Morgunblaðið - 26.09.2008, Side 12

Morgunblaðið - 26.09.2008, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is TEKJUR Orkuveitu Reykjavíkur (OR) munu aukast um 500 milljónir á ári vegna 9,7% hækkunar á gjald- skrá fyrir heitt vatn sem kynnt var í fyrradag. Helstu ástæðurnar fyrir hækkuninni voru sagðar vera bygg- ing nýrrar varmastöðvar á Hellis- heiði og lagning nýrrar hitaveitu- lagnar þaðan auk kostnaðarhækk- ana. OR stendur í kostnaðarsömum framkvæmdum við hitaveitukerfi víða á Suðvesturlandi og fleiri standa fyrir dyrum. Sú dýrasta er fyrrnefnd varmastöð og hitaveitu- lögn þaðan og að höfuðborgarsvæð- inu en samtals er reiknað með að kostnaður nemi um 13 milljörðum króna. Þá er verið að endurnýja, í hlutum, hitaveitulögn frá Deild- artunguhver til Akraness. Að sögn Eiríks Hjálmarssonar, upplýsingafulltrúa OR, er áætlað að kostnaður við endurnýjun á hita- veitulögninni frá Deildartunguhver – sem er 70 km löng og sú lengsta í heimi – verði um 1-2 milljarðar króna. Eiríkur segir að lögnin sé illa farin á köflum og bili oftar en hægt sé að sætta sig við. Framkvæmdir hafi gengið hægar en menn hafi vilj- að þar sem fyrirtækið sem á lögnina, Hitaveita Akraness og Borg- arfjarðar, sé að hluta til í eigu rík- isins og ríkið hafi ekki viljað ábyrgj- ast lán til framkvæmdanna. Nú sé málið að leysast því stjórn OR hafi á föstudag samþykkt að kaupa 20% eignarhlut ríkisins á 150 milljónir. Eiríkur bendir á að lagnakerfi vegna hitaveitu á höfuðborgarsvæð- inu sé um 2.000 kílómetrar. Því þurfi að halda við og undanfarið hafi verð á hráefnum til þess, stál, plast og fleira hækkað mjög. Heimsmark- aðsverð á þessum vörum hafi nánast tvöfaldast. „Og þá á eftir að bæta gengisfallinu við,“ sagði Eiríkur. Ekki mikil kauphækkun Um leið og krónufallið hefur hækkað verð á aðföngum hefur það valdið því að erlendar skuldir Orku- veitunnar hafa rokið upp um hvorki meira né minna en 42 milljarða fyrstu sex mánuði ársins og eru enn meiri nú. Tapið er jafnóðum fært í bækurnar en lagist gengið mun út- koman batna. Um leið og Orkuveitan kynnti gjaldskrárhækkunina var bent á að verðið hefði ekki breyst frá því það var lækkað árið 2005. Síðan hefði byggingarvísitala hækkað um 41% og vísitala neysluverðs um 29% en hækkun heita vatnsins er 9,7%. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í fyrradag sagði Guðmundur Gunn- arsson, formaður Rafiðnaðarsam- bands Íslands, að hækkun á heitu vatni jafngilti tilboði um launahækk- un. „Ég er ekki viss um að rafiðn- aðarmennirnir hér væru sáttir við það að laun þeirra væru tengd gjald- skrá heits vatns. Kaupið þeirra hefði ekki hækkað mjög mikið upp á síð- kastið,“ sagði Eiríkur um þau orð. Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is PALESTÍNSKU flóttafjölskyld- urnar á Akranesi fengu á miðviku- dag kærkomna gjöf frá félaginu Ís- land-Palestína og Félagi múslima á Íslandi. Safnað hafði verið fyrir gervihnattamóttökurum fyrir sjón- varp auk sex gervihnattadiska og var hverri fjölskyldu afhentur einn móttakari til að tengja á nýju heim- ilunum á Akranesi. „Við fréttum, að eitt það fyrsta sem þessar konur hefðu spurt um, hefði verið hvernig þær gætu náð gervihnattasambandi til að geta í gegnum sjónvarp verið í tengslum við fréttir og menningu í sínum heimshluta,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ís- land-Palestína. „Og þegar fyrsta peningaumslagið kom til þeirra spurðu þær einmitt hvar þær gætu keypt gervihnattadisk en Linda Björk, verkefnisstjóri Rauða kross- ins á Akranesi, bað þær þá aðeins að hinkra því það væri kannski von á því að þetta kæmi gefins.