Fréttablaðið - 24.04.2009, Side 18

Fréttablaðið - 24.04.2009, Side 18
18 24. apríl 2009 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Manuel Hinds skrifar um einhliða upptöku evru Ég heimsótti Ísland í ágúst árið 2007 og lagði til einhliða upptöku evru til að forða land- inu frá hugsanlegu fjárhagslegu skipbroti. Upptaka evru hefði ekki minnkað skuldir þjóðarbús- ins, sem voru þegar orðnar alltof miklar – um 180 prósent af vergri landsframleiðslu. Hins vegar hefði upptaka evru komið í veg að skuld- irnar ykjust við gengisfall. Á þeim tíma kostaði ein evra 75 krónur. Í dag kostar evran 167 krónur hjá Seðlabanka Íslands, en 250 krón- ur í Lundúnum. Skuldabyrðin – það er sú vinna sem Íslendingar þurfa að leggja á sig til að standa skil á skuldum sínum í evrum – tvö- til þrefaldaðist á tímabilinu. Íslendingar reyna nú að afla tekna til að geta stað- ið undir skuldum sem eru hærri en því sem nemur heildartekjum þjóðar- innar. Við slíkar aðstæð- ur þyrftu stýrivextir að vera lágir til að létta undir greiðslubyrðinni. Það er hins vegar ekki þar sem Ísland er jafnframt að reyna að halda krónunni á floti – sem krefst stýrivaxta sem eru með þeim hæstu í Evrópu. Og sú hætta er enn til staðar að krónan hrynji aftur og auki þannig enn frekar á skuldir þjóðarbúsins. Þeir sem verja krónuna benda á að veik króna stuðli að auknum útflutningi. En fyrir meðal Íslend- inginn er lítið gagn að auknum útflutningi, ef það útheimtir meiri vinnu fyrir sama eða minna verð í evrum talið. Eftir að hafa valdið mestu efna- hagskreppu í sögu landsins er krónan enn dýrasti skaðvaldur- inn á Íslandi. Hagstæðasti gjald- millinn fyrir Ísland er evran, sem hefði í för með sér lægri stýrivexti og myndi skapa þann stöðugleika sem Ísland þarf á að halda til að geta rétt úr kútnum. Evrópusambandið kallar það vitleysu að vilja taka upp evru án undangenginni aðild að ESB. Sú fullyrðing er bull. Evran er á ábyrgð Seðlabanka Evrópu, en þeir sem hafa hana undir höndum geta notað hana til að greiða skuld- bindingar og geyma verðmæti eins og þeim hentar, bæði alþjóðlega og innanlands. Ísland þarf ekki leyfi frá ESB til að taka upp evru. Því fyrr sem Ísland gerir það þeim mun betra. Höfundur er ráðgjafi hjá AGS og fyrrverandi fjármálaráðherra El Salvador þar sem hann fram- kvæmdi einhliða upptöku dollars. UMRÆÐAN Guðjón Arnar Kristjánsson skrifar um atvinnumál Það er ekkert brýnna í dag en að auka atvinnu í landinu. Næg atvinna er það sem hjálpar okkur mest til að komast út úr kreppunni. Með aukinni atvinnu aukum við tekjur ríkissjóðs en með sama áframhaldi þá verður atvinnuleys- istryggingasjóður tómur í septemb- er og þá fara atvinnuleysisbætur beint inn í ríkisfjármálin þannig að það er til mikils að vinna að skapa atvinnutækifæri og við í Frjáls- lynda flokknum höfum sett okkur skýr markmið í þessum efnum sem og öðrum málum sem eiga að hjálpa okkur til að komast út úr kreppunni. Ef við gefum okkur að atvinnu- tækifærin eigi eftir að aukast þá búum við til tekjuinnstreymi til ríkisins, þeir sem fá vinnu fara að greiða gjöld og eyða fjármun- um sem kemur inn í virðisaukann. Þegar við tölum um atvinnutæki- færin þá þýðir ekki að vera með mikla tilfinningasemi, við verðum að taka þá atvinnu og tekjuöflun sem býðst, hvort sem það er stór- iðja eða kvótaaukning á þorski. Ég er ekki talsmaður þess að byggja álver í öllum fjörðum en allt sem getur skapað atvinnu næstu tvö til þrjú árin er forgangsatriði til að komast út úr kreppunni. Hvað varðar þorskinn verðum við að leyfa okkur meiri veið- ar í tvö til þrjú ár burt- séð frá hvað Hafró segir. Nú árar vel í lífríki sjáv- ar með heitum sjó og mik- illi fiskgengd og við erum ekki að taka neina