Morgunblaðið - 26.09.2008, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2008 23
MINNINGAR
NÆSTA sunnudag,
hinn 28. september,
verður alþjóðlegi
hjartadagurinn haldinn
hátíðlegur. Þema
hjartadagsins þetta árið
er spurning um það
hvort þú þekkir þína
áhættu þegar kemur að
hjarta- eða æða-
sjúkdómum.
Staðan er þannig að
ég heyri fréttir, nánast í
hverri viku, af fólki á
besta aldri sem deyr í
kjölfar hjartaáfalls. Ár-
lega látast um 700 Ís-
lendingar af völdum
hjarta- eða æða-
sjúkdóma eða 40%
þeirra sem látast á
hverju ári.
Þessi staða minnir
okkur á að það skiptir máli, og getur
reyndar bjargað lífi okkar, að panta
okkur tíma hjá sérfræðingi og láta
kanna blóðsykur, kólesteról, finna út
þyngdarstuðul og mæla blóðþrýsting.
Það er nefnilega nauðsynlegt að
þekkja gildin okkar þótt við kennum
okkur einskis meins. Það skal hins
vegar tekið fram að það að fara í
skoðun er ekki endilega trygging fyr-
ir því að hjartað geti ekki bilað en
gera má ráð fyrir að
slíkar ráðstafanir auki
verulega líkur á að fyrr
komist upp um hjarta-
eða æðasjúkdóm.
Fleira kemur þó til en
að þekkja líkama sinn.
Þegar ég fékk hjarta-
áfall fyrir fimm og hálfu
ári var ég 37 ára gam-
all. Afi minn hafði feng-
ið hjartaáfall sjötíu og
fjögurra ára og dáið.
Amma mín hafði farið í
hjartaskurðaðgerð 64
ára en samt leit ég aldr-
ei svo á að það væri
veruleg saga um
hjarta- eða krans-
æðasjúkdóma í ættinni.
Fólk var bara að eldast
og eitthvað hlaut þá að
koma upp.
Það merkilega gerð-
ist þó að um einu og
hálfu ári eftir mitt
hjartaáfall fékk pabbi
minn vægt hjartaáfall
en vegna þess að þá var farin að
myndast fjölskyldusaga var ekki tek-
in nein áhætta varðandi hann, brugð-
ist var skjótt við og slapp hann því
nokkuð vel eða með hjartaþræðingu
og sett var stoðnet í kransæð. Móð-
urbróðir minn fór um svipað leyti í
opna hjartaskurðaðgerð. Í lok árs
2006 fór bróðir minn, þá 32 ára, í
hjartarannsókn, án þess að kenna sér
nokkurs meins, en fjölskyldan var
orðin ansi uggandi vegna þessarar
sögu sem virtist koma meira og meira
í ljós, og viti menn; 15 til 20% þreng-
ingar voru í sömu æð og stíflaðist hjá
mér. Hann fór tímanlega í rannsókn,
fékk lyf og því varð enginn skaði.
Skyndilega var fjölskyldusaga okkar
farin að taka á sig allverulega breytta
mynd frá því ég veiktist árið 2003.
En sögunni var ekki lokið því pabbi
minn fékk annað hjartaáfall og alvar-
legra um páskahelgina 2007. Að hans
sögn var aðdragandinn stuttur og
hann hafði ekki fundið fyrir óþæg-
indum fyrr en síðustu dagana fyrir
áfallið. Hann hafði þá notað sprengi-
töflur og gaf verkurinn eftir og því
taldi hann ekki að um hættu væri að
ræða. Aðfaranótt páskadags eftir um
klukkustundar svefn kom verkurinn í
brjóstið og leiddi út í handlegg, ógleði
og slappleiki. Fyrsta sprengitaflan
virkaði ekki og það var ekkert annað
að gera en að hringja í 112. Hann var
reyndar staddur uppi í sumarbústað
svo það var ekki annað hægt fyrir
konuna hans en að rjúka með hann út
í bíl og keyra á móti sjúkrabílnum.
Við hjartaþræðingu kom í ljós að
90% lokun var á slæmum stað í
kransæð. Ef hún hefði lokast hefði
hann dáið.
Svona er þetta nú knappt stundum
og það er örstutt lína sem liggur milli
lífs og dauða.
En af honum pabba mínum er allt
gott að frétta, hann fór í hjáveituað-
gerð (bypass) í kjölfarið sem gekk
vel. Þökk sé skjótum viðbrögðum.
