Morgunblaðið - 26.09.2008, Side 19

Morgunblaðið - 26.09.2008, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2008 19 Golli Vísar á auðinn Þjóðsagan segir að fyrir enda regnbogans megi finna mikinn auð. Enginn vafi er á því að miklir fjármunir eru bundnir í þessu háhýsi í Kópavogi sem regnboginn vísar á. Það eru hins vegar ekki allir sem hagnast á því að byggja hús á Íslandi þessi misserin. Sumir hafa orðið fyrir stórtjóni. Blog.is Ólína Þorvarðardóttir | 25. september Rán en ekki lán? Haustið 2005 keypti ég hús hér vestur á Ísafirði og tók af því tilefni 12 mkr. lán á föstum 4,15% vöxtum út lánstímann. Greiðslubyrði lánsins var á þeim tíma 50 þús. kr. á mánuði. Nú – þremur árum síðar – hef ég greitt um 1,8 mkr. af þessu láni – en það hefur á sama tíma hækkað úr 12 mkr. í 14,5 mkr. eða álíka mikið og nemur afborgunum. Mánaðarleg afborgun hefur hækkað úr 50 þús. í 64 þúsund kr. ... Mér er skapi næst að kalla þetta rán - en ekki lán. Meira: olinathorv.blog.is Hjörtur J. Guðmundsson | 25. sept. Norðmenn vilja ekki í ESB Það er ástæða fyrir því að Norðmenn hafa um árabil verið staðfastir í and- stöðu sinni við aðild að Evrópusambandinu. Þeir hafa talsvert mun meiri reynslu í Evrópumálunum en við Íslend- ingar, stjórnvöld þar í landi hafa tvisvar sótt um aðild að Evrópusambandinu og tvisvar hafnað henni í þjóðaratkvæða- greiðslu. Í seinna skiptið 1994 var aðild ekki sízt afþökkuð vegna sjávarútvegs- mála ... Meira: sveiflan.blog.is VILJUM við að Ís- land gangi í Evrópu- sambandið eða viljum við það ekki? Um það bil svona einföld ætti spurningin í Evrópu- umræðunni að vera að mínum dómi. Það þýðir vitaskuld ekki að svarið sé einfalt – nei það er flókið í huga flestra, þótt vissulega séu þeir til sem eru trúaðir aðdáendur eða and- stæðingar Evrópusam- bandsaðildar Íslands. Spurningin um gjald- miðilinn er á hinn bóg- inn flóknari. Þar þarf að spyrja hvort upp- taka evru myndi laga ástand efnahags- og at- vinnumála til fram- búðar og vera betra hagstjórnartæki. Í umræðunni er farið að bera talsvert á því sjónarmiði að „við þurf- um að láta reyna á hvað við fáum í aðildarviðræðum við Evr- ópusambandið“. Þetta er að mínu viti helber bábilja. Eða á hvað ætlum við að láta reyna? Hvernig við getum komist undan skilmálum Evrópusam- bandsaðildar? Ætlum við að sækja um „íslenskt ákvæði“ rétt eins og í Kyoto? Þar sem Ísland yrði und- anþegið grundvallarlögum og -reglum Evrópusambandsins? Að Ís- land verði eins konar „heiðursfélagi“ í Evrópusambandinu á sérkjörum? Þessi nálgun á Evrópumálin er vill- andi og til þess eins fallin að slá ryki í augu fólks og byrgja því sýn. Sannleikurinn er vitaskuld sá að aðildarskilmálar Evrópusambandsins liggja í öllum meginatriðum ljósir fyr- ir. Öll lög, reglur og sáttmálar sem aðildarríki þurfa að uppfylla eru að- gengileg hverjum sem vill. Þannig er t.d. alveg ljóst að við þurfum að und- irgangast sameiginlega sjávarútvegs- stefnu Evrópusambandsins og kvót- arnir verða ákveðnir í Brussel. Ennfremur liggur fyrir að við munum missa sjálfstæði okkar til að gera við- skiptasamninga við þriðju