Fréttablaðið - 24.04.2009, Page 10

Fréttablaðið - 24.04.2009, Page 10
10 24. apríl 2009 FÖSTUDAGUR Efnahagslegur stöðugleiki er grundvöllur þess að hægt verði að byggja upp atvinnulífið að nýju og tryggja viðunandi lífskjör hér á landi til framtíðar. Að ná slíkum stöðugleika verður öðru fremur viðfangsefni íslenskra stjórnmála á næstu misserum. Með stöðugleika í efnahagslíf- inu er átt við að sveiflur í þjóðar- búskapnum séu litlar, verðlag og gengi sé stöðugt, jafnvægi í við- skiptum við útlönd og í ríkisbú- skapnum. Einnig að framleiðslu- geta sé fullnýtt og jafnvægi sé á framboði og eftirspurn á vinnu- markaði sem og á mörkuðum með vörur og þjónustu. Framtíðar- stefna í peningamálum er í þessu ljósi aðalatriði. Ekkert hefur meira að segja en gengisþróun krónunnar á skuldir fólks og fyr- irtækja, vexti og verðbólgu. Eins er stöðugleiki á gjaldeyrismark- aði forsenda þess að hægt verði að afnema gjaldeyrishöft. Nú í aðdraganda kosninga hefur sú gagnrýni verið sett fram að stjórnmálaflokkarnir reyni hvað þeir geta að forðast umræðu um peningamálin enda myndi sú umræða afhjúpa stefnuleysi þeirra og skort á skýrt mótuðum lausnum í kosningastefnuskrám, sem almenningur í landinu eigi auðvelt með að kynna sér. Evra Samfylkingin hefur skýra fram- tíðarsýn í peningamálum. Flokk- urinn vill ganga í Evrópusam- bandið (ESB) og taka upp evru með formlegri aðild að mynt- bandalagi Evrópu. Í landsfundarályktun Sam- fylkingarinnar um efnahagslega endurreisn er hins vegar aðeins farið almennum orðum um hvern- ig á málum verði haldið þangað til að yfirlýstu markmiði um ESB- aðild verður náð. Samfylkingin vill vissulega endurheimta efna- hagslegan stöðugleika og tryggja hagvöxt; auka ábyrgð í hagkerf- inu og endurreisa tiltrú á efna- hagsstjórnina. Í ályktuninni segir að efna skuli til samstarfs milli ríkisins og helstu hagsmunaaðila sem myndað geti þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum. Stofna skal nýtt ráðuneyti efna- hagsmála og setja á fót sjálfstætt efnahagsráð sérfræðinga til ráð- gjafar ríkisstjórninni, sem fari jafnframt með yfirstjórn Þjóð- hagsstofnunar sem skal endur- reist. Samfylkingin hefur lagt mikla áherslu á þau áhrif sem aðild- arumsókn að ESB myndi hafa. Yfirlýsing um aðildarumsókn myndi skapa nauðsynlega tiltrú á íslenskt efnahagslíf á erlend- um mörkuðum nú þegar, og gæti þannig verið hluti af því að skapa efnahagslegan stöðugleika. Samstarf við AGS Sjálfstæðisflokkurinn vill að vinna við endurskoðun á peninga- stefnunni hefjist strax og henni beri að ljúka á árinu. „Ákvarðan- ir um framtíðarskipan gjaldmið- ilsmála verður að taka af mikilli yfirvegun eftir gaumgæfilega skoðun á öllum möguleikum“ segir í landsfundarályktun. Þar segir jafnframt að ljóst sé að krónan verði lögeyrir landsins enn um sinn. „Því er afar mikil- vægt að agi sé á hagstjórn; ríkis- útgjöldum verði haldið í lágmarki og að samræmi sé milli ríkisfjár- mála og peningamálastefnunnar. „Þannig er æskilegt að stjórnvöld einsetji sér að uppfylla skilyrði Maastricht-sáttmálans.