Morgunblaðið - 26.09.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2008 35
- kemur þér við
Sérblað um vinnuvélar
fylgir blaðinu í dag
!
"
!#
!
$
$
$ #
%
& $ '
!
( !
)
*
# %
$
!# $
#
+ ,
*
( ! "
! # -
"
$
"
)) ! ! $
# .
! ! ! #
!"!#$% & '()) !
*! + ), -
Herbert var háður
kannabis og kókaíni
Stjórnarmenn SPRON
kærðir
Landsliðsmaður æfir
sig á skíðum innandyra
Segja „alkul”ríkja á
byggingamarkaði
Slæm fjárhagsstaða
Landhelgisgæslunnar
Hvað ætlar þú
að lesa í dag?
UMFJÖLLUNAREFNI Birtu Guð-
jónsdóttur er víðfeðmt, hvað felst í orð-
inu heim? Hugtakið er áleitið nú á tím-
um og Birta gerir því margvísleg skil.
Kúlur í lófa spegla umhverfið, lófinn
gefur til kynna persónulegt en um leið
sammannlegt sjónarhorn, kúlurnar
eins og smáútgáfa af jarðkúlunni og
eins og í anda miðaldaheimsmyndar
sameinast hér míkrokosmos og
makrókosmos þar sem maðurinn er
órjúfanlegur hluti af stærri heild.
Kunnugleiki og framandleiki spila
saman á ljósmyndum af náttúru. Takt-
fast myndband er eins og mynd-
skreyting við óskrifað borgarljóð eða
tónverk. Götumyndir frá ýmsum borg-
um vekja spurningar um hvað það er
sem aðgreinir heimkynni okkar frá
öðrum stöðum. Ljósmyndir af almenn-
ingsrými birta mynd af alþjóðlegu
samtímaumhverfi, lausu við staðbund-
in einkenni. Og landslagsmyndir eins
og teknar út um helli minna aftur á
sjónarhorn liðins tíma, hvort sem
hellisopið er tölvumynd eða raunveru-
legt.
Birta hefur mikla þekkingu á sam-
tímalistum og er vel að sér í hug-
myndafræði líðandi stundar sem og
listasögunni. Listamönnum sem vinna
á hugmyndafræðilegum nótum liggur
oft mikið á hjarta þegar þeir finna
hugmyndum sínum myndrænan far-
veg og hugmyndafræðin sligar stund-
um verkin.
En hér hefur Birta slegið einfaldar
nótur sem kveikja margvísleg hug-
renningatengsl, henni tekst að skapa
áhugaverðar myndir og vekja um leið
meðvitund áhorfandans fyrir um-
hverfi sínu. „Togstreita og misskiln-
ingur verða til af því að í leit sinni að
því sammannlega leitar maðurinn inn
á við, í stað þess að líta til umhverfis
sín, birtunnar, landslagsins, upphafs-
ins og dauðans.“ (Þýð. RS) Eitthvað á
þessa leið skrifaði skáldið Rainer
Maria Rilke en orð hans eiga ágæt-
lega við sýningu Birtu, sem beinir
sjónum sínum út á við.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Sjónarhorn „...landslagsmyndir eins og teknar út um helli minna aftur á
sjónarhorn liðins tíma...“ segir meðal annars í dómi.
Horft á heiminn
MYNDLIST
Gallery Turpentine
Til 27. september. Opið þri. til fös. 12–18
og lau. 12–17.
heim, Birta Guðjónsdóttir
bbbmn
Ragna Sigurðardóttir
SAMKVÆMT döprum vitnisburði
viðmælenda í heimildarmyndinni A Ji-
had for Love, er það ekki tekið út með
sældinni að vera samkynhneigður í
múslímaheiminum. Kvikmyndagerð-
armaðurinn Sharma fer vítt um þessa
veröld sem er í augum Vesturlanda-
búa á svo mörgum sviðum mannrétt-
indamála á steinöld, miðað við frjáls-
ræðið sem við tökum sem sjálfsagðan
hlut. Réttindabarátta samkyn-
hneigðra nýtur ekki hljómgrunns
meðal múslímskra fræðimanna, er
homma t.d. einungis getið í Kóranin-
um í tengslum við spillinguna í Só-
dómu og Gómorru. Fræðimennirnir
telja aðeins eitt bjargráð fyrir sam-
kynhneigða, sem þekkt er úr einum
söfnuði hérlenskum: Afhommist eða
stiknið í víti. Kenningarnar boða lítið
umburðarlyndi, samkvæmt bók-
stafnum er samkynhneigð ófyrirgef-
anlegur glæpur og ljótur. Fjand-
samlegra getur umhverfið tæpast
verið, ekki síst þegar tillit er tekið til
þess mikla trúarhita sem ríkir meðal
múslíma, sem lifa og hrærast í reglum
spámannsins og biðjast fyrir oft á dag
af sannfæringarkrafti sem fátíður er í
kristindómnum. Sharma ræðir við
samkynhneigða í Asíu, Evrópu og
Afríku, S-Afríku. Í Austurlöndum
fjær virðist ríkja yfrið meira umburð-
arlyndi en annars staðar. Fróðleg sýn
inn í fjarlægan heim og átakanlegt að
horfa upp á nagandi sektarkennd og
útskúfun þessa minnihlutahóps sem
bíður ekkert annað en óhamingja og
fáeinar, stolnar gleðistundir. Homm-
ar og lesbíur múslímaheimsins geta
greinilega ekki vænst þess að fara í
gleðigöngur um ófyrirsjáanlega
framtíð. Hollt er að hafa í huga að
ekki er hálf öld liðin síðan samkyn-
hneigðir urðu að læðast með veggjum
á Vesturlöndum, slíkir voru fordóm-
arnir í okkar kristna heimi.
