Morgunblaðið - 26.09.2008, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2008 25
✝ Sigurður Gísla-son fæddist í
Reykjavík 8. ágúst
1943. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 19.
september síðastlið-
inn. Hann var sonur
hjónanna Gísla
Friðriks Jóhanns-
sonar, f. 22. janúar
1906, d. 4. nóvem-
ber 1980, og Jónu
Margrétar Krist-
jánsdóttur, f. 13.
janúar 1915, d. 2.
janúar 1971. Systkini Sigurðar eru
Ellý, f. 24. ágúst 1945, og Jóhanna,
f. 14. júní 1951. Hálfsystkini Sig-
urðar samfeðra eru Haukur, f. 20.
gift Einari Mathiesen. Þeirra börn
eru Lára, f. 27. desember 1985, og
Tryggvi, f. 14. október 1988.
Sigurður ólst upp í Hlíðunum og
Bústaðahverfi í Reykjavík. Hann
lauk hefðbundnu barnaskóla- og
gagnfræðanámi og verslunarrétt-
indi fékk hann frá Verzlunarskóla
Íslands. Hann starfaði alla tíð sem
verslunarmaður, fyrst hjá A.
Jóhannsson og Smith, síðan hjá
Þýsk-íslenska, þá Metró og nú síð-
ast hjá Byko. Á sínum yngri árum
var hann virkur félagi í skáta-
hreyfingunni, íþróttafélaginu Vík-
ingi bæði sem leikmaður í yngri
flokkum og síðar þjálfari og dóm-
ari. Hann hafði alla tíð mikinn
áhuga á félags- og stjórnmálum og
var um tíma virkur félagi í Sjálf-
stæðisflokknum.
Sigurður verður jarðsunginn
frá Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
mars 1932, og Soffía
Moore, f. 25. mars
1936.
Sigurður kvæntist
Friðleifi Valtýsdótt-
ur, f. 3. febrúar 1943,
d. 11. nóvember
1967. Foreldrar
hennar voru Svava
Tryggvadóttir, f. 20.
janúar 1915, d. 14.
júlí 1996, og Valtýr
Friðriksson, f. 1. júní
1916, d. 6. ágúst
1974. Börn Friðleifar
og Sigurðar eru Frið-
jón Valtýr, f. 10. desember 1976,
og Gísli Friðrik, f. 16. janúar 1981.
Fyrir átti Friðleif Svanhildi Jó-
hannesdóttur, f. 15. mars 1962,
Í dag fer fram frá Bústaðakirkju
útför Sigurðar Gíslasonar, verslunar-
manns, en hann lést hinn 19. sept-
ember.
Sigurður var fæddur í Reykjavík 8.
ágúst 1943 og var hann eitt þriggja
barna þeirra hjóna Gísla Friðriks Jó-
hannssonar múrara og Jónu Mar-
grétar Kristjánsdóttur húsmóður.
Fyrir átti faðir hans tvö börn. Sig-
urður fæddist í Reykjavík og átti
heima þar alla ævi. Hann fékk hefð-
bundið uppeldi eins og það gerðist
best hjá íslenskri alþýðufjölskyldu á
tímum umbrota og mikilla framfara
eftirstríðsáranna. Hann kynntist
Friðleifi Valtýsdóttur og giftist henni
árið 1967 og gekk þá fimm ára dóttur
hennar í föðurstað.
Sigurður var hlýr, látlaus og yfir-
vegaður maður en jafnframt glaðvær
og leitaði ætíð þess að sjá jákvæðu
hliðarnar á mönnum og málefnum og
jafnframt lagði hann sitt góða til.
Hann var sannur og góður Reykvík-
ingur sem unni borg sinni mikið og
vildi ætíð sóma hennar og veg sem
mestan.
Sigurður fylgdist jafnan vel með
þjóðmálum og hafði sínar fastmótuðu
grundvallarskoðanir en var jafn-
framt opinn fyrir öllu sem mátti vera
til bóta. Hann var einstakur reglu-
maður á áfengi og tóbak og ástundaði
heilbrigt líferni.
Sá sem þessar línur skrifar varð
þeirrar gæfu aðnjótandi að koma inn
í fjölskyldu Sigurðar og Friðleifar
ungur að árum þegar við Svanhildur
dóttir þeirra kynntumst. Þá eignað-
ist ég vináttu Sigurðar og á þá vin-
áttu bar aldrei skugga. Sigurður var
sá maður sem með reisn sinni, lagni
og ástúð kom mörgum góðum hlutum
til leiðar.
