Morgunblaðið - 08.10.2008, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Engin kæti
Andrúmsloftið hefur verið sérstakt á
Alþingi undanfarna daga. Fjöldi fjöl-
miðlafólks, jafnt frá innlendum sem
erlendum miðlum, hefur sett mark
sitt á þinghúsið og allir vilja vera
fyrstir með fréttirnar.
Óvenju margir þingmenn voru við-
staddir umræður um neyðarfrum-
varp varðandi fjármálamarkaðinn í
fyrradag, eða 62 þingmenn af 63.
Óhætt er að segja að ekki hafi ríkt
mikil kæti í húsinu. Þingmenn voru
almennt á einu máli um að það
væru alvarleg tíðindi hversu illa var
komið fyrir bönkum landsins og eng-
inn fagnaði því að setja þyrfti neyð-
arlög. Daprastir voru sjálfstæð-
ismenn en það tók þá marga sárt að
þurfa að samþykkja frumvarp sem
felur í sér svo miklar valdheimildir
fyrir ríkið.
Beðið og beðið
Þingmennirnir þurftu að bíða milli
fyrstu og annarrar umræðu um frum-
varpið eða á meðan viðskiptanefnd
Alþingis fjallaði um málið. Starfsfólk
var á þönum og álagið á vefsíðu Al-
þingis svo mikið að hún lá reglulega
niðri. Mötuneytið þurfti að reiða
fram mat með skömmum fyrirvara
og bílstjórar ráðherranna máttu bíða
eftir næstu ferð, sem þeir hafa varla
vitað hvert var heitið.
Agndofa og andlaus
Stemningin í þinghúsinu í gær var
allt öðruvísi. Það var eins og ákveð-
in deyfð væri yfir öllum. Ráðamenn
þreyttir og allur vindur úr stjórnar-
andstöðunni. Lýstu margir líðan
sinni með orðum á borð við agndofa
og andlaus og hefur það eflaust haft
áhrif á að færri óundirbúnar fyrir-
spurnir voru á dagskrá en hefðu get-
að rúmast innan þess hálftíma sem
til þeirra er ætlaður. Þingfundur hélt
síðan áfram með umræðum um
þingmannamál en var slitið
snemma á fimmta tímanum. Og þá
datt allt í dúnalogn.
Dagskrá þingsins
Þingfundur hefst kl. 13.30 með um-
ræðum um störf þingsins og í fram-
haldi af því eru þingmannamál á
dagskrá. Á morgun verða jafnframt
nefndarfundir opnir fjölmiðlum í
fyrsta sinn og þeim verður sjón-
varpað. Sjávarútvegs- og landbún-
aðarnefnd fundar kl. 8.30 og heil-
brigðisnefnd kl. 12. halla@mbl.is
ÞETTA HELST …
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
ÞAÐ VÆRI mjög óskynsamlegt ef
forsætisráðherra lýsti því yfir úr
ræðustóli Alþingis að þorskveiði-
heimildir verði auknar núna. Þetta
sagði Geir H. Haarde forsætisráð-
herra á Alþingi í gær en Samúel Örn
Erlingsson, sem nú situr á þingi fyr-
ir Framsóknarflokkinn, spurði hvort
ekki ætti að auka þorskkvótann
verulega enda væri verðmætasköp-
un mjög mikilvæg á þessum tímum.
„Í fyrra var tekin djörf ákvörðun um
niðurskurð þorskkvótans. Sú
ákvörðun var tekin í góðæri. Nú
hriktir í stoðum og þá verða menn að
ganga svo langt sem skynsemi leyf-
ir,“ sagði Samúel.
Geir tók undir mikilvægi verð-
mætasköpunar til að bæta kjörin í
landinu en sagði ekki hægt að hrapa
að breytingum enda væri ákvörðun-
in byggð á vísindalegum grunni. „En
sjávarútvegsráðherra er að sjálf-
sögðu með þetta til skoðunar og
þessi mál öll stöðugt,“ sagði Geir og
áréttaði að ef grundvöllur væri fyrir
að auka kvótann kæmi það út úr at-
hugunum „sjávarútvegsráðherra og
hans manna“.