Óhreinu börnin hans Múhameðs
A Jihad for Love/
Heilagt stríð fyrir ást
Heimildarmynd. Leikstjóri: Parvez
Sharma. 81 mín. England/Bandaríkin/
Frakkland o.fl. 2008.
bbbnn
Sæbjörn Valdimarsson
Sýnd í Norræna húsinu í kvöld og í
Iðnó á sunnudaginn, 28.9.
Það er við hæfi að byrja þennanpistil á brandara sem égheyrði eitt sinn á góðri
stundu í Samtökunum ’78: „Hvað
þarf margar lesbíur til að skipta um
ljósaperu? – Tólf: eina til að skipta
um peruna og ellefu til að gera um
það heimildarmynd.“
Þennan brandara má varla hafaeftir á opinberum vettvangi ef
maður á að geta kallast pólitískt
kórréttur, en grínið lýsir því samt
skemmtilega hversu mikill kraftur
hefur hlaupið í útgáfu vandaðra
heimildarmynda og kvikmynda um
samkynhneigð síðustu ár. En þegar
að er gáð er kannski ekkert svo
ótrúlegt að hópur á jaðri samfélags-
ins leiti í list og kraft kvikmyndar-
innar til að sýna heiminum hlut-
skipti sitt, tilfinningar og væntingar.
Næstu 10 dagana verða ferskustu
straumarnir í hinsegin-kvikmyndum
sýndir á Hinsegin bíódögum 2008
sem nú eru í fyrsta skipti hluti af Al-
þjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykja-
vík. Á meðal þess sem í boði er má
nefna gamanmyndina Breakfast
With Scot sem skartar hinum geð-
þekka Thomas Cavanagh í aðal-
hlutverki (sem margir kannast við
t.d. úr Scrubs-sjónvarpsþáttunum).
Segir af hommapari sem reynir í
lengstu lög að halda samkynhneigð-
inni vandlega leyndri, en babb kem-
ur í bátinn þegar þeir þurfa að
ganga 11 ára gutta í móðurstað.
Stráksi fer nefnilega ekkert leynt
með að hann er alveg sérstaklega
hrifinn af glimmer og glansi og
brestur í söng á götum úti.
Það má líka fara á hinsegin bíó-
daga til að fræðast og vera með á
nótunum. Þótt titillinn á kvikmynd-
inni A Jihad for Love hljómi klént
þurfa allir þeir sem þykjast styðja
réttindabaráttu samkynhneigðra að
fara á þessa verðlaunuðu heimild-
armynd um ömurlegt hlutskipti
samkynhneigðra í hinum íslamska
heimi.
Það er gott og blessað að veifaregnbogafánum á Hinsegin
dögum en það má ekki gleymast að
mismunun, ofsóknir og kúgun sam-
kynhneigðra eru frekar reglan en
undantekningin í löndum heims.
Verst er ástandið þar sem íslömsk
ofsatrú er ráðandi og dauðarefsing
liggur við því að laðast að einstak-
lingi af sama kyni. asgeiri@mbl.is
Meira en bara regnbogafánar
AF LISTUM
Ásgeir Ingvarsson
Dauðasynd A Jihad for Love fjallar um þær ofsóknir og þjáningar sem
samkynhneigðir þurfa að þola í nafni íslam.
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík
» Borgarbúar hafatækifæri til þess
næstu 10 dagana að
kynnast ferskustu
straumunum í hinsegin-
kvikmyndum
www.hinbio.org