Morgunblaðið - 08.10.2008, Síða 11

Morgunblaðið - 08.10.2008, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2008 11 Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is MEÐ nýjum neyðarlögum, sem samþykkt voru í fyrrakvöld, fær Fjármálaeftirlitið mikil völd í ís- lensku fjármálalífi. Formaður stjórnar Fjármála- eftirlitsins er Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráð- herra og bankastjóri, sem fyrir nokkru sneri heim eftir að hafa lokið starfsferli sínum sem aðal- bankastjóri Norræna fjárfestingabankans í Hels- inki. Það mun mikið mæða á Jóni á næstunni við endurskipulagningu og endurreisn fjármálakerf- isins á Íslandi. Jón Sigurðsson á að baki afar fjölbreyttan starfsferil og honum hefur verið trúað fyrir mörg- um ábyrgðarstöfum um ævina. Því má fullyrða, að fáum sé betur treystandi fyrir því ábyrgðarstarfi sem honum hefur nú verið falið. Jón Sigurðsson er Ísfirðingur, fæddur þar í bæ 17. apríl 1941. Hann er því 67 ára að aldri. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1960 hóf hann nám í þjóðhagfræði og töl- fræði við Stokkhólmsháskóla. Prófi lauk hann þaðan árið 1964 og hlaut meistaragráðu í þjóð- hagfræði frá London School of Economics and Political Science árið 1967. Þegar Jón sneri heim hóf hann að starfa við hagrannsóknir hjá Efnahagsstofnun og Fram- kvæmdastofnun ríkisins. Þá var hann hagrann- sóknarstjóri í eitt ár. Veitti ríkisstjórnum efnahagsráðgjöf Árið 1974 var Jón ráðinn forstjóri Þjóðhags- stofnunar og gegndi hann því embætti til ársins 1986. Þjóðhagsstofnun er ekki lengur til, en hún vann að hagrannsóknum, sem oftar en ekki urðu grunnurinn að efnahagsaðgerðum, sem rík- isstjórnir þess tíma gripu til. Um þriggja ára skeið, árin 1980 til 1983, var Jón fastafulltrúi Norðurlandanna í framkvæmdastjórn Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins í Washington. Árið 1987 skipti Jón algerlega um vettvang og það vor var hann kjörinn alþingismaður fyrir Al- þýðuflokkinn í Reykjavík en árin 1991 til 1993 var hann þingmaður Reyknesinga. Öll árin sem Jón sat á þingi gegndi hann jafnframt ráðherraemb- ætti. Hann var iðnaðar- og viðskiptaráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra í eitt ár. Sem iðnaðarráðherra beitti hann sér sér- staklega fyrir því að laða stóriðjufyrirtæki til landsins en sú vinna bar þó ekki árangur fyrr en nokkru eftir að hann lét af störfum sem ráðherra. Árið 1993 skipti Jón enn um vetvang er hann var skipaður seðlabankastjóri og formaður banka- stjórnar Seðlabankans. Því embætti gegndi Jón til ársins 1994 en þá varð hann aðalbankastjóri NIB í Helsinki, eins og að framan greinir. Í störfum sínum sem banka- stjóri öðlaðist Jón yfirgripsmikla þekkingu á fjár- málum og bankastarfsemi. Eftir að Jón lét af störfum bankastjóra og sneri heim til Íslands hefur hann verið kallaður til ým- issa trúnaðarstarfa, sérstaklega á vettvangi Sam- fylkingarinnar. Hann var m.a. einn helsti höf- undur efnahagsstefnu flokksins, sem kynnt var fyrir síðustu kosningar. