Morgunblaðið - 26.09.2008, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Lausn síðustu Sudoki.
Sudoku
dagbók
Í dag er föstudagur 26. september,
270. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Kærleikurinn er lang-
lyndur, hann er góðviljaður. Kærleik-
urinn öfundar ekki. (I. Kor. 12, 4.)
Þrátt fyrir margendurteknar yf-irlýsingar stjórnmálamanna um
að nú einbeiti menn sér að því að leysa
vandann á frístundaheimilum skóla
bólar ekkert á lausninni. Vissulega
hefur fækkað á biðlistum. En upplýs-
ingar um slíkt eru skammgóður verm-
ir fyrir alla þá foreldra, sem enn sjá
enga lausn á sínum málum. Þeir halda
áfram að skutlast eftir börnunum á
hádegi, koma þeim til frænku einn
daginn og frænda þann næsta, ömmu í
dag og vinafólks á morgun. Eða neyð-
ast til að treysta á guð og lukkuna og
skilja ung börn eftir hjá aðeins stálp-
aðri systkinum.
Á dögunum heyrði Víkverji haft eft-
ir skólastjórnanda að hann sæi ekki að
þetta væri verulegt vandamál í hverf-
inu þar sem hann stýrir skóla. Hann
gæti ekki betur séð en að fólk leysti
þetta sjálft og engar kvartanir bærust
til hans.
x x x
Þarna sannast enn og aftur að fólkverður að láta í sér heyra til að
teljast marktækt. Foreldrarnir, sem
ekki kvarta við skólastjórann, eru lík-
lega of önnum kafnir á þeytingi um allt
að bjarga sér fyrir horn, því tugir
barna eru án vistunar í þessum eina
skóla. Þögn þeirra við skólastjórann er
alls ekki til marks um að allt sé í
himnalagi og ástæðulaust sé að grípa
til ráðstafana. Hún þýðir áreiðanlega
frekar að allt þetta góða fólk hefur
ákveðið að bíta á jaxlinn enn um sinn, í
trausti þess að verið sé að leita allra
hugsanlegra leiða til að leysa vandann.
Hitt getur svo líka vel verið og hefði
mátt hvarfla að skólastjórnandanum
að fólk ber sig ekkert sérstaklega
aumlega við hann af því að strangt til
tekið heyra frístundamálin ekkert
undir hann. Í Reykjavík eru þau á
könnu íþrótta- og tómstundaráðs.
Vonandi eru þessi ummæli skóla-
stjórans til marks um að hann, sem og
kollegar hans, telji að frístundamálin
snerti starfsemi skólanna í raun og
veru. Kannski finna skólastjórnendur
lausnina sem vefst svo óskaplega fyrir
öðrum sem vinna og vinna að málinu
og skila litlum sem engum árangri.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 ergileg, 8
gengur, 9 lélaga rúmið,
10 sefa, 11 súta, 13 léleg-
ar, 15 ísbreiða, 18 jarð-
vöðull, 21 málmur, 22
rándýri, 23 þjálfun, 24
skrök.
Lóðrétt | 2 fjáðar, 3
braka, 4 lét sér lynda, 5
styrkir, 6 sjávargróður,
7 fyrr, 12 leyfi, 14 fisks,
15 hæðar, 16 Íslands, 17
stíf, 18 borði, 19 sér
ekki, 20 smáalda.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 prísa, 4 goggs, 7 efuðu, 8 felga, 9 ról, 11 tuða,
13 kula, 14 flæða, 15 þjál, 17 ljúf, 20 þil, 22 arfar, 23 or-
sök, 24 karta, 25 tjara.
Lóðrétt: 1 prent, 2 íburð, 3 alur, 4 gafl, 5 guldu, 6 skata,
10 ótæti, 12 afl, 13 kal, 15 þjark, 16 álfur, 18 jaska, 19
fokka, 20 þróa, 21 lost.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rge7 4. Rc3
g6 5. d4 exd4 6. Rd5 Bg7 7. Bg5 h6 8.
Bf6 Bxf6 9. Rxf6+ Kf8 10. O–O Rf5 11.
Rd5 Rg7 12. Bc4 Re6 13. Dd2 b6 14. c3
Ra5 15. Be2 c6 16. Rf4 dxc3 17. Rxe6+
fxe6 18. Dxc3 Kg8 19. Had1 De8 20.
Re5 h5 21. b4 Rb7 22. Hd3 Kh7 23. Hh3
Rd8
Staðan kom upp á heimsmeist-
aramóti kvenna sem lauk fyrir skömmu
í Nalchik í Rússlandi. Kínverska
undrabarnið, hin 14 ára Yifan Hou
(2557), hafði hvítt gegn Monu Khaled
(2007) frá Egyptalandi. 24. Rxg6!
Kxg6 25. Hg3+ og svartur gafst upp
enda mát í næsta leik. Hou Yifan tefldi
til úrslita um heimsmeistaratitilinn við
rússneska stórmeistarann Alexöndru
Kosteniuk (2511) en tapaði einvíginu 1
1/2 v. – 2 1/2. Kosteniuk er því heims-
meistari kvenna í skák árið 2008.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Litli fingur.
