Morgunblaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 41
/ SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI
- B.S., FBL
- Þ.Þ., D.V. - 24 STUNDIR - S.V., MBL- Ó.H.T., RÁS 2
MIRRORS kl. 8 B.i. 16 ára
SVEITABRÚÐKAUP kl. 8 LEYFÐ
STEP BROTHERS kl. 8 - 10:10 B.i. 7 ára
MAMMA MIA kl. 8 B.i. 16 ára
DEATH RACE kl. 10:10 B.i. 12 ára
TROPIC THUNDER kl. 8 B.i. 16 ára
DEATH RACE kl. 10:20 B.i. 16 ára
SVEITABRÚÐKAUP kl. 8 LEYFÐ
THE STRANGERS kl. 10:20 B.i. 16 ára
MAMMA MIA Sýnd næst 27. og 28. september LEYFÐ
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG
2 VIKUR Á TOPPNUM!
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
SPENNA, HASAR OGTÖFFARASKAPUR
EINS OG ÞAÐ GERIST BEST
OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK
SÝND Í KRINGLUNNI
EIN FLOTTASTA ÆVITÝRAMYND ÁRSINS MEÐ
ÍSLENSKU LEIKKONUNNI ANÍTU BRIEM Í EINU
AF AÐALHLUTVERKUNUM.
ATH. STRANGLEGA BÖNNUÐ
INNAN 16 ÁRA.
EKKI FYRIR BÍLVEIKA!
-T.S. K. - 24 STUNDIR - S.V. - MORGUNBLAÐIÐ-TOMMI - KVIKMYNDIR.IS
OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA, AKUREYRI
SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í KEFLAVÍK SÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSI
Sett upp í Reykjavík í samstarfi við
Nýr hrífandi söngleikur Ólafs Hauks Símonarsonar
frumsýndur 10. október.
Forsala hefst á miðvikudag kl. 10
Tryggðu þér miða í síma 568 8000 eða á netinu: borgarleikhus.is
Fyrstu sýningar: 10/10 kl. 20, 11/10 kl. 19, 11/10 kl. 22, 12/10 kl. 20, 14/10 kl. 20,
16/10 kl. 20, 17/10 kl 19, 18/10 kl. 19, 25/10 kl. 19, 26/10 kl. 20, 29/20
Geisladiskurinn í kaupbæti. Þeir 200 fyrstu sem kaupa miða í forsölu fá nýjan geisladisk
með tónlistinni í kaupbæti. Útgefandi: Sena.
Miðasala er í síma 568 8000
og á borgarleikhus.is
Ég verð að segja að ég varð fyrir vonbrigðum með Svarta engla,“ segirGuðný Halldórsdóttir kvikmyndagerðarmaður, sem sá báða þættina í
fyrrakvöld.
„Þetta er svo tilgerðarlegt og mikill útúrdúr frá ís-
lenskum raunveruleika, því við erum ekki með svona
glæpi. Svo fannst mér þetta alltof margar persónur, og
þetta var líka alveg eins og Mannaveiðar. Til dæmis var
myndavélin alveg á hundrað, eins og var í tísku fyrir
mörgum árum, svona mikil hreyfing á vélinni.
Mér fannst við líka svolítið vera að stæla danska
þætti, ég þekki ekki svona glæpi og hef ekki áhuga á
þeim. Þannig að mér fannst þetta ósköp tilgerðarlegt.“
Guðný var þó ánægð með frammistöðu leikaranna.
„Þeir eru allir orðnir svo vanir að leika fyrir mynda-
vélar. En þeir voru reyndar sumir hverjir svolítið subbu-
legir, miðað við að vera í löggunni.“
En stóð einhver leikaranna upp úr að mati Guðnýjar?
„Já mér fannst Sólveig Arnarsdóttir rosalega góð. En mér fannst kar-
akterarnir of margir og þetta er fullflókið. Fólk er líka orðið of grun-
samlegt of fljótt. En sem sagt, mér fannst þetta endurtekning á Manna-
veiðum og verið að kreista þetta út úr íslenskum raunveruleika sem er
ekki til. Okkar morð eru frekar púkaleg.“
Aðspurð segist Guðný hins vegar hafa verið mjög ánægð með fyrsta þátt
Dagvaktarinnar.
