér þegar þeir láta af störfum. Gallana senda þeir svo heim. Erfitt getur reynst að skila stolnum vörum til eigenda ÞÓ svo að hráolían hafi hækkað, er ekki víst að bensínið fylgi jafn- óðum, því þarna á milli er ekki alltaf þétt fylgni,“ segir Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri elds- neytis hjá N1, um horfur í verð- lagsmálum á eldsneyti eftir met- hækkun á olíuverði á markaði í New York í gær. Hráolíutunnan hækkaði um 16,37 dali og er það mesta hækkun á einum degi í sög- unni. Aukin eftirspurn Ástæða verðhækkunarinnar er m.a. sögð sú að miðlarar telja að boðaðar aðgerðir bandarískra stjórnvalda til bjargar fjármála- stofnunum muni leiða til aukinna umsvifa í hagkerfinu og þar með aukinnar eftirspurnar eftir olíu. Einnig höfðu lækkandi gengi Bandaríkjadals og tæknilegar ástæður á markaði áhrif. Magnús segir að skoða verði mögulegar breytingar á eldsneyt- isverði í samhengi við þróun á gjaldeyrismörkuðum. orsi@mbl.is Óvíst að bensín hækki jafnóðum Hækkanir Bensínið þarf að borga RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur skipað starfshóp undir forystu embættisins til þess að gera drög að verklagsreglum um það hvernig lýst skuli eftir sakamönnum. Starfshópinn skipa: Erla Kristín Árnadóttir lögfræð- ingur, Fangelsismálastofnun, Friðrik Smári Björgvinsson yfir- lögregluþjónn, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Hulda Elsa Björgvinsdóttir saksóknari hjá rík- issaksóknara, Jón Pétur Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, lög- reglustjórinn á Suðurnesjum, Smári Sigurðsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn, alþjóðadeild rík- islögreglustjóra, og Thelma Cl. Þórðardóttir, löglærður fulltrúi ríkislögreglustjóra og formaður starfshópsins. Nefnd skoðar eftirlýsingu LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu mun á næstunni senda 25 öku- mönnum sektarboð, en brot þeirra voru mynduð í umferðinni í gær- dag. Meðal annars var fylgst með ökutækjum sem ekið var eftir Skógarseli í Breiðholti og á Borg- arholtsbraut í Kópavogi. Á einni klukkstund, eftir hádegi, fóru 180 ökutæki eftir Skógarseli. Mældust 24 ökutæki yfir leyfilegum hámarkshraða eða 13%. Meðalhraði hinna brotlegu var 61 km/klukku- stund, en hámarkshraði er 50 km. Sá sem hraðast ók var á 69 km hraða. Aðeins einn ökumaður ók hins vegar of hratt á Borgarholtsbraut, en þar var einnig myndað í eina klukkustund. Um fimmtíu ökutæki keyrðu um brautina og sá sem ók yfir 50 km hámarkshraða mældist á 60 km/klst. andri@mbl.is 25 ökumenn óku of hratt „ÞETTA viðhorf embættismanna ESB kemur okkur ekki á óvart og við vissum af því áður en við komum hingað,“ segir Illugi Gunnarsson, annar formanna Evrópunefndar rík- isstjórnarinnar. Á fundi nefndarinnar með Olli Rehn, stækkunarstjóra Evr- ópusambandsins, í gær, kom fram að upptaka Íslendinga á evru á grund- velli EES-samningsins væri ekki raunhæfur kostur, ekki væri vilji inn- an ESB fyrir þeirri leið. Rehn hafi jafnframt sagt að færu Íslendingar út í aðildarumræður ættu þær ekki að taka langan tíma þar sem Íslendingar hefðu þegar tekið upp tvo þriðju hluta regluverks ESB, um- ræðum yrði unnt að ljúka innan árs. Ágúst Ólafur Ágústsson, hinn for- maður nefndarinnar, segir að á kvöld- verðarfundi með sendiherrum og embættismönnum ESB hafi afstaðan gagnvart tvíhliða upptöku evru verið mjög neikvæð. Sú leið sé hvorki talin vera hagur Íslendinga né raunhæfur kostur. Illugi og Ágúst segja Rehn ekki hafa nefnt nein lagaleg rök gegn tví- hliða upptöku. Hann hafi vísað slíkri umræðu til Joaquín Almunia sem fer með efnahagsmál ESB. Nefndin hitt- ir Almunia að máli á morgun. „Ef ekki reynast lagalegar hindr- anir og íslensk stjórnvöld taka ákvörðun um að skoða þetta af alvöru fer sú umræða fram við æðstu stjórn- málamenn ESB og það er allt hægt á stjórnmálalega sviðinu,“ segir Illugi Gunnarsson. jmv@mbl.is Neikvæð viðbrögð frá ESB við tvíhliða upptöku evru Evrópunefndin hittir Joaquín Almunia á morgun og ræðir lagalegar hliðar málsins Í HNOTSKURN »Heimsókn Evrópunefndarríkisstjórnarinnar til Brussel lýkur á morgun. »Hugmyndin um tvíhliðaupptöku evru er komin frá dómsmálaráðherra og fól forsætisráðherra Evrópu- nefndinni að fjalla um málið. »Auk Joaquín Almuniahittir nefndin á morgun fulltrúa evrópska seðlabank- ans. Illugi Gunnarsson Ágúst Ólafur Ágústsson Hvað voru mörg innbrot og þjófnaðarbrot í ágústmánuði? Samkvæmt bráðabirgðatölum í af- brotatölfræði lögreglunnar fyrir ágúst, var tilkynnt um 253 innbrot í mánuðinum. Það er heldur meira en á síðasta ári, en þá var tilkynnt um 191 innbrot. Í ágúst árið 2006 var tilkynnt um 226 innbrot. Þegar litið er til þjófnaðarmála, voru þau fleiri í ágúst sl. en á síð- asta ári. Tilkynnt var um 448 þjófn- aði í síðasta mánuði en 286 í ágúst í fyrra. Hins vegar var tilkynnt um 455 þjófnaði í ágúst árið 2006. Hvað voru mörg innbrot í júlí? Í júlí síðastliðnum var tilkynnt um 262 innbrot, sem er meira en í sama mánuði á síðasta ári og einn- ig árið 2006. Í júlí í fyrra var til- kynnt um 201 innbrot og 209 árið á undan. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.