Morgunblaðið - 23.09.2008, Side 30

Morgunblaðið - 23.09.2008, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ María BáraHilmarsdóttir fæddist í Ólafsfirði 17. september 1965. Hún lést á Líknar- deild Landspítalans 15. september síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru Sigur- björg Ólafsdóttir og Hilmar Tryggva- son. Systkini Maríu eru Kristín H. Bjarnadóttir og Valur Þór Hilmars- son. Dætur Maríu og Sigurgeirs Baldurssonar, fyrrum sambýlis- manns, eru Sylvía, f. 1991 og Kristrún, f. 1994. María ólst upp á Ólafsfirði öll sín bernskuár eða þar til hún fór í framhaldsnám eftir grunnskóla. Hún útskrifaðist sem sjúkraliði frá framhaldsdeild Gagnfræða- skólans á Akureyri 1984 og starf- aði við fagið í 16 ár, m.a. á sjúkra- stöð SÁÁ á Vogi en lengst af á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. Síð- ar lauk María sveinsprófi í húsa- málun frá Iðnskól- anum í Reykjavík og starfaði við það eftir að fjölskyldan flutti í Kópavoginn. Síðustu tvö árin vann hún í bygg- ingavöruverslun- inni Mest. María tók mikinn þátt í félagsstarfi, á æskuárunum var hún í öflugum hópi ungmenna í skáta- starfi á Ólafsfirði, og barðist fyrir því með vinkonum að halda úti kvennaflokki í knattspyrnu hjá Leiftri. Síðar stundaði hún ýmsar aðrar íþróttir m.a. keilu og körfu- bolta og eftir að þau fluttu í Kópavog varð hún virkur fé- lagsmaður í starfi með HK og þjálfaði yngstu flokka félagsins í knattspyrnu um skeið. Útför Maríu Báru verður gerð frá Hjallakirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Rætur vinskapar okkar við Mæju Báru liggja djúpt. Við vorum öll virk í skátastarfi heima í Ólafsfirði sem krakkar og unglingar. Ófáar ferðirn- ar fórum við saman vítt og breitt um landið í nafni skátahreyfingarinnar, ljúfar minningar eigum við tengdar ferðum í Hringver, Skeggjabrekku- dal, Kjarnaskóg og Dýrafjörð svo einhverjir staðir séu nefndir. Ekki var þó alltaf farið langt og er fræg ferðin sem við fórum eitt kvöldið seint í maí fyrir nærri þrjátíu árum. Þá hafði útileguþráin gripið okkur svo við fórum hvert til síns heima og gripum svefnpoka og tjöld og röltum svo rétt út fyrir bæinn, nánar til- tekið að flugvellinum, og slógum þar upp tjöldum. Aðeins til að gista eina nótt. Þá var eins og svo oft þétt rað- að í tjöldin og í okkar hópi var gjarn- an talað um að sofa „upp á rönd“. Í öllum okkar ferðum og í skáta- starfinu almennt var Mæja Bára mikilvægur hlekkur. Hún átti ráð undir rifi hverju, síbrosandi og alltaf var hægt að treysta á hana. Skipti þá engu hvort um var að ræða spjall um persónuleg áhugamál eða að gera þurfti við okkar margslitnu ljósa- seríur svo hægt væri að koma upp ártalinu í fjallinu heima fyrir ára- mót. En við þá iðju eyddum við sam- an hverju einasta gamlárskvöldi í mjög mörg ár. Þá var alltaf byrjað á heitu kakói og kökum hjá Sibbu og Hilmari á Hornbrekkuveginum áður en lagt var í fjallið. Eftir að grunn- skóla sleppti fækkaði samverustund- unum verulega enda tvístraðist hóp- urinn vítt og breitt um landið. En strengurinn slitnaði aldrei og þar kom svo loks að við sameinuðumst í Reykjavík. Við höfðum allmörg haft þann sið að hittast fyrsta föstudags- kvöld í hverjum mánuði og borða saman fisk, enda gengur hópurinn gjarnan undir nafninu „föstudags- fiskur“. Fyrir ári endurheimtum við svo Mæju í þennan hóp. Við vissum þá að hún átti við veikindi að stríða en okkur grunaði ekki að við hefðum svo skamman tíma til stefnu. Mæja bar sig alltaf vel og aldrei var á henni að finna að hún væri veik. Vissulega ræddum við veikindi hennar en hún var alltaf svo ákveðin í að lifa lífinu að við gátum ekki ann- að en hrifist með þeirri bjartsýni. Fyrir stuttu hittumst við stelpurnar í hópnum og áttum saman skemmti- lega kvöldstund. Þá var Mæja hrók- ur alls fagnaðar og hennar yndislegu spékoppar hurfu ekki allt kvöldið. Þannig ætlum við alltaf að minnast