ríki, t.d. Bandaríkin og Kína. Og það sem meira er: við verðum ekki sjálfkrafa aðilar að myntbandalagi Evrópu með ESB-aðild, til þess þurf- um við að uppfylla kröf- ur myntbandalagsins um efnahagslegan stöð- ugleika, skuldir þjóð- arbúsins, lága verð- bólgu og vexti. Á undanförnum ár- um hefur Evrópusam- bandið í æ ríkara mæli gerst boðberi markaðs- frjálshyggjunnar. Þannig hefur fram- kvæmdastjórnin gert nokkrar atlögur að því að innleiða markaðs- lögmálin inn í velferð- arþjónustuna, m.a. í heilbrigðisþjónustu. Og hinn félagslegi Íbúða- lánasjóður, sem hefur tryggt öllum almenn- ingi hér á landi húsnæð- islán á viðunandi kjör- um, er nú sérstakur þyrnir í augum Evrópu- sambandskerfisins. Í því ljósi er það sérstakt undrunarefni hvað Jafnaðarflokkurinn hér á landi hefur gerst skil- yrðislaus stuðningsaðili ESB-aðildar. Það er að sjálfsögðu eðlilegt að það séu skiptar skoðanir um það hvort við eigum að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Og vitaskuld á að skiptast á skoðunum og röksemdum um kosti þess og galla – því það eru sannarlega bæði kostir og gallar við Evrópusam- bandsaðild. En menn eiga ekki að láta eins og við Íslendingar getum fengið aðild á einhverjum öðrum for- sendum en aðrir, að það geti verið um einhverja „íslenska heiðursaðild“ að ræða, eitthvað sérstakt sem við gæt- um fengið fram í aðildarviðræðum. Engu slíku er til að dreifa. Aðild- arviðræður munu fyrst og fremst snúast um tímasetningar, þ.e. hve- nær aðild tæki gildi og hvenær við þyrftum að fullu að vera búin að inn- leiða alla skilmála, þ.m.t. hina sameig- inlegu sjávarútvegsstefnu. Það er best að horfast í augu við þessa stað- reynd og láta umræðuna snúast um grundvallaratriðin við aðild að Evr- ópusambandinu en ekki einhverja hugaróra um hugsanlega sérmeðferð, sem reynist ekkert annað en tálsýn og óraunverulegar hillingar. „Að láta reyna á“ – hvað? Eftir Árna Þór Sigurðsson Árni Þór Sigurðsson »Ætlum við að sækja um „íslenskt ákvæði“ rétt eins og í Kyoto? … Að Ísland verði eins konar „heið- ursfélagi“ í Evr- ópusambandinu á sérkjörum? Höfundur er alþingismaður. UNDANFARNAR vikur hefur gengi krón- unnar hríðlækkað. Gagnvart evru hefur það lækkað um 10% frá síð- ustu mánaðamótum sem leggst ofan á miklar lækkanir fyrr á árinu. Frá áramótum hefur gengi krónunnar gagn- vart evru lækkað um þriðjung (sjá gulu línuna á meðfylgjandi mynd). Þessar gríðarlegu lækk- anir á gengi krónunnar hafa leitt til stigvaxandi verðbólgu. Og lækkun krónunnar í þessum mánuði mun ef ekkert er að gert auka enn á þann vanda. Ein af orsökum þess að gengi krónunnar hefur fallið jafn mikið og raun ber vitni á þessu ári er að stóran hluta þessa árs hafa miklar brotalamir verið á gjaldeyr- isskiptamarkaði með krónur. Allan þennan tíma hefur vaxtamunur við út- lönd ef miðað er við stýrivexti verið í kringum 10% (rauða línan á meðfylgj- andi mynd). Þetta þýðir að fjárfestar sem hafa áhuga á því að taka stöðu með krónunni (veðja á að hún hækki) eiga undir venjulegum kring- umstæðum að fá 10% „forgjöf“. Þ.e. slíkir fjárfestar eiga að hagnast á að taka