Morgunblaðið - 08.10.2008, Side 13

Morgunblaðið - 08.10.2008, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2008 13 HJÁLMAR H. Ragnarsson, rektor Listahá- skóla Íslands, segist í samtali við Morg- unblaðið vonast til þess að haldið verði áfram með áform um nýja byggingu skól- ans, þrátt fyrir hremmingar í efnahagslífinu. Með- al samstarfsaðila skólans í verkefn- inu hefur verið Samson Properties, dótturfélag Novator Properties, sem er í eigu Björgólfsfeðga. „Það er mikilvægt fyrir mennta- og menningarstarf í landinu að þessum framkvæmdum verði haldið áfram,“ segir Hjálmar og segir skólann áfram vilja vinna að því að byggingin rísi við Laugaveginn. Spurður hvort til greina komi að hverfa aftur til áforma um lóð und- ir skólann í Vatnsmýrinni segir Hjálmar að skólinn vilji helst horfa til miðbæjarins. Ekki náðist í forsvarsmenn Sam- son Properties í gær. bjb@mbl.is Haldið verði áfram með Listaháskólann Hjálmar H. Ragnarsson TÓMAS Már Sig- urðsson, forstjóri Alcoa-Fjarðaáls, segir að áform um byggingu ál- vers á Bakka við Húsavík standi óhögguð þrátt fyrir fjármála- kreppuna hér á landi. Verkið hafi vissulega tafist en áfram sé ötullega unnið við undirbúning. „Við höfum mikla trú á framtíð áls. Tímabundnir erfið- leikar hafa áhrif á alla markaði en til lengri tíma erum við bjartsýn,“ segir Tómas en ál hefur verið að lækka í verði líkt og fleiri hrávörur. Hann segir útflutningstekjur Fjarðaáls nema um 900 milljónum dollara á þessu ári. bjb@mbl.is Óbreytt áform um Bakkaálver Tómas Már Sigurðsson Eftir Björn Vigni Sigurpálsson og Björn Jóhann Björnsson HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur veitt stjórn Samson eign- arhaldsfélags heimild til greiðslu- stöðvunar til næstu þriggja vikna, eða til 28. október nk. Gunnar Sturluson hrl. hefur verið skipaður aðstoðarmaður félagsins á greiðslu- stöðvunartíma. Hefur hópur á veg- um Samson aðstoðað starfsmenn Landsbankans og skilanefndar við úrlausn mála síðustu daga, sam- kvæmt upplýsingum blaðsins. Samson eignarhaldsfélag er sem kunnugt er í eigu feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar og var stofnað sér- staklega utan um kaup félagsins á hlut ríkisins í Landsbankanum haustið 2002. Þá var keyptur 45,8% hlutur í bankanum á rúma 12,3 millj- arða króna. Við birtingu síðasta hlut- hafalista var hlutur Samson um 42% og verðmæti hans um 90 milljarðar króna fyrir ekki svo mörgum vikum. Engin áhrif á Novator Við kaupin á hlut ríkisins á sínum tíma var Magnús Þorsteinsson einn- ig meðal eigenda Samson, en hann seldi sinn hlut í félaginu í ágúst 2005. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Samson, segir að þessi greiðslu- stöðvun hafi engin áhrif á önnur fé- lög í eigu Björgólfsfeðga, t.d. Sam- son Global Holding, sem fer með 36% hlut feðganna í Straumi. Eina eign Samson eignarhaldsfélags hafi verið Landsbankahluturinn. „Novator er sjálfstætt alþjóðlegt fjárfestingafélag, sem starfar frá Lundúnum og hefur engar fjárfest- ingar í íslenskum fjármálafyrir- tækjum og verður þess vegna ekki fyrir áhrifum. Jafnframt hefur þetta heldur engin áhrif á stöðu eða skuld- bindingar Actavis,“ segir Ásgeir en Novator á þar stærstan eignarhlut. Novator rekur einnig farsímafyrir- tækið Nova hér á landi. Af öðrum félögum tengdum Björgólfsfeðgum á Íslandi má nefna Novator Properties en dótturfélag þess er Samson Properties, sem á og rekur fjölda fasteigna hér á landi. Meðal verkefna sem félagið hefur unnið að er fyrirhuguð nýbygging Listaháskólans við Laugaveg. Er- lend fasteignaverkefni Novator Pro- perties eru síðan töluverð, m.a. í Danmörku við þróun á World Trade Center í Kaupmannahöfn og þriðj- ungshlutur í Sjælsö Gruppen. Dótturfélag Samson eignarhalds- félags er Ópera