líffræði- lega áhættu með þorskinn þó við aukum veiðina um 100 þúsund tonn meðan við erum að komast út úr kreppunni. Þessi aukning þýðir að við erum að taka 40 til 50 milljarða af nýjum tekj- um inn í þjóðfélagið og það má ekki heldur gleyma því að verð á sjávar- afurðum hefur lækkað og við getum ekki bætt okkur þann skaða nema með því að afla meira og sá afli er um leið atvinnuskapandi ekki bara í veiðum og vinnslu heldur einnig í þjónustugreinum sjávarútvegsins. Við gætum lækkað raforkuverð fyrir ylræktina og þar með skapað mörg störf við ræktun grænmetis og við getum aukið kornræktina og þannig sparað okkur fóðurkaup og einnig nýtt kornið til brauðgerðar og bökunar í stað þess að vera að flytja inn korn. Allt skapar þetta atvinnu sem okkur er nauðsynlegt til að þjóðin rétti úr kútnum. Styrkur Frjálslynda flokksins Einn helsti styrkur okkar í Frjálslynda flokknum er að hafa talað fyrir því hvernig á að taka á sjávar- útvegsmálum. Við höfum bent á í mörg ár að verslun- arkerfi kvótans væri ekki hagkvæmt fyrir okkur og það er heldur betur að koma í ljós að við höfum allan tímann haft rétt fyrir okkur. Skuldir sjávarútvegs- ins hafa vaxið úr 95 milljörðum árið 1995 í yfir 500 milljarða í dag og sum sjávarútvegsfyrirtæki eru tæknilega gjaldþrota. Við höfum sagt að í núverandi stöðu þegar þjóðin á bankana og skuldirnar eru að stærstum hluta í opinberri eign þá eigum við að nota tækifærið og innkalla kvótann og taka eitthvað af skuldunum á móti, setja kvót- ann inn í auðlindasjóð sem þjóð- in á og innan nokkurra ára verð- ur þetta fyrirkomulag farið að gefa af sér tekjur. Með þessum aðgerð- um myndum við vissulega létta á sjávarútveginum en það mun taka okkur einhver ár að borga skuld- irnar niður, en fyrir framtíðina skiptir öllu máli að þjóðin eigi auð- lindirnar. Þetta þýðir samt ekki að við ættum að taka aflaheimildirn- ar frá öllum útgerðarfélögunum og setja útgerðina sem er í land- inu í dag á hausinn. Við viljum það ekki en við viljum taka burt veð- setningarréttinn á óveiddum fiski í sjó, taka burt leiguréttinn á óveidd- um fiski í sjó og taka burt sölurétt útgerðarmanna á óveiddum fiski í sjó. Þetta þrennt áttu þeir reyndar aldrei að fá og eru mestu mistök sem við höfum gert í stjórnun fisk- veiða á Íslandi. Hljómgrunnur fyrir breytingu á kvótalögunum aldrei verið meiri en í dag: Hvað var þjóðin að segja okkur í mótmælunum á Austur- velli? Burt með kvótakerfið, burt með kvótakerfið. Hverjir hafa harðast barist gegn þessu kerfi? Frjálslyndi flokkurinn. Í tíu ár höfum við varað þjóðina við hvert stefnir með þetta kerfi. Það á að stefna að því að allir borgi sann- gjarnt leiguverð og gefa frelsi til handfæraveiða. Nýliðar verða að geta byrjað. Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins. GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON Forgangsatriði að skapa atvinnu MANUEL HINDS Besti gjaldmiðillinn fyrir Ísland af rúðuþurrkum frá Rúðuþurrkur NÝ ÚTGÁFA NeoForm. Ný þurrkublöð frá Trico Gorenje ísskápur RK60358DBK Svört hönnun. Nýtanlegt rými kælis 230 l. Nýtanlegt rými frystihófs 86 l. Hljóðstig 40 dB(A). Hæð: 180 cm. Tilboð 115.900 Gorenje ísskápur Reykjavík . Borgartún 24 . Sími 562 4011 Akureyri . Draupnisgata 2 . Sími 460 0800 Reyðarfjörður . Nesbraut 9 . Sími 470 2020 Reykjanesbær . Hafnargata 52 . Sími 420 7200 UMRÆÐAN Össur Skarphéðins- son skrifar um ESB Besta leiðin til að tryggja varanlegt afnám verðtrygging- ar er að ganga í Evrópu- sambandið og verða hluti af evrusvæðinu. Um leið mætti lækka matar- reikning íslenskra heimila um 10-25 milljarða. Vaxtabyrði heimila, fyr- irtækja og ríkis myndi stórminnka, eða samtals um ríflega 220 milljarða á ári. Færa má rök að því, að