Það var síðan á vormánuðum síð-
asta árs að í ljós kom að hann gekk
með ólæknandi krabbamein sem
leiddi hann að lokum til dauða. Hann
neitaði að gefast upp og barðist
áfram af mikilli bjartsýni. Hann vann
meðal annars hálfan vinnudag í heilt
ár ásamt því að undirgangast erfiða
læknismeðferð. En allt kom fyrir
ekki og að lokum hafði maðurinn með
ljáinn betur.
Nú að leiðarlokum er margs að
minnast sem ekki er rúm til að skrifa
hér en þær minningar geymum við í
hjörtum okkar með þakklæti til hans
sem veitti okkur hinum svo mikið.
Við biðjum honum blessunar Guðs í
landi lifenda með þökkum fyrir allt
og allt.
Einar Mathiesen.
Með sorg í hjarta við kveðjum þig
elsku afi. Leiðir okkar skilur nú en
við vitum að þér verður vel tekið í
nýjum heimkynnum. Margs er að
minnast sem erfitt er að koma í orð.
Við viljum þakka þér fyrir sam-
fylgdina og það veganesti sem þú
gafst okkur í gegnum samskipti okk-
ar.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn,
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briem)
Minningin um afa og ótal gleði-
stundir mun lifa.
Lára og Tryggvi.
Mig langar að minnast Sigga í
nokkrum orðum.
Sigga kynntist ég í kringum fimm
ára aldur, þegar hann kom inn í líf
Leileyar frænku, og eru nú komin
rúm 40 ár sem þau hafa átt saman í
lífinu.
Leiley átti Svönu fyrir þegar hún
kynnist Sigga og tók hann henni
ávallt sem sinni dóttur, en seinna í líf-
inu eignuðust þau síðan tvo drengi.
Siggi var mikill áhugamaður um
íþróttir og í gegnum hann fékk ég
mikinn áhuga á íþróttum og þá að-
allega handbolta og kom þá ekkert
annað félag til greina en Víkingur og
hef ég ávallt haldið með þeim síðan. Í
dag er dóttir mín líka komin á fullt í
boltann.
Þú varst líka á fullu í skátunum á
yngri árum og fékk maður að njóta
þess að vera með ykkur fjölskyldunni
í því líka.
Siggi, þú sýndir mikinn styrk í
veikindum þínum allt fram á síðasta
dag og neitaðir að gefast upp. Nú
hefur þú fengið hvíldina.
Elsku, Leiley, Svana, Friðjón,
Gísli og fjölskyldur. Guð veri með
ykkur á þessum erfiðu tímum.
Englar hæstir, andar stærstir,
allir lofi Drottins nafn.
Allt, sem andar, allt, sem lifir,
uppi, niðri, himnum yfir,
dýrki, lofi Drottins nafn.
(Matthías Jochumsson)
Kveðja,
María og fjölskylda.
Í dag verður lagður til hinstu hvílu
vinur minn Sigurður Gíslason. Þrátt
fyrir þrautseigju og röskleika til allra
verka varð hann að lokum, eftir
hetjulega baráttu, yfirbugaður af erf-
iðum sjúkdómi. Í samtölum okkar
undanfarna mánuði var hann eilíf-
lega bjartsýnn, glaðvær og vongóður
um að hann myndi vinna sigur á
þeirri áþján sem á hann hafði verið
lögð. Sigurður var alinn upp í Bú-
staðahverfinu og var virkur þátttak-
andi í keppnisliðum Víkings um ára-
bil. Fyrst man ég eftir Sigurði í
markinu í handboltaleik hjá Víkingi í
gamla Hálogalandsbragganum. Með
því félagi háði hann marga hildina
innanlands og utan. Á þeim tíma var
hann af mörgum talinn einn besti
handboltamarkmaðurinn í meistara-
flokki. Síðar lágu leiðir okkar saman
hjá Þýsk-íslenska, en þar starfaði
Sigurður í tvo áratugi, lengst af sem
deildarstjóri hreinlætistækjadeildar.
Hann hafði m.a. það hlutverk að selja
og þjónusta Grohe. Færni hans og
vitneskja á þeim vöruflokki varð til
þess að hann fékk viðurnefnið herra
Grohe. Hann sóttist ekki eftir athygli
eða upphefð, en vann sín verk af sam-
viskusemi og réttvísi. Hann var
vammlaust sanngjarn maður sem
ekki miklaðist af afrekum sínum. Það
var ekki tilviljun, en segir sína sögu
um þennan góða dreng að það varð
margoft hans hlutskipti að vinna til
viðurkenninga fyrir árangur í starfi.