hennar. Síðasti mánuður hefur verið fjöl- skyldu Mæju og okkur vinum henn- ar erfiður en við erum samt þakklát fyrir þann tíma. Það var erfitt að horfa upp á hvernig hún neyddist smám saman til að lúta í lægra haldi fyrir sjúkdómi þeim sem hrjáði hana en við fengum þrátt fyrir allt tæki- færi til að njóta samvistanna við hana fram á síðasta dag. Við vottum Sylvíu, Kristrúnu, Hilmari, Sibbu, Stínu, Val og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Minningin um góða konu lifir áfram. Föstu- dagsfiskihópurinn: Anna, Arna, Hrönn, Kristinn, Pétur, Rósa, Sigrún Eva, Svala og fjölskyldur. Margt er ranglátt í veröldinni, eitt af því er að María Bára skyldi vera kölluð burt svo fljótt. Hún sagði við mig síðast þegar við hittumst í byrj- un september að hún myndi fylgjast með okkur þar sem hún yrði, hún vissi í hvað stefndi. Ég bað hana að hugsa ekki svona, en hún sagði með sinni rólegu rödd að hún réði því miður engu lengur með það, sjúk- dómurinn var búinn að ná yfirhönd- inni. Þegar ég hugsa til hennar Maríu Báru koma orð eins og dugnaðar- forkur og ósérhlífni upp í hugann. Hún var yndisleg manneskja sem var gaman að vera nálægt. Hún hafði góðan húmor og alltaf var stutt í brosið hjá henni. Í mörg ár vann María Bára mikið fyrir íþróttafélagið HK, bæði fyrir knattspyrnudeildina og þá flokka sem hún sinnti hverju sinni, sem for- eldri og síðar sem þjálfari. Ég kynntist henni þegar stelpurnar okkar voru að æfa fótbolta saman. Um tíma unnum við saman með um- sjón í flokknum þeirra og að mörg- um verkefnum fyrir HK. Það var oft gott að lyfta upp símtólinu og leita ráða hjá Maríu Báru ef einhverjar spurningar vöknuðu varðandi starfið hjá HK. Hún hafði alltaf tíma fyrir aðra og var tilbúin að hjálpa öðrum. Hennar verður sárt saknað af öllum sem kynntust henni. Ég votta aðstandendum hennar og dætrum, Silvíu og Kristrúnu, samúð. Megi guð gefa ykkur styrk. Anna Lísa. Ég sit hér, svo fjarri heimaland- inu, og reyni að hripa á blað nokkrar hugrenningar, til að minnast elsku- legrar vinkonu minnar, Maríu Báru eða Maju, eins og hún var oftast kölluð. Leiðir okkar Maju lágu fyrst sam- an fyrir nær ellefu árum, hinn 11. október 1997. Þennan dag gekk Maja inn á her- bergið mitt á Sjúkrahúsinu á Egils- stöðum, þar sem ég hafði eignast yngsta son minn kvöldið áður, og kynnti sig fyrir mér. Þessi glæsilega bjarteyga kona, sem brosti svo einlægt að manni hlýnaði um hjartaræturnar, – svo lít- ið vissi ég, hve margar samveru- stundir við áttum í vændum, og að mér myndi hlotnast sú gæfa að telja hana með mínum nánustu vinum. Síðar unnum við saman á nætur- vöktum á spítalanum, og vináttan óx hröðum skrefum, ég fann í henni manneskju sem ég gat auðveldlega treyst, hún hafði einstakan húmor og glettnin dansaði oft í augum hennar þegar síst skyldi. Við deild- um gleði og sorg, í vinnu og utan. Fjölskyldur okkar fögnuðu ýmsum stórhátíðum saman, þar eð við vor- um öll fjarri stórfjölskyldum okkar, búsett þarna á Austurlandinu. Maja varð annar kletturinn minn í hafinu, önnur af tveimur vinkonum sem ég eignaðist á meðan ég bjó þarna. Börnin mín voru líka oft inni á heim- ilinu hennar, sér í lagi elsti sonurinn, sem tók ástfóstri við stelpurnar, og passaði oft fyrir Maju. Miðað við ald- ur hafði líf Maju verið langt í frá ein- falt, en hún mætti öllum mótbyr með sama æðruleysinu og bjartsýni hennar og jákvæðni fleyttu henni um langan veg. Fyrir nokkrum ár- um flutti hún suður, og tók algjör- lega um stjórntaumana á sínu lífi. Hún hellti sér út í iðnnám, sem hún hafði ánægju af, – og skipti um starfsferil. Hún, Sylvía og Kristrún voru búnar að koma sér fyrir á nota- legum stað í Kópavogi, María var á kafi í boltaíþróttum stelpnanna sinna, og talaði mikið um þau fé- lagsstörf sem hún hafði yndi af, í því sambandi. Frábærir tímar virtust blasa við framundan. En þá barði hann dyra þessi vá- lyndi sjúkdómur, sem