Morgunblaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 11
FRÉTTIR
STJÓRN Kvenfélagasambands Ís-
lands fagnar því að samið hefur
verið við ljósmæður og yfirvofandi
verkfalli þeirra afstýrt. Stjórnin
segir í ályktun að störf ljósmæðra
skipti máli fyrir velferð mæðra og
barna og því mikilvægt að þau séu
metin að verðleikum. Jafnframt
vonast stjórnin til þess að þetta sé
aðeins fyrsta skrefið í átt að leið-
réttingu á þeim launamun sem enn
er viðvarandi á milli kynjanna.
Fagna samningi
við ljósmæður
2.600 færri bifreiðar óku Ártúns-
brekku og Sæbraut milli 7 og 9 í
gærmorgun miðað við mánudaginn
15. september og er það marktæk-
ur munur en í gær lauk evrópskri
samgönguviku. Á lokadegi vik-
unnar eru íbúar í 2000 borgum
hvattir til að hvíla bílinn og nýta
annan samgöngumáta eins og
strætó, reiðhjól og göngur. „Við
höfum ekki tekið þátt í bíllausa
deginum í nokkur ár en ákváðum
að hefja þátttöku aftur í [gær],“
segir Pálmi Freyr Randversson
verkefnastjóri samgönguviku fyrir
Umhverfis- og samgöngusvið
Reykjavíkurborgar. „Bíllausi dag-
urinn fer hægt af stað en við von-
umst til að þátttakan verði vaxandi
á næstu árum,“ segir hann.
Pálmi var ánægður með sam-
gönguviku 2008, bæði hafi sam-
göngumál verið ofarlega í um-
ræðunni og einnig hafi nýtt sam-
göngumannvirki verið opnað:
forgangsakrein fyrir almennings-
samgöngur.
Morgunblaðið/Kristinn
Margir hvíldu
bílinn í gær
Í DAG, þriðjudag, verður haldin
ráðstefna í Þjóðmenningarhúsinu
undir yfirskriftinni „Evran á Íslandi
– hvort, hvenær og hvernig“ og mun
ráðstefnan standa frá kl. 12.00-
15.10.
Ráðstefnan er á vegum Háskólans
í Reyjavík, Háskólans á Bifröst og
viðskiptaráðuneytisins. Á meðal fyr-
irlesara má nefna Peter Dyrberg,
sérfræðing í málefnum Evrópu-
sambandsins, sem veltir upp laga-
legum möguleikum þess að taka upp
evruna hér á landi, auk þess sem
Eiríkur Bergmann Einarsson ræðir
hvort evruvæðing sé kannski þegar
farin af stað hér á landi. Einnig
flytja fyrirlestra þeir Friðrik Már
Baldursson og Emil B. Karlsson.
Evran á Íslandi –
hvort og hvenær?
STUTT
Icelandair Group
keypti Gullfaxa
Ranghermt var í blaðinu á þriðju-
daginn í síðustu viku, í frétt um að
Arngrímur Jóhannsson og Hafþór
Hafsteinsson, eigendur Avion Air-
craft Trading, hefðu keypt gamla
CL-44-flugvél og hygðust afhenda
Flugsafni Íslands stjórnklefann til
varðveislu, að þeir hefðu einnig
keypt Gullfaxa, fyrstu þotu Íslend-
inga, á sínum tíma. Það var Iceland-
air Group sem keypti Gullfaxa og
gefur Flugsafninu stjórnklefann.
Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Fyrsti fjöldafram-
leiddi rafbíllinn
Í leiðara sl. föstudag var ranghermt
að fyrsti fjöldaframleiddi rafbíllinn
væri nú væntanlegur af færibandinu
hjá Mitsubishi. Hið rétta er að fyrir
sjö árum hófst fjöldaframleiðsla á
indverska rafbílnum Reva og er
hann meðal annars fáanlegur hér á
landi. Beðist er velvirðingar á þess-
um mistökum.
Ráðhúsmarkaðurinn
31. okt. til 3. nóv.
Rangt var farið með dagsetningar á
Ráðhúsmarkaði Handverks og hönn-
unar í blaðauka um heimili og hönn-
un sl. föstudag.
Rétt er að Ráðhúsmarkaðurinn
verður haldinn dagana 31. október til
3. nóvember en ekki 5. til 8. október
eins og sagt var í blaðinu. Beðist er
velvirðingar á þessum mistökum.
LEIÐRÉTT
Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur
í New York
bab@mbl.is
JAFNRÉTTI kynjanna og stuðn-
ingur við konur er lykilatriði í stefnu
Íslands í þróunarmálum, bæði vegna
þess að jafnrétti er grundvallar-
mannréttindi og einnig þess að þeg-
ar kemur að þróunarmálum og að því
að uppfylla þúsaldarmarkmið SÞ, þá
skiptir sköpum að jafnrétti kynjanna
verði að veruleika og konur fái tæki-
færi til að nýta það sem í þeim býr.
Þetta kom fram í máli Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráð-
herra en hún var einn aðalræðu-
manna á fundi sem UNIFEM hélt í
gær í tengslum við Allsherjarþing
SÞ um málefni kvenna í Afríku.
Yfirskrift og aðalumræðuefni
fundarins var hvernig unnt væri að
fylgja því betur eftir að aðildarríki
SÞ stæðu við sáttmála, sem tryggja
eiga jafnrétti kynjanna og mannrétt-
indi kvenna. Þær sem tóku til máls
lögðu áherslu á að margt jákvætt
væri að gerast í málefnum kvenna í
Afríku, þar væru konur í síauknum
mæli að komast í valdastöður og var
því sérstaklega fagnað að eftir ný-
liðnar kosningar í Rwanda væru
konur nú í meirihluta þar í þinginu.