Þeir sem kynntust Sigurði urðu
þess fljótt áskynja að hann hafði
ákaflega þægilega nærveru og átti
gott með að umgangast viðskiptavini
og samstarfsfólk. Hann var vandaður
maður sem kom fram við fólk af sér-
stakri hógværð og prúðmennsku.
Hann var heiðarlegur í öllum sam-
skiptum. Í mannlegum samskiptum
var hann nærgætinn og umhyggju-
samur maður. Mesta hnoss, sem mér
hefur hlotnast um ævina er konan
mín Friðleif og börnin, sagði hann
mér á góðri stundu. Það þurfti ekki
að ræða við hann lengi til að skynja
að einkonan og börnin áttu ást hans,
umhyggju og athygli. Stoltur starfaði
Sigurður síðustu starfsárin í BYKO
við sölu- og þjónustustörf. Þar undi
hann afskaplega glaður og sæll við
sitt hlutskipti með afbragðsgóðu
samstarfsfólki í fyrirtæki sem honum
þótti afar vænt um.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Með söknuði og þakklæti kveð ég
kæran vin og legg eiginkonu hans,
börn og fjölskyldu alla í Guðs hendur.
Ómar Kristjánsson.
Sigurður Gíslason ✝
Elskuleg móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
BERGÞÓRA ÞORBERGSDÓTTIR,
Garðvangi,
Garði,
áður Nónvörðu 11, Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn
22. september.
Útför hennar verður gerð frá Útskálakirkju laugar-
daginn 27. september kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vildu minnast hennar er bent á Félag
aðstandenda Alzheimerssjúklinga á Suðurnesjum,
reikn. 1109-05-412298 kt. 580690-2389.
Guðmundur Jóelsson, Anna Margrét Gunnarsdóttir,
Axel Jónsson, Þórunn Halldórsdóttir,
Vignir Jónsson, Marteinn Tryggvason,
Þorsteinn Jónsson, Katrín Hafsteinsdóttir,
Íris Jónsdóttir, Gylfi Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður minnar,
tengdamóður, ömmu og systur,
DÓRÓTHEU DANÍELSDÓTTUR
Hjallaseli 55,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Seljahlíðar fyrir einstaka umönnun og alúð,
séra Sigurði Grétari Helgasyni og séra Hans Markúsi Hafsteinssyni.
Guð blessi ykkur öll.
Daníel R. Ingólfsson,
Olga E. Ágústsdóttir,
Ágúst Sverrir Daníelsson,
Davíð Ingi Daníelsson,
Ívar Þórir Daníelsson,
Guðjón H. Daníelsson,
Anna Lillý Daníelsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Kær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
JÓSEF HALLDÓR ÞORGEIRSSON,
Espigrund 4,
Akranesi,
andaðist þriðjudaginn 23. september.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn
2. október kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Þóra Björk Kristinsdóttir,
Þorgeir Jósefsson, Pálína Ásgeirsdóttir,
Benjamín Jósefsson,
Ellert Kristinn Jósefsson
og afabörn.
✝
Eiginkona mín, móðir, dóttir og systir,
SALBJÖRG ÓSKARSDÓTTIR,
Hagamel 30,
Reykjavík,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 24. september.
Sverrir Harðarson,
Arnheiður Gróa Björnsdóttir,
Kristrún Sverrisdóttir,
Jóhanna Björnsdóttir,
Guðrún Hanna Óskarsdóttir,
Hörður Óskarsson,
Bryndís Óskarsdóttir.
✝
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐLAUG GÍSLADÓTTIR,
frá Hvalsnesi,
Borgarholtsbraut 73,
Kópavogi,
lést þriðjudaginn 23. september.
Tómas Grétar Ólason,
Margrét Tómasdóttir, Matthías Guðm. Pétursson
Anna Guðrún Tómasdóttir, Matthías Kjartansson,
Guðlaug Þóra Tómasdóttir, Daníel Ólason,
Magnea Tómasdóttir, Pétur Gauti Valgeirsson,
ömmubörn og langömmubarn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR
kennari,
Efstalandi 20,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli fimmtudaginn 25.
september.
Útförin verður auglýst síðar.
Sigurbjörg Jónsdóttir, Rafn Haraldsson
Guðmundur Jónsson, Sæunn Kjartansdóttir
Jónína Margrét Jónsdóttir,
Bjarni Jónsson, Kolbrún Björnsdóttir
Snjáfríður Jónsdóttir,
Sólrún Björg Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.