Manni bregður illilega við svona
uppákomur og þrátt fyrir fjöl-
skyldusögu og fyrri sögu einstaklings
verður maður hræddur þegar lífi ná-
komins ættingja er ógnað með jafn-
skýrum hætti.
Þetta minnir okkur líka öll á að
brjóstverkir eða hjartaverkir eru
dauðans alvara og þá ber að taka
grafalvarlega og það strax, líf þitt eða
þinna nánustu getur oltið á við-
brögðum þínum.
Taktu ábyrga afstöðu, þekktu þína
áhættu og eigðu gott hjartalíf alla
ævi.
Hver er þín áhætta?
Björn Ófeigsson
brýnir fyrir fólki að
taka brjóstverki al-
varlega
Björn Ófeigsson
» Árlega látast
um 700 Ís-
lendingar af
völdum hjarta-
eða æðasjúk-
dóma eða 40%
þeirra sem lát-
ast á hverju ári.
Höfundur er hjartasjúklingur og
heldur úti heimasíðunni hjartalíf.is
✝ Guðrún Aðal-heiður Arn-
finnsdóttir fæddist
á Vestra-Miðfelli á
Hvalfjarðarströnd
3. mars 1921. Hún
lést á Dvalarheim-
ilinu Höfða á Akra-
nesi sunnudaginn
21. september síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Arnfinnur Scheving
Björnsson, bóndi á
Vestra-Miðfelli og
skipasmiður á
Akranesi, f. 1893, d. 1970, og
Ragnheiður Jónasdóttir, hús-
móðir á Vestra-Miðfelli og Vest-
urgötu 96 á Akranesi, f. 1891, d.
1984. Systkini Aðalheiðar eru: a)
Björn Scheving, f. 13. ágúst 1918,
d. 1990, b) Guðrún Lára, f. 28. des.
1919, c) Sigríður, f. 20. júní 1922,
d. 2006, d) Ásdís, f. 20. mars 1924,
d. 2004, e) Jónas Scheving, f. 16.
nóv. 1925, f) Grétar Scheving, f.
18. maí 1927, d. 1927, g) Arnfinn-
ur Scheving, f. 12. maí 1929, h)
Margrét, f. 27. nóv. 1930, og i)
Ragnar Scheving, f. 9. júní 1932,
d. 1992.
Hinn 21. desember 1940 giftist
Aðalheiður Hallvarði Einvarðs-
syni, vélstjóra og sjómanni, f. á
Akranesi 7. nóv. 1916, d. 16. des.
1962. Börn þeirra eru: a) Ragnar,
f. 4. okt. 1940. b) Guðrún, f. 31.
ágúst 1942, maki (skilin) Sigurjón
Þór Hannesson, börn þeirra eru
Hannes, Aðalheiður Halla og Ing-
valdur Þór. c) Jón Sævar, f. 4. júlí
1946, maki Jóhanna Arnbergs-
dóttir, börn þeirra
eru Berglind Halla,
Hallvarður og Aðal-
heiður. d) Arnheið-
ur, f. 15. des. 1948,
d. 31. des. 1953. e)
Halla Guðrún, f. 23.
jan. 1953, maki 1
(skilin) Níels Óskar
Jónsson, börn
þeirra eru Sigrún,
Hallvarður og
Heiða Rós. Maki 2
Ásgeir Samúelsson.
f) Arnfinnur, f. 7.
nóv. 1955, maki
Guðrún Berta Guðsteinsdóttir,
synir þeirra eru Guðsteinn Viðar,
Heiðar og Arnar. g) Einvarður, f.
27. apríl 1962, maki (skilin) Ragn-
heiður D. Dagbjartsdóttir, dætur
þeirra eru Aðalheiður Rut og Eva
Marín.
Aðalheiður ólst upp á Vestra-
Miðfelli á Hvalfjarðarströnd og
ung að árum flutti hún út á Akra-
nes. Hún fór til Reykjavíkur að
læra saumaskap og var alla tíð
mikil sauma- og hannyrðakona.
Árið 1940 byggðu Aðalheiður og
Hallvarður sér hús á Vesturgötu
87 og bjó hún þar allt til ársins
1983. Þá minnkaði hún við sig og
flutti í blokkaríbúð á Einigrund
og síðar á Skarðsbraut. Frá árinu
2005 bjó hún á Dvalarheimilinu
Höfða. Eftir lát Hallvarðar vann
Aðalheiður við verslunarstörf,
fiskvinnslu og síðustu starfsárin í
þvottahúsi Sjúkrahúss Akraness.
