Morgunblaðið - 26.09.2008, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
VEÐUR
Björn Bjarnason dómsmálaráð-herra er ekki hissa á að for-
ystumenn Evrópusambandsins í
Brussel hafi ekki talið möguleika á
að Ísland geti tekið upp evru með
tvíhliða samningum við ESB.
Björn bendir áað fram-
kvæmdastjórnin
hafi ekki síðasta
orðið um inntak
laga sambands-
ins. Það er alveg
rétt hjá honum.
Pólitískur vilji til
að sveigja regl-
urnar gæti leynzt
hjá aðildarríkjum ESB.
En hvað á Björn við þegar hannsegist undrast hvað sumir
stjórnmálamenn og álitsgjafar séu
mjúkir í hnjáliðunum þegar rætt sé
við embættismenn í ESB?
Illugi Gunnarsson, annar formaðurEvrópunefndarinnar, sagði í lok
ferðar nefndarinnar til Brussel að
afstaða framkvæmdastjórnarinnar
væri einörð og mikinn pólitískan
vilja þyrfti til að hnekkja henni.
Var Illugi mjúkur í hnjáliðunum?Ekki nógu harður við skrif-
finnana?
Morgunblaðið hvatti forsætisráð-herra og utanríkisráðherra til
að kanna hinn pólitíska vilja hjá að-
ildarríkjum ESB á allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna..
Geir H. Haarde vildi engu svaraum það í gær hvort málið hefði
verið kannað.
Er hann líka mjúkur í hnjálið-unum?
Eða hefur hann enga trú á hug-myndinni?
STAKSTEINAR
Björn Bjarnason
Mjúkir í hnjáliðunum
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!!
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
"
#
$$ !!%
#
$$ !!%
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
&
&'
&
&'
&'
&'
*$BC
!
"#
$
#
*!
$$B *!
( ) * $ $) $ +
<2
<! <2
<! <2
(* ! $, !%-$. !/
CD$ -
B
%#
&'
#(
!
#')#*
# #
+#
*
,
$
!##
-&#
.
#
$
#
#
!
(
&
/
/#(
!
#')#
"*
#
$
#
#
!
(
&
01 $ $22 ! $ $3 $, !%
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
FRÉTTIR
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir er þriðji
utanríkisráðherrann á sex árum sem verður frá
vinnu vegna læknisaðgerðar. Síðan haustið 2004
hafa þrír utanríkisráðherrar glímt við erfið veik-
indi í embætti, en tveir fyrirrennarar Ingibjargar
eru nú stálslegnir.
Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanrík-
isráðherra, gekkst undir aðgerð vegna meins í
blöðruhálskirtli 15. október 2002 og var í veik-
indaleyfi um nokkurt skeið í kjölfarið.
Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra,
lagðist inn á sjúkrahús 21. júlí 2004 vegna gall-
blöðrubólgu. Gallblaðran var fjarlægð og við
rannsókn kom í ljós staðbundið æxli í hægra
nýra, sem var fjarlægt. 3. ágúst var Davíð skor-
inn upp öðru sinni vegna illkynja meins í skjald-
kirtli og var hann fjarlægður ásamt nærliggjandi
eitlum. 15. september sama ár tók Davíð við emb-
ætti utanríkisráðherra og var þá enn undir eft-
irliti lækna.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkis-
ráðherra, veiktist á allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna sl. mánudag og kom í ljós góðkynja
mein í höfði. Hún verður eitthvað frá eftir aðgerð.
Forverar sigruðust á veikindum
Veikindi hafa sett strik í reikninginn hjá þremur utanríkisráðherrum síðan 2002
Halldór
Ásgrímsson
Davíð
Oddsson
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
NÝSKRÁNINGAR ökutækja á
fyrstu 298 dögum ársins, þ.e. frá
áramótum til 19. september eru
samtals 16.525 en á sama tímabili í
fyrra voru 22.878 ökutæki nýskráð
hér á landi. Þetta er 27,8% fækkun
nýskráninga milli ára.
Þessar upplýsingar koma fram í
yfirliti sem Umferðarstofa hefur
tekið saman yfir nýskráningar öku-
tækja og eigendaskipti á tímabilinu.
Hafa ber í huga að hér er um að
ræða nýskráningu og eigendaskipti
allra ökutækja, ekki bara bifreiða.
Eigendaskipti ökutækja á sama
tímabili þessa árs eru 63.969 en þau
voru 76.592 eftir jafnmarga skrán-
ingardaga á síðasta ári. Hlutfallsleg
fækkun eigendaskipta nemur 16,5%
milli ára. Viðsnúningur varð á ný-
skráningum í vor. egol@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Bílar Mjög dauft hefur verið yfir bílasölu hér á landi síðustu mánuði
Nýskráning ökutækja
dregst saman um 28%
Í HNOTSKURN
»Fyrstu 74 daga ársins 2008varð mikil aukning á ný-
skráningum eða 46,8% borið
saman við sama tímabil árið á
undan. Það er því ljóst að eftir
þann tíma hefur orðið mikill
viðsnúningur.
NEMENDUR hins nýstofnaða
Krikaskóla tóku í gær skóflustungu
að nýju húsnæði skólans með
plastskóflum sínum. Skólinn er frá-
brugðinn öðrum að því leyti að í
honum verður boðið upp á nám fyr-
ir 1-9 ára gömul börn. Skólinn hef-
ur nýhafið fyrsta starfsár sitt og
eru nú 45 nemendur í honum á aldr-
inum 2-5 ára. Skólinn er staðsettur
í Helgafellshverfi en þegar nýja
húsnæðið í Krikahverfi verður tek-
ið í notkun næsta haust verður
nemendunum fjölgað í 200.
Að sögn HaraldS Sverrissonar,
bæjarstjóra Mosfellsbæjar, er með
skólanum verið að samtvinna leik-
skólastigið og grunnskólann ásamt
því að aðlaga yngsta stig grunn-
skólans að þörfum nútímafjöl-
skyldna. Börn upp í 4. bekk fái
heilsdagsskóla líkt og tíðkist í leik-
skólum en tómstundir fléttist inn í
skóladaginn. Stefnt er að því að
hægt verði að veita slíka þjónustu
allt árið um kring fyrir öll börnin.
Þrúður Hjelm, skólastjóri Krika-
skóla, segist finna fyrir miklum
áhuga hjá foreldrum sem fagni því
að loks sé í boði úrræði í skóla-
málum yngri barna sem henti kröf-
um nútímaþjóðfélags. ylfa@mbl.is
Skóli frábrugðinn öðrum
Skóflustunga tek-
in að skóla fyrir
1-9 ára börn
Morgunblaðið/Valdís Thor