Morgunblaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
VERÐHRUN
4 mismu
nandi ák
læðiBjóðum
1 5 tungu
sófa
verð áður 139.000
kr.69.000,-
á aðeins
yfir 200 gerðir af sófum
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Patti lagersala
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
FRÉTTASKÝRING
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
EVRÓPUSAMBANDIÐ leggur
áherslu á fjöltyngisstefnu með það
að markmiði að fólk kunni tvö
tungumál fyrir utan móðurmálið.
Evrópusambandið er enn langt frá
þessu takmarki en tungumálakunn-
átta Íslendinga virðist ekki vera frá-
brugðin því sem best gerist innan
ESB.
Enskan langmikilvægust
Fyrir um sjö árum lét mennta-
málaráðuneytið gera tungu-
málakönnun. Þar kom meðal annars
fram að 96,4% svarenda töldu ensku
vera það tungumál sem mikilvægast
væri að hafa vald á. 25,8% töldu
þýsku vera næst mikilvægasta er-
lenda tungumálið, 24,2% nefndu
spænsku og 23,1% dönsku. Franska
var í fjórða sæti með 6,6% fylgi.
87,6% þátttakenda sögðust kunna
ensku, 59,5% dönsku og 30,4%
þýsku, en kunnátta í öðrum málum
var sögð mun minni.
Fyrr á þessu ári flutti Eyjólfur
Már Sigurðsson, forstöðumaður
Tungumálamiðstöðvar Háskóla Ís-
lands, erindi um tungumálafærni í
Evrópu. Niðurstaða hans var að
enskukunnátta Íslendinga væri
sambærileg við aðrar Norð-
urlandaþjóðir og Hollendinga,
þýskukunnáttan væri sambærileg
við Svía en frönskukunnáttan væri
lakari en á öðrum Norðurlöndum.
Í könnun ESB í aðildarríkjunum
2005 kom fram að um 56% þátttak-
enda töluðu að minnsta kosti eitt er-
lent tungumál fyrir utan móð-
urmálið. Um 28% sögðust tala tvö
erlend tungumál. Í Lúxemborg
sögðust um 99% tala að minnsta
kosti eitt erlent tungumál, um 90% í
Svíþjóð og Danmörku, um 67% í
Þýskalandi og um 51% í Frakklandi,
en hlutfallið fór síðan lækkandi. Það
var um 36% á Englandi.
Í 19 af 29 löndum var enskan mest
talaða erlenda tungumálið og alls
staðar nema í Lúxemborg var enska
annað af tveimur mest töluðu tungu-
málunum. Um 47% töluðu erlent
tungumál nánast daglega en í könn-
un menntamálaráðuneytisins sögð-
ust um 48% nota erlent tungumál í
vinnunni.
Á ráðstefnunni í dag verður meðal
annars reynt að svara því hvort
enskan nægi eða ekki.
Morgunblaðið/Golli
Vinnumál Mörg íslensk fyrirtæki starfa í alþjóðlegu umhverfi og nota þar annað tungumál en íslensku.
Enskan ráðandi
Markmiðið hjá Evrópusambandinu er að fólk kunni tvö
tungumál fyrir utan móðurmálið en enn er langt í land
!
"
#
!
"! #$%
$ $ $ $ $ $ $ $ $
STEFNT er að því að flutt verði inn
í nýju heilsugæslustöðina í Árbæ 1.
desember næstkomandi og segir
Burkni Dómaldsson, verkstjóri hjá
Ris, að það ætti að ganga eftir miðað
við ganginn að undanförnu. „Það
gengur mjög vel núna,“ segir hann.
Veðrið hefur ekki beint leikið við
verkamennina nýliðnar vikur, en
Burkni segir að menn láti það ekki á
sig fá. „Það kvartar enginn yfir rign-
ingunni, en það er miklu meira gam-
an að vinna í svona veðri eins og er
núna,“ segir hann. „Menn fyllast af
gleði í svona veðri og þá er gaman að
vera úti.“
Mönnum í nýju heilsugæslustöðinni í Árbæ finnst rigningin góð en sólin enn betri
Kraftur
eykst í
blíðunni
Morgunblaðið/Valdís Thor
Líf og fjör Mikill kraftur er í byggingu heilsugæslustöðvarinnar og Burkni Dómaldsson er kátur með gang mála.
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
ÍBÚAR Garðabæjar, Reykjanesbæj-
ar og Seltjarnarness eru ánægðastir
með þjónustu síns sveitarfélags.
