Morgunblaðið - 08.10.2008, Side 18

Morgunblaðið - 08.10.2008, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Það eru tals-verð tíðindiað rússnesk stjórnvöld séu reiðubúin að veita Íslandi stórt lán, að upphæð um fjórir milljarðar evra. Erlendur gjaldeyrir er vissulega það sem ríkið þarf nú á að halda til að styrkja varasjóði sína. Engu að síður er mörgum brugðið við þessar fréttir. Ástæðan er sú hvernig Rússar hafa hagað sér upp á síðkastið, einkum og sér í lagi í Georgíu, en jafnframt hér á Norður- Atlantshafinu, þar sem herflug þeirra gefur til kynna að þeir séu að reyna að skapa sér stöðu og áhrifasvæði. Margir, þar á meðal erlendir fjármálasérfræðingar, telja að hér sé ekki endilega um neitt „vinarbragð“ að ræða hjá Rúss- um, heldur tilraun til að seilast til áhrifa. Það er ekki hægt að útiloka að Rússar telji sig geta komizt upp með meira á Norð- ur-Atlantshafinu ef þeir taka þátt í að hjálpa NATO-ríkinu Íslandi út úr erfiðri efnahags- kreppu. Þess vegna var reyndar gott hjá Geir H. Haarde forsætis- ráðherra að rifja upp harða gagnrýni sína á framferði Rússa er hann ræddi um hið mögulega rússneska lán á blaðamannafundi í gær. Í þessu máli má ekki gleyma því að Ísland og Sovétríkin voru hvort í sínu liðinu í hinni harðvítugu baráttu kalda stríðsins. Íslenzkir ráðamenn gagnrýndu harðlega mannrétt- indabrot og yfirgang Rússa og sovézkir árásarkafbátar og herflugvélar voru eins og mý á mykjuskán um- hverfis Ísland. Engu að síður áttu ríkin með sér blómleg viðskipti um áratugaskeið. Það sama á auðvitað við um Ísland og Rússland nútímans: hægt er að eiga viðskipti á jafnræðis- grundvelli, sem báðir hagnast á, en deila á pólitíska sviðinu. Geir H. Haarde sagði í gær að í vandræðum sínum hefði Ís- land leitað til margra vinaríkja, en hvergi mætt skilningi nema hjá Norðurlöndunum. Í þeirri stöðu leituðu menn sér að nýj- um vinum. Fyrri tilkynning Seðlabanka Íslands í gær um Rússlands- lánið virtist fljótfærnisleg og flausturslega unnin. Annað- hvort þarf bankinn að vanda sig betur eða – sem er ekkert sér- staklega ólíklegt – var verið að drífa þessar upplýsingar út til umheimsins, í því skyni að gömlu vinirnir rönkuðu við sér. Það gerðu frændur okkar Norðmenn strax; norski fjár- málaráðherrann sagðist reiðubúinn að aðstoða Ísland og Stoltenberg forsætisráð- herra hringdi í Geir Haarde í gær til að bjóða fram stuðning. Enda eru Norðmenn sennilega ekkert spenntir fyrir því að Rússar eflist frekar á norð- urslóðum. Rumska fleiri af gömlu vin- unum? Mun bandaríski seðla- bankinn halda áfram að senda út óskiljanlegar tilkynningar um viðræður við Íslendinga eða er enn einhver taug á milli Reykjavíkur og Washington? Rumska fleiri gamlir vinir en Norðmenn?}Nýju vinir okkar? Hrun Lands-bankans gæti haft í för með sér að íslenskir skatt- borgarar þurfi að bæta breskum og hollenskum sparifjáreigendum allt að 560 milljarða króna tap. Þetta er vegna svokallaðra Ice- save-reikninga, sem bankinn var með á Bretlandi og í Hol- landi. Það er með ólíkindum að bankinn skuli hafa stundað við- skipti með þessum hætti, vit- andi vits að verið væri að skuldbinda Tryggingasjóð innistæðueigenda á Íslandi. Í Morgunblaðinu í dag kem- ur fram að Icesave-reikning- arnir falla undir reglur, sem gilda á evrópska efnahags- svæðinu þess efnis að fari illa eigi innistæðueigendur að leita fyrst til upprunalands eftir bótum áður en þeir geta leitað til heimalandsins. Landsbank- inn hafði því samkvæmt þess- um reglum fulla heimild til að stofna útibú í þessum tveimur löndum. Á Bretlandi er augljóslega gert ráð fyrir því að Íslend- ingar muni standa við skuldbindingar sínar og greiða innistæðueigend- um allt að 16 þús- und pund og breski innistæðusjóðurinn taki þá við og leggi fram allt að 50 þúsund pund til viðbótar. Gera má ráð fyrir því að sömu kröfur verði gerðar í Hollandi. Því yrði ekki tekið af léttúð ákvæðu Íslendingar að standa ekki við þær