Fréttablaðið - 24.04.2009, Side 12

Fréttablaðið - 24.04.2009, Side 12
12 24. apríl 2009 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Sjö flokkar og hreyfingar bjóða fram í öllum kjör- dæmum í alþingiskosning- unum á morgun. Talsvert fleiri karlar en konur eru á listum. Nemar eru fjöl- mennasta einstaka stéttin í framboði. Yngsti frambjóð- andinn er nýorðinn átján en þeir elstu eru á 86. aldurs- ári. Samtals eru 882 á framboðslistun- um 42 sem boðnir eru fram í kjör- dæmunum sex. Átján til 24 eru á hverjum lista en fjöldinn ræðst af fjölda kjósenda – og þar með þing- manna – í hverju kjördæmi. Samantekin kynjaskipting á framboðslistunum er konum í óhag. Þær eru 355 á móti 527 körl- um. Hlutföllin eru rúm 40 pró- sent á móti tæpum 60 prósentum. Meira jafnræði var með kynjun- um hvað þetta áhrærir í kosning- unum 2007. Karlar eru í oddvitasætum 30 lista en konur tólf. Aldurinn Tæp sjötíu ár skilja að yngsta og elsta frambjóðandann. Yngst er Ingibjörg A. Jónsdóttir nemi sem skipar tíunda sætið á lista Lýð- ræðishreyfingarinnar í Norð- austurkjördæmi. Hún varð átján ára fyrir tuttugu dögum. Elstur er hins vegar Tómas Árnason, fyrr- verandi alþingismaður og ráð- herra, sem er í heiðurssæti hjá Framsóknarflokknum í Reykja- vík suður. Tómas er fæddur í júlí 1923 og er því á 86. aldursári. Þremur vikum yngri en Tómas er Páll Bergþórsson veðurfræðing- ur sem er í 21. sæti VG í Reykja- vík norður. Jafngömul Ingibjörgu, fædd 1991 en fyrr á árinu en hún, eru fjórir frambjóðendur. Guðný Rut Hafsteinsdóttir, Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir og Már Más- son Maack eru öll á lista Lýðræð- ishreyfingarinnar en Ottó Marvin Gunnarsson er í framboði fyrir Frjálslynda flokkinn. Stéttirnar Allir eru yngstu frambjóðendurn- ir nemar og þar með í hópi fjöl- mennstu stéttarinnar í framboði. Alls eru 93 nemar á listum. 76 kennarar og annað skólafólk er í framboði. Annars leiðir athugun á starfsheitum frambjóðenda í ljós að 35 starfa við sjávarútveg, 32 við landbúnað og 21 tilheyrir heil- brigðisstéttum. 31 framkvæmda- stjóri er á lista. Ógrynni starfsheita og titla bregður fyrir á framboðslistun- um. Flest er það hefðbundið en annað síður. Gunnar Þór Björg- vinsson er til dæmis þjóðfélags- þegn, Gunnar Sigfússon er for- seti nemendafélags, Kristín Ósk Ómarsdóttir er fósturforeldri, Karl Löve er þúsundþjalasmiður og Trausti Jósteinsson er götu- hlaupari með meiru. Við lauslega skoðun sést að þrír á framboðslistunum eru búsettir í útlöndum. Einn í Genf, annar í Brussel og sá þriðji í Ósló. Möguleikarnir Af þeim sextíu og þremur sem nú sitja á þingi eru 43 í því sem segja má að séu líkleg þingsæti. Þeir ná aldrei allir kjöri og því ljóst – eins og jafnan fyrr – að dágóður hópur manna þarf að finna sér nýjan starfsvettvang eftir kosningar. Tuttugu og tveir nýliðar hlutu kosningu 2007. Tuttugu af þeim sem sátu á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka hættu annaðhvort af sjálfsdáðum eða féllu í prófkjörum. 