að lokum hafði betur. Í fyrstu leit út fyrir að Maja mín myndi leggja hann að fótum sér, eins og aðrar mótbárur. Hún sýndi því- líka stillingu þegar hún sagði mér frá veikindunum, að mér var skömm að mínum viðbrögðum. Við ræddum miklu oftar saman eftir það, en okk- ar reglulegu samskipti höfðu minnk- að eftir að ég flutti utan 2004. Þau voru samt alltaf þess eðlis að engu máli skipti, hvort við sáumst eða heyrðumst með nokkurra daga eða mánaða millibili, það var alltaf eins og við hefðum sést í gær … Ég er þakklát fyrir að mér auðnaðist að hitta þær mæðgur í sumar. Maja tók á sjúkdómi sínum eins og öllu öðru sem lífið rétti henni, – hún var bjartsýn, jákvæð og stað- ráðin í að hafa betur og verða söm og fyrr. Hugrekki hennar var einstakt og hún gaf ekki eftir fyrr en í fulla hnefana. Maja mín, – elsku vinkona, mikið sakna ég þín, en ég er svo þakklát fyrir allt sem vinátta þin og nærvera skilur eftir hjá mér, – og ég er svo stolt af þér, hvernig þú lifðir þínu lífi, – það duga engin orð! Sumt fólk skilur eftir dauf fingraför á sál manns, þú skilur eftir svo miklu, miklu meira. Ég vildi óska þess að ég gæti fylgt þér hinstu skrefin, en ég veit þú skilur að ég verð þar í huganum. Sylvía og Kristrún, Guð veri með ykkur systrunum og huggi ykkur í sorginni. Öðrum ættingjum og ástvinum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Steinunn Helga Snæland. Við lítum með þakklæti til þess tíma sem við fengum að vera Mæju samferða. Hún var einstök kona, sjálfstæð, hörkudugleg og hafði ynd- islegt hjartalag. Það var mikil tign og hlýja yfir öllu hennar fasi og auð- velt að gleðjast og hlæja með henni. Ég er gull og gersemi, gimsteinn elskuríkur. Ég er djásn og dýrmæti, Drottni sjálfum líkur. (Sölvi Helgason.) „Í húsi föður míns eru margar vistarverur“ sagði Jesú Kristur, en það gefur okkur fyrirheit um að vel sé tekið á móti ástvinum okkar að þessari jarðvist lokinni. Það er trúa mína að rétt eins og við fæðumst inn í þennan heim, þá bíði okkar nýtt verkefni að því loknu og að kærleik- urinn fylgi okkur áfram, því hann hefur engin landamæri. Við fyrrver- andi starfsfélagar hjá Mest söknum vinar í stað og allar okkar bænir eru hjá fjölskyldu hennar sem hefur misst svo mikið, en enginn tekur frá okkur minningarnar sem skilja eftir fögur spor hvert sem litið er. Ester Sveinbjarnardóttir. Það er með miklum trega að við félagarnir setjumst niður til að skrifa minningar um hana Mæju okkar. Hún er að fara allt of snemma frá dætrum sínum, fjölskyldu, vinum og okkur vinnufélögunum hjá MEST ehf. Það kom fljótt í ljós við okkar kynni að þarna fór alveg stórkostleg manneskja. Til vinnu alltaf fús og á hlaupum jafnvel, við áttum það til að kalla hana Mæju sprett, þvílík var fartin á henni. Kannski tókst hinum hæsta á himnum ekki að manna lausu stöðuna öðru vísi og sú staða hlýtur að vera alveg sérlega mik- ilvæg úr því að hann þarf að taka hana Mæju í hana. Það er ekki víst að fyrirtækið Mest væri í þeim spor- um sem það er ef allir toppar þess hefðu stundað starf sitt af jafnmikl- um dugnaði og alúð og hún Mæja gerði. Það var hægt að ræða allt við hana. Sumir okkar deildu með henni svipaðri lífreynslu í einkalífinu og deildum við því stundum saman. Aldrei heyrðum við hana hallmæla nokkrum manni. Hún hafði sínar skoðanir á hlutunum en hún var ekk- ert að setja þær fram í neinu offorsi. Við reyndum nú hvað við máttum að taka af henni erfiðið eftir að hún greindist með þann illvíga sjúkdóm sem hún nú hefur lotið í lægra haldi fyrir en hún skammaði okkur fyrir það. Henni fannst hún ekki fullboð- leg til vinnu ef hún fékk ekki að taka aðeins á því sjálf. Það eru svo mörg dæmi um hetjuskap og baráttuvilja Mæju að það hálfa væri nóg. Og eitt verðum við segja: „Guð, þú ert ekki sanngjarn núna.