Fréttablaðið - 24.04.2009, Page 38

Fréttablaðið - 24.04.2009, Page 38
26 24. apríl 2009 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Ný́jan kaptein í́ brú́na Sigurhátíð kapteinsins á Jacobsen, föstudaginn 24. apríl milli 21.00 - 01.00. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Hart í bak Þrettándakvöld Sædýrasafnið Creature - gestasýning Skoppa og Skrítla í söng-leik Eterinn Kardemommubærinn Þjóðleikur - leiklistarhátíð á Egilstöðum 24.–26. apríl Skoðaðu Mín Vildarborg ferðablað Icelandair á www.icelandair.is Auglýsingasími > BROTIST INN HJÁ HAYDEN Heroes-leikkonan Hayden Panetti- ere er með böggum hildar eftir að þjófar stálu rándýrum skartgrip- um af heimili hennar í Los Angeles. Hayden, sem er 19 ára, uppgötvaði þjófnaðinn þegar hún kom heim til sín eftir frí. Skartgripirnir eru metnir á tvær milljónir króna. Lögregla rannsakar málið. Á morgun verður gengið til kosninga í einum sögu- legustu alþingiskosningum síðari tíma. Mikið álag hef- ur verið á frambjóðendum stjórnmálaflokkanna og má reikna með að taugarnar verði þandar til hins ýtrasta þegar úrslit taka að berast. Þeir geta þó létt undir með sér með því að borða rétt. „Það er mjög mikilvægt að skipu- leggja máltíðir yfir daginn, þær þurfa að vera á þriggja til fjögurra tíma fresti. Menn geta jafnvel látið farsímann hringja til að minna sig á hvenær maður eigi að borða,“ segir Sölvi Fannar Viðarsson hjá Heilsuráðgjöf. Hann telur jafn- framt að menn eigi að setja það niður fyrir sig hvenær þeir ætli að hafa kyrrðarstund með sjálf- um sér yfir daginn þar sem þeir geti farið yfir það með sjálfum sér hvort þeir séu á réttri leið. „Af því tilefni er kannski gott að rifja upp gamalt máltæki, að ef þú hittir tvo fýlupúka á sama stað, kynntu þá fyrir hvor öðrum og taktu til fót- anna, andlegur undirbúningur er nefnilega ekkert síður mikilvæg- ur en sá líkamlegi,“ útskýrir Sölvi og líkir álagi á frambjóðendur við það þegar íþróttamenn takast á við stórviðburði á sínum ferli. En þá að heppilega mataræðinu. Fríða Rún Þórðardóttir næringar- sérfræðingur gefur frambjóðend- um upp tvenns konar morgunverð, mjög góða, sem þeir ættu að hafa í huga þegar þeir vakna á kjör- dag. „Annars vegar er það hafra- grautur með einni til tveimur mat- skeiðum af sólblómafræjum. Hins vegar gæti það líka verið Cheer- ios eða hafrakoddar með undan- rennu eða léttmjólk.“ Sölvi tekur undir þetta en bendir jafnframt á að dagurinn fyrir kosningar sé ekkert síður mikilvægur. „Menn eiga að borða þá nægjanlega mikið af kolvetnum og hafa matinn skyn- samlega samansettan. Menn mega heldur ekki gleyma góðum svefni sem er algjör lífsnauðsyn, fá sér flóaða mjólk og hunang áður en þeir leggjast á koddann og gefa sér jafnvel fimm mínútur til að stilla sig aðeins andlega,“ ráðlegg- ur Sölvi. Hann bendir jafnframt á að frambjóðendur skyldu hafa gullna reglu í huga; að drekka jafnmik- ið af vatni og þeir drekka kaffi og borða grófa fæðu og kornmeti. „Þetta er gott fyrir hægðirnar því ég reikna með því að enginn vilji vera með hægðatregðu á kjördag,“ segir Sölvi. Hann bendir jafnframt á að rétt fæði geti haft mikil áhrif á taugarnar, sé fæðan vitlaust samansett geti menn orðið tauga- trekktari en þeir þyrftu að vera. Bæði Sölvi og Fríða ráðleggja frambjóðendunum að forðast mjög prótínríkan mat svo sem fisk, kjöt, egg, mjólk og baunir. „Þetta getur skipt gríðarlega miklu máli því svona hlutir hafa áhrif á sýru- stig líkamans, menn geta orðið andfúlir og svo framvegis. Ann- ars er mjög gott að hafa einhverja ferska mintu í vasanum til að forð- ast andremmu,“ segir Sölvi. Og hann bætir við að ef menn freist- ist til að borða skyndibita á borð við Sóma-samloku sé gott ráð að fá sér ávöxt með. „Annars getur blóðsykur farið á flug og þá fyrst verða taugarnar vandamál.