“ Nýjasta útspil Sjálfstæðis- flokksins í peningamálum er að leitað verði eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um upp- töku evru hér á landi, án aðildar að bandalaginu. Þetta verði gert við lok efnahagsáætlunar AGS og Íslands, og í sátt og samvinnu við ESB. Sjálfstæðismenn telja um raunhæfan möguleika að ræða; aðrir virðast hins vegar efast um að þessi leið sé fær. Í efnahagstillögum Sjálfstæð- isflokksins sem voru kynntar á þriðjudag segir að koma verði á stöðugleika með krónunni, það sé vel gerlegt þar sem hún skapi nauðsynlegan sveigjanleika til skemmri tíma. Til viðbótar við það sem nefnt er hér að ofan er grundvallaratriði að mati flokks- ins að semja við krónubréfaeig- endur, til að koma á stöðugleika í efnahagsmálum. Ströng skilyrði Framsóknarflokkurinn vill ganga í Evrópusambandið að því gefnu að ströngum skilyrðum af Íslands hálfu verði fullnægt. Í ályktun flokksþings, sem hald- ið var um miðjan janúar, segir um efnahagsmál að endurskoða beri peningamálastefnuna. Komi til aðildarviðræðna þurfi eitt af samningsmarkmiðunum að vera að fundin verði lausn á gjaldmið- ilsvanda þjóðarinnar sem brúar bilið þar til mögulegt verður að taka upp evru. Til lengri tíma þurfi efnahagslífið að uppfylla Maastricht-skilyrði ESB. Til skamms tíma litið hefur Framsóknarflokkurinn lagt mikla áherslu á að samið verði við eigendur krónubréfa, enda sé það forsenda þess að hægt verði að afnema gjaldeyrishöft. Hefur flokkurinn sett fram þá hugmynd að lífeyrissjóðum verði veitt heim- ild til að eiga gjaldeyrisviðskipti, sem þannig gætu keypt krónur á hagstæðum kjörum af þeim erlendu aðilum sem eiga krónu- eignir og vilja selja þær. Lífeyr- issjóðirnir gætu með þessu móti selt minni hluta erlendra eigna sinna en ella fyrir sama magn af krónum og þannig nýtt ástandið sér til hagsbóta. Greina skal valkosti Vinstri græn boða öfluga hag- stjórn í kosningaáherslum sínum. Flokkurinn vill lækka vexti umtalsvert og hratt á næstu mánuðum, og þá reyndar sammerkt með hinum flokkun- um öllum með tölu. Erfitt er að meta hvort VG sér fyrir sér mynt- samstarf eða vill halda krónunni. Kosninga áherslurnar segja að „greina skuli nákvæmlega val- kosti Íslands í gjaldmiðlamálum á fyrri hluta næsta kjörtímabils og tökum ákvörðun um framtíðar- fyrirkomulag á grundvelli slíkr- ar greiningar“. Þarna er stefnt að því að kanna hvort hægt sé að halda krónunni á grunni nýrrar peningamálastefnu, einhliða upp- taka á erlendum gjaldmiðli, efna- hags- og gjaldmiðlasamstarf við eitt eða fleiri Norðurlandanna og upptaka evru með breyttum tengslum við ESB. Krónan enn um sinn Frjálslyndi flokkurinn vill ekki Evrópusambandsaðild. Hugmynd- ir flokksins í efnahagsmálum, til dæmis lækkun vaxta og afnám verðtryggingar, byggjast á því að íslenska krónan verði fyrst um sinn gjaldmiðill þjóðarinnar og hún verði notuð við endurreisn efnahagslífsins. Flokkurinn árétt- ir þetta sjónarmið í efnahagstil- lögum sínum, „því nauðsynlegt er að á þessu leiki enginn vafi og öllum sé það ljóst að krónan verði gjaldmiðill þjóðarinnar í endur- reisninni“. Frjálslyndir segja að sá pólitíski málflutningur að íslenska þjóðin verði að sækja um flýti aðild að ESB og taki upp evruna fái því miður ekki stað- ist í þeirri stöðu sem þjóðin er í. „Íslenska krónan er vissulega mjög veikur gjaldmiðill sem á undir högg að sækja og hentar illa í alþjóðasamskiptum í opnu hagkerfi. Með skýru regluverki og aðhaldssamri stjórnun er það þó vel fært“, segir í ályktun. Borgarahreyfingin vill leita leiða til að leysa myntvanda Íslands með myntbandalagi við aðrar þjóðir eða ef með þarf með einhliða upptöku annars gjald- miðils. Lýðræðishreyfingin tiltek- ur ekki lausnir í peningamálum í stefnuskrá sinni. Hins vegar hefur komið fram að hreyfingin vill fá sérfræðinga til landsins til að kanna