“ Gabriela De Caro [decaro@planet.ag] Að leiðarlokum viljum við með þessum fátæklegu orðum þakka þér, Mæja okkar, fyrir frábær kynni. Þú ert hetjan okkar. Dætrum Mæju og fjölskyldu vottum við okkar dýpstu samúð. Þínir vinir að eilífu, Finnur, Kristófer (Kiddi) og Guðlaugur (Gulli.) Hún er farin hún María Bára. Hún hefur kvatt þessa jarðvist, svo óraunverulegt sem mér finnst það vera. Mér fannst hún vera ein þeirra sem myndu ávallt standa allt af sér. Bíta á jaxlinn, spýta í lófana og halda áfram. Þannig var hún. En verkefni lífsins eru okkur stundum ofviða og allt í einu stöndum við varnarlaus frammi fyrir einu slíku og gamlar aðferðir okkar virka ekki. Við erum knúin til þess að gefa eftir. Og það er vitað að öll munum við þegar okkar tími kemur standa frammi fyrir slíku verkefni – en hvenær eða hvers eðlis það verður kemur í ljós þegar sú stund rennur upp. Ég kynntist Maríu Báru fyrir austan – ég á Egilsstöðum og hún fyrir norðan fljót – í Fellabæ. Menn- irnir okkar unnu saman í Prentverki Austurlands. Við mömmur og vinn- andi konur. Áttum góð samskipti sem flosnuðu upp þegar við vorum báðar fluttar í bæinn, ég þá orðin ein, hafði séð á eftir mínum manni á sama hátt og María Bára kveður þennan heim, stóra verkefnið var krabbamein. Þegar ég frétti af því að María Bára hefði greinst þá sló ég á þráð- inn til hennar. Það var í sumar. Hún bar sig vel. Var að vinna samhliða meðferðinni og sagði að þetta gengi vel. Samt var meinið komið í lifur. Hún hafði farið í aðgerð og lyfja- meðferð og var á leiðinni í aðra lyfja- meðferð. Við spjölluðum örugglega í meira en klukkustund og það var gott að tengja aftur eftir langan við- skilnað. Ég ætlaði svo alltaf að hringja í hana aftur. Það var á dag- skrá og hugsunin um að hafa sam- band ágerðist þegar leið á haustið. En ég tók ekki upp tólið. Ekki nema til þess að svara í símann þegar hringt var í mig og mér sagt að María Bára væri dáin. Þá var allt orðið of seint. Ég hafði ekki hlustað og áttað mig á því hvað tímanum leið, samt vissi ég vel hversu sprett- harður húsbóndi krabbameinið get- ur verið, þótt maður þori varla að hugsa það, hvað þá að segja það. Mér finnst eins og ég hafi átt eitt- hvað ósagt við Maríu Báru. Þess vegna langar mig að þakka henni hér fyrir góða tímann okkar fyrir austan, þegar við pössuðum dætur hinnar hvor fyrir aðra þegar á þurfti að halda. Mig langar líka að segja að mér þykir svo leiðinlegt að ég hafi ekki náð að tala við hana áður en hún fór og hitta hana á kaffihúsi eins og ég hafði séð fyrir mér að við mynd- um gera. Við höldum oft að við fáum endalausan tíma. Við höldum að við getum frestað og gert hlutina seinna, þegar okkur hentar betur. Við gleymum því að tækifærið felst oftast í andartakinu núna – það verð- ur ekkert seinna. Ég votta dætrum Maríu Báru, þeim Sylvíu og Kristrúnu, foreldrum María Bára Hilmarsdóttir Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein, né blómstígar gullskrýddir alla leið heim. Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar, á göngu til himinsins helgu borgar. En ég hefi lofað þér aðstoð og styrk, og alltaf þér birtu þó leiðin sé myrk. Mitt ljúfasta barn ég lofað þér hef, að leiða þig sjálfur hvert einasta skref. (Staðfært: Hjálmar Jónsson) Dagbjört Bára. HINSTA KVEÐJA ✝ Móðir okkar, ARNÞRÚÐUR GUNNLAUGSDÓTTIR frá Eiði á Langanesi, fyrrum húsfreyja á Hallormsstað, andaðist að kvöldi þriðjudagsins 16. september. Útför hennar verður gerð frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 27. september kl. 13.00. Börnin. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KATRÍN ÁRNADÓTTIR, Hlíð, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, lést sunnudaginn 21. september. Útförin fer fram frá Stóra-Núpi laugardaginn 4. október kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Páll Ragnar Steinarsson, Sigfríður Lárusdóttir, Tryggvi Steinarsson, Anna María Flygenring, Elín Erna Steinarsdóttir, Indriði Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.