Morgunblaðið - 08.10.2008, Side 36
MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 282. DAGUR ÁRSINS 2008
FME tekur stjórnina
á Glitni í sínar hendur
Fjármálaeftirlitið tilkynnti í gær-
kvöldi að það hefði skipað skilanefnd
fyrir bankann, og hún tæki yfir
stjórn hans á grundvelli neyðarlaga,
sem Alþingi setti í fyrrakvöld. Lárus
Welding verður forstjóri enn um
sinn. » Forsíða
Samið við Rússa um lán
Hafnar verða viðræður við Rússa
innan fárra daga um allt að fjögurra
milljarða evra lán til íslenska rík-
isins. Það jafngildir um 620 millj-
örðum króna. Tilkynning um að lán-
ið væri í höfn snemma dags í gær
var of snemma á ferðinni. » 2
Nýr kafli í peningamálum
Fastgengisstefna var tekin aftur
upp á Íslandi í gær. Gengið verður
látið taka mið af gengisvísitölu 175,
sem samsvarar 131 krónu gagnvart
einni evru. Sjö ár eru liðin síðan
gengi krónunnar var látið fljóta. » 9
Borgin tekur líka skell
Reykjavíkurborg fer ekki var-
hluta af umskiptunum í efnahag
landsins. Í gær var lögð fram að-
gerðaáætlun vegna þess. Gera á
áætlun um sölu eigna sem nemur að
lágmarki einum milljarði króna og
fjárheimildir ekki auknar í takt við
verðbólgu. » 6
$$3 $3 3$$
3
3$ $3 3
4 " #5%. +
#
6
!(.$$
$$3 3$
$3 3 3 3$ $3 - 7)1 %
$$3 3$
3 3 3$
$3 89::;<=
%>?<:=@6%AB@8
7;@;8;89::;<=
8C@%77<D@;
@9<%77<D@;
%E@%77<D@;
%2=%%@F<;@7=
G;A;@%7>G?@
%8<
?2<;
6?@6=%2+%=>;:;
Gosi
Borgarleikhúsinu
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700
ÞETTA HELST»
SKOÐANIR»
Staksteinar: Farið í manngreinarálit
Forystugreinar: Nýju vinir okkar? |
Óþörf viðbótarbyrði
Ljósvaki: Lögleg eiturlyf á sunnudegi
UMRÆÐAN»
Brýnt að lækka útgjöld heimilanna …
Geðveikt
Kjörnir fulltrúar
Mannréttindabrot í íslenskum skólum
Heitast 10°C | Kaldast 4°C
Vestan- og
suðvestanátt, yfirleitt
á bilinu 3-10 metrar á
sekúndu. Stöku skúrir
sunnan og vestan til. » 10
Þeir kalla sig hun-
angsflugur, gógó-
dansararnir í þátt-
unum Singing Bee
sem nú eru sýndir á
Skjá 1. » 33
SJÓNVARP»
Dansandi
flugur
TÓNLIST»
Tónleikar Ólafar vöktu
athygli í New York. » 29
Þegar nýjasta bókin
í vampírusagna-
flokki Stephenie
Meyer lak á netið
hætti hún við að gefa
hana út. » 31
BÓKMENNTIR»
Vampírur
á netinu
FÓLK»
Beyonce Knowles tjáir
sig um hjónabandið. » 32
TÓNLIST»
Bloodgroup og Skátar
ráðast út á land. » 33
Menning
VEÐUR»
1. Reiðir viðskiptavinir Landsbankans
2. Mörg hundruð milljarðar vegna …
3. Baksvið: Hvaða „vinir“ brugðust?
4. Evran dýr hjá kortafyrirtækjum
VERIÐ er að leggja lokahönd á undirbúning
fyrir fyrstu frumsýningu vetrarins á stóra sviði
Borgarleikhússins. Leikararnir í söngleiknum
Fólkinu í blokkinni fínpússuðu persónur sínar
á æfingu í gær, en verkið verður sýnt í fyrsta
sinn á föstudagskvöldið.
Fólkið í blokkinni er eftir Ólaf Hauk Sím-
onarson og fjallar um íbúa fjölbýlishúss sem
setja upp söngleik um sjálfa sig.
