Morgunblaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÍSLENSKIR atvinnuflugmenn sjá nú fram á einhverja hörðustu tíma í íslenskri flugsögu. Aldrei hefur jafn- mörgum flug- mönnum verið sagt upp störfum í einu vetfangi líkt og átt hefur sér stað að undan- förnu hjá Ice- landair,“ segir Elmar Gíslason ritstjóri Frétta- bréfs FÍA, í ritstjórnargrein í nýút- komnu fréttabréfi. Fram kemur, að Fréttabréfinu teljist til að 112 flugmenn horfi fram á atvinnumissi til lengri eða skemmri tíma, en það séu rúm 35% af flug- mönnum á starfsaldurslista félags- ins. Fyrstu uppsagnirnar tóku gildi strax í byrjun september og halda áfram fram eftir vetri. Þá segir ennfremur, að segja megi að alls séu 169 stöðugildi í uppsögn, þar sem 57 flugstjórar hjá Icelandair muni lækka í tign í vetur og taka við störfum flugmanna. Horfur eru ekki góðar Samkvæmt upplýsingum frá Fé- lagi íslenskra atvinnuflugmanna eru ekki góðar horfur á því að ástandið batni og uppsagnir verði dregnar til baka. Gangi verstu spár eftir séu jafnframt litlar líkur á því að þeir flugmenn sem eiga sæti neðst á starfsaldurslista félagsins verði kall- aðir til starfa á ný hjá Icelandair næsta sumar. sisi@mbl.is Erfiðir tímar í fluginu Uppsagnir ná til 112 flugmanna í FÍA Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is BÆJARYFIRVÖLD á Akureyri eru ekki hrifin af hugmyndum Landsnets um að 220 kílóvatta há- spennulína verði lögð um Eyrar- landsháls ofan Kjarnaskógar en þar er fyrirhugað útivistarsvæði. Landsnet hf. vinnur að undirbún- ingi lagningar 220 kV háspennulínu frá Blöndu til Akureyrar; Blöndulínu 3, en það er fyrsti áfangi styrkingar byggðalínuhringsins. Línan mun liggja um Húnavatnshrepp, Sveitar- félagið Skagafjörð, Akrahrepp, Hörgárbyggð og Akureyrarkaup- stað, að Rangárvöllum, alls um 110 km leið. Í næsta áfanga þar á eftir verður línan svo lögð áfram austur yfir Vaðlaheiði og þá kemur í ljós hvar hún verður lögð í landi Akureyrar og sú vinna er nú í skipulagsferli. „Við erum ekki sátt við það að fara með línuna upp í Fálkafell og þar áfram Eyrarlandshálsinn því þarna er gert ráð fyrir útivistarsvæði í framtíðinni. En við erum í góðri samvinnu við Landsnet um að finna góða lausn,“ sagði Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Enn er að- eins um hugmyndir að ræða og Sig- rún Björk segir eitt af því sem kast- að hafi verið fram að línan verði lögð ofar, t.d. yfir Súlumýrarnar. Raflínur liggja nú í gegnum úti- vistarsvæðið í Naustaborgum og Kjarnaskógi en Sigrún segir Akur- eyrarbæ vilja að þær – Kröflulína 1 og Laxárlína 1 – verði í framtíðinni lagðar í jörðu. Árni Jón Elíasson, verkefnisstjóri hjá Landsneti, segir það hugsanlegt en ekki sé raunhæft að leggja þá nýju í jörðu. Hann segir ýmsar ástæður fyrir því, bæði tækni- legar og með tilliti til öryggis vegna afhendingar raforkunnar, auk þess sem loftlína endist mun lengur en jarðstrengur. Kostnaður er líka miklu meiri; stofnkostnaður jarð- strengs um það bil fimmfaldur miðað við loftlínu, segir Árni Jón. Bæjarráð Akureyrar fagnar styrkingu raforkuflutningskerfisins, því það sé ein af forsendum vaxtar og fjölbreytts atvinnulífs á svæðinu, en bæjarráð leggur áherslu á að sjónræn áhrif af framkvæmdinni verði sem minnst. Vilja ekki háspennu á útivistarsvæði Í HNOTSKURN »Möstrin sem bera munubera stækkaða byggða- línu, Blöndulínu 3, verða gerð fyrir 220 kílóvatta línur en nú- verandi möstur gera ráð fyrir 132 kV. »Nýju möstrin verða all-miklu stærri en þau, sem nú standa; núverandi möstur eru 14 til 18 metrar á hæð en hin nýju 16-24 metrar sam- kvæmt upplýsingum Lands- nets. Það eru álíka stór möst- ur og bera Búrfellslínu 2 á Suðurlandi.                                             