Fréttablaðið - 24.04.2009, Síða 13
FÖSTUDAGUR 24. apríl 2009 13
„Menn voru eitthvað að tala um
að þetta gæti komið óorði á Gleði-
víkina svo ég ákvað að setja þetta
saman,“ segir Björn Hafþór Guð-
mundsson,
sveitarstjóri
Djúpavogs, en
fíkniefnum var
komið þar á land
í dópmálinu um
síðustu helgi.
Stakan hljóðar
svona: Gjálfr-
ar alda í Gleði-
vík / glampar
hlein í fjöru / fól
ei verða fíkn á
rík / fá að hanga í snöru. „Ég tek
það þó sérstaklega fram að ég er
ekki hlynntur dauðarefsingum en
kemst svona að orði um að réttlæt-
inu verði fullnægt.“
Björn Hafþór segir Djúpavogs-
búa eiga von á nokkrum skemmti-
ferðaskipum í sumar en því miður
er of grunnt í Gleðivík til að þau
geti lagst þar að bryggju. - jse
Sveitarstjóri Djúpavogs:
Setur saman
stöku um
dópmálið
„Það gekk býsna vel að komast upp
en þetta er náttúrulega mjög bratt
og þetta er löng brekka þannig
að maður þurfti nú að taka svolít-
ið á því,“ segir Björn Böðvarsson
Mývetningur
sem síðastliðinn
þriðjudag fór upp
á toppinn á Herðu-
breið á vélsleða
og er það í fyrsta
sinn sem farið er
upp á fjallið með
þeim hætti.
„En þetta var
svo sem aldrei
neitt hættuspil
enda er ég búinn að fara langleið-
ina áður þótt ég hafi aldrei farið
alla leið upp. Ég er búinn að vera
að gefa henni [Herðubreið] auga í
svona fimm ár.“
En hvernig tilfinning er svo
að vera þarna uppi eftir átökin?
„Manni líður náttúrulega alveg
eins og kóngi,“ svarar hann. „Það
var logn og útsýnið alveg geggjað
svo ég tók mér smá tíma til að njóta
þess að vera þarna.“
Björn fór við fjórða mann á sleð-
um að fjallinu en fór aleinn á tind-
inn. Björn lagði af stað frá bernsku-
stöðvum sínum í Gautlöndum í
Mývatnssveit um klukkan sjö í gær-
morgun og var kominn á toppinn um
klukkan níu. - jse
Á snjósleða á Herðubreið:
Leið eins
og konungi
BJÖRN
BÖÐVARSSON
HERÐUBREIÐ Þannig leit þetta tignar-
lega fjall út í blíðunni í gærmorgun
þegar Björn fór upp á sleðanum.
BJÖRN HAFÞÓR
GUÐMUNDSSON
ESB snýst um vinnu
og velferð
Það þarf að vera algjört forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar að hefja aðildarviðræður við
Evrópusambandið. Okkur ber skylda til að láta reyna á þennan möguleika til að tryggja íslenskum
fjölskyldum og fyrirtækjum sömu kjör og best gerast í Evrópu. Viðræður eru mikilvægt skref.
Að þeim loknum hefur þjóðin svo síðasta orðið í atkvæðagreiðslu um niðurstöðuna.
Evrópusambandið er náið samstarf 27 fullvalda ríkja um eflingu
raunverulegra lífsgæða og hugsjóna lýðræðis og jafnréttis. Við teljum
að Íslendingar eigi fullt erindi í þetta samstarf því það mun tryggja að
endurreisnin á Íslandi verði á traustum grunni.
www.xs.is
Við erum sammála helstu samtökum launafólks og atvinnurekenda um kosti aðildar að ESB:
Hraðari endurreisn
Lægri vextir
Afnám verðtryggingar
Stöðugur gjaldmiðill
Meira frelsi til náms erlendis
Afnám gjaldeyrishafta
Fjölbreyttari atvinnusköpun
Fullt forræði þjóðarinnar yfir auðlindum
Öflugri velferðarþjónusta
Lengi vel lögðu flokkarnir nokkurt kapp á að flagga
þjóðþekktum einstaklingum neðarlega á listum
sínum. Heldur hefur dregið úr því með árunum
en nokkra þekkta má þó finna ef vel er rýnt.
Á listum hjá Sjálfstæðisflokknum eru
fótboltamennirnir Pétur Hafliði
Marteinsson og Þórður Guðjónsson
og handboltamennirnir Sigurbergur
Sveinsson og Sigfús Sigurðsson. Þar
er líka Dísa í World Class, mynd-
listar- og tónlistarmaðurinn Pjetur
Stefánsson og Elín Ósk Óskars-
dóttir óperusöngkona.
Samfylkingin er með fótbolta-
mennina Arnar Grétarsson
og Pétur Georg Markan
á sínum listum, Silju
Úlfarsdóttur frjáls-
íþróttakonu og óperusöngvarann Jóhann Friðgeir
Valdimarsson.
Dágóður hópur listamanna er í framboði fyrir
VG. Má þar nefna rithöfundana Kristínu
Helgu Gunnarsdóttur, Einar Má Guð-
mundsson, Guðrúnu Evu Mínervu-
dóttur og Kristján Hreinsson. Þar er
líka tónlistarfólkið Heiða í Unun,
Ellen Kristjánsdóttir og Erpur
Eyvindarson auk Kolfinnu Bald-
vinsdóttur fjölmiðlakonu.
Leikararnir Hjálmar Hjálmars-
son og Valgeir Skagfjörð eru í
framboði fyrir Borgarahreyfing-
una og sitja raunar ofarlega á
listum en Ásgeir Davíðsson, Geiri
á Goldfinger, er á lista Lýðræðishreyf-
ingarinnar.
Frægir í framboði