hvort æskilegt, eða mögulegt, sé að innleiða nýjan gjaldmiðil. Krónan ekki á förum í bráð Forsvarsmenn allra stjórnmála- flokka hafa á einum eða öðrum tíma viðurkennt að ekki verður lifað með krónunni til framtíð- ar. Það verður þó ekki umflúið að krónan verður gjaldmiðill Íslend- inga á meðan þjóðin klórar sig fram úr þeim vanda sem við er að etja. Bent hefur verið á að það getur haft ýmsa kosti. Með raun- hæfri gengisskráningu til dæmis, getur það hjálpað til við að búa útflutningsatvinnuvegunum hag- stætt umhverfi og reka utanríkis- viðskipti með afgangi. Þegar kosningastefna flokk- anna og samþykktir þeirra eru rýndar, verður ekki dregið fram með afgerandi hætti hvaða aðferð- um flokkarnir hyggjast leysa úr núverandi stöðu. Hvernig verða sköpuð skilyrði til að afnema höft? Umræðan í kosningabar- áttunni hefur verið á þeim nótum að óumflýjanlegt verði að herða á höftunum, frekar en gerlegt sé að lyfta þeim með aðgerðum. Forsvarsmenn stjórnarflokkanna hafa verið þráspurðir um hvernig miðar í þessu máli án þess að þeir hafi treyst sér til þess að svara. Loforð eru þó gefin um að vinn- unni miði vel áfram. Markmiðin eru þarna skýr, en leiðirnar eru það ekki. Því má ekki gleyma að efna- hagsvandi steðjar að heiminum öllum; ekki bara Íslandi. Þess vegna er stórt sem smátt í gagn- gerðu endurmati og svo kann að fara að gjaldeyrislandslag heims- ins verði gjörbreytt innan fárra ára. Síðan hefur það heldur ekki verið mikið rætt í samhengi Evr- ópu- og peningamála hvað verður gert ef aðild að ESB verður felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. 2009 Óskýr afstaða til peningamála Hvernig koma á stöðugleika í efnahagsmálum er lykilspurning íslenskra stjórnmála um þessar mundir. Skörp skil eru á milli afstöðu flokka til Evrópusambandsaðildar í kosningaáherslum, en það á síður við um framtíðarfyrirkomulag peningamála. 80 70 60 50 40 30 20 Jan. ´07 Sept. ´07 Okt.´08 Nóv. ´08 Já Nei 62,9 55,9 27,5 32,0 68,0 72,5 44,1 37,1 % Á að taka upp evru í stað krónunnar? SKV. KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS 1. Verðstöðugleiki. Verðbólga má ekki vera meiri en 1,5 pró- sentustig umfram meðaltals verðbólgu í þeim þremur ríkjum þar sem hún er lægst. 2. Jafnvægi í ríkisrekstri. Halli í ríkisrekstri má ekki vera umfram 3% af landsframleiðslu, nema hann teljist eðlilegur í ljósi sérstakra aðstæðna. Skuldir hins opinbera mega ekki vera meiri en sem nemur 60% af lands- framleiðslu. Unnt er að veita undanþágu frá þessu skilyrði ef þróunin stefnir í rétta átt. 3. Gengisstöðugleiki. Gengið haldist innan +/- 15 prósentu- stiga fráviksmarka gagnvart evru í tvö ár. 4. Langtímavextir. Langtímavextir skulu vera svipaðir og í öðrum ríkjum myntbandalagsins. Nafnvextir ríkisskuldabréfa til tíu ára skulu ekki vera hærri en 2 prósentustig umfram sam- svarandi vexti í þeim þremur evruríkjum sem hafa lægsta verðbólgu. MAASTRICHT - SKILYRÐIN FRÉTTASKÝRING SVAVAR HÁVARÐSSON svavar@frettabladid.is DAGLEGT LÍF Það kemur til með að skipta alla Íslendinga miklu máli að stjórnvöld verði fundvís á lausnir á næstu vikum og mán- uðum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 100 80 60 40 20 0% Allir 37 ,9 57 ,7 18 ,2 40 ,7 38 ,1 62 ,1 42 ,3 81 ,8 59 ,3 61 ,9 Vilt þú að krónan verði framtíðargjaldmiðill á Íslandi? Já Nei Skv. könnun Fréttablaðsins 14. apríl Skipholti 50b • 105 Reykjavík

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.