Þetta kemur fram í könnun Capacent
en markmið hennar var að gera sam-
anburð á ánægju íbúa fimmtán
stærstu sveitarfélaga landsins og
leggja grunn að þjónustuvísitölu
sveitarfélaga. Lestina ráku Árborg,
Fjarðabyggð og Reykjavík.
Heildarútkoman
frekar jákvæð
„Þetta er góður mælikvarði á hæft
starfsfólk og skýra sýn sem bæjaryf-
irvöld leggja fram,“ segir Árni Sig-
fússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Hann telur að gott gengi í könnun-
inni skýrist einnig af góðu samstarfi
bæjarstarfsmanna við íbúa auk vel
upplýstra íbúa sem njóta þjónustu
hæfra bæjarstarfsmanna, hvort held-
ur sem er í skólum eða á bæjarskrif-
stofu.
Aðspurður viðurkennir hann að
niðurstöður könnunarinnar hafi kom-
ið á óvart. „Við erum samfélag sem er
á margan hátt ólíkt Garðabæ og Sel-
tjarnarnesi. Útsvarstekjur á einstak-
ling eru mun lægri hjá okkur en hjá
þessum sveitarfélögum þannig að
verkefni okkar að veita góða þjón-
ustu er á margan hátt flóknara,“ seg-
ir Árni. Hann bætir þó við að Reykja-
nesbær hafi lært vel af þessum
tveimur sveitarfélögum og hafi átt
gott samstarf við þau. „Við höfum
fylgst með vinnu þeirra og tekið upp
margt af því sem þeir hafa haft til
fyrirmyndar en við erum um leið stolt
af okkar uppfinningum.“
Hvatning til að gera betur
Að sögn Hönnu Birnu Kristjáns-
dóttur, borgarstjóra Reykjavíkur,
var könnun sambærileg þessari gerð
fyrir nokkrum árum af Gunnari
Helga Kristinssyni við Háskóla Ís-
lands og þar kom Reykjavík út með
svipuðum hætti. Þar voru niðurstöð-
urnar útskýrðar á þann hátt að íbúar
séu yfirleitt ánægðari með nærþjón-
ustu lítilla sveitarfélaga en stærri.
„Engu að síður tel ég að þessi könnun
eigi að vera okkur hvatning til að
gera enn betur. Ég vil auðvitað meina
að þjónusta borgarinnar sé góð en ég
held að menn geti alltaf bætt hana.“
Könnun Capacent var netkönnun
og var úrtakið 4.800 manns en svar-
endur alls 2.962.
Minnsta ánægj-
an með þjónustu
Reykjavíkur
15 stærstu sveitarfélögin borin saman
Í HNOTSKURN
»Í könnuninni var fólk m.a.beðið um að meta hversu
góður búsetustaður sveitarfé-
lagið þess væri, hversu ánægt
það væri með þjónustu við
barnafjölskyldur, grunnskóla
og leikskóla og hversu ánægt
það væri með þjónustu á bæj-
arskrifstofu, umhverfis- og
skipulagsmál.
» Í niðurstöðum Capacentsegir að í heildina hafi út-
koman verið frekar jákvæð.
MANNI er haldið sofandi í önd-
unarvél eftir að bíll hans fór út af í
Hálsasveit í Borgarbyggð um miðj-
an dag í gær. Að sögn vakthafandi
læknis á gjörgæsludeild Landspít-
alans í Fossvogi (LSH) er mað-
urinn alvarlega slasaður og með út-
breidda áverka, m.a. á höfði, en í
gærkvöldi var hann sagður í stöð-
ugu ástandi.
Tildrög slyssins í rannsókn
Maðurinn var einn á ferð í bíl
sem fór út af milli Reykholts og
Norður Reykja. Bíllinn valt ekki en
lenti í vegkanti eftir nokkuð hátt
fall fram af vegi. Maðurinn var
fluttur með þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar á slysadeild LSH þar sem
hann gekkst undir aðgerð. Lög-
reglan rannsakar tildrög slyssins.
Ökumaður
alvarlega
slasaður
EVRÓPSKI tungumáladagurinn er í
dag og af því tilefni bjóða Stofnun
Vigdísar Finnbogadóttur og Sam-
tök tungumálakennara á Íslandi til
hátíðardagskrár í stofu 101, Há-
skólatorgi. Ráðstefnan hefst
klukkan 14:30 og er öllum opin en
markmiðið með deginum er að
vekja athygli á tungumálum í Evr-
ópu og fagna menningarlegum
fjölbreytileika. M.a. verður rætt
um mikilvægi tungumálakunnáttu.
Dagskrá í tilefni evrópska tungumáladagsins