Morgunblaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is VLADÍMÍR Títov, aðstoðarutanrík- isráðherra Rússlands, gerði á fundi með Sturlu Böðvarssyni, forseta Al- þingis, í Rússlandi í síðustu viku, ein- dregnar athugasemdir við yfirlýs- ingar íslenskra stjórnvalda um Rússa og málefni Georgíu. Þá var ráðherrann ekki sáttur við athuga- semdir sem Sturla gerði við flug Rússa á íslensku flugumferðarsvæði. Fundur ráðherrans og Sturlu fór fram í tengslum við opinbera heim- sókn íslenskrar þingnefndar til Rússlands, en til heimsóknarinnar var boðið af hálfu forseta Dúmunnar. Aðstoðarráðherrann gerði þar grein fyrir sjónarmiðum Rússa í Georgíu- deilunni. „Hann lagði mikla áherslu á að sjálfsstjórnarhéruðin þar yrðu ekki hluti af Georgíu um ókomna framtíð. Hann lagði líka áherslu á, að Rússar hefðu á undangengnum árum orðið að láta undan stöðugum þrýstingi frá Vesturveldunum og NATÓ-ríkjun- um. Nú væri komin sú tíð að þeir hefðu fullt afl til þess að fara sínar leiðir,“ segir Sturla. Þá var ráðherrann ósáttur við at- hugasemdir sem Sturla, sem forseti Alþingis, tók þátt í að samþykkja gagnvart deilum Rússa og Georgíu- manna á nýlegum fundi forseta Norðurlandaþinga. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem innrás Rússa var fordæmd og hvatt til frið- samlegrar lausnar. Ennfremur var aðstoðarráðherr- ann búinn að kynna sér ræðu sem Geir H. Haarde forsætisráðherra flutti á dögunum í Valhöll, þar sem hann vék að Rússum. „Ráðherrann gerði á fundinum athugasemdir við yfirlýsingar forsætisráðherra um framgöngu Rússa.“ Vakti máls á auknu flugi Rússa við Ísland Sturla gerði á fundinum með Títov athugasemdir við aukið flug Rússa á íslensku flugumferðarsvæði. „Hann sagði að þessu væri með engum hætti beint gegn Íslendingum. Flug- vélarnar bæru ekki kjarnorkuvopn, þetta væri strategískt flug sem væri til mótvægis við aðgerðir NATO- þjóðanna og Bandaríkjamanna sem væru samstarfsmenn okkar. Við yrð- um að sætta okkur við þetta, enda flugið löglegt,“ segir Sturla, sem gerði athugasemd við svörin. Hefði hann vísað til þess að mjög mikil- vægt væri að fullkomnar upplýsing- ar væru veittar um allt flug til að skapa ekki óþarfa hættu eða spennu. Rússar ósáttir við Íslendinga  Vladímír Títov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, gerði ákveðnar athugasemdir við yfirlýs- ingar íslenskra stjórnvalda um Rússa  Sagði að Rússar hefðu nú fullt afl til að fara sínar leiðir Í HNOTSKURN »Sturla fundaði í ferð sinnieinnig með orkunefnd Dúmunnar. »Þá hélt hann fyrirlesturum orkumál í háskóla á vegum utanríkisráðuneytis Rússa í Moskvu. »Fyrirlesturinn var fjölsótt-ur. Sturla gerði grein fyrir íslenskum orkumálum og fjallaði einkum um nýtingu jarðvarma og endurnýjanlega orku. »Ennfremur skoðaði ís-lenska þingnefndin starf- semi íslenskra fyrirtækja í Rússlandi.Skoðanaskipti Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, ásamt Vladímír Títov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, að loknum fundi þeirra. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is VIÐ verðum að snúa bökum saman til þess að ná ár- angri í pólitík. Innbyrðis deilur flokksins eru of sýni- legar á yfirborðinu og ekki til þess fallnar að auka trúverðugleika flokksins út á við. Formaðurinn verð- ur að setja niður þær deilur sem innan flokksins ríkja fljótt og örugglega eigi flokkurinn ekki að hljóta skaða af. Þetta var inntakið í orðum margra þeirra sem til máls tóku á fundi sem Reykjavíkur- félög Frjálslynda flokksins boðuðu til í gærkvöldi. Greinilegt var að fundargestum var mörgum hverjum afar heitt í hamsi. Sumir deildu býsna hart á formanninn meðan aðrir lýstu yfir fullum stuðn- ingi við hann. Einn fundargesta líkti formanninum við skipstjóra í brúnni sem umkringdur væri fáein- um útvöldum mönnum í stórsjó og væri sama þótt einum og einum manni í áhöfninni skolaði útbyrðis sem og hluta af farminum sem upp hefði verið lagt með. Sagði viðkomandi formanninn gera mikla skyssu í því að veðja á Kristin H. Gunnarsson, þing- mann FF í Norðvesturkjördæmi. Aðrir fundarmenn tóku undir þetta og deildu