„Mér fannst hann alveg frábær. Þessu er spýtt út úr íslenskum raun-
veruleika og ég er svo mikið fyrir það. Mér fannst þetta bæði fyndið og
skemmtilegt, og líka mjög vel tekið,“ segir Guðný og bætir því við að leik-
ararnir hafi allir verið mjög góðir. „Þarna eru bara fáir karakterar, sem er
að vísu búið að kynna fyrir manni í fyrra.“
Guðný ætlar að fylgjast með báðum þáttum næstu sunnudagskvöld.
„Já já, ég reyni nú að fylgjast með öllu íslensku efni,“ segir hún að lok-
um.
Vondir englar,
góð vakt
Guðný
Halldórsdóttir
englar
Árni Þórarinsson, blaðamaður og rithöfundur, sá bæði Svarta Engla ogDagvaktina á sunnudagskvöldið, og var mjög ánægður með báða
þættina.
„Sunnudagskvöldið var með albestu íslenskum sjón-
varpskvöldum seinni ára, finnst mér. Tveir leiknir fram-
haldsþættir, gjörólíkir, og tveir viðtalsþættir, einnig
hvor með sínum bragnum, allir fjórir prýðilega gerðir
og af stakri fagmennsku,“ segir Árni.
„Svartir englar og Dagvaktin eru auðvitað rétt að
byrja og ævinlega er hæpið að draga stórar ályktanir á
frumstigi, því framvinda og lokahnykkur geta ráðið úr-
slitum. Hitt virðist ljóst að þeir Óskar Jónasson og Sig-
urjón Kjartansson ná góðum tökum á sakamálasögum
Ævars Arnar Jósepssonar, enda með reyndustu og
flinkustu fagmönnum okkar í miðlinum. Miklu skiptir
einnig að vel takist til um skipun í hlutverk og leikhópurinn er skemmti-
lega samsettur.
Dagvaktin tekur upp þráðinn frá Næturvaktinni eins og ekkert hafi í
skorist. Það er eitthvað við þetta makalausa persónugallerí, sem er í senn
svo ekta og undur furðulegt, að ekki er hægt að kalla það annað en tragí-
kómískan galdur. Það er tilhlökkunarefni að fylgjast með báðum þessum
þáttum inn í veturinn og sérstakt fagnaðarefni hvernig bæði RÚV og Stöð
2 sækja nú fram með leikið efni sem fjallar um okkur Íslendinga, en ekki
ameríska uppa eða götulýð, sem eiga við okkur jafn lítið erindi og ma-
gahjáveita við þá sem eru hungurmorða. Maður bara tekur ofan og þakkar
fyrir,“ segir Árni.
Frábært sunnudagskvöld
Árni Þórarinsson
GAMANÞÁTTARÖÐIN 30 Rock hlaut í
fyrrakvöld fern Emmy-verðlaun sem
veitt eru fyrir sjónvarpsefni, þar af verð-
laun fyrir bestu þáttaröðina.
Aðalleikarar þáttanna, Alec Baldwin
og Tina Fey, hlutu verðlaun fyrir bestan
leik í gamanþáttum og auk þessi hreppti
Fey verðlaun fyrir bestu skrif handrits
að gamanþætti. Fey þakkaði í ræðu fyrir
að vera í föstu starfi í „kalkúnaborgara-
hagkerfi“ Bandaríkjanna og Baldwin
bætti því við að hlutverkið í þáttunum
væri sitt besta til þessa.
Þættirnir John Adams hlutu flest
verðlaun allra þáttaraða, fimm alls. Paul
Giamatti og Laura Linney hlutu verð-
laun fyrir hlutverk sín í þáttunum sem
segja af öðrum forseta Bandaríkjanna
og bera nafn hans. Glenn Close þótti
best í aðalhlutverki dramatískrar þátta-
raðar, fyrir Damages. Þá voru í fyrsta
sinn veitt verðlaun besta raunveruleika-
þáttar-stjórnandanum og hlaut þau Jeff
Probst fyrir Survivor. Grínistinn Ricky
Gervais veitti verðlaunahöfum leiðsögn í
ræðuhaldi, sagði þeim að hafa ræðuna
stutta og þá sérstaklega ef viðkomandi
væri ekki leikari. Enginn vildi hlusta á
framleiðanda. „Og ekki gráta, þetta eru
bara verðlaun,“ bætti hann við.
30 Rock hlaut fern Emmy-verðlaun
Grín Tina Fey og Alec Baldwin.
Reuters