stöðu með krón- unni svo framarlega sem krónan lækkar ekki um meira en 10% á ári. En stóran hluta þessa árs hefur vaxta- munurinn sem í raun býðst verið nánast enginn (bláa línan á meðfylgjandi mynd). Undanfarna daga hef- ur ástandið versnað hröðum skrefum og vaxtamunurinn er nú orðinn neikvæður. Þetta þýðir að gjaldeyr- ismarkaðurinn fyrir krónur er í algjörum lamasessi. Það er ekki nema von að krónan hríðfalli þegar svona er ástatt. Seðlabankinn hefur gert ýmislegt á árinu til þess að reyna að rétta þessa stöðu. En aðgerðir hans hafa verið of máttlitlar. Og und- anfarna daga hefur ekkert heyrst til bankans á meðan krónan hrapar og vaxtamunurinn á gjaldeyrismarkaði versnar og versnar. Það er illskilj- anlegt af hverju Seðlabankinn hefur látið þetta ástand viðgangast þetta lengi. Seðlabankar annarra ríkja hafa gripið til mun róttækari aðgerða þótt ástandið á gjaldeyrismörkuðum er- lendis sé skárra ef eitthvað er. Seðlabankinn verður hreinlega að skipta um gír. Hann verður að grípa til aðgerða sem gerir fjárfestum sem hafa áhuga á því að taka stöðu með krónunni kleift að gera það á við- unandi kjörum. Gengi krónunnar er í dag langt fyrir neðan það sem eðlilegt getur talist þegar horft er til þeirra háu vaxta sem eiga að bjóðast fjár- festum sem fjárfesta í krónum. Lykilatriði í því að koma gjaldeyr- ismarkaðinum aftur í gang er að Seðlabankinn (ef til vill með aðstoð ríkisstjórnarinnar) sjái til þess að nægilegt magn ríkistryggðra skulda- bréfa í krónum sé til á markaðinum til þess að anna eftirspurn erlendra aðila sem hafa áhuga á því að taka stöðu með krónunni. Þetta þýðir að Seðla- bankinn og ríkisstjórnin gætu þurft að gefa út mjög mikið magn slíkra bréfa. Miklu meira magn en gert hef- ur verið fram að þessu. Stór útgáfa ríkistryggðra bréfa myndi líklega hafa aukaverkanir í för með sér hvað varðar lausafjárstöðu bankanna í krónum. En Seðlabankinn á að geta leyst þann vanda með því að rýmka reglur um veðhæfar eignir í endurhverfum viðskiptum við Seðla- bankann. Þar að auki eiga breyting- arnar sem gerðar voru á Íbúðalána- sjóði fyrr á þessu ári að hjálpa bönkunum að búa til veðhæfar eignir. Það er hlutverk Seðlabankans að tryggja fjármálastöðugleika og stöð- ugt verðlag. Í þessu felst að bankinn á að tryggja að fjármálamarkaðir á Ís- landi og markaðir með íslensku krón- una starfi eðlilega. Þetta hefur Seðla- bankinn ekki gert að undanförnu og það hefur haft verulega neikvæðar af- leiðingar fyrir verðlag í landinu. Betur má ef duga skal. Eftir Jón Steinsson Jón Steinsson Höfundur er lektor í hagfræði við Columbia-háskóla í New York. -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 ágú.07 okt.07 jan.08 mar.08 jún.08 ágú.08 80 90 100 110 120 130 140 Seðlabankinn sefur á verðinum » Gengi krónunnar er í dag langt fyrir neðan það sem eðlilegt getur talist … Vaxtamunur í gjaldeyrisskiptasamningum og gengi krónunnar 1 nætur vaxtamunur á gjaldeyrisskiptasamningum (v.á) 1 nætur vaxtamunur á millibankamarkaði (v.á) Gengi krónunnar gagnvart evru (andhverfur h.ás)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.