Ekki á dagskrá
Einar K. Guðfinnson, sjávarút-
vegsráðherra, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að auknar
þorskveiðiheimildir væru einfald-
lega ekki á dagskrá. Menn væru að
fást við önnur mál núna.
Aukin þorskveiði er
ekki á dagskrá í bili
Þorskkvótinn verður aðeins aukinn ef forsendur eru til þess
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Meiri þorsk Frjálslyndi flokkurinn og Framsókn þrýsta nú mjög á um að þorskveiðiheimildir verði auknar.
HALDA þarf atvinnulífinu gang-
andi við þær aðstæður sem nú hafa
skapast, sagði Höskuldur Þór-
hallsson, þingmaður Framsókn-
arflokksins, á Alþingi í gær og vildi
að haldið yrði áfram með álvers-
uppbyggingu af fullum þunga.
Nefndi hann Helguvík og Bakka og
óskaði eftir svörum frá forsætis-
ráðherra um hvenær tilraunabor-
anir á Bakka gætu haldið áfram.
Geir H. Haarde forsætisráðherra
sagði framkvæmdir í Helguvík
þegar vera í fullum gangi og árétt-
aði að afstaða sín til álvers á Bakka
hefði ekki breyst. „Ég styð þetta
verkefni. Sjálfstæðisflokkurinn
gerir það og ég efast ekkert um
eindreginn vilja Samfylking-
arinnar til að koma því máli í heila
höfn,“ sagði Geir og bætti við að
hann gæti ekki svarað því nákvæm-
lega hvar leyfi til tilraunaborana
væri á vegi statt.
halla@mbl.is
Áfram
með álverin
ÞÓ AÐ Alþingi hafi verið und-
irlagt af aðgerðum vegna ástands-
ins á fjármálamörkuðum und-
anfarna daga hefur venjubundin
starfsemi haldið áfram. Fjöldi
þingmannamála hefur verið lagð-
ur fram. Mörg þeirra hafa verið
lögð fram áður en ekki hlotið
fullnaðarafgreiðslu og þingmenn
nota tækifærið í upphafi þings til
að koma málum sínum á framfæri.
Reykherbergi og samkeppni
Jón Magnússon og fleiri þingmenn
hafa lagt fram frumvarp þess efn-
is að skemmtistaðir megi koma
sér upp sérstökum reykher-
bergjum. Siv Friðleifsdóttir hefur
ásamt þingmönnum allra flokka
lagt fram þingsályktunartillögu
um að Jafnréttisstofa hrindi af
stað verkefni í því skyni að efla
hlut kvenna í sveitarstjórnum. Þá
hafa Ásta Möller og fleiri flokks-
systkini hennar úr Sjálfstæð-
isflokknum lagt til að við-
skiptaráðherra geri athugun á því
á hvaða sviðum ríkisstofnanir og
-fyrirtæki séu í samkeppni við
einkaaðila. halla@mbl.is
Sumt gengur
sinn vanagang
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri
Hafrannsóknastofnunar, bendir
á að stofnunin veiti sína ráðgjöf
að vori fyrir fiskveiðiár sem
hefst 1. september. Forsendur
hafi ekki breyst síðan í vor.
„Vitaskuld gerir maður sér
grein fyrir alvarleika krepp-
unnar en mat okkar á ástandi
þorskstofnsins hefur ekki
breyst,“ segir Jóhann og bætir
við að þótt talsvert sé af þorski
á miðum núna hafi nýliðun verið
í sögulegu lágmarki síðustu ár
og við því þurft að bregðast.
Breytir ekki þorski
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
„AUÐVITAÐ hefur skapast ákveðið
óöryggi hjá fólki, bæði starfsmönnum
í bönkunum og kannski sérstaklega
Landsbankanum við þessar að-
stæður, og líka hjá viðskiptavinum og
almenningi. Það er mjög mikilvægt
að allir standi saman,“ sagði Geir H.