882 á framboðslistum AUÐIR STÓLAR Kosið er til 63 lausra þingsæta í alþingiskosningunum á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Það hefur lengi verið hefð í stjórn- málaflokkunum að stilla fyrrverandi foringjum eða fólki á leið úr pólitík- inni í heiðurssæti framboðslistanna. Framsókn og sjálfstæðismenn halda þá hefð í heiðri. Í fimm af sex heiðurssætum Framsóknarflokksins eru fyrrverandi þingmenn og ráðherrar og eru þrír þeirra þrír fyrrverandi flokksformenn. Samtals á heiðurssætafólk Fram- sóknar að baki 88 ár á þingi og 33 ár í ráðherraembættum. Í heiðurs- sætunum sitja Magnús Stefánsson, Valgerður Sverrisdóttir, Guðni Ágústsson, Steingrímur Hermanns- son og Tómas Árnason sem öll voru þingmenn og ráðherrar. Auk þeirra er Valdimar K. Jónsson prófessor í heiðurssæti. Sjálfstæðisflokkurinn býður betur en Framsókn í þessum efnum því þar á bæ er þingreynslan samtals 92 ár og ráðherrareynslan 42 ár. Fjórir láta af þingmennsku við kosningarnar nú, þeir Árni M. Mathiesen, Björn Bjarnason, Geir H. Haarde og Sturla Böðvarsson. Þar er líka Salome Þor- kelsdóttir sem var á þingi um árabil og svo Helgi Ólafsson rafvirkjameist- ari. Samfylkingin er talsverður eftirbátur áðurnefndra tveggja flokka en státar samt af töluverðri þingreynslu, sam- tals 43 árum. Ráðherrareynslan er bara tvö ár. Í heiðurssætunum sitja Gunnar Svavarsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Lúðvík Bergvinsson sem öll hætta á þingi nú, Karvel Pálmason, fyrrverandi alþingis- maður, og Vilhjálmur H. Pálsson, fyrrverandi íþróttakennari, og Grétar Þorsteinsson, fyrrverandi forseti ASÍ. Í heiðurssætum VG eru tveir fyrrverandi þingmenn, þær Kristín Halldórsdóttir og Málmfríður Sig- urðardóttir. Eiga þær saman að baki fjórtán ár á þingi. Aðrir eru Guð- brandur Brynjúlfsson bóndi, Karl G. Sigurbergsson, fyrrverandi skipstjóri, Einar Laxness sagnfræðingur og Margrét Guðnadóttir veirufræðingur. Frjálslyndi flokkurinn hefur einn varaþingmann og einn fyrrverandi varaþingmann í heiðurssæti, þau Þórunni Kolbeins Matthíasdóttur og Pétur Bjarnason. Að auki eru í heiðurssætum Egill Guðlaugsson garðyrkjubóndi, Guðmundur Óskar Hermannsson veitingamaður, Kjartan Halldórsson atvinnurekandi og Sophaporn Sandra Arnórsson húsmóðir. Engin þingreynsla er á listum Borgarahreyfingarinnar, hvorki í heiðurssætum né öðrum sætum. En í heiðurssætunum sitja Erna María Ragnarsdóttir athafnakona, Eva Ásmundsdóttir námsmaður, Friðjón Björgvin Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, Hörður Ing- valdsson verslunarmaður, Sigurður Stefánsson nemandi og Sveinbjörn S. Herbertsson járnsmiður. Lýðræðishreyfingin raðar ónúmerað á lista og því engin eiginleg heiðurs- sæti hjá henni. HOKIN AF REYNSLU Í HEIÐURSSÆTUNUM „Í augnablikinu er ég að borða normalbrauð með útrunninni kæfu og það verður spennandi að sjá hver útkoman úr því verður. Annars á ég heima á Facebook þessa dagana. Þar uni ég mér við að uppfæra statusinn minn og njósna um fólk,“ segir Tinna Kristjánsdóttir, verslunarstjóri Bókabúðar- innar Bergstaðastræti. Tinna