Rosemary Museminali, utanríkis-
ráðherra Rúanda, hélt ræðu á fund-
inum og lýsti því hvernig lykilhlut-
verk það sem konur gegndu í
uppbyggingu samfélaga eftir borg-
arastyrjöldina hefði eflt þær og
styrkt og sýndi sig nú í því að þær
væru í auknum mæli komnar í form-
legar stjórnunar- og leiðtogastöður.
Ingibjörg Sólrún lagði áherslu á
það í ræðu sinni að konur í Afríku
væru sterkar og hæfar og það væri
„gríðarlega mikilvægt að þær fái að
nýta hæfni sína og hæfileika á öllum
sviðum þjóðfélagsins. Til að þetta
geti gerst, þá verðum við að líta á
konur sem gerendur í öllum aðstæð-
um, ekki sem fórnarlömb,“ sagði
hún. Þar sem atriði sem snúa að eft-
irfylgni voru miðlæg á fundinum
benti hún á, að það að „koma hlutum
í verk væri almennt flóknara mál en
að segja hvað ætti að gera“, og að
þetta virtist eiga alveg sérstaklega
við þegar jafnréttismálin ættu í hlut.
Ingibjörg Sólrún lagði áherslu á að
jafnréttismál væru ekki bara hluti af
stefnu Íslands í þróunarmálum,
heldur einnig lykilatriði í utanríkis-
málastefnu landsins. „Þetta á sér-
staklega við þegar kemur að friðar-
gæslu og uppbyggingu eftir átök.
Sem utanríkisráðherra hef ég lagt
sérstaka áherslu á mikilvægi álykt-
unar öryggisráðsins nr. 1325 um
konur, frið og öryggi, en þessi álykt-
un er tæki sem tryggir að konur á
stríðssvæðum njóti verndar og rétt-
lætis og þær séu gildir þátttakendur
í friðarferlum og uppbyggingu sam-
félaga í kjölfar styrjalda. Ályktun
1325 skiptir sköpum fyrir mörg Afr-
íkuríki og ég tel mikilvægt að auka
almenna vitund um þessa ályktun og
sjá til þess að henni verði fylgt eftir.“
Alþjóðleg ráðstefna hérlendis
Ingibjörg Sólrún tilkynnti að í
desember yrði haldin alþjóðleg ráð-
stefna á Íslandi um ályktun 1325
undir yfirskriftinni „Konur semja
um frið“ þar sem lögð verður áhersla
á aðgengi og þátttöku kvenna í form-
legu og óformlegu friðarferli.
„Yfirleitt er fyrst og fremst rætt
um konur sem fórnarlömb styrjalda
en það er löngu tímabært að líta á
konur sem mikilvæga gerendur í því
að koma á stöðugleika og byggja upp
samfélög eftir stríðsátök þannig að
koma megi á varanlegum friði,“
sagði Ingibjörg Sólrún.
Erfiðara að koma hlutunum í
verk en segja hvað eigi að gera
Utanríkisráðherra ræddi málefni
kvenna í Afríku á fundi UNIFEM
Morgunblaðið/Birna Anna Björnsdóttir
Málefni kvenna Ingibjörg Sólrún og Rosemary Museminali, utanrík-
isráðherra Rúanda, bera saman bækurnar á Unifem-fundinum.
Miðvikudagurinn 24. september kl. 11.45
Rannsóknir og nýsköpun
á tímum efnahagslægðar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, og Guðrún Nordal, formaður Vísinda-
nefndar Vísinda- og tækniráðs, ræða um rannsóknir og nýsköpun á opnum fundi í Valhöll.
Vísinda- og nýsköpunarnefnd Sjálfstæðisflokksins heldur fundinn og fundarstjóri er
dr. Hafliði Pétur Gíslason, prófessor.
Fimmtudagurinn 25. september kl. 17.00
Þau hlutu hæstu einkunn
fyrir þjónustu!
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ,
Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi og Sigríður Ólafsdóttir, ráðgjafi hjá
Capacent Gallup, ræða árangur sveitarfélaganna þriggja sem öllum er stjórnað af
sjálfstæðismönnum og komu best út í könnun Capacent Gallup um þjónustu við íbúa
sveitarfélagsins, á opnum fundi í Valhöll. Sjálfstæðisflokkurinn heldur fundinn og fundarstjóri
verður Ásdís Halla Bragadóttir.
Föstudagurinn 26. september kl. 12.00
Hvor hefur forskot eftir
landsfundina?
Þórlindur Kjartansson, formaður SUS, Illugi Gunnarsson, alþingismaður, og Silja Bára
Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur, tala um stöðuna í bandarísku forsetakosningunum
í aðdraganda fyrstu kappræðnanna og nýliðna landsfundi flokkanna á opnum fundi í Valhöll.
Landsamband sjálfstæðiskvenna heldur fundinn og fundarstjóri er Katrín Helga Hallgrímsdóttir,
varaformaður LS.
Allir velkomnir!
Tölum saman
Fjölmargir opnir fundir eru á vegum Sjálfstæðisflokksins
í viku hverri. Á þessa fundi eru allir velkomnir.
Nánari upplýsingar um fundina og flokksstarfið má finna á heimasíðu flokksins, www.xd.is eða í síma 515-1700.