Morgunblaðið - 08.10.2008, Síða 24

Morgunblaðið - 08.10.2008, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ólafía GuðrúnOttósdóttir fæddist í Reykjavík 13. ágúst 1952. Hún andaðist á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 29. september síð- astliðinn. Hún var dóttir hjónanna Guðbjargar Jós- efsdóttur, f. 13.9. 1916, d. 16.2. 2000 og Höskuldar Ottós Guðmundssonar, f. 9.10. 1910, d. 23.8. 1993. Ólafía var næstyngst í hópi fjögurra systkina, en hin eru a) Guðmundur, f. 26.9. 1943, maki Anna Þóra Sigþórsdóttir, f. 1.8. 1943, b) Sigríður Hera, f. 1.1. 1945, maki Ástvaldur Hólm Ara- son, f. 2.9. 1924, og c) Berglind Jóna, f. 5.12. 1959, maki Daníel Helgason, f. 11.4. 1957. Ólafía giftist 20. september 1975 Hreini Ómari Sigtryggs- syni, f. 9.5. 1952, þau eignuðust þrjú börn: a) Ottó Bergvin, f. 27.10. 1974, sonur hans og Sig- urlínu Andr- ésdóttur, f. 11.1. 1974, er Ómar Andrés, f. 22.7. 2001, b) Ásdís, f. 1.12. 1977, maki Kevin Brian Snoots, f. 6.10. 1976, börn 1) Kevin Brian Jr., f. 30.9. 2000 2) Krista Sóley, f. 28.10. 2004 3) Kristófer Óli, f. 1.9. 2006 c) Svandís, f. 10.4. 1984, maki Jeffrey Charles Danzer, f. 8.3. 1982. Ólafía ólst upp í Skerjafirði sunnan flugbrautar. Hún gekk í Miðbæjarbarnaskólann og síðar í Lindargötuskóla. Á uppvaxt- arárum var hún í sveit á sumrin í Arnarholti í Biskupstungum. Ólafía vann á Landspítalanum við Hringbraut og við hin ýmsu verslunarstörf meðan heilsan leyfði. Útför Ólafíu fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku mamma mín. Ég man hvað mér brá þegar þú greindist með krabbamein. Mér fannst það óhugs- andi, þú varst aðeins 53 ára, hvernig gat það staðist, þú áttir eftir að gera svo mikið. Það var síðan alveg aðdá- unarvert að fylgjast með hvað þú varst dugleg þar sem þú fórst í gegnum háskammtalyfjameðferð og stofnfrumuígræðslu. Um skeið hresstist þú mjög mikið og pabbi sá til þess að þið nutuð tímans sem mest. Þið komuð tvisvar út í heim- sókn til mín til Bandaríkjanna, fóruð til Kúbu og Parísar. Þú varst alltaf svo dugleg og drífandi. Það var síð- an fyrir þremum vikum að pabbi hringdi til mín og sagði að nú skyldi ég fara að koma heim, ég er ofboðs- lega fegin að hafa farið að ráðum hans. Þegar ég kom þangað sem þú lást á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, sagðir þú við mig: „Nú fæ ég kannski styrk,“ og þú sannarlega gerðir það. Þessi tími með þér á líknardeild mun ávallt fylgja mér. Þú varst elskuð af svo mörgum og þú áttir svo mikið í mörgum. Sem dæmi varstu send 16 ára gömul með Vilhelmínu, bróðurdóttur þína, til Kaliforníu þar sem hún gekkst undir erfiðar aðgerðir og þú varst hennar fylgdarmanneskja í Bandaríkjunum í rúmt ár. Það var líka yndislegt að vera hjá þér í sumar og minnisstæð- ast er þegar þú fórst í brúðkaupið til Bergdísar systurdóttur þinnar, þú hafðir verið mjög veik vikuna áður, en fannst svo styrk til að mæta og varst ásamt brúðinni stjarna dags- ins. Þú varst líka einstök amma. Þegar við kvöddum þig í lok júlí sendir þú mig út með hálfa ferða- tösku af afmælispökkum og jólagjöf- um fyrir barnabörnin. Eftir að pabbi setti töskurnar út í bíl kom hann hissa til baka og sagði okkur að ein af ferðatöskunum væri að tala og segja „I love you“, mamma hló og sagði að þetta væri afmælispakkinn hennar Kristu Sóleyjar. Krista á af- mæli núna í þessum mánuði og mun þessi pakki vera henni og okkur sér- stakur og táknrænn fyrir þá hlýju og ást sem þú sýndir okkur ávallt. Elsku pabbi minn, guð gefi þér styrk til að takast á við þinn mikla missi og mundu hvað mamma sagði við þig, „að lifa lífinu lifandi“. Elsku mamma, ég var heppin