segist einnig nýta samskiptavefsíðuna vinsælu til að drekkja sorgum sínum. „Þannig er mál með vexti að við erum þrjár vinkonur sem ákváðum að gifta okkur á Facebook í stað þess að standa í einhverju kvennastandi utan netsins. Eiginkonurnar eru báðar farnar af landi brott, önnur til London og hin til Los Angeles, og þess vegna er ég sorgmædd grasekkja í dag,“ segir Tinna og hlær. Tinna starfar í Bókabúðinni Bergstaða- stræti og hverfur gjarnan á vit bókanna í söknuði sínum. „Í svona ástandi finnst mér gott að sökkva mér ofan í alfræðiorðabók um riffla og sjálfs- hjálparbækur. Svo dansa ég eins og ég eigi lífið að leysa, í vinnunni, á skemmtistöðum og hvar sem gólfpláss finnst, ásamt því að syngja með nýstofnaðri hljómsveit. Svo tek ég mér reglulega ferð úr Kópavoginum í siðmenninguna í Sund- laug Vesturbæjar.“ Tinna hefur sett stefnuna á að komast í leiklist- arnám erlendis. „Ég hugleiði mikið hvernig ég geti aflað mér aura til að komast í námið. Ef einhver hefur áhuga á að fjármagna þennan draum minn er viðkomandi meira en velkomið að leggja inn á mig. En núna ætla ég drífa mig að láta laga Pee-wee Herman- hjólið mitt. Gleðilegt sumar!“ segir Tinna. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? TINNA KRISTJÁNSDÓTTIR VERSLUNARSTJÓRI Grasekkja á Pee-wee Herman-hjóli VÍGORÐ FRAMBOÐANNA Borgarahreyfingin - Þjóðin á þing Framsóknarflokkurinn - Fyrir okkur öll Frjálsl. fl. - Forysta fyrir íslenska þjóð Lýðræðishr. - Þitt atkvæði á þing Samfylkingin - Vinna og velferð Sjálfst.fl. - Göngum hreint til verks VG - Vegur til framtíðar Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Íslenskt stjórnborð - Stórt hurðarop Íslenskar leiðbeiningar - 20 ára ending Miele þvottavélar hafa verið framleiddar í yfir hundrað ár. Miele þvottavélar eru framleiddar til að endast. Þvottavélar - Verð frá kr. 154.995 Þurrkarar - Verð frá kr. 129.995 TILBOÐ Sparaðu með Miele Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is POL POT SLAPP UNDAN RÉTTVÍSI ■ Leiðtogi Rauðu khmeranna í Kambódíu gekk undir nafninu Pol Pot, en hét réttu nafni Saloth Sar. Hann var leiðtogi khmeranna í stjórn- artíð þeirra sem hófst árið 1963. Talið er að ógnar- stjórn khmeranna hafi valdið dauða um fjórðungs Kambódíumanna, 750 þúsunda til 1,7 milljóna manna. Víetnamskar hersveitir frelsuðu land- ið úr höndum khmeranna árið 1979, en Pol Pot slapp undan réttvísinni. Honum var steypt af stóli sem leið- toga Rauðu khmeranna, sem héldu til í frumskógum Kambódíu, og lést í haldi fyrrverandi félaga sinna árið 1998. Í alvöru? „Frömurum finnst ekki gaman að láta lemja sig. Við vitum að það pirrar þá.“ FREYR BRYNJARSSON, LEIKMAÐ- UR HAUKA, UNDIRBÝR SIG FYRIR ODDALEIK Í UNDANÚRSLITUM ÍSLANDSMÓTSINS Í HANDBOLTA. Vísir, 23. apríl Ekki veitir af „Þó staða hans [Sjálfstæðis- flokksins] í skoðanakönnun- um sé afleidd má reikna með að veðrið hjálpi eitthvað.” SIGURÐUR H. RAGNARSSON SPÁIR Í ÚRSLIT KOSNINGANNA OG VEÐUR- FARIÐ Á KJÖRDAG Vísir, 23. apríl

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.