Haarde forsætisráðherra á fundi sem
hann og Björgvin G. Sigurðsson við-
skiptaráðherra héldu með blaða-
mönnum í gær. Til fundarins var boð-
að eftir að tilkynnt var í gærmorgun
að Fjármálaeftirlitið hefði skipað
skilanefnd sem tæki við stjórn bank-
ans á grundvelli neyðarlaga sem Al-
þingi setti í fyrrakvöld. Í tilkynningu
frá FME vegna málsins sagði að
þetta væri gert til þess að tryggja
fullnægjandi innanlandsstarfsemi
bankans og stöðugleika íslensks fjár-
málakerfis. Tekið var fram að banka-
innlán á Íslandi væru að fullu tryggð.
Viðskiptaráðherra sagði á fund-
inum að það sem væri gott í stöðunni
væri að Landsbankinn færi ekki í
þrot heldur yrði ríkisbanki stofnaður
um innlenda starfsemi bankans. „Það
gefur auga leið hvert hlutskipti hlut-
hafanna verður. Þeir tapa sínum
hlut,“ sagði Björgvin.
Um stöðu Glitnis sagði Björgvin að
að Fjármálaeftirlitið væri að fara yfir
stöðu bankans. Hann hefði ekki upp-
lýsingar um hvernig sú staða væri, en
kæmi í ljós að bankinn væri kominn í
sömu stöðu og Landsbankinn yrði
gripið til sömu aðgerða og gagnvart
þeim banka. Seint í gærkvöldi leysti
skilanefnd FME stjórn bankans af
hólmi.
Geir H. Haarde ræddi viðbrögð
ríkisstjórnar og Alþingis við banka-
kreppunni og kvaðst sannfærður um
að þau yrðu til þess að tryggja stöð-
ugleika og koma í veg fyrir upplausn-
arástand sem skapast hefði ef ein-
hver bankanna hefði farið í þrot.
Seðlabankinn hefði fest gengi
krónunnar tímabundið við geng-
isvísitöluna 175, en Geir sagði ekki
hægt að segja til um hversu lengi
þessi ráðstöfun stæði.
„Við teljum líklegt að þegar mark-
aðsviðskipti hefjast á nýjan leik með
krónuna muni hún verða umtalsvert
sterkari en hún var í [fyrradag] eða
um helgina.“
Geir sagði að staða bankanna hefði
myndast mjög hratt og óvænt og
nauðsynlegt hefði verið að grípa í
taumana. „Ýmsir verða fyrir óþæg-
indum af þeim sökum,“ sagði Geir.
Fólki yrði hjálpað í gegnum erfiðleika
sem kynnu að skapast.
Geir ræddi um 4 milljarða evra
gjaldeyrislán frá Rússum, sem ís-
lensk stjórnvöld vinna að því að út-
vega. Hann sagði að þetta mál hefði
verið í vinnslu frá því í sumar, en í
gærmorgun hefði það verið staðfest
að Rússar væru reiðubúnir að ræða
þetta á jákvæðum nótum. Íslensk
sendinefnd heldur senn til Rússlands
til viðræðna um lánið.
„Þetta eru mikil og góð tíðindi og
þakkarverð af hálfu rússneskra yf-
irvalda,“ sagði Geir.
Þurfum að finna nýja vini
Ráðherra sagði jafnframt á fund-
inum að allt þetta ár hefðu Íslend-
ingar kannað hjá vinaþjóðum mögu-
leika á gjaldeyrisskiptasamningum.
„Við höfum ekki fengið þann stuðning
sem við óskuðum frá vinum okkar,“
sagði Geir. „Í slíkri stöðu þurfum við
að leita nýrra vina.“
Hann tók fram að Norðurlöndin
hefðu gert gjaldeyrisskiptasamninga
við Íslendinga og hefðu því reynst
vinir í raun. Ráðherrann vildi ekki
upplýsa hvaða lönd hefðu hafnað um-
leitunum Íslendinga.
Reynt að tryggja fjármálastöðugleika
Fjármálaeftirlitið stýrir Landsbanka og Glitni í samræmi við neyðarlög Alþingis frá í fyrrakvöld
„Við höfum ekki fengið þann stuðning sem við óskuðum frá vinum okkar,“ segir forsætisráðherra
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Mikilvægt að allir standi saman Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra
og Geir H. Haarde forsætisráðherra héldu blaðamannafund í Iðnó í gær.
Bankakreppan