skuldbindingar, sem Landsbankinn hefur búið til með þessum reikningum, sem til skamms tíma var hamp- að eins og þeir væru ljósið í myrkrinu, en ekki viðbótarfarg á myllusteininn. Vanefndir gætu hæglega orðið að milli- ríkjadeilu. Það er súrt í broti að þurfa að standa við þessar skuldbind- ingar og óskiljanlegt að Lands- bankinn skyldi ekki fara sömu leið og Kaupþing og ganga þannig frá hnútum að innistæð- urnar væru tryggðar í heima- landi viðskiptavinanna. Nægur er skellurinn vegna ævintýra- mennsku íslenskra banka- manna samt. Skellurinn vegna Icesave gæti orðið 560 milljarðar} Óþörf viðbótarbyrði S annir jafnaðarmenn hafa viðkvæma sál og finna til með öðrum á erf- iðum tímum. Þeim gengur yfirleitt illa að leyna þessum tilfinningum sínum eins og opinberaðist greini- lega í fari Jóhönnu Sigurðardóttur í Kast- ljósþætti síðastliðið mánudagskvöld. Hún tók hinn skelfilega efnahagsvanda greinilega mjög nærri sér. Þessi svipur sást ekki á Geir Haarde og hans fólki sem er reyndar ekkert skrýtið. Kapítalistarnir eru yfirleitt harðir af sér, það er bara í eðli þeirra. Þeir eru jarðbundnir að eðlisfari og finnst veikleikamerki að sýna að þeim sé brugðið. Sem merkir ekki að þeir hafi ekki tilfinningar, þeir eru bara meira inn í sig á tilfinningasviðinu en jafnaðarmennirnir. Vinstri-grænir ganga um með hinn óþol- andi „Ég sagði ykkur þetta allt fyrir löngu“-þrumusvip. En hverjum átti svosem að geta dottið í hug að þessir afturhaldsskarfar, eins og þeir eru venjulega stimplaðir, hefðu haft á réttu að standa allan tímann í baráttunni gegn einkaþotu-kapítalistunum? Framsóknarmenn láta svo eins og þeir séu bernskir og hugsjónaríkir í pólitík, hafi ekki setið í ríkisstjórn fyrir nokkrum árum og aldrei nokkurn tíma látið sér til hugar koma að leggja blessun sína yfir einkavæðingu bank- anna. Hvað Frjálslynda flokkinn varðar þá getur hinn dæmigerði fylgismaður þess flokks fundið huggun í því að í ömurlegu efnahagsástandi hrökklast útlendingar frá Íslandi og halda til síns heima. Og aldrei þessu vant spyrst ekkert til út- rásarvíkinganna galvösku sem lögðu undir sig bankakerfið þannig að eftir var tekið og virtust lifa sælir við glaum og glys. Engu er líkara en þeir séu horfnir af landi brott í einkaþotunum sínum. Fjölmiðlar hafa svo yfrið nóg að gera. Sum- ir þeirra eru að hræða líftóruna úr almenn- ingi með fréttaflutningi um yfirvofandi fjöldagjaldþrot, vöruskort og einangrun landsmanna í kulda og trekki. Fjölmiðlafólk móðgast svo ógurlega þegar viðmælendur þess benda kurteislega á að það eigi ekki að tala ástandið niður. Alvöru fjölmiðlafólk sér ekki marktækt fréttaefni í björtu hliðunum, svoleiðis dútlefni er að þess mati bara fyrir Séð og heyrt og önnur léttvæg blöð sem líta svo á að hlutverk þeirra sé að gera lífið skemmtilegra. Almenningur, sem lifði að flestu leyti góðu lífi fyrir tíu dögum eða svo, bregst yfirleitt skynsamlega við. Fólk endurtekur hvað við annað það sem stjórnmálamenn- irnir hafa sagt á undanförnum dögum: „Við komumst í gegnum þetta.“ Og það er ákveðin huggun í orðum for- svarsmanna atvinnulífsins sem segja að möguleikar fel- ist í stöðunni. Það er ekki útilokað að þjóðin komist að mestu ósködduð frá kreppunni. Með þrautseigju og útsjónar- semi má vinna óvænta sigra. Það sem mestu skiptir er að hræðast ekkert og nenna að berjast. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Við komumst í gegnum þetta Brown gefur stefnuljós til vinstri FRÉTTASKÝRING Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is V ið þessar aðstæður er „ekki rétti tíminn til að láta nýliða“ spreyta sig, sagði Gordon Brown, forsætisráðherra Bret- lands, í ræðu sinni á flokksþingi Verkamannaflokksins í september. Hart hafði verið sótt að honum fyrir þingið en Brown virðist hafa tekist að snúa taflinu við, m.a. með því að færa flokkinn til vinstri. Það gæti reynst vinsælt í kreppu kapítalismans og nú er munurinn á Verkamannaflokkn- um