hart á framgöngu Krist- ins. „Hann hefur vonda nærveru og það sem verra er, hann hefur óskaplega óþægilega fjarveru líka,“ sagði einn fundargesta. „Stormur varir aldrei að eilífu. Einhvern tímann lægir,“ sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður FF, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Menn hafa misjafnar skoðanir á því hvernig eigi að vinna úr þessum málum, en það verður mitt hlutskipti að reyna að vinna úr því á skynsamlegan hátt,“ sagði Guðjón og tók fram að hann myndi skoða allar skyn- samlegar tillögur til að setja niður deilurnar í flokknum, m.a. þá leið að skipa sáttanefnd. Morgunblaðið/Golli Forystan Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins, Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður og Jón Magnússon þingmaður á fundi sem Reykjavíkurfélög flokksins stóðu fyrir í gærkvöldi. Einhvern tíma lægir Formaður Frjálslynda flokksins útilokar ekki skipun sáttanefndar til að setja niður deilurnar í flokknum GEIR H. Haarde forsætisráðherra á fund með Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, í höfuð- stöðvum samtak- anna í New York í dag. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði for- sætisráðherra að fundurinn yrði án formlegrar dagskrár en að þeir myndu ræða þau mál sem helst hefur borið á góma í allsherj- arþinginu nú í vikunni. „Ég á ekki von á því að ég ræði við hann sérstak- lega um framboð okkar til örygg- isráðsins nema til að vekja athygli hans á því að við förum í þetta á ákveðnum forsend- um sem eru kunnar og að við höfum verið að auka sýnileika okkar hér og leggja meira af mörkum en við áður höfum gert. Og það veit ég að er mikils metið,“ sagði Geir. Hann bendir á að það sé í mörg horn að líta fyrir framkvæmda- stjóra SÞ á allsherjarþinginu. Hefur unnið sér traust „Hann þarf að blanda sér í mörg málefni og það eru víða vanda- málin. En mér hefur fundist hann fara vel af stað í sínu starfi. Ég held að þetta sé maður sem hafi þegar unnið sér mikið traust, sem er mikilvægt í hans erfiða verkefni. Og það sem er verið að fást við til dæmis í Afríku og í Mið-Austur- löndum eru mál sem eru svo flókin og erfið að það þarf mjög öflugt lið hér á vegum Sameinuðu þjóðanna til að fást við þau, sagði Geir. bab@mbl.is Höfum verið sýnilegri Geir H. Haarde hittir Ban Ki-moon í dag Geir H. Haarde Ban Ki-moon LÖGREGLAN í Dóminíska lýðveld- inu hefur nefnt þrjá grunaða í tengslum við morðið á Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur á Extreme- hótelinu í bænum Cabarete. Frank- lin Genao heitir sá sem grunaður er um morðið og segja þarlendir vef- miðlar að þau Hrafnhildur Lilja hafi átt í ástarsambandi. Einnig munu vera í haldi þau Kelvin Corniel Fermín og Paola Jiménes en hún mun hafa starfað á barnum á hót- elinu og þeim Hrafnhildi Lilju verið vel til vina. Hefur fréttavefurinn El nuevo Norte eftir lögregluforingj- anum Rafael Guillermo Guzman Fermin að þau þrjú séu grunuð um aðild að morðinu. Ástvinir Hrafnhildar Lilju hafa stofnað styrktarsjóð fyrir fjölskyldu hennar og geta þeir sem vilja veita þeim fjárhagslegan stuðning lagt inn á reikningsnúmerið: 0537-14- 609973 með kennitölu: 081079-5879. Á heimasíðu Hrafnhildar Lilju kemur fram að haldinn verður bænastund í Vídalínskirkju í Garða- bæ í dag, föstudag, kl. 18 fyrir þá sem vilja minnast hennar. Morðrann- sókn langt komin SÁTT hefur náðst í deilu Reynis Jónssonar, forstjóra Strætó bs., og Jóhannesar Gunnarssonar, fyrrver- andi trúnaðarmanns hjá félaginu, en málið var komið fyrir dómstóla. Í vor var Jóhannesi veitt áminn- ing í starfi sem hann vildi að yrði gerð ógild fyrir héraðsdómi. Jó- hannesi var síðan boðinn starfs- lokasamningur sem hann þáði ekki og var honum í kjölfarið sagt upp störfum. Ásakaði Jóhannes for- stjórann um að hafa lagt sig í ein- elti. Þótt málið hafi verið látið niður falla stendur áminningin og upp- sögnin, segir Reynir. Hann vill ekki útskýra í hverju sáttin felst. „Þessu máli er lokið og það er ekkert meira um það að segja.“ ylfa@mbl.is Sömdu um sátt hjá Strætó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.