að eiga þig sem móður og ég veit að þú munt fylgjast með okkur og leið- beina í gegnum lífið. Þín dóttir Ásdís. Elsku mamma mín, ég trúi því eiginlega ekki að nú sitji ég hér inni í litla herberginu, eins og þú kallaðir það, og sé að skrifa minningarorð um þig. Það er svo margs að minn- ast og það er svo sárt að hugsa til þess að þú hefur nú kvatt þetta líf. Þú varst alveg einstök mamma, vild- ir allt fyrir þína gera. Þú varst alltaf til staðar ef eitthvað var, tilbúin að hlusta og ráðleggja manni. Kenndir okkur systrunum að halda heimili eins og þér var best lagið og er ég afskaplega þakklát fyrir það. Ég mun ávallt reyna að feta í fótspor þín enda varst þú fyrirmynd sem best má vera. Þú varst einnig frábær amma, en þú áttir orðið fjögur barnabörn sem þótti ofboðslega vænt um þig. Og ég veit að þér fannst mjög leiðinlegt að geta ekki séð þau vaxa úr grasi. En ég get nú lofað þér, mamma mín, að við systkinin og pabbi munum sjá til þess að þau og hin ófæddu börn fái að kynnast þér þó að þú sért farin. Ofarlega mér í huga og afar minni- stætt er þegar við sátum stundum saman niðri í eldhúsi á morgnana og ræddum um hvað okkur hafði dreymt um liðna nótt á meðan við snæddum morgunverð. En ég hafði alltaf rosalega gaman af því að spá í þýðingu drauma með þér. Oft og tíð- um dreymdi þig hana ömmu Guð- björgu og fannst þér afar gott að vita af því að hún fylgdist með okkur hérna megin. Nú veit ég, mamma mín, að amma hefur beðið eftir þér hinum megin og tekið á móti þér opnum örmum. Ég veit líka að nú líður þér loksins vel. Þú varst algjör hetja í gegnum afar erfið veikindi síðustu ára, en ég segi nú bara eins og pabbi, ég hef aldrei vitað sterkari konu. Nú kveð ég þig um sinn með sárum söknuði, elsku mamma mín, hvíl í friði. Þín dóttir, Svandís. Elskulega svilkona mín er látin eftir erfiða baráttu við krabbamein. Minningar streyma fram. Við erum búnar að vera vinkonur í 36 ár. Ólafía var myndarleg húsmóðir, vildi hafa allt í röð og reglu. Heimili þeirra Bóa bar vott um mikinn myndarskap. Mikill samgangur var á milli okkar. Börnin okkar voru á líkum aldri. Við fórum saman í tjald- ferðir flest sumur og einnig ferðalög erlendis. Minnisstæð er ferð til Kúbu snemma árs 2007, þá var Óla búin að vera í krabbameinsmeðferð en var mjög hress í þeirri ferð. Fyrir ári fórum við með þeim til Wash- ington D.C. í heimsókn til Ásdísar dóttur þeirra og fjölskyldu. Þar veiktist hún alvarlega og var lögð inn á sjúkrahús. Það voru erfið spor. En til allrar hamingju komst hún heim með okkur á áætluðum tíma. Þetta ár hefur verið erfitt. Lyfja- og blóðgjafir og nokkrar innlagnir á Landspítalann. Ásdís og Svandís búa báðar í Bandaríkjunum. Þær eru búnar að vera hjá móður sinni á líknardeildinni í 2 vikur og hafa staðið sig með miklum sóma. Kæra vinkona, ég kveð þig með söknuði. Við Vilberg sendum Bóa, Ottó, Svandísi, Jeffrey Ásdísi, Kevin og börnum þeirra okkar innilegustu samúðaróskir. Megi Guð styrkja ykkur á þessari sorgarstundu. Þín vinkona, Gerður Hjaltalín. Okkur langar með örfáum orðum að minnast hennar Ólu, systur, mág- konu og frænku, sem lést á líkn- ardeild Landspítalans 29. septem- ber sl. Aðeins 16 ára gömul fór hún vest- ur til Kaliforníu með Villu frænku sína sem fór þangað til lækninga. Var hún þar í eitt og hálft ár og stóð sig mjög vel í umönnun á litlu frænku sinni og fyrir það er ég henni ævinlega þakklátur. Hún kom ávallt í heimsókn til Villu á jóladag til að gleðja hana á afmælisdeginum sínum og var þá oft glatt á hjalla. Ólafía var mjög opin og hlý mann- eskja. Hún vildi allt fyrir alla gera og alltaf gat maður leitað til hennar