Morgunblaðið - 26.09.2008, Qupperneq 21
„Ég veit fyrir víst að rjómaísinn í
bókinni var aðalið hennar,“ segir
Sólveig og leysir blaðamann út með
þremur klassískum eftirréttum frá
hússtjórnardeild Kvennaskólans í
Reykjavík frá þriðja áratug síðustu
aldar, m.a. ísnum fræga.
Rjómaís
fyrir 16 manns
1½ lítri rjómi
1½ vanillustöng
18 eggjarauður
375 g sykur
Eða sama uppskrift fyrir fjóra:
7-8 dl rjómi
1 vanillustöng
4 eggjarauður
220 g sykur
Eggjarauðurnar, sykurinn og
kornin úr vanillustönginni eru þeytt-
ar vel saman og síðan hrært varlega
saman við stífþeyttan rjóma. Sett í
ísmót og fryst.
Lýsingin á frystingunni í mat-
reiðslubókinni er eftirfarandi:
Ísinn er mulinn og látið eitt lag af
ísnum í bala eða annað ílát sem á að
frysta í. Þá er látið annað lag af salti
og gott er að láta svolítið af saltpétri
saman við því þá frýs fyr. Mótið með
ískreminu er látið þarna ofan á og
utan með því og ofan á það er látið
sitt lagið af hverju ís og salti. Fryst í
2-3 klst.
Appelsínufromage
2,5 dl rjómi
3 appelsínur
safi úr einni sítrónu
100 g sykur
3 egg
2 msk. hvítt vín
6 blöð af matarlími
Rjóminn þeyttur, eggjahvítur
þeyttar. Matarlímið lagt í bleyti og
brætt yfir gufu. Sykur og eggjarauð-
ur er þeytt vel saman þangað til
blandan verður létt og ljós. Safanum
af appelsínum og sítrónu er blandað
saman við auk vínsins í. Matarlím-
inu, fingurvolgu, er hellt varlega
saman við. Síðast er rjómanum og
stífþeyttum eggjahvítunum blandað
varlega saman við.
Hellt í glerskál og skreytt með
appelsínusneiðum og þeyttum
rjóma.
Flauelsgrautur
1 lítri mjólk
100 g smjör
1 dl hveiti
1 tsk salt
kanilsykur
mjólk eða saft
Mjólkin er hituð að suðu. Smjörið
er brætt í potti og hveitinu hrært út
í. Mjólkinni er helt varlega yfir
smjörblönduna og hrært vel í.
Grauturinn þarf að sjóða litla stund
og saltaður eftir þörfum.
Hann er borinn fram með kan-
ilsykri og mjólk og saftblöndu.
Sýningin Reykvíska eldhúsið –
matur og mannlíf í hundrað ár er
haldin í Aðalstræti 10 og verður
Sólveig með leiðsögn um hana á
fimmtudagskvöldum.
Ráðstefnan Af hlaðborði aldar-
innar: Áfangar og áræði í íslenskri
matarmenningu er haldin í Iðnó
laugardaginn 27. september frá
kl. 14-17.
Þá varð fólk að fá uppá-
skrifaðan sérstakan
ávaxtalyfseðil hjá lækni,
sem síðan var farið með í
Grænmetisverslun ríkisins
og hann leystur út.
ferðalög
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2008 21
VINNUVÉLAR
Glæsilegt sérblað um vinnuvélar,
jeppa, atvinnubíla, fjölskyldubíla o.fl.
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn
3. október.
Meðal efnis er:
• Vinnuvélar, það nýjasta á markaðnum.
• Atvinnubílar.
• Fjölskyldubílar.
• Pallbílar.
• Jeppar.
• Fjórhjól.
• Verkstæði fyrir vinnuvélar.
• Varahlutir.
• Græjur í bílana.
• Vinnulyftur og fleira.
• Dekk.
• Vinnufatnaður fyrir veturinn.
• Hreyfing og slökun gegn daglegu álagi
og áreiti.
Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105 eða kata@mbl.is.
Ásamt fullt af öðru spennandi efni
og fróðleiksmolum.
Auglýsendur!
Pantið fyrir klukkan 16,
mánudaginn 27. september.