og Íhaldsflokknum í könnunum miklu minni en verið hefur síðustu mánuði, hann er um 10%. Líklega hefur Brown tekist að tryggja stöðu sína fram að næstu kosningum sem verða ekki síðar en árið 2010. Hann var eldsnöggur að átta sig á því að nú væri rétti tíminn til að dusta rykið af gömlum vinstri- slagorðum. Tony Blair lagði á sínum tíma áherslu á að færa flokkinn inn á miðju og jafnvel lengra, það hentaði þá og dugði til sigurs 1997. Pólitískir loftfimleikar Browns, sem að sjálf- sögðu var í öllum aðalatriðum sam- mála Blair, hljóta að vekja aðdáun, aðrir gætu sagt að hann sé bara að laga sig að breyttum aðstæðum. Hann segir flokkinn munu sem fyrr styðja markaðsskipulagið og einka- framtakið, en skipulagið verði að taka breytingum. „Á sama hátt og þeir sem studdu umsvifamikil ríkisafskipti reyndust hafa rangt fyrir sér hafa þeir sem boða óheftan markaðsbúskap reynst vera á rangri leið,“ sagði ráðherrann. Hann sagði Verkamannaflokkinn vera fylgjandi því að ríkisvaldið léti mjög til sín taka, það yrði að nota tæki sín og tól til að verja litla mann- inn í samfélaginu fyrir hættum kapít- alismans. Stundum var sagt að Brown væri fulltrúi hefðbundinna vinstri- áherslna gagnvart einkavæðingar- áformum Blairs en þar er samt um mikla einföldun að ræða. Hitt er ljóst að Brown er meira fyrir miðstýringu í gamla stílnum en Blair og hefur jafnt og þétt aukið útgjöld til marg- víslegra verkefna ríkisins. En ekki þykir sá fjáraustur hafa borið nægi- legan árangur. Ferill hans er því um- deildur en enginn neitar því að hann er með mikla reynslu. Brown hefur verið afar óvinsæll í könnunum á þessu ári en hefur mjög rétt úr kútnum síðustu vikurnar. Þegar heimurinn virðist vera á hverf- anda hveli, finnst mörgum Bretum líklega skást að hafa við stýrið mann sem hefur mikla reynslu af efnahags- málunum en Brown var fjármálaráð- herra frá 1997, er Verkamannaflokk- urinn tók við, fram til 2007. Þá tók hann við stjórnarforystunni af Blair. Tvær flugur í einu höggi Ummælin um nýliða, leiðtoga án reynslu, hittu í mark og öllum er ljóst að hann átti ekki eingöngu við David Cameron, leiðtoga Íhaldsmanna, heldur einnig David Miliband utan- ríkisráðherra sem einkum hefur ver- ið nefndur sem líklegur arftaki ef Brown hrökklast frá. Báðir eru þess- ir menn ungir og tiltölulega óreyndir. Brown hefur oft verið sakaður um að eiga erfitt með að heilla almenning og þylur gjarnan upp hagtölur sem varla blása mörgum eldmóð í brjóst. Hann brá á það ráð að taka eiginkonu sína með upp á sviðið á flokks- þinginu, hún þykir koma vel fyrir og auka veg ráðherrans, gera yfirbragð hans manneskjulegra. Brown hélt uppi vörnum fyrir þurrpumpulegan ræðustíl sinn og al- vöruþunga. „Ég fór ekki í pólitík til að verða frægur eða vinsæll,“ sagði hann og bætti við: „sem er líklega eins gott.“ Reuters Væringar? Gordon Brown með David Miliband utanríkisráðherra á þingi Verkamannaflokksins í september eftir að leiðtoginn hafði flutt ræðu sína. FYRIR nokkrum dögum stokkaði Brown upp í stjórn sinni og lék óvæntan leik. Hann tók hinn um- deilda Peter Mandelson aftur inn í stjórnina en Mandelson hefur í fjög- ur ár setið í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í Brussel og farið þar með alþjóðaviðskipti. Mandelson, „Fursti myrkranna“, eins og hann var uppnefndur, er af- ar umdeildur maður, leggur sig ekki alltaf í líma við að þóknast al- þýðu manna og sækir mjög í fé- lagsskap auðkýfinga. Hann var einn nánasti samverkamaður Tonys Blairs en varð tvisvar að hverfa úr ráðherraembætti vegna hneykslis- mála. Mandelson tekur við viðskipta- málunum. Hann þykir afburðasnjall í að skipuleggja kosningabaráttu, einstakur refur og ósvífinn. En mestu skiptir að ef samstarfið tekst vel getur Brown tekist að sameina fylkingarnar, misklíðin milli hans og stuðningsmanna Blairs yrði ekki lengur til trafala. FURSTI FRIÐARINS?››

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.