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra skip- aði Jón Sigurðsson formann stjórnar Fjármálaeft- irlitsins. Varla hefur Jón grunað hvaða verkefni beið hans þegar hann féllst á að taka það ábyrgð- arstarf að sér. Með Jóni í stjórninni sitja Sigríður Thorlacius lögfræðingur og Ingimundur Frið- riksson, bankastjóri Seðlabankans. Eiginkona Jóns er Laufey Þorbjarnardóttir bókavörður. Þau eiga fjögur börn, Þorbjörn, Sig- urð Þór, Önnu Kristínu og Rebekku. Vel til forystu fallinn Jón Sigurðsson hefur gegnt fjölda trúnaðar- starfa heima og erlendis Sighvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri Þrónarsamvinnustofnunar Íslands, var æsku- félagi Jóns á Ísafirði og sat með honum á Al- þingi og í ríkisstjórnum. „Jón er maður sem er afskaplega vandur að virðingu sinni,“ segir Sighvatur um Jón. „Hann er mjög vinnusamur, vill hafa allt í röð og reglu, helst 110%. Hann er skynsamur og vel greindur og hefur flesta þá kosti sem góðan mann þurfa að prýða. Enda hefur hann verið valinn til margra trúnaðarstarfa hér heima og erlendis,“ segir Sighvatur. Hann segir það ótvírætt að Jón Sigurðsson sé réttur maður á réttum stað til að glíma við það mikla verkefni sem honum hefur verið fal- ið. „En ég er viss um að hann tekur þetta mjög nærri sér vegna þess að hann er maður sem hefur ekki verið hrifinn af að þurfa að beita stjórntækjum ríkisins svona harkalega. Hann er eins langt frá því að vera ríkishyggjuforsjár- maður og verið getur. En annað kemur ekki til greina núna því menn beittu ekki þeim úrræð- um sem þeir höfðu til að koma í veg fyrir að bankakerfið yxi Íslandi yfir höfuð. Seðlabankinn hafði þessi tæki en beitti þeim ekki,“ segir Sig- hvatur. Ekki hrifinn af að beita stjórntækjum ríkisins svona harkalega FRÉTTASKÝRING Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is STJÓRN og stærstu hluthafar í Glitni, þ.e.a.s. stærstu hluthafar þar til 29. september sl. voru fram eftir degi í gær ekki af baki dottnir varð- andi kröfuna um að ríkissjóður efndi gerðan samning og greiði 600 millj- ónir evra til bankans fyrir 75% hlutafjár í Glitni. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hvikuðu Glitn- ismenn lengi vel í engu frá þeirri af- stöðu sinni að ríkið væri bundið af þeim samningi sem undirritaður var mánudaginn 29. september sl. Við- mælendur úr röðum Glitnismanna sögðu í samtölum í gær, að setning neyðarlaga í fyrradag breytti þar engu um. „Samningur er samningur, málið er ekkert flóknara en það,“ sagði einn. Fulltrúar frá Glitni gengu á fund Fjármálaeftirlitsins í gærmorgun, þar sem málefni Glitnis voru rædd. Þar munu Glitnismenn hafa lýst því sjónarmiði, að þeir teldu að FME, sem neyðarlögin myndu setja yfir bankann, yrði að hafa hagsmuni bankans að leið- arljósi og þar með beita sér fyrir því að ríkissjóður legði fram umsamið hlutafé. FME mun hafa tekið þeirri málaleitan dræmt og fulltrúar þess sagt að þeir teldu slíka hagsmuna- baráttu ekki vera í sínum verka- hring. Vildu flýta hluthafafundi Stjórnvöld eru, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins, eindregið þeirrar skoðunar að forsendu- brestur sé til staðar og að sam- kvæmt neyðarlögunum verði nýr banki stofnaður um innlenda starf- semi Glitnis nú fyrir helgi. Því verði eitt félag á ábyrgð ríkisins ábyrgt fyrir innlendri bankastarfsemi Glitnis og annað félag á ábyrgð fyrri eigenda ábyrgt fyrir erlendri starf- semi. Sömu vinnubrögð verði höfð um slíka uppskiptingu og verði við- höfð í tengslum við uppskiptingu á starfsemi Landsbankans. Ef marka má þau viðbrögð sem heyrst hafa frá Glitnismönnum er af- ar líklegt að þeir geri sér nokkuð góða grein fyrir því að þessi hluta- fjárleikur er tapað spil og engar 600 milljónir evra munu renna inn í Glitni í formi nýs hlutafjár. Þeir munu einnig hafa óskað eftir því í gær að FME flýtti fyrirhug- uðum hluthafafundi Glitnis, sem boðaður hefur