“ Var gjöf- unum að vonum tekið fagnandi. Í tilefni gjafanna og til að fagna komu hópsins hingað slógu Ísland- Palestína og Félag múslima til kaffi- veislu í húsnæði Rauða krossins á Akranesi. „Við erum glöð og þakklát fyrir að þessi hópur er kominn til Ís- lands og við viljum bara gera allt til að auðvelda þeim dvölina og aðlögun að umhverfinu hér.“ Íslenskur og palestínskur menn- ingarheimur blönduðust líka prýði- lega í veislunni á miðvikudag, þar sem flóttafólkið gæddi sér á pönnu- kökum og hnallþórum og dansaði á eftir þjóðdansinn dabka fyrir veislu- gesti. „Þau dönsuðu og við sungum öll í kór og þetta var mjög skemmti- legt,“ segir Sveinn að lokum. Flóttafólkið fékk gervihnattadisk til að geta fylgst með heimahögunum Vinagjöf Sveinn Rúnar Hauksson og Salmann Tamimi afhentu palestínsku fjölskyldunum gervihnattadiskana langþráðu við mikinn fögnuð Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt fer- tugan karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir nauðgun, en frestað fullnustu tólf mánaða refsingarinn- ar. Maðurinn nýtti sér ölvun og svefndrunga konu til að hafa við hana samfarir. Það var í ágúst árið 2003. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu 600 þúsund kr. í miskabætur. Konan fór í samkvæmi hjá mann- inum um hádegisbil á sunnudegi ásamt fleira fólki. Hún neytti bæði áfengis og vímuefna. Síðdegis þann dag lenti hún í óminnisástandi og vaknaði ekki af því fyrr en um kvöld- ið. Þá var hún nær nakin uppi í rúmi mannsins, og hann að klæða sig í föt. Hún gerði sér strax grein fyrir að maðurinn hafði haft við hana sam- farir, en ræddi það ekki við hann. Hún spurði um fólkið sem var í sam- kvæminu og hélt í kjölfarið sína leið. Sama kvöld fór hún í skoðun á neyð- armóttöku. Konunni leið mjög illa eftir at- burðinn og dvaldist m.a. eina viku á áfengis- og geðdeild Landspítala. Í kjölfar dvalarinnar lagði hún fram kæru. Féll á lífsýninu Maðurinn neitaði staðfastlega sök frá upphafi og samþykkti að tekið yrði lífsýni úr munnholi hans til að sanna sýknu. Niðurstaða úr rann- sókn lífsýna, en lífsýni fannst í leg- göngum konunnar við skoðun á neyðarmóttöku, leiddi til þess að maðurinn var sakfelldur. Við ákvörðun refsingar var m.a. litið til þess hversu mikill dráttur varð á málinu. Maðurinn var ekki dæmdur í héraði fyrr en í nóvember á síðasta ári. Ákærði flutti til Dan- merkur og reyndist um tíma erfitt að ná í hann. Í dómi Hæstaréttar segir þó, að viðleitni lögreglu hafi verið stopul og ómarkviss. „Eftir að nið- urstaða rannsóknar í Noregi lá fyrir [í apríl 2004] var fullt tilefni fyrir lög- reglu til að beita úrræðum, sem hún hefur tiltæk með alþjóðasamvinnu, til að finna ákærða og handtaka hann ef þyrfti til að geta lokið rannsókn málsins og senda það ákæruvaldinu til ákvörðunar um ákæru.