Fréttablaðið - 24.04.2009, Síða 2

Fréttablaðið - 24.04.2009, Síða 2
2 24. apríl 2009 FÖSTUDAGUR Norrænt velferðarsamfélag Tryggjum jafnan aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu, grunnheilsu- gæslu og menntun. Föllum frá frekari einkavæðingu og aukinni gjaldtöku í velferðarkerfinu og eflum lýðheilsu, heimaþjónustu og heimahjúkrun. SAMGÖNGUR Borgarstjórinn í Reykjavík og vegamálastjóri undir- rituðu fyrr í mánuðinum samkomu- lag um vegbætur í Reykjavík. Sam- kvæmt því á að fara í fjölda aðgerða sem munu auka umferðarflæði og bæta umferðaröryggi. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir samkomulagið dæmi um það hve hægt er að áorka miklu án þess að fara í stórar framkvæmdir. „Þetta eru lagfæringar sem virð- ast ekki stórar en þegar saman er komið skipta þær miklu máli. Við höfum átt mjög ánægjulegt sam- starf við samgönguráðuneytið og Vegagerðina og þetta felur í sér mörg framfaraskref í samgöngu- málum fyrir Reykvíkinga.“ Reiknað er með að öll verkin verði unnin á árinu 2009. Eink- um er um að ræða úrbætur á fjöl- förnum gatnamótum ásamt sér- stökum aðgerðum til að greiða fyrir almenningssamgöngum og umferð gangandi og hjólandi veg- farenda. Þá eiga aðgerðirnar að auka umferðaröryggi. Heildar- kostnaður við framkvæmdirnar er um 460 milljónir króna. Þar af er hlutur Reykjavíkur 140 milljón- ir en Vegagerðarinnar 320 milljón- ir króna. kolbeinn@frettabladid.is Greitt fyrir umferð með fjölda aðgerða Undirritað hefur verið samkomulag um viðamiklar bætur á umferðarmann- virkjum á ýmsum stöðum í Reykjavík. Með þeim á að auka umferðarflæði og bæta öryggi með tiltölulega ódýrum aðgerðum. Verkin verða öll unnin í ár. Kringlumýrarbraut – Borgartún Umferðarljósastýringu breytt úr 3 í 4 fasa þannig að allar vinstri beygjur séu varðar. Sérstök akrein fyrir strætisvagna á Kringlumýrarbraut til norðurs inn á Borgartún. Hringbraut – Sæmundargata Gatnamót lagfærð og vinstri- beygjuvasi lengdur. Vinstri beygja af Sæmundargötu til vesturs bönnuð. 2 3 4 5 10 11 9 8 7 6 4 3 2 1 11 5 6 7 8 9 10 1 Bústaðavegur – Reykjanesbraut Gatnamót lagfærð og vinstribeygja af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut til norðurs lokuð á álagstímum. Upplýs- ingaskilti sett upp um lokunina. Höfðabakki – Vesturlandsvegur Afköst gatnamótanna á Höfðabakka aukin. Tilfærsla akreina til að greiða fyrir umferð til norðurs. Hringbraut – Njarðargata Umferðarljósastýringu breytt úr 3 í 4 fasa þannig að allar vinstri beygjur séu varðar. Bústaðavegur – Flugvallarvegur Vinstri beygja til suðurs inn á Flug- vallarveg tvöfölduð og Flugvallarvegur tvöfaldaður. Kringlumýrarbraut – Listabraut Strætóbiðstöð lengd og gönguleiðir yfir Kringlumýrarbraut lagaðar. Bústaðavegur- Kringlumýrarbraut Rampar til suðurs í átt að Kringlumýr- arbraut tvöfaldaðir. Undirgöng gerð fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Kringlumýrarbraut – Laugavegur – Suðurlandsbraut Umferðarljósastýringu breytt úr 3 í 4 fasa þannig að allar vinstri beygjur séu varðar. Sérstök akrein fyrir strætisvagna á Suðurlandsbraut gegnum gatnamót- in til vesturs. Miklabraut – Kringlumýrarbraut Forgangsakrein strætó lengd. Breiðholtsbraut – Jaðarsel Stýringu á umferðarljósum breytt til að auka afköst. Gerð framhjáhlaups til austurs fram hjá umferðarljósunum. FRAMKVÆMDIR Í REYKJAVÍK ÁRIÐ 2009 HEIMILD: FRAMKVÆMDAFRÉTTIR UMHVERFISMÁL Megna skólp- lykt leggur