verið á laugardag og boðaði til hans þegar í stað. FME varð ekki heldur við þessari ósk hluthafanna, sem væntanlega horfa þá fram á það að halda hluthafafund í allt öðru félagi á laugardag en þeir hafa verið meirihlutaeigendur í allt til 29. september sl. Hluthafafundur Glitnis á laugar- dag verður sennilega hálfmáttlaus samkunda, þar sem hann verður haldinn í félagi þar sem verður búið að skilja alla innlenda starfsemi frá félaginu og gamla félagið situr uppi með erlendu skuldasúpuna. Við þetta eru Glitnismenn einnig afar ósáttir því þeir telja að gjörn- ingar undanfarna daga hafi kostað bankann óumræðileg verðmæti, því eignasafn hans erlendis hafi nánast fuðrað upp, en það er önnur saga. Nýr Glitnir fyrir helgi Morgunblaðið/Frikki Fáninn Enginn veit hvernig vörumerki Glitnis, a.m.k. ekki innlenda hlutans, mun líta út eftir að starfseminni hefur verið skipt upp. Engin áform uppi innan ríkisstjórnar- innar um að leggja Glitni til hlutaféð Út á hvað gekk samkomulag Seðlabankans og meirihluta hluthafa í Glitni hinn 29. sept- ember sl.? Seðlabankinn lagði til við ríkis- stjórnina að ríkið legði 600 millj- ónir evra inn í Glitni í formi nýs hlutafjár og eignaðist við það 75% hlut í bankanum. Það var samþykkt en gagnrýnt mjög harkalega eftir á, af þeim Jóni Ás- geiri Jóhannessyni stjórnarfor- manni Baugs, stærsta hluthafans í Stoðum sem áttu tæp 32% í Glitni og Þorsteini Má Baldvins- syni, stjórnarformanni Glitnis. Hvers vegna telja stjórnvöld að nú sé fyrir hendi forsendu- brestur (tilefni til þess að rifta samningnum)? Stjórnvöld telja að neyðarlögin sem sett voru í fyrradag geti tekið til allra fjármálastofnana og eitt verði látið yfir alla ganga í þeim lánastofnunum sem FME komi til með að taka völdin tímabundið. Eiginfjárstaða og lausafjárstaða Glitnis sé fjarri því að vera hin sama og þegar samningurinn var gerður og bankinn verði því með- höndlaður samkvæmt því. S&S DÆMI eru um að námsmenn sem komnir voru til útlanda og hugð- ust stunda nám í vetur hafi hætt við námið vegna gengisfalls ís- lensku krónunnar, segir Stein- grímur Ari Arason, fram- kvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Hann seg- ir um nokkur tilfelli að ræða og þau eigi við um námsmenn sem hugðust stunda nám í Bretlandi í vetur, en þar eru skólagjöld há. Steingrímur segir að áhrif stöðunnar á Íslandi á LÍN komi betur í ljós í kringum áramótin, þegar þorri námsmanna skilar námsárangri og fær lán sín greidd. „Meginþungi útborgana er annars vegar í janúar og hins vegar í maí eða júní. Það verður því auðvitað gengið á þeim tíma sem mun hafa afgerandi áhrif.“ Hvað varði áhrif efnahagsmál- anna á fjárhag sjóðsins og skuld- setningu lánþega verði tíminn að leiða í ljós hvað gerist. Gert hafi verið ráð fyrir ákveðinni geng- isvísitölu í fjárhagsáætlunum sjóðsins, en þar eru sömu for- sendur og í fjárlagafrumvarpinu. „Þá voru menn að miða við gengið í september, en þetta verður að endurskoða í ljósi stöðunnar sem verður þegar fjárlagafrumvarpið verður af- greitt.“ elva@mbl.is Hætta við nám í útlöndum Bankakreppan FRÁ og með deginum í gær lækk- aði Ölgerðin verð á innfluttum mat og sérvörum, „í þeim tilgangi að leggja yfirvöldum og þjóðinni lið við að ná niður verðbólgu“. Ölgerð- in vill með þessu styðja þá ákvörð- un stjórnvalda að festa gengið, „með því að lækka verð á innfluttri nauðsynjavöru um 6-9%“. Lækka verð á nauðsynjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.