Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2009, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 24.04.2009, Qupperneq 31
FÖSTUDAGUR 24. apríl 2009 UMRÆÐAN Grímur Atlason skrifar um Evrópumál Við verðum að skipta um gjaldmiðil – það er staðreynd. Kerfið, sem kallað var íslenska efna- hagsundrið, bjó hér til loft- bóluhagkerfi sem sprakk í andlitið á okkur með hrikalegum afleiðingum. Vaxtamunur og ónýt- ur gjaldmiðill hafa síðan gert það að verkum að við erum í algjörri pattstöðu. Nú er svo komið að þessi fyrirtæki eru flest farin að pakka niður og ætla sér annað. Við verð- um að bregðast við. Verkefni stjórnvalda eftir þessar kosningar eru eftirfarandi: 1. Setja sér samningsmarkmið og sækja um aðild að Evrópusam- bandinu og lýsa yfir eindregnum vilja okkar til þess að leggja af krónuna sem gjaldmiðil og taka upp evru. 2. Þjóðnýta kvótann og tryggja þannig að auðlindin haldist hjá þjóðinni og að byggðir landsins geti blómstrað á ný. 3. Ofangreindar aðgerðir ásamt samningum við lánardrottna okkar og jöklabréfaeigendur gerir það að verkum að hægt verður að lækka vexti fljótt og örugglega og verð- bólga lækkar í kjölfarið. 4. Menntun menning og aftur menntun og menning eru lykilhugtök uppbygging- arinnar. 5. Styrkja sveitarstjórn- arstigið þannig að nær- samfélagið verði starf- hæft – en það er lykillinn að uppbyggingu. 6. Veðja á margt smátt í stað þess að veðja á eina patent lausn: Álver og bankar eru ágæt með en bara álver og bara bankar er fullreynd- ur stígur. 7. Fæðuöryggi þjóðarinnar verð- ur best tryggt með því að hlúa að og styrkja íslenska matvælafram- leiðslu – það fer ágætlega saman við inngöngu í Evrópusambandið. Það er klárt mál að samnings- markmið okkar eiga að vera skýr þegar kemur að samningum við ESB. Sérstaða íslensks landbún- aðar og sjávarútvegs liggur fyrir. Við erum eyþjóð og það er klárt að óheftur innflutningur t.d. á hráu kjöti gengur ekki upp. Það er líka rétt að 90% af pakkanum liggur ljós fyrir. En það er ekki eins og það sé slæmt. Það er ekki stefna ESB að ofveiða fisk. Reglur ESB stuðla að hlut- fallslegum stöðugleika og tryggja að íslenskur sjávarútvegur nýtur nálægðarinnar við miðin og hefðar- réttar á stofnum sem ekki eru deili- stofnar. Innan ESB verðum við ein af þremur stærstu fiskveiðiþjóðum sambandsins og í sterkri stöðu til að hafa mikil áhrif á mótun nýrr- ar fiskveiðistefnu. Þessu verður að halda til haga fyrir grátkórnum. Stöðu sveitarfélaga á Íslandi, ekki síst þeirra sem eru á lands- byggðinni, er betur borgið innan Evrópusambandsins. Mýmargar áætlanir sem miða að uppbyggingu á harðbýlum svæðum og köldum hagkerfum innan einstakra landa eru í gangi. Þessar áætlanir hafa skilað umtalsverðum árangri m.a. í Portúgal, Spáni, Svíþjóð, Finn- landi, Slóveníu og Póllandi. Hverf- um frá haftastefnunni, hún er vond og mun ekki byggja upp blómlega byggð á Íslandi. Losum bændur, sjómenn og aðra undan klöfum ofurvaxta og einhæfni. Tökum þátt í samfélagi þjóða og öxlum okkar ábyrgð. Höfum trú á okkur sjálfum og því sem við getum gert fyrir Evrópu. Spyrj- um ekki bara; hvað getur Evrópu- sambandið gert fyrir okkur? Spyrj- um líka: Hvað getum við gert fyrir Evrópu? Okkur mun farnast vel sem fullgildum þátttakanda í sam- félagi Evrópuríkja. Þess vegna er ég sammála því að gengið verði til aðildarviðræðna við Evrópusam- bandið strax að loknum kosning- um. Ef þú ert sammála skráðu þig þá á www.sammala.is. Höfundur er í 6. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi. Hvað getum við gert fyrir ESB? UMRÆÐAN Ástþór Magn- ússon skrifar um kosningar Laugardaginn 25. apríl ertu frjáls. Lýðræðis- hreyfingin veitir þér frelsi: Þú færð atkvæðisrétt á Alþingi: Þú getur tekið þátt í öllum meiri háttar ákvörðunum Alþingis í gegnum raf- rænt Almannaþing óskir þú þess. Láttu ekki blekkja þig til að afsala fullveldi þínu næstu fjögur árin til flokkseigendafélaga og mútuþægra stjórnmálamanna. • Sækjum þýfið sem útrásarvík- ingarnir stálu af þjóðinni: Við vilj- um nota öll tiltæk lög m.a. hryðju- verkalög eins og Bretar gerðu gegn Landsbankanum, til að gera útrásar- víkingana óstarfhæfa hvar sem er í heiminum og fá þá framselda hingað til lands. Þetta viljum við gera strax því þá byrja ormagryfjurnar þeirra að opnast fyrir alvöru. Við viljum síðan sækja þá fleiri hundruð millj- arða sem þeir stálu af þjóðinni. • Markaðssetjum Ísland sem land tækifæranna: Við viljum setja upp markaðsskrifstofu með 200 manna vandlega völdu fólki úr atvinnuleys- isskránni til að markaðssetja Ísland um allan heim og laða hingað til lands víðtæka erlenda starfsemi sem skapar störf og gjaldeyristekjur. • Jöklabréfin sem fjárfestingar- sjóður: Við viljum umbreyta jökla- bréfunum í innlendan fjárfesting- arsjóð atvinnulífsins til að minnka þrýstinginn á krónuna og fá erlendu fjárfestana með í uppbyggingar- starfið. • Hagræðing án skattahækkana: Við viljum hagræða í stjórnsýslunni til sparnaðar um leið og atvinna og tekjur eru auknar með nýrri atvinnustarfsemi. Við viljum ekki skattleggja venjuleg heimili sem nú þegar berjast í bökkum. • Endurbyggjum bankakerfið með erlendri þátttöku: Við viljum fá hingað til lands færustu hagfræð- inga heims eins og George Soros til aðstoðar við endurskipulagningu hagkerfisins og tengja fjármála- stofnanir okkar við erlenda fjár- málamakraði. Þannig komum við í veg fyrir annað bankahrun. Það er aðeins eitt raunhæft val: xP Höfundur er talsmaður Lýðræðis- hreyfingarinnar. Úr ánauð flokkanna ÁSTÞÓR MAGNÚSSON GRÍMUR ATLASON 9. HVER VINNUR! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, TÖLVULEIKIR, GOS, DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA! SENDU SMS ESL C2V Á NÚMERIÐ 1900 ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! 149 kr/skeytið. Vinningar afhendir í ELKO Lindum. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. JASON STATHAM ER MÆTTUR AFTUR Í HLUTVERKI HINS ÓDREPANLEGA CHEV CHELIOS 22.04.09 Í FULLUM GANGI Í PERLUNNI OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 10 - 18 VERIÐ VELKOMIN OG NJÓTIÐ FRÁBÆRS ÚTSÝNIS OG GÓÐRA VEITINGA Í VEITINGASAL PERLUNNAR Sími: 561-4114 Frá 9. apríl til 3. maí G Í F U R L E G T Ú R VA L A F Ö L L U M T E G U N D U M T Ó N L I S TA R R O K K - P O P P - K L A S S Í K - B L Ú S - K Á N T R Ý - S LÖ K U N A R T Ó N L I S T- Þ Ý S K , S K A N D I N AV Í S K O G Í R S K T Ó N L I S T O G A Ð S J Á L F S Ö G Ð U A L L I R N Ý J U S T U T I T L A R N I R Á B ET R A V E R Ð I E N Þ Ú ÁT T A Ð V E N J A S T

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.