Pétur Beinteinsson var eitt afGrafardalssystkinum, sem öll
voru skáldmælt. Hann dó úr
berklum aðeins 36 ára gamall. Ekki
fór hjá því, að veikindi hans
mörkuðu skáldskap hans síðustu
misserin:
Hvar sem visnar vegleg grein
verður grátinn skaðinn
en þó að falli ein og ein
önnur vex í staðinn.
Þessi staka ber yfirskriftina Í
kirkjugarðinum:
Ég er hér að moka mold;
munar nokkru að sinni
að það sé mitt eigið hold
sem er á skóflu minni.
Pétur orti á Vífilsstaðahæli vorið
1941 rösku ári fyrir andlát sitt:
Hér er allt í ljósbleikt lín
lagt í dauðans álfu;
en brokið heima blöðin sín
ber nú græn að hálfu.
Ólafur Vigfússon, verkamaður í
Reykjavík, orti:
Ýmsum hindrun utan töf
auðnuleysið sendi
lífið þó sé lukkugjöf
lausnarans frá hendi.
Sólveig frá Niku orti á fyrsta
degi Írlandsferðar sinnar:
Þessi dagur á þrefalt hól
og þar með góða signing.
Fyrst kom rigning, svo kom sól
og svo kom aftur rigning.
VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is
Vísur um veður og veikindi
Helsinkibúar hristagjarnan hausinn ogverða eitt spurning-
armerki á svip þegar þeir eru
spurðir hvar Alvar Aalto-húsið
sé að finna. „Ha, er það til sýn-
is?“ virðist vera viðkvæðið.
Í rólegri og gróinni íbúagötu
í Munkkiniemi-hverfinu í Hels-
inki leynist engu að síður ein-
býlishús Alvars Aaltos og er
opið almenningi. Engin skilti
vísa veginn og einungis lítið
veggspjald á múrveggnum við
framgarð hússins gefur gest-
inum til kynna að hann sé kom-
inn á réttan stað. Ekki mega
heldur nema 20 dvelja í húsinu
í einu. Hér er greinilega allt á
lágstemmdum nótum, en það var ekki fyrr en 2002 sem húsið var gert að safni.
Árið 1934 fengu hjónin Aino og Alvar Aalto úthlutaða lóð í Munkkiniemi, sem
þá var skógi vaxið og lítt byggt svæði. Þar reistu þau hús, sem ætlað var að
gegna hlutverki vinnustofu og heimilis, með skýrri skiptingu þar á milli. Bygg-
ingu var lokið 1936 og í húsinu bjó arkitektinn til dauðadags, 1976, þótt vinnu-
stofan væri færð annað tuttugu árum fyrr.
Gluggar hússins bera með sér skýrar vísanir í fúnkisstefnuna, en klæðning
íbúðarhlutans er úr dökklitum viðarfjölum og suðursvalir yfir græn og gróin
svæði eru friðsælt útsýnisrými. Merki um rómantískari nálgun við fúnkis-
stefnuna eru líka sjáanleg, t.d. mikil viðarnotkun, og það er einkar gaman að
sjá hversu vel húsið, innréttingar og húsgögnin hafa varðveist þrátt fyrir ára-
tuga notkun. Húsgögnin og munirnir eru velflestir hannaðir af Alvar Alto, Aino
og svo seinni eiginkonu hans Elissu Alto – sumir munirnir hafa fyrir margt
löngu öðlast fastan sess í hönnunarsögunni, aðrir eru frumgerðir sem ekki fóru
í frekari framleiðslu.
Aalto-húsið er um margt eins konar forveri Villa Mairea, glæsilegrar bygg-
ingar sem arkitektinn hannaði fyrir vini sína Marie og Harry Gullichsen. Aalto-
húsið þykir hins vegar öllu hlýlegra og persónulegra, enda hannað af arkitekta-
hjónunum fyrir sig sjálf úr einföldum, íburðarlitlum efnivið.
annaei@mbl.is
Morgunblaðið/Anna Sigríður
Úr stofunni Húsgögn eru flest hönnuð af Alvar, Aino og Elissu Aalto.
Á heimili Aaltos
Aalto-húsið
Riihitie 20
sími: 00358 (0)9 481 350
riihitie@alvaraalto.fi | www.alvaraalto.fi
Gróðursælt Húsið var byggt á fjórða ára-
tugnum á skógivöxnu svæði.