FJÖGUR fíkniefnamál komu upp á Akureyri um helgina. Lögreglan á Akureyri fór í þrjár húsleitir á föstu- dagskvöld og lagði hald á neyslu- skammta af kannabisefnum, kókaíni og amfetamíni. Hún lagði einnig hald á neyslutól. Á laugardagskvöld var ráðist í eina húsleit og svonefnt „fíkniefna- samkvæmi“ leyst upp. Greinilegt var á aðstæðum, að neysla fíkniefna hafði farið þar fram og lagði lögregla hald á neysluskammta af efnum. Að auki var akstur tveggja öku- manna stöðvaður en þeir óku undir áhrifum fíkniefna. andri@mbl.is Leystu upp „fíkniefna- samkvæmi“ EKKERT lát hefur verið á roki og rigningu að undanförnu og eru ýmsir orðnir þreyttir á veðrinu. Þykir fólki vætutíðin minna óþyrmilega á veðrið í fyrrahaust. Og þegar veðurspáin er skoðuð er ekki annað að sjá en að vætutíð ríki áfram út vikuna. En það er bót í máli að hlýindum er spáð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vætutíð í kortunum Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is NAUÐSYNLEGT er að Íslendingar láti á það reyna með aðildarviðræð- um hverjir yrðu kostir þess og gallar fyrir þjóðina að ganga í Evrópusam- bandið (ESB). Þetta sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, á þingi samtakanna sem fram fór um helgina. Hugsanleg aðild að ESB myndi ráða mestu um rekstrarumhverfi heimilanna á næstu árum og áratugum. Skerpir samkeppnina Jóhannes segir helstu rökin fyrir inngöngu í ESB vera lækkun á vöru- verði, sérstaklega landbúnaðarvör- um. Upptaka evru þýddi að fyrirtæki í Evrópu sæju frekar kosti þess að opna útibú hér á landi og þar með skerpa á samkeppninni. Innkaup á netinu yrðu ódýrari og veittu inn- lendri verslun mikið aðhald. Þá myndu vextir lækka. Jóhannes segir hagsmuni heimil- anna afar ríka í þessu máli. „Það sem við erum að hvetja til er að það verði teknar upp aðild- arviðræður til að meta kosti og galla í öllum málaflokkum því það liggur alveg ljóst fyrir, saman- ber skýrslu sem var unnin fyrir Neytendasam- tökin, að heimilin hafa mikla hags- muni af þessu en þá þarf að koma fram hverju við náum fram í land- búnaðar- og sjávarútvegsmálum, segir Jóhannes.“ Þjóðin á síðasta orðið Jóhannes segir að hægt sé að þrátta fram og til baka í þessu máli en niðurstöður fáist ekki meðan eng- inn samningur liggi á borðinu. Það sé undir þjóðinni komið að gera afstöðu sína greinilega með þjóðaratkvæða- greiðslu. „Við erum ekki að segja að Ísland eigi að ganga í Evrópusam- bandið heldur eingöngu að segja að það eigi að láta reyna á kosti og galla og þjóðin á síðasta orðið.“ Kostir yrðu kannaðir Telur aðild að ESB ráða mestu um rekstrarumhverfi heimila næstu árin Jóhannes Gunnarsson LANDHELGISGÆSLAN þarf að draga úr siglingum varð- skipa sinna um 50% að minnsta kosti fram að áramótum til að spara olíu. Þetta þýðir að skipin verða aldrei bæði á sjó samtímis að sögn Georgs Kr. Lárussonar forstjóra Gæslunnar. Hann telur að þrátt fyrir þetta geti Gæslan sinnt eftirliti þokkalega. „En auðvitað væri betra að geta gert betur,“ segir hann. Bæði varðskipin hafa verið í höfn undanfarna 2 daga, í hefðbund- inni helgarinniveru. Georg segir að þrátt fyrir meiri inniveru skipanna sé alltaf höfð áhöfn á vakt í legunni og farið verði í aðkallandi verkefni, þótt stefn- an hafi verið tekin á að nota þau minna. Um flugflota Gæslunnar gildir einnig að tækin verða notuð sem allra minnst. Engu tæki hefur verið lagt, hvorki í flugflota né skip- um. „En við reynum að fljúga minna og sigla minna,“ segir Georg. Mið- að við óbreytt olíuverð til áramóta stefnir í 120 milljóna kr. kostnað hjá Gæslunni vegna olíuverðshækkana. „Við hefðum lent í rekstrarerf- iðleikum ef við hefðum ekki gripið til þessara aðhaldsaðgerða á miðju sumri,“ segir hann. Geta ekki haft bæði varðskipin úti samtímis Morgunblaðið/G.Rúnar Aðhald Ljóst er að Ægir og Týr verða ekki samtímis á sjó á næstunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.