“ freyrgigja@frettabladid.is Það vill enginn vera með hægðatregðu á kjördag ÁVEXTIR OG VATN Sölvi Fannar og Fríða Rún ráðleggja frambjóðendunum að halla sér frekar að kolvetnum í stað prótíns, skynsamlegast sé þó að blanda þessu tvennu saman. Vatn gæti leikið lykilhluverk á kjördag. Morgunmatur Eitt glas af vatni, hafragrautur með 1-2 msk. af sólblómafræjum eða fræblöndu. Gott að skera epli út í og hita með. Eitt glas af hreinum ávaxtasafa. Millibiti klukkan 10 Eitt glas af vatni, banani eða ávext- ir af ávaxtabakka. Hádegismatur og kvöldmatur Tvö glös af vatni, kjöt eða fiskur og létt sósa. Kartöflur, hrísgrjón, pasta eða núðlur. Grænmeti, soðið og ferskt salat með fræjum og fetaosti. Millibiti klukkan 15-16 Eitt glas af vatni Skyrdós/skyrdrykkur Smoothie-drykkur eða ein ferna af hreinum ávaxtasafa helst með aldinkjötinu. Bland í poka: Döðlur, möndlur, rúsínur, apríkósur, hnetur, fíkjur. Snarl á meðan beðið er úrslitanna Eitt glas af vatni Popp, saltstangir, hnetur, möndlur eða bland í poka: döðlur, möndlur, rúsínur, apríkósur, hnetur, fíkjur. Unnið upp úr ráðleggingum Fríðu Rúnar. MATSEÐILL FYRIR FRAMBJÓÐENDUR Eftir að hafa lifað fremur rólegu og kyrrlátu lífi með konu sinni til 28 ára, verið trúrækinn maður með kaþólska kirkju í garðinum, þá eru ástamál ástr- alska stórleikarans Mels Gibson farin að taka á sig heldur skrautlega mynd. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er Gibson nú að skilja við eiginkonu sína. Svo virðist að Mel hafi ekki verið við eina fjölina felldur heldur haft þrjár í takinu. Breska blaðið The Sun greindi frá því fyrir skemmstu að rússneska fegurðardísin Oksana Pochepa hefði átt náðugar stundir með leikaranum á Kosta Ríka. Pochepa fór fögrum orðum um Mel og ást hans á sér en lögfræðing- um leikarans var ekki skemmt og The Sun sagði frá því í gær að henni hefði verið skipað að þegja um sín mál í fjöl- miðlum. Vefútgáfa Chigaco Sun Times skellti því á forsíðu sína í gær að Mel ætti vingott við aðra Oksönu. Hún er fyrrum heitmey Timothy Dalton, gamla James Bond-leikarans. „Aðeins“ fjór- tán ára aldursmunur er á þeim tveim og samkvæmt Sun Times er leikarinn yfir sig ástfanginn af þeirri Oksönu en vill víst lítið kannast við þá fyrri þótt eflaust hafi leiðir þeirra tveggja ein- hvern tímann legið saman. Gibson þarf hins vegar fyrst að seil- ast ofan í djúpa pyngju sína þegar skiln- aður hans og Robyn verður tekinn fyrir því hjónakornin gerðu skilmála áður en þau giftust og sá ætti að tryggja Robyn Gibson nógu margar krónur til að geta átt náðuga daga það sem eftir er. Gibson með þrjár í takinu FLÓKIÐ MÁL Það er ekki auðvelt að vera Mel Gibson þessa dagana því svo virðist sem leikar- inn hafi haft þrjár í takinu; tvær Oksönur og svo fyrrverandi eiginkonu sína. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.