af holræsi Seyðfirð- inga sem opnast beint út í sjó þar til framkvæmdum við nýja frá- rennslislögn lýkur. „Þetta er kannski ekki geðslegt en það hefur verið vegna þess að það eru komnir garðar hvor sínum megin við lögnina til að halda vatninu frá vinnusvæðinu. Þegar flæðir er þetta hálf ógeðslegt,“ segir Ólafur Hr. Sigurðsson bæjar- stjóri sem kveður skólp hafa runn- ið í sjóinn á þessum stað í fimm ár, eða frá því höfnin var gerð. Að sögn Ólafs þurfa menn að sæta lagi og vinna verkið á fjöru. „Nú á bara eftir að tengja saman tvö rör, þvert í gegnum lónið, og þetta klárast í síðasta lagi í næstu viku,“ lofar Ólafur sem kveð- ur nýja frárennslið verða mikla bragar bót. Verkið kosti um 150 milljónir króna. „Þegar framkvæmdum lýkur verðum við komin með allt skólpið í eina útrás sem er nánast hvergi búið að gera á landinu. Skólpið fer þá 150 metra frá landi og opnast á 24 metra dýpi,“ segir bæjarstjór- inn. - gar Slæmt ástand þar til endurbótum á frárennsli á Seyðisfirði lýkur: Skólplykt í fjörunni senn úr sögunni LÓNIÐ Á SEYÐISFIRÐI Skólplyktin er hvimleið en bæjarstjórinn segir að fram- kvæmdum ljúki á næstu dögum. LÖGREGLUMÁL Það var fyrir árvekni borgara og lög- reglunnar á Eskifirði að ekki tókst að smygla 109 kíló- um af fíkniefnum með skútunni SIRTAKI til landsins um síðustu helgi, samkvæmt upplýsingum sem Frétta- blaðið hefur aflað sér. Menn um borð í fiskibát komu auga á skútuna úti á reginhafi. Sigling þessa litla báts svo langt úti á hafi á þessum árstíma vakti athygli mannanna og létu þeir lögreglumann í Reykjavík vita af ferðum hans. Sá hafði þá samband við lögregluna á Eskifirði sem setti samstundis aðgerðir í gang. Lögreglan á Eskifirði ósk- aði þá jafnframt eftir aðstoð lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu, sérsveitarinnar og Landhelgisgæsl- unnar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær handtóku tveir sérsveitarmenn ásamt lögreglunni á Eskifirði tvo menn á jeppa í nágrenni Djúpavogs. Mennirnir sitja nú í gæsluvarðhaldi. Lögreglan á Höfn handtók síðar annan mann, einnig á jeppa, sem í voru 109 kíló af fíkniefnum. Það voru svo sérsveitarmenn og gæslumenn sem staðsettu skútuna, fóru um borð og handtóku þar þrjá menn. Þeir sitja einnig í gæsluvarðhaldi. Samkvæmt Friðriki Smára Björgvinssyni, yfir- manni rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu, höfðu engir fleiri verið handteknir vegna málsins í gærkvöldi. Spurður hvers vegna fíkniefnda- deild lögreglunnar hafi ekki verið á staðnum úr því að rannsókn á málinu stóð yfir segir Friðrik að aðgerð- irnar hafi borið brátt að, þó svo að rannsóknin hafi staðið yfir lengi. Hann vildi ekki tjá sig nánar um málið. - kg Árvekni borgara og lögreglunnar á Eskifirði skipti sköpum: Tilviljun að fíkniefnin náðust Á LEIÐ Í AÐGERÐ Hluti sérsveitarmanna og áhöfn á TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem komu að aðgerðum í þessu umfangsmikla smyglmáli. SKIPULAGSMÁL Endurskoða á nýsamþykkt deiliskipulag sem gerði ráð fyrir nýrri hest- húsabyggð nærri Elliðaánum. Skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti þetta á þriðju- dag í fram- haldi af fund- um formanns skipulagsráðs, Júlíusar Vífils Ingvarssonar og embættis- manna með formanni Hestamannafélagsins Fáks, framkvæmdastjóra og formanni Stangaveiðifélags Reykjavíkur og veiðimálastjóra ásamt sérfræð- ingum Veiðimálastofnunar. „Voru það