saman- lagður ávinningur fjögurra manna fjölskyldu vegna minni kostnað- ar við að vera til gæti numið einni milljón króna á ári með ESB og upp- töku evrunnar. Íslensk ríkisstjórn myndi aldrei sækja um aðild án harðra skilyrða, sérstaklega varðandi sjávarútveg, landbúnað og gjaldmiðilsmálin. Jafnaðarmenn hafa reynslu af því að semja við ESB. Þeir komu á sínum tíma heim með samning um EES sem gjörbreytti lífskjörum þjóðar- innar. Við jafnaðarmenn höfum því reynslu af því að verja hagsmuni Íslands í samningum við ESB. ESB og sköpun starfa Langbrýnasta lífskjaramálið núna snýst um að skapa störf. Ísland er að ganga í gegnum meira atvinnu- leysi en áður hefur þekkst hér á landi. Meginverkefni núverandi rík- isstjórnar hefur verið að skapa skil- yrði fyrir sköpun starfa. Ég hef sem iðnaðarráðherra beitt mér fyrir skattaívilnunum til fyrirtækja, og fjárfestingarsamningum, bæði til að tryggja að stóru útflutningsfyrirtækin taki út vöxt sinn og þar með sköpun nýrra hér á landi, og til að laða hingað nýja erlenda fjárfestingu. Í iðnaðarráðuneytinu rekum við okkur hins vegar á það aftur og aftur, að vænlegir fjárfestar vilja ekki hætta fjármagni sínu á Íslandi ef stjórnvöld ætla að halda í krónuna sem gjaldmiðil. Þeir fælast hagkerfi krónunnar. Svipað er upp á teningnum varðandi stærstu útflutningsfyrirtækin okkar á sviði hátækni. Litlar líkur eru á að þau taki út vöxt sinn hér á landi þegar heimskreppu slotar. Veruleg hætta er á að þau flytji starfsemi sína í tryggt skjól evrusvæðisins. Þess vegna er skýr framtíðarsýn um aðild að ESB og upptöku evr- unnar nauðsynleg sem fyrst til að tryggja að erlend fjárfesting komi inn í landið, skapi störfin sem við þurfum, og tryggi farsæla endur- reisn Íslands eftir hrunið. Skýr Evr- ópustefna leggur því ekki aðeins traustan grunn til lengri framtíð- ar heldur mun hafa áhrif strax á lífskjör Íslendinga gegnum sköpun nýrra starfa. Tækifærið er núna Núverandi forysta ESB á lykilsvið- um, einsog í sjávarútvegi og varð- andi stækkunarmál, er Íslendingum hliðholl. Hún gjörþekkir hagsmuni Íslands, og hefur lýst miklum skiln- ingi á úrlausnarefnum sem varða Ísland. Það skiptir hagsmuni okkar máli að umsókn berist áður en nýir einstaklingar taka við forystu á þessum sviðum. Það skiptir einnig máli, að vinaþjóð okkar Svíar eru að taka við forystu í ESB síðar á árinu, og myndu svikalaust styðja frænd- þjóð sína til samninga sem verja hagsmuni Íslands. Það er heldur ekki hægt að horfa fram hjá því, að blikur eru á lofti um að þegar núverandi stækkunarhrinu lýkur með inngöngu Króatíu verði engin þjóð tekin inn fyrr en 2020. Það er of seint fyrir Ísland. Þess vegna er tækifærið núna. Í hnotskurn er staða Íslands svona: Við höfum tapað dýrmætu trausti erlendis. Við fáum ekki fjármagn til að ráðast í nauðsynlegar fram- kvæmdir, og þau lán sem bjóðast, eru á ofurkjörum. Skoðum reynslu frænda okkar Finna. Í svipaðri stöðu sóttu þeir í miðri kreppu um aðild að ESB, tóku upp evruna, unnu sig út úr mun dýpri þrengingum – og urðu að efnahagsundri. Aðild að traustu ríkjasambandi einsog ESB með trúverðugan gjaldmiðil er því besta leiðin til að endurvinna traust á Íslandi, bæta lífskjör heimilanna, styrkja undirstöður fyrirtækja og laða hingað erlendar fjárfestingar til að skapa störf. Í kosningunum á morgun verða þjóðhollir menn að taka hagsmuni Íslands framyfir hagsmuni flokka. Ef menn vilja Evrópuleiðina – hvar í flokki sem þeir standa – þá er besti kostur þeirra að veita Samfylking- unni afgerandi forystu. Hún ein hefur sett aðild að ESB og upptöku evrunnar í forgang. Höfundur er utanríkis- og iðnaðarráðherra. ESB snýst um lífskjör og störf ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.