Útför Aðalheiðar fer fram frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Nú hefur Alla amma kvatt og eftir
sitja minningar um góða og
skemmtilega konu, sem lét fátt setja
sig út af laginu. Amma kynntist afa
ung að árum og eignuðust þau sjö
börn. Öll nema eitt lifa móður sína,
en það var stúlka sem lést aðeins
fimm ára gömul. Afi lést langt um
aldur fram, þá 46 ára gamall, og varð
amma því ekkja með sex börn og
unglinga einungis 41 árs gömul. Með
ótrúlegum dugnaði og eljusemi hélt
hún hlutunum gangandi. Lífið var
henni ekki alltaf auðvelt, en henni
fannst gaman að lifa og henni fannst
gaman að eldast.
Við systkinin munum nú best eftir
ömmu eftir að við komumst á ung-
lingsár. Við munum eftir jólunum á
Vesturgötunni þar sem alltaf var
spiluð vist og drukkið heitt súkku-
laði. Við vildum kalla þetta kakó en
það mátti ekki. Þetta var heitt
súkkulaði og við skiljum núna að það
er stór munur þar á. Við munum eft-
ir því þegar hún var í bílatímum og
tók bílprófið 62 ára gömul. Við vor-
um ótrúlega stolt af henni. Hún
þeysti um Akranes og nágranna-
sveitir, frjáls eins og fuglinn. Þegar
hún hætti að keyra var hún montin
yfir því að hafa verið tjónlaus allan
tímann. Við munum eftir henni hlæj-
andi ásamt systrum sínum við eld-
húsborðið hjá foreldrum okkar. Þær
töluðu allar hátt og mikið og slógu
svo kröftuglega í borðið til að leggja
áherslu á mál sitt, að kaffibollarnir
hoppuðu. Við munum eftir því þegar
amma fór til Spánar og Júgóslavíu.
Við fengum send falleg kort og fínar
gjafir þegar hún kom heim. Við
munum eftir ömmu saumandi og
prjónandi og gerði hún voða fallega
hluti sem hún bæði seldi og gaf. Við
munum líka eftir sögunni um hvern-
ig amma byrjaði að reykja. Þær
systur höfðu laumað sér út í
hænsnakofa til að reykja í laumi.
Þegar þær komu inn aftur spurði
mamma þeirra hvar þær hefðu verið
og sögðust þær hafa verið í kofan-
um. Langamma varð fljót til og
spurði hvort hænurnar væru byrj-
aðar að reykja.
Amma var með ólæknandi veiði-
dellu. Þær voru ófáar ferðirnar sem
hún fór á Súkkunni með vinkonur
sínar upp í Borgarfjörð til að veiða,
eða til að heimsækja ættingja. Það
var fyrir þremur árum að við fórum
með ömmu í síðustu veiðiferðina.
Heilsunni var þá farið að hraka.
Þegar við komum á Seleyrina var
spennan svo mikil hjá henni að við
sáum undir iljarnar á henni. Pabbi
var með okkur í þessari ferð og
heyrðist í honum „hvert er konan að
æða“. Þegar við fundum svo rétta
staðinn var kastað og kastað, en lítið
var að gerast. Amma sló þó öllum við
og veiddi vænan fisk, en hún var
ekkert að kalla eftir hjálp. Hún dró
hann sjálf upp í fjöru, en snerpan
var ekki alveg sú sama og áður. Hún
missti fiskinn aftur út í og varð hún
voðalega svekkt.
Amma var ánægð með að vera
komin inn á Dvalarheimilið Höfða og
sagði að það væri sko ekki hægt ann-
að. En því miður fór fljótlega að
halla undan fæti hjá henni eftir að
þangað var komið og hafa síðastliðin
tvö ár verið henni erfið. Þegar kallið
kom var hún alveg tilbúin. Hún var
södd lífdaga. Við erum ákaflega stolt
af því að hafa átt hana fyrir ömmu.
Takk fyrir allt,
Berglind Halla, Hallvarður
og Aðalheiður.