ef eitthvað bjátaði á, sest niður og rætt málin. Hún var mjög næm ef eitthvað var að og vildi alltaf hjálpa fólki strax. Ólafía hafði mjög gaman af að ferðast innanlands sem utan og fór nokkrum sinnum til Spánar og til Bandaríkjanna þar sem dætur hennar búa. Hún lifði fyrir að vera með barnabörnum sínum og vildi allt fyrir þau gera. Hún hafði gaman af því að koma í sumarbústað til bróður síns í Skorradal og þar var mikið rætt og skrafað og margt skondið sem kom upp í viðræðunum. Það var mjög gott að heimsækja þau hjón í Klapparbergið og alltaf tekið vel á móti manni. Heimili þeirra hjóna var mjög hlýlegt, nota- legt og hreint og fínt þar sem Ólafía var mikil snyrtikona. Ólafía elskaði að huga að garði sínum og eyddi mörgum stundum í að gera hann fín- an, hennar litir voru hvítt og lillað og var þó nokkuð af svoleiðis blóm- um í garðinum. Hún átti kisuna Dimmalimm í 18 ár sem hún hafði mikla ánægju af og sinnti henni mjög vel. En vegna veikinda kisu var hún látin fara í maí og þótti Ólaf- íu það mjög miður því væntumþykj- an var mikil. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði – líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson.) Við vottum fjölskyldu hennar og öðrum ættingjum dýpstu samúð og biðjum guð að styrkja þau í sinni miklu sorg. Hvíl í friði, elsku Óla. Guðmundur bróðir, Anna, Vilhelmína, Grétar og fjölskylda. Elsku Ólafía móðursystir lést mánudaginn 29. september. Vil ég minnast hennar með nokkrum orð- um hér. Hún Ólafia var elskuð af öllum enda var hún svo indæl og hjartagóð að það var ekki hægt annað. Hún studdi við bakið á öllum þeim sem þurftu á því að halda og var ætíð tilbúin til að setjast niður og hlusta ef maður hafði þörf fyrir að létta á hjarta sínu. Hún hlustaði rólega og ráðlagði. Það var svo indælt að tala við hana. Ég hef alltaf verið afar ná- in henni móðursystur minni og hennar fjölskyldu enda eyddum við dætur hennar mörgum stundum saman sem krakkar. Er ég flutti ut- an af landi og í bæinn var húsið hennar Ólafíu alltaf opið fyrir mér ef ég þurfti á því að halda. Og alltaf boðið upp á eitthvað að drekka, kök- ur og kex. Man ég meira að segja eftir því að einn daginn var hún búin að kaupa kakó þar sem hún vissi að ég drykki ekki mjólk án kakós. Ólafía hefur alltaf verið svo gestrisin og góð. Ég man alltaf eftir frænku minni sem hafði stjórn á öllum sín- um hlutum og ef mann vantaði eitt- hvað átti hún það og hver hlutur var á sínum stað. Enda var heimili henn- ar svo hlýlegt og andrúmsloftið gott. Hún hafði hjarta og sál hennar móð- ur sinnar enda er ekki minnsti efi í mínum huga að hún ástkæra amma mín hafi tekið afar vel a móti dóttur sinni og nú séu þær nú saman. Ég vil enda þetta með ljóði sem mér var sent einu sinni og lýsir henni elskuðu Ólafíu vel. Er allt virtist tregablandið og lífið þungt sem blý komst þú sem sólskin í þokubakka og lyftir hulunni af lífi okkar Þú, björt og brosmild kurrandi hlátur og blíð orð hugulsemi og umhyggja allt þetta pakkað inn í fallegar umbúðir Draugasagan nú spennubók með óvæntum endalokum hvers dags Öll þeytumst við upp að morgni vitandi að dagurinn verði ljúfur Er þú hvarfst skyndilega dimmdi yfir augnablik en svo birtist leiðarljós við fætur okkar er minningarnar um þig brostu við okkur Leiðir okkar lágu saman þá og gera það aftur í Nangijala (Dýrlaug.) Guð geymi þig og láttu þér líða vel. Þín frænka Elísabet Rósa. Mig langar að minnast Ólafíu, æskuvinkonu móður minnar, með nokkrum orðum. Ólafía og móðir mín, Kristín, kynntust í Skerjafirð- inum fyrir mína tíð og er ég búin að þekkja hana allt mitt líf þó svo að sambandið hafi ekki verið