“ Lögregluskýrsla var tekin af manninum nokkrum mánuðum eftir nauðgunina. Eftir að niðurstaða úr lífsýnarannsókninni lá fyrir tókst ekki að hafa uppi á manninum fyrr en í mars 2007. Seinagangur lögreglunnar gagnrýndur  Maður dæmdur fyrir nauðgun sem hann framdi fyrir rúmum fimm árum Morgunblaðið/SverrirÝmsar fjárfestingar Orkuveitu Reykjavíkur undanfarin ár, sem ekki tengjast grunnstarfsemi fyrirtækisins beinlínis, hafa verið töluvert gagnrýndar. Glæsilegar höfuðstöðvar Orkuveitunnar og tengdar byggingar við Bæjar- háls kostuðu 5,8 milljarða samkvæmt áætlun um áramótin 2005 og 2006 og fór kostnaður verulega fram úr áætlunum. Lægstu tölur sýndu 500–600 milljóna framúrkeyrslu, aðrar áætlanir sýndu að framúrkeyrsla nam 1–1,6 milljarði en einnig var bent á að kostnaðurinn hefði verið um fjórum milljörðum meiri en upphaflega var kynnt, tæplega 6 milljarðar í stað 2,1 milljarðs. Það athugist að þetta er á verðlagi 2005/2006. Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi segir að með því að sameina starfs- menn Orkuveitunnar í eitt hús hafi náðst mikil hagræðing sem hafi valdið því að þörf fyrir gjaldskrárhækkanir hafi verið minni en ella. Milljarðafjárfesting í Línu.net og síðan Gagnaveitu Reykjavíkur hefur sömu- leiðis mjög verið gagnrýnd. Samkvæmt verðmati tveggja banka á Gagnaveit- unni árið 2007 (sem ekki var gert opinbert) voru verðmæti fyrirtækisins um 10 milljarðar. Samkvæmt upplýsingum frá Gagnaveitunni var 119 milljóna hagn- aður í fyrra. Skuld fyrirtækisins við Orkuveituna nam þá 3,3 milljörðum. Um er að ræða erlent myntkörfulán sem hefur hækkað verulega síðan þá. Þá voru 30 milljónir lagðar í risarækjueldið. Þeir fjármunir skiluðu sér ekki til baka, skv. upplýsingum frá Orkuveitunni. Græddur er geymdur eyrir … HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 39 ára karlmann í þrjá- tíu daga fangelsi fyrir nytjastuld, umferðarlagabrot og fíkniefnalaga- brot. Brot mannsins voru hegning- arauki en í júní sl. var hann dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir fíkniefna- brot. Maðurinn var sakfelldur fyrir að nýta sér þrjár bifreiðar í heimildar- leysi en þær fékk hann til reynslu- aksturs á mismunandi bílasölum á höfuðborgarsvæðinu. Var undir áhrifum Í stað þess að skila bílunum ók hann þeim áfram eða þar til lögregla stöðvaði aksturinn. Í eitt skipti var hann undir áhrifum fíkniefna við aksturinn og í annað skipti með fíkniefni í vörslu sinni. Honum var jafnframt gert að greiða 426 þúsund krónur í sakar- kostnað . andri@mbl.is Skilaði ekki bílunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Framkvæmdir Heitavatnslögnin frá Hellisheiðarvirkjun verður um 18,5 km. Hún verður neðanjarðar. OR vantar meira fé  Tekjur Orkuveitunnar aukast um 500 milljónir vegna hækkunar á gjaldskrá  Framkvæma fyrir milljarða HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær gæsluvarðhald yfir karlmanni á fer- tugsaldri og tvítugri konu. Þau eru grunuð um að hafa brotist inn í hús- næði á Akureyri og hafst þar við um tíma. Einnig eru þau grunuð um að hafa brotist inn í sumarbústaði á Norðurlandi. Ef varðhaldið hefði ekki verið framlengt, hefðu þau losn- að þau út í dag. Fólkið hefur hafst við á Akureyri í fjórar til fimm vikur og, samkvæmt greinargerð lögreglustjóra, án sam- anstaðar eða atvinnu. Hætta var tal- in á að þau yfirgæfu landið áður en rannsókn lyki og því nauðsynlegt að halda þeim í gæslu. Fólkinu hefur einnig verið vísað út úr verslunum í bænum vegna gruns um þjófnaði. andri@mbl.is Hústökufólk á Akureyri áfram í gæsluvarðhaldi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.