Guðrún Aðalheiður
Arnfinnsdóttir
FYRIR nokkrum ár-
um gengu mörg sveit-
arfélög í gegnum mikla
fjárhagserfiðleika sem
síst voru til þess fallnir
að vekja íbúum þeirra
trú á framtíð þeirra og
möguleika. Oft var um
að ræða sveitarfélög
sem höfðu leitast við
að sinna vel lögbund-
inni þjónustu við íbúana. Fækkun
íbúa, m.a. vegna breyttra atvinnu-
hátta og of lág framlög Jöfn-
unarsjóðs sveitarfélaga orsökuðu
fjárhagslegt ójafnvægi sem gróf
undan samfélagsstoðum. Listi sveit-
arfélaganna sem eftirlitsnefnd um
fjármál sveitarfélaga birti var því
bæði langur og ljótur.
Sú ákvörðun ríkisstjórnar að
leggja Jöfnunarsjóði til sérstakt
aukaframlag, 1400 millj. kr., var því
afar mikilvægt skref til að rétta við
hag þeirra sveitarfélaga sem verst
höfðu orðið úti og gera þeim kleift
að takast á við fortíðarvanda sinn.
Við úthlutun þessa fjár hefur líka
skipt máli að tekið hefur verið tillit
til þess hvort um sameinuð sveit-
arfélög er að ræða. Sameining
sveitarfélaga er fjárhagslega
íþyngjandi á meðan
verið er að end-
urskipuleggja stjórn-
kerfið og jafna þá
þjónustu sem íbúum
er boðin.
Minni kvóti,
minni þjónusta
Allt framansagt á
við um Dalvíkurbyggð.
Sameinað sveitarfélag
með metnað til að
byggja upp trausta
grunngerð og góða
þjónustu. Sveitarfélag
sem hefur þurft að takast á við
sveiflur í sjávarútvegi og landbún-
aði vegna breyttra atvinnuhátta.
Tekjur Dalvíkurbyggðar af sér-
stöku aukaframlagi í Jöfnunarsjóð
eru því afar mikilvægar.
Það sem vekur sérstakar áhyggj-
ur nú er að á sama tíma og þetta
sérstaka framlag kann að hverfa út
úr tekjugrunni sveitarfélagsins þarf
það að glíma bótalítið við þorsk-
niðurskurð. Ekki þarf að fjölyrða
hve illa sá niðurskurður bitnar á
tekjum sveitarfélags sem byggist að
svo stórum hluta á fiskvinnslu, þar
sem þorskur hefur verið uppi-
staðan. Á meðan glímt er við afleið-
ingar kvótaniðurskurðar er mik-
ilvægt að ríkisvaldið dragi ekki til
baka stuðning sem felst í auka-
framlagi í Jöfnunarsjóð.
Sveitarfélögin eru besti farveg-
urinn fyrir jákvæða byggðastefnu.
Fjárhagserfiðleikar þeirra draga úr
grunnþjónusta við íbúana og fjölga
þeim brestum sem eru í búsetu á
landsbyggðinni. Þegar kjaraskerð-
ing fjölskyldna vegna ójafnvægis í
efnahagslífinu er fyrirséð er besta
leiðin til að mæta þeim sem síst
mega við slíku að treysta fjárhag
sveitarfélaganna. Þau sjá um alla
grunnþjónustu við íbúana og eru
því mikilvægasti farvegur jöfnunar-
aðgerða. Við þessar aðstæður hlýt-
ur ríkisvaldið að framlengja auka-
framlagið og leggja
sveitarfélögunum þannig lið í glím-
unni við afleiðingar þorskn-
iðurskurðar og kjaraskerðingar
fjölskyldanna. Annað væri slæmt
afturhvarf til fortíðar. Lærum af
reynslunni.
Afturhvarf til fortíðar
að afnema aukaframlag
í Jöfnunarsjóð
Svanfríður I. Jón-
asdóttir skrifar um
jöfnunarsjóð sveit-
arfélaga
Svanfríður I.
Jónasdóttir
» Á meðan glímt er við
afleiðingar kvótanið-
urskurðar er mikilvægt
að ríkisvaldið dragi ekki
til baka stuðning sem
felst í aukaframlagi í
Jöfnunarsjóð.
Höfundur er bæjarstjóri
í Dalvíkurbyggð.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast
fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss
er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Myndir | Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að
senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar-
greina vita.
MinningargreinarMORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar
frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í
samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum
til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrif-
aðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja
eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir
að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“
ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti.
Móttaka aðsendra greina