Söngleikur Ólafs Hauks Símonarsonar frumsýndur á föstudagskvöld
Söngelskir blokkarbúar
Morgunblaðið/Kristinn
BÓK Andra Snæs Magnasonar
Draumalandið verður gefin út er-
lendis á næstunni, þar á meðal í
Bretlandi, Danmörku og Japan.
Hann er nú í upplestrarferð um
Bretland þar sem hann sótti meðal
annars Bath lávarð heim og líkti
hann heimsókninni við það að líta
inn til Frank-N-Furters úr kvik-
myndinni Rocky Horror Picture
Show.
Bath lávarður lifir um margt sér-
stöku lífi og hefur til að mynda átt
yfir 70 ástkonur, oft á milli 10 og 20
í einu, auk þess að eiga eiginkonu
og börn. „Við fengum til dæmis að
sjá kama sutra herbergið hans sem
hann er búinn að láta skreyta sjálf-
ur. Þar eru til dæmis sex nashyrn-
ingshorn á rúmstokknum, þau eru
talin örva kynhvötina,“ sagði Andri
Snær. | 29
Draumalandið
á leið til Japans
Mátar Andri Snær og Bath.
Eftir Einar Fal Ingólfsson og
Gunnhildi Finnsdóttur
„ÞETTA er áfall fyrir lítið safn eins
og okkur, og kippir grundvellinum
að ákveðnu leyti undan rekstrinum,“
sagði Halldór Björn Runólfsson,
safnstjóri Listasafns Íslands í gær,
þegar ljóst var að aðalstyrktaraðili
safnsins hafði óskað eftir greiðslu-
stöðvun.
Margar aðrar menningarstofnanir
og íþróttafélög hafa á síðustu árum
treyst í auknum mæli á stuðning fyr-
irtækja. „Aðalstyrktaraðili okkar
var FL Group og þegar það hvarf af
yfirborði jarðar þá tóku Stoðir við.
Þær eru nú komnar í greiðsluþrot,“
segir Þröstur Ólafsson fram-
kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar
Íslands. Landsbankinn hefur einnig
stutt starf hljómsveitarinnar og óvíst
um að framhald verði á því.
Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleik-
hússtjóri segir leikhúsið ekki vera
upp á styrktaraðila komið. Hún segir
að aðeins hafi verið samið um tiltekin
einstök verkefni við slíka aðila og
nefnir í því sambandi nýstofnaðan
leikritunarsjóð sem Bjarni Ár-
mannsson og Helga Sverrisdóttir
lögðu fé til. Sagðist hún ekki eiga von
á öðru en staðið yrði við gerða samn-
inga. „En við erum í slæmri stöðu
eins og aðrir í samfélaginu og erum
að leita leiða til þess að draga saman
seglin,“ segir Tinna.
„Staðan hjá okkur er mjög góð,
við erum með mjög öfluga sam-
starfsaðila sem hafa af rausnar-
skap komið til liðs við leikhúsið og
það hefur ekki orðið nein breyting
varðandi eitt eða neitt,“ segir
Magnús Geir Þórðarson leikhús-
stjóri í Borgarleikhúsinu.
Svipaða sögu segja forsvars-
menn íþróttafélaga sem Morgun-
blaðið ræddi við. Annaðhvort eru
samningar við fyrirtæki í uppnámi
eða þeir hafa verið skornir niður.
Mörg félög hafa gripið til þess ráðs
að segja upp erlendum leikmönn-
um og þjálfurum. | 28 og Íþróttir
Styrktaraðilar hverfa
Stuðningur við íþrótta- og menningarstarf fer þverrandi
Hremmingar Samson áfall fyrir Listasafn Íslands
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Óvissa Samningar við mörg
íþróttafélög eru í uppnámi.
Í HNOTSKURN
»Sinfóníuhljómsveitinmissir 20 til 30 milljóna
tekjur á ári ef nýir stuðn-
ingsaðilar fást ekki. Heild-
arvelta hennar er 700 millj-
ónir og er hún að
langstærstu leyti rekin af
ríki og borg.