Norður
♠ÁK52
♥K86
♦D63
♣KD6
Vestur Austur
♠G104 ♠9763
♥92 ♥ÁG73
♦Á542 ♦G108
♣9843 ♣74
Suður
♠D8
♥D1054
♦K97
♣ÁG102
Suður spilar 3G.
Keppnisformið í Buffett-bikarnum
er hvert-spil-leikur – spil vinnst, tapast
eða fellur. Eins konar tvímenningur
milli tveggja borða, sem þýðir að bar-
áttan um yfirslagina getur skipt sköp-
um. Alan Sontag spilaði í bandaríska
liðinu og hann varð sagnhafi í 3G í spili
dagsins. Í andstöðunni voru Norð-
mennirnir Jan Petter Svendsen og Tor
Helness. Svendsen kom út með lítinn
tígul frá ásnum fjórða og Sontag fékk
fyrsta slaginn á ♦K heima. Hann spil-
aði hjarta á kóng, sem Helness tók og
svaraði makker upp í tígli. Svendsen
hefði betur hirt á ásinn sinn, en hann
ákvað að halda tígulsambandinu opnu
og dúkkaði. Maður réttir ekki Alan
Sontag litla fingurinn útgjaldalaust.
Sontag svínaði galvaskur ♥10, tók síð-
an fríslagina á lauf og þvingaði Helness
í hálitunum: tólf slagir.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Húrra fyrir stirðum samskiptum!
Þú þarft að útskýra þig fyrir fólki og áttar
þig á að þú ert ekki skýr í tali. Það er gott
þegar maður veit hvað þarf að laga.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú þarfnast tíma með þínum nánustu
jafnmikið og ögrunarinnar frá ókunnug-
um. Til að ná félagslegu jafnvægi þarftu að
skipta tímanum jafnt milli heimilisins og
heimsins.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú ert meira en til í að halda þínu
til streitu þar til komist verður að end-
anlegri niðurstöðu (enda muntu vinna!), en
það er betra að ganga í burtu.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Fólk kemur þér á óvart með örlæti
eða er jafnvel furðulega vinalegt. Býr eitt-
hvað að baki? Líklega er heimurinn að
bregðast við segulmögnun þinni.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Það er ofmetið að vita hvert maður
stefnir. Þú veist hvar þú ert – það skiptir
mestu máli. Þú ert aldrei týndur. Alltaf á
réttum stað á réttum tíma. Alveg satt.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Merki um velgengni koma og fara.
Góð einkunn í gamla daga er fjarlæg minn-
ing. Glingrið sem þú keyptir í gær fer til
Góða hirðisins á næsta ári. Hvað finnst
þér?
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú velur vini þína vandlega og af sér-
stakri ástæðu. Þið eruð betri saman en í
sundur. Þú munt heyra frá vini sem þarfn-
ast þín, og bara þín, einmitt núna.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þátttaka þín í vissum hópi hef-
ur verið lítil hingað til, en það mun breyt-
ast til muna – ef þú vilt. Ein manneskja
mun veita þér aðgang. Ertu tilbúinn?
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Tækifærisverkir eru skilaboð
frá líkama þínum til hugarins. En hvað
þýðir það nákvæmlega? Einhvers staðar
innra með þér veistu það.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þótt þú hafir fyrir löngu kvatt
gamalt samband er einhver hluti af þér
sem gerði það ekki – hvort sem þér líkar
betur eða verr. Heyrðir þú lag sem rifjaði
upp minningar?
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Aðstæður hafa misst kraftinn.
Eitt sinn varstu með eld í maganum, en nú
er það ryðgaður mótor sem vill ekki vinna.
Meyja er fín til að peppa þig upp.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú þarft ekki að hafa svör við öllu.
Það býr viska í vafanum. Flest sem þú
hélst að þyrfti lagfæringar við er í fínasta
lagi.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
26. september 1915
Minnisvarði af Kristjáni kon-
ungi níunda var afhjúpaður
við Stjórnarráðshúsið í
Reykjavík (á afmælisdegi
Kristjáns tíunda). Með hægri
hendi réttir konungur fram
skjal sem á að tákna stjórn-
arskrána 1874. Einar Jónsson
myndhöggvari gerði styttuna.
26. september 1930
Kvæðakver Halldórs Laxness
kom út. Elsta kvæðið var frá
árinu 1922 (Bráðum kemur
betri tíð) og eitt það yngsta
(Alþingishátíðin) ort sumarið
1930. Kverið hefur verið end-
urútgefið nokkrum sinnum,
með viðbótum.
26. september 1939
Bresk Catalina-sjóflugvél
neyddist til að lenda við Rauf-
arhöfn vegna þoku. Daginn
eftir var vélinni flogið burt í
óþökk Íslendinga. Síðar var
flugmaðurinn, Barnes, sendur
til Íslands og vistaður á Bessa-
stöðum.
26. september 1970
Fokker Friendship-flugvél frá
Flugfélagi Íslands hf. fórst á
Mykinesi í Færeyjum. Þrjátíu
farþegar voru með vélinni og
fjögurra manna áhöfn. Átta
manns létust, þar af einn Ís-
lendingur.
