Morgunblaðið - 08.10.2008, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 08.10.2008, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í KRINGLUNNI - S.V. MORGUNBLAÐIÐ SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI -BBC -HJ.,MBL JÁKVÆÐASTA MYND ÁRSINS MYND SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA HVERNIG MYNDI LÆKNANEMI FRAMKVÆMA HIÐ FULLKOMNA MORÐ!? ATH. STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA. EINHVER HROTTALEGASTA SPENNUMYND SÍÐARI ÁRA, Í ANDA HINNA MÖGNUÐU FLATLINERS -TOMMI - KVIKMYNDIR.ISS.V. - MORGUNBLAÐIÐ - S.V., MBL - Ó.H.T., RÁS 2 - 24 STUNDIR - B.S., FBL PATHOLOGY kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára HAPPY GO LUCKY kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára WILD CHILD kl. 6 LEYFÐ JOURNEY TO THE C... kl. 103D LEYFÐ 3D - DIGITAL GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ SMART PEOPLE kl. 6 B.i. 12 ára / KRINGLUNNI GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ TROPIC THUNDER kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára CHARLIE BARTLETT kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára DEATH RACE kl. 10:10 B.i. 16 ára PATHOLOGY kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára PATHOLOGY kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára LÚXUS VIP WILD CHILD kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ JOURNEY TO THE C... kl. 5:50 3D LEYFÐ 3D - DIGITAL SVEITABRÚÐKAUP kl. 5:50 - 8 LEYFÐ SVEITABRÚÐKAUP kl. 5:50 LEYFÐ LÚXUS VIP / ÁLFABAKKA Sally Hawkins sem fékk Berlínabjörninn fyrir besta leik skapar hina eftirminnilegu Poppy sem sér heiminn alltaf jákvætt Mike Leigh leikstjóri Secrets & Lies og Veru Drakeer meistari í persónusköpun Það er ekki langt síðan slúð-urmiðlar heimsins voru full-ir af svörtum spám um af- drif poppprinsessunnar Britney Spears. Hver dálksentimetrinn af öðrum var fylltur af hneyksl- anlegum fréttum af hegðun henn- ar sem var með hinu furðulegasta móti. Myndir náðust af henni raka af sér hárið, svipta nærbuxnalaus upp um sig pínupilsum, undir áhrifum vímuefna, með misgáfu- lega karlmenn upp á arminn. Hún hótaði að fremja sjálfsmorð, stóð í forræðisdeilum við barns- föður sinn, Kevin Federline, og missti forræði yfir sonunum tveim- ur til hans. Ekki sá fyrir endann á ógæfu hennar og botninum var náð er hún fékk taugaáfall í upp- hafi þessa árs og var flutt í skyndi á sjúkrahús. Aðstandendur Spears báðu fjölmiðla um vægð eftir sjúkrahúsinnlögnina og urðu þeir við þeirri bón. Hin saklausa mey sem kom eins og bleikur andblær inn í poppheiminn fyrir nokkrum árum var útötuð og hlakkaði í mörgum yfir falli hennar. Flestir bjuggust við að ekki yrði aftur snúið fyrir Spears og hún myndi lifa á fornri frægð til dauðadags en annað hefur nú komið á daginn, stjarnan hefur snúið aftur.    Í sumar fór að kræla lítillega áSpears í fjölmiðlum, myndir af henni sællegri á sólarströnd birt- ust öðru hverju og voru at- hugasemdirnar jafnan jákvæðar. Hún var komin í fantaform, leit vel út og virtist vera að jafna sig. Það var svo er líða tók að hausti sem Spears fór að birtast á op- inberum samkomum og gefa fjöl- miðlum færi á sér, en nú á allt annan hátt en áður. Í ágúst birtist hún á forsíðu OK! í sínu fyrsta viðtali í tvö ár að sögn blaðsins. Stór myndasyrpa fylgdi viðtalinu og allar sýndu myndirnar hana hvítklædda, með bros á vör og börnin sín tvö. Í viðtalinu ræddi hún mikið um guð og fjölskylduna, ímyndin var orðin allt önnur, hún var hvítþvegin. Endurkoman náði síðan nýjum hæðum í september er hún fékk þrenn verðlaun á bandarísku MTV-tónlistarverðlaunahátíðinni, sviðsljósið varð aftur hennar. Söngkonan vinnur nú að nýrri plötu sem á að koma út á 27 ára afmælisdegi hennar, 2. desember næstkomandi. Platan hefur hlotið nafnið Circus og má ætla að hún verði einhvers konar uppgjör við fyrra líf hennar sem minnti oftar en ekki á fjölleikahús. Miklar væntingar eru gerðar til þessa grips sem vonandi munu standast Spears vegna.    Fréttaflutningur af Spears hef-ur allur færst í annað horf, fréttirnar í dag snúast um vænt- anlega plötu, góðgerðarstarf sem hún virðist einbeita sér að um þessar mundir og fjölskylduna en hún hefur fengið aukinn umgengn- isrétt yfir sonunum. Þeir sem spáðu falli Britney Spears verða nú líklega að éta hatt sinn því meyjan er upprisin, jafn- vel hreinni en fyrr. ingveldur@mbl.is Meyjan er upprisin AF LISTUM Ingveldur Geirsdóttir » Í viðtalinu ræddi húnmikið um guð og fjölskylduna, ímyndin var orðin allt önnur, hún var hvítþvegin. Reuters Sælleg Britney Spears tekur sæl og glöð við verðlaunum á MTV-tónlistarverðlaunahátíðinni í haust. SKIPULEGGJENDUR Glastonbury stefna nú á að fá rapparann Kanye West til þess að koma fram á næstu hátíð, en sú ákvörðun þeirra að velja Jay-Z sem aðalnúmer í ár var mjög umdeild. Fastagestir hátíð- arinnar sögðu að hún hefði í gegn- um tíðina fyrst og fremst verið rokkhátíð og voru þeir ekki sáttir við að rapparar væru farnir að stela senunni. Til þess að forðast sömu vandræði mun Kanye West ekki verða auglýstur sem stærsti skemmtikrafturinn á hátíðinni. Michael Eavis, skipuleggjandi Glastonbury-hátíðarinnar sagði í samtali við Bang Showbiz frétta- veituna: „Okkur þætti frábært að fá Kanye West, við erum mjög hrifin af honum. En ég myndi þá vilja að hann kæmi fram á hliðarsviði, ekki á aðalsviðinu. Á næsta ári ætlum við að byggja hátíðina meira á hefð- bundnum atriðum.“ Rappið sett til hliðar Á hliðarlínunni Kanye West. SÖNGKONAN Beyonce Know- les hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um hjóna- band sitt og rapparans Jay-Z, en þau hjóna- korn hafa hingað til ekki einu sinni viljað staðfesta að þau væru gift þó að brúðkaup þeirra í apríl sl. spyrðist út til fjöl- miðla. „Það sem við Jay höfum er mjög raunverulegt. Það snýst ekki um viðtöl eða það að láta taka af okkur myndir,“ sagði hún í samtali við tímaritið Essence. Þá sagði Beyonce að hún vildi að sín yrði minnst í framtíðinni sem tónlistar- manns sem hefði sett sín spor á tón- listarsöguna. „Ég vil að fólk virði mig sem konu í mjög hæfi- leikaríkum sönghópi sem átti góð lög og frábærar raddir. Við breytt- um menningu kvenna, ekki bara í Bandaríkjunum heldur um allan heim.“ Tjáir sig um hjónabandið Beyonce Knowles

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.