opinskáir og hreinskiptir fundir. Frumkvæði Hestamanna- félagsins Fáks í framhaldi af þessu er þakkarvert“ segir í til- lögu Júlíusar um að reyna eigi að ná sátt um nýtingu svæðisins. - gar Skipulagsdeila í Elliðaárdal: Hesthúsabyggð endurskoðuð ORKUMÁL Vatnsstaðan í Blöndu- lóni er nú í sögulegu lágmarki. Að sögn Guðmundar Ólafsson- ar hjá Blönduvirkjun stafar þessi óvenjulega staða af bilun sem varð í Sultartangavirkj- un í fyrra og olli því að keyra þurfti Blöndustöðina meira en vanalega. „En þetta er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt og á eftir að jafna sig,“ segir Guðmundur. Ómögulegt sé að svara því hvort þetta muni seinka því að Blanda fari á yfirfall í sumar. „Veiði- menn spyrja mikið um þetta en það eru svo margir þættir sem geta haft áhrif og vatnsstaðan breyst fljótt.“ - gar Blöndulón í lágmarki: Ekki til að hafa áhyggjur af JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON Helgi, tókstu ekki full stóran cjéns með þessu? „Nei, það vekur mikla athygli að vera með svona jákvæða ögrun.“ Auglýsingar fyrir söngleikinn The Produc- ers í uppfærslu Admirals Palast-leikhúss- ins í Berlín, sem Helgi Björnsson rekur, voru teknar niður vegna fjölda kvartana, en þær prýddu myndir af Adolf Hitler. Fyrsta breiðskífa Grafíkur, hljómsveitar- innar sem Helgi söng með hér á árum áður, heitir Get ég tekið cjéns? LÖGREGLUMÁL Karlmaður var handtekinn í gær eftir að hann stakk annan mann með hnífi í lærið og handlegg fyrir utan verslun Krónunnar í Jafnaseli í Seljahverfi. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en var hand- samaður skömmu síðar í bifreið sinni í Holtaseli. Fórnarlambið var flutt á slysadeild en er, að sögn lögreglu, ekki mikið slasað. Árásarmaðurinn og fórnar- lambið þekktust og hafa áður komið við sögu lögreglu. Árás- armaðurinn var fluttur í fanga- geymslur og bíður þess að verða yfirheyrður. Lögreglumál í Breiðholti: Stakk mann með hníf í læri SAMGÖNGUMÁL Siglingastofnun Íslands er að ljúka rannsókn- um og líkantilraunum á mögu- legum stórskipakanti við Húsa- víkurhöfn. Verkefnið var kynnt samgönguráðherra og fulltrú- um sveitarfélagsins Norðurþings fyrir skömmu. Stækkun Húsavíkurhafnar hefur það markmið að geta þjón- að stórflutningum vegna hugs- anlegrar stóriðju á Bakka fyrir norðan bæinn. Engar ákvarðan- ir hafa verið teknar um fjárveit- ingar eða framkvæmdatíma. Lengd garðsins yrði um 700 metrar og í hann færi um ein milljón rúmmetrar af efni. Dýpi við ysta hluta garðsins yrði allt að tuttugu metrum og á garðinn kæmi 300 metra löng bryggja með um fjórtán metra dýpi. - shá Stórskipahöfn á Húsavík: Undirbúningur fyrir flutninga vegna álvers BÓKMENNTIR Hjörleifur Svein- björnsson hlaut íslensku þýðinga- verðlaunin árið 2009 við athöfn á Gljúfrasteini í gær. Þetta var í fimmta sinn sem verðlaunin eru afhent. Verðlaunin hlaut Hjörleifur fyrir þýðingu sína á sýnisbók kínverskrar frásagnarlistar frá fyrri öldum, Apakóngur á Silki- veginum, sem JPV gefur út. Í dómnefndaráliti segir að Hjör- leifur þýði hinn forna texta jafnt sem yngri sögurnar á afar vand- aða og aðgengilega íslensku. Texti Hjörleifs sé aðdáanlega til- gerðarlaus og víða bregði fyrir skemmtilegum íslenskum nýyrð- um sem styðji vel við þann anda og boðskap sem sögurnar leitast við að miðla. - kg Íslensku þýðingaverðlaunin: Hjörleifur hlaut verðlaunin SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.