26. september 2006
Tíu til fimmtán þúsund manns
tóku þátt í göngu Ómars
Ragnarssonar frá Hlemmi nið-
ur á Austurvöll til að mótmæla
framkvæmdum við Kára-
hnjúkavirkjun.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Haraldur Sig-
urgeirsson,
Grundarhvarfi 3,
Kópavogi er sjö-
tugur í dag, 26.
september. Hann
er staddur er-
lendis á afmæl-
isdaginn.
70 ára
„Ég er bara venjuleg kona,“ segir Erla Eiríks-
dóttir Vídó, sem er 80 ára í dag. Í tilefni dagsins er
hún með opið hús klukkan 15 til 18 í Akóges í
Vestmannaeyjum og síðan ætlar stórfjölskyldan
að borða saman kvöldverð. „Ég hef aldrei verið af-
mælisbarn og hefði helst ekki viljað halda upp á
það en börnin tóku völdin,“ segir hún.
Erla hefur nóg fyrir stafni. „Ég fer alltaf inn á
búðir aldraðra og er þar í handavinnu á daginn,“
segir hún. „Svo hef ég starfað mikið fyrir flokkinn
og sé ekkert annað en blátt.“
Erla er ánægð með bæjarstjórnina í Eyjum og
verk hennar sem og árangur ÍBV í fótboltanum. Hún segist hafa verið
dugleg að mæta á stjórnmálafundi og hafi sótt Landsþing Sjálfstæð-
isflokksins reglulega, en bakveiki komi í veg fyrir að hún fari á völl-
inn. „Ég þakka fyrir að komast á fundina hjá Flokknum,“ segir hún.
Allir í Vestmannaeyjum og víðar þekkja Erlu Vídó, en færri vita
hvernig stendur á nafnbótinni. Eiginmaður hennar, Sigurgeir Ólafs-
son, sem andaðist fyrir um átta árum, var útgerðarmaður og fótbolta-
maður. Erla segir að margir hafi haldið að nafnið Vídó hafi tengst fót-
boltanum, en sannleikurinn sé sá að hann hafi í æsku átt heima á
Víðivöllum og krakkarnir hafi því kallað hann Sigga á Vídó. „Það
kannaðist enginn við mig nema ég hefði nafnið líka og þannig er það
nú tilkomið,“ segir hún. steinthor@mbl.is
Erla Eiríksdóttir Vídó er 80 ára í dag
Sér ekkert annað en blátt
Nýirborgarar
Reykjavík Þórður Hugo
fæddist 6. febrúar kl.
11.30. Hann vó 3.285 g og
var 52 scm langur. For-
eldrar hans eru Rósalind
Guðmundsdóttir og Þórð-
ur Björnsson.
Akureyri Björn Hólm
fæddist 8. júní kl. 23.37.
Hann vó 2.745 g og var 50
sm langur. Foreldrar hans
eru Halldór Þorsteinn
Gestsson og Rósa Dóra
Viðarsdóttir.
Reykjavík Árni Þór
fæddist 9. júlí kl. 3.36.
Hann vó 3.950 g og var
53 sm langur. Foreldrar
hans eru Unnur Árna-
dóttir og Lárentsínus
Gunnleifsson.
Frumstig
2 9 1 5
3 7 2 6 5
6 9 8
3 5 1 7
6 2
1 9 7 6
1 9 3
4 5 3 8 7
8 4 5 2
Miðstig
9 4 3 8 7
1 6 3
8 1
3 2 9 5
1 7 5 3
7 3 2 9
7 4
1 9 5
4 3 5 7 9
Efstastig
7 1 2 6
6 1
4 5 9 3
8 6 2
9 5 1
1 3 9
2 7 9 3
1 6
8 4 1 6
1 8 4 7 6 5 9 3 2
6 3 5 8 9 2 7 1 4
9 2 7 4 3 1 8 6 5
3 7 6 5 2 8 1 4 9
5 1 8 9 4 3 2 7 6
4 9 2 6 1 7 5 8 3
2 5 1 3 7 6 4 9 8
7 4 3 2 8 9 6 5 1
8 6 9 1 5 4 3 2 7
Lausn síðustu Sudoku.
8 3 6 9 4 5 2 1 7
1 5 7 8 3 2 9 6 4
2 4 9 7 1 6 3 5 8
7 2 4 6 9 8 1 3 5
3 6 5 1 7 4 8 9 2
9 8 1 5 2 3 4 7 6
6 9 2 4 5 1 7 8 3
4 1 8 3 6 7 5 2 9
5 7 3 2 8 9 6 4 1
2 5 1 6 3 4 9 8 7
6 3 4 8 7 9 2 5 1
9 8 7 5 1 2 6 4 3
5 6 3 7 8 1 4 9 2
8 7 9 2 4 5 3 1 6
1 4 2 9 6 3 8 7 5
4 9 6 3 5 7 1 2 8
7 1 8 4 2 6 5 3 9
3 2 5 1 9 8 7 6 4