mikið síð- ustu ár. Mér er minnisstætt í upp- vextinum þegar maður fór með mömmu í heimsókn til Ólafíu og Bóa þar sem þau bjuggu í Seljahverfinu og síðar í Hólahverfinu. Á barns- aldri fórum við alltaf í barnaafmælin til barnanna þeirra Ólafíu og Bóa og þau komu til okkar og alltaf var mik- il gleði á þeim stundum, mæður okk- ar gátu talað út í eitt og urðu ekki uppiskroppa með umræðuefnin, en þær nutu þess tíma. Þegar við fluttum úr Breiðholtinu upp í Mosó 1982 varð aðeins lengra að fara í heimsóknir en þær urðu samt ekki síðri með árunum. Fyrir u.þ.b. tveimur og hálfu ári fékk ég þær fréttir frá móður minni að Ólafía væri með illkynja ólæknandi sjúkdóm, sem hún barðist hetjulega við. Fyrir ári greindist svo móðir mín með svipaðan illkynja sjúkdóm sem hún lést af í mars. Báðar lágu þær á sömu deild á Landspítalanum áður en móðir mín lést og vissu þær ekki hvor af annarri, búnar að vera þar saman í viku, fyrr en einn dag að ég hitti Bóa fyrir utan á leið frá móður minni og hann að fara til Ólafíu. Úr varð að Bói fór með Ólaf- íu til móður minnar og varð þetta seinasta skiptið sem æskuvinkon- urnar hittust á þessu jarðríki. Ég veit að móðir mín tók vel á móti henni Ólafíu þegar hún kvaddi þennan heim og er ég þess fullviss að nú eru þær báðar þjáningarlaus- ar og líður vel, æskuvinkonurnar sameinaðar á ný. Þegar ég heimsótti ykkur hjónin fyrir rúmum mánuði sá ég hvað þú áttir yndislegan mann sem gerði allt fyrir þig og elskaði þig heitt. Bið ég góðan Guð að styrkja hann í þessari miklu sorg. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. (Valdimar Briem) Elsku Bói, Ottó, Ásdís, Svandís og fjölskyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Rósa Jóhannsdóttir. Ólafía Guðrún Ottósdóttir Ólympíumótið Íslendingar taka nú um stundir þátt í ólympíumótinu. Tvö lið fóru til keppni, þ.e. opinn flokkur og ung- lingaflokkur. Báðum liðum gengur vel en fylgjast má með gangi mála á bridge.is. Íslandsmót kvenna um helgina Íslandsmót kvenna í tvímenningi verður spilað um helgina. Spilað verður föstudagskvöldið 10. okt. og hefst spilamennska kl. 19. Laugar- daginn 11. okt. hefst spilamennska kl. 11. Hægt er að skrá sig í síma 587-9360 og á heimasíðu BSÍ. Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 6. október var spil- aður mitchell-tvímenningur á sjö borðum og er greinilegt að kvenfólk- ið er komið í „gírinn“ fyrir Íslands- mót kvenna um helgina því konur leiddu í báðum riðlum allt kvöldið, nema hvað tveimur körlum tókst að ná efsta sætinu í A-V í síðustu slög- unum. Helstu úrslit urðu í N-S Hulda Hjálmarsd. - Guðný Guðjónsd. 191 Hermann Friðrikss. - Hjálmar Pálsson 179 Sigurjón Harðars. - Haukur A. Árnason 178 A-V Friðþjófur Einars. - Guðbr. Sigurbergs. 196 Kristín Þórarinsd. - Helga Bergmann 190 Dröfn Guðmundsd. - Hrund Einarsd. 175 Mánudaginn 13. okt. hefst tví- menningskeppni og verður spilaður þriggja kvölda barómeter sem er mjög skemmtilegt keppnisform. Veitingastaðurinn A. Hansen mun gefa vegleg verðlaun og eru þeir sem ekki eru þegar skráðir beðnir að hafa samband við Erlu, s. 659-3013 eða Þórð, s. 862-1794 fyrir kl. 18.00 mánud. 13. okt. Spilamennska hefst kl. 19 í Hraunseli, Flatahrauni 3. Gullsmárabrids Spilað var á 10 borðum sl.mánu- dag 6. október. Úrslit í N/S Kristín Óskarsd. – Gróa Þorgeirsd. 207 Haukur Guðbjartss. – Jón Jóhannss. 187 Dóra Friðleifsd. – Heiður Gestsd. 178 A/V Elís Kristjánss. – Páll Ólason 201 Ragnh. Gunnarsd. – Haukur Guðmss. 198 Einar Kristinss. – Halldór Heiðar 188 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birt- ing dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.