fjárfestingar sem er eigandi að fjórðungshlut í fjárfest- ingafélaginu Gretti. Grettir er aftur stór eigandi að Eimskip, með 33,15% hlut samkvæmt hluthafalista í Kaup- höllinni í lok ágúst sl. og Icelandic Group. Saman eiga Björgólfur Guð- mundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson Forsíðu ehf., sem er stærsti hluthafi Árvakurs, útgef- anda Morgunblaðsins, með 25%. Björgólfur Guðmundsson á Ólafsfell, sem á 8,02% hlut í Árvakri auk þess sem Straumur á MGM ehf., sem á 16,7% í Árvakri. Greiðslustöðvun í þrjár vikur  Aðaleigandi Landsbankans, Samson eignarhaldsfélag, fær greiðslustöðvun  Hefur ekki áhrif á önnur félög tengd eigendum Samson hér á landi, segir Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður félagsins              !"   # $% %& "' ()  * +%  * ,%- '(' . /  0( !  "   # $%  &   '    $ #123".'  ! / 4.  ! 523"% ' !  2 '%- ' #% "  / % ()0 ()0 * $%     +, # $$ " - .  67/ 8/  "  ! /   010(#  - . 2  # 1* # 84 ' 9:+(; #3& .  ** 1*<  * 3 $,4$  23"% '%- '   000(= * 50( 7 7  * Morgunblaðið Kristinn Samson Kaup Samson eignarhaldsfélags á Landsbankanum undirrituð í Þjóðmenningarhúsinu árið 2002. Ríkið hefur nú aftur eignast bankann. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is FRAMKVÆMDIR við tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn verða ekki stöðvaðar þrátt fyrir breytingar á rekstri Landsbankans, að sögn Helga S. Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Portus, en félag- ið er að jöfnu í eigu Landsbankans og Nýsis og var stofnað sérstaklega um byggingu og rekstur hússins. Síðasta fjárhagsáætlun verksins hljóðaði upp á 14 milljarða króna en sú fjárhæð hefur væntanlega hækk- að vegna hækkandi gengis og auk- innar verðbólgu. Helgi segir að félagið sé að skoða sína stöðu og hvaða kostir eru uppi. Einhverja daga eða vikur geti tekið að greiða úr þeim málum. Rætt verði við samstarfsaðila verkefnisins, Austurhöfn, sem er eigu í ríkisins og Reykjavíkurborgar. Það verður einmitt eitt verkefna skilanefndar og nýrrar stjórnar Landsbankans að ákveða um fram- hald stórverkefna sem bankinn hef- ur tekið þátt í að fjármagna. Framkvæmdir ekki stöðv- aðar við tónlistarhúsið Portus ræðir við Austurhöfn og nýja eigendur Landsbankans um framhaldið Morgunblaðið/Ómar Tónlistarhúsið Framkvæmdir við nýja ráðstefnu- og tónlistarhúsið eru í fullum gangi og nálægt áætlun. LANDSBANKINN hefur ásamt Kaupþingi og fleiri bönkum haft umsjón með fjármögnun fyrirhug- aðs álvers Norðuráls í Helguvík. Eftir því sem næst verður komist er sú fjármögnun tryggð, þó að ekki hafi tekist að ná í forsvarsmenn Landsbankans og Norðuráls í gær til að fá það staðfest. Um 70-80 milljarða króna framkvæmd er að ræða. Yfirlýsing frá Century Móðurfélag Norðuráls, Century Aluminum, sendi í fyrrakvöld frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að lánalínur til handa fyrirtækinu hafi verið tryggðar vegna verkefna þess á Íslandi, þar á meðal 30 millj- ónir dollara, jafnvirði um þriggja milljarða króna samkvæmt viðmið- unargengi Seðlabankans, sem átti að útvega í þessari viku. Sú fjárhæð sé tryggð samkvæmt loforði ís- lenskra stjórnvalda um tryggingu innistæðna í íslensku bönkunum. Í yfirlýsingu Century segir enn- fremur að framkvæmdir í Helguvík séu á áætlun. Haft er eftir Logan Kruger, forstjóra félagsins, að það hafi enn fulla trú á verkefninu í Helguvík. Áfram verði fylgst náið með á Íslandi. bjb@mbl.is Norðurál telur sig tryggt Morgunblaðið/Rax Helguvík Framkvæmdir eru komn- ar á fullt við nýtt álver Norðuráls. Í HNOTSKURN »Íslenskir bankar hafakomið að fjármögnun ál- versins í Helguvík. »Óvissa ríkir um aðkomuLandsbankans að því verk- efni eftir að hann varð rík- isbanki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.