Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2009, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 24.04.2009, Qupperneq 42
30 24. apríl 2009 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is 9. HVER VINNUR! 149 kr/skeytið. Vinningar afhendir í ELKO Lindum. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. FRUMSÝND 22.4.2009 VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, TÖLVULEIKIR, GOS, DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA! SENDU SMS ESL UBV Á NÚMERIÐ 1900 ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! N1-deild karla: Haukar-Fram 30-21 (16-9) Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 7/4 (8/4), Elías Már Halldórsson 5 (6), Einar Örn Jónsson 5/1 (6/2), Freyr Brynjarsson 4 (5), Andri Stefan 3 (4), Arnar Pétursson 2 (4), Kári Kristján Kristjánsson 2 (4), Tjörvi Þorgeirsson 1 (1), Gunnar Berg Viktorsson 1 (2), Stefán Rafn Sigurmannsson (1/1), Arnar Jón Agnarsson (2). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 21 (38/1, 55%), Gísli Guðmundsson 1 (5/1, 20%). Hraðaupphlaup: 6 (Freyr 3, Elías Már 2, Tjörvi 1). Fiskuð víti: 7 (Kári Kristján 4, Elías Már 1, Arnar Jón 1, Einar Örn 1). Mörk Fram (skot): Jóhann G. Einarsson 5/2 (8/2), Róbert Aron Hostert 4 (5), Andri Berg Har- aldsson 3 (9), Guðjón Drengsson 2 (3), Haraldur Þorvarðarson 2 (3), Guðmundur Hermannsson 1 (2), Brjánn Bjarnason 1 (3), Magnús Stefánsson 1 (3), Einar Rafn Eiðsson 1 (4), Rúnar Kárason 1 (6), Stefán B. Stefánsson (1). Varin skot: Davíð Svansson 8/1 (20/3, 40%), Magnús Erlendsson 2 (20/3, 10%). Hraðaupphlaup: 3 (Brjánn 1, Guðjón 1, Andri 1). Fiskuð víti: 2 (Stefán B. 1, Haraldur 1). Valur-HK 29-25 (17-11) Mörk Vals (skot): Fannar Þór Friðgeirsson 9/4 (13/4), Sigurður Eggertsson 6 (9), Arnór Gunn- arsson 4/1 (9/1), Heimir Örn Árnason 3 (5), Hjalti Pálmason 2 (4), Ingvar Árnason 2 (2), Elvar Friðriksson 2 (5), Sigfús Páll Sigfússon 1 (3). Varin skot: Ólafur Haukur Gíslason 20 (45/4) 44%. Hraðaupphlaup: 7 (Fannar 2, Arnór 2, Hjalti, Heimir, Sigurður). Fiskuð víti: 7 (Sigurður 3, Ingvar 2, Fannar, Elvar). Mörk HK (skot): Ragnar Snær Njálsson 5 (8), Ragnar Hjaltested 5/1 (9/2), Gunnar Steinn Jóns- son 4 (5), Einar Ingi Hrafnsson 4 (4), Valdimar Fannar Þórsson 4/2 (9/2), Már Þórarinsson 2 (7), Ólafur Bjarki Ragnarsson 1 (6). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 19 (36/3) 53%, Björn Ingi Friðþjófsson 1 (13/4) 0,7%. Hraðaupphlaup: 5 (Már 2, Ragnar Snær, Ragnar Hj., Einar Ingi). Fiskuð víti: 4 (Valdimr 2, Einar, Már). Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, arfaslakir svo ekki sé nú meira sagt. Sem betur fer hafði dómgæslan ekki afgerandi áhrif á niðurstöðu leiksins. Stjarnan og Valur mætast í Mýrinni í kvöld í oddaleik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar kvenna. Sigurvegari leiksins mætir Fram í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. „Nú er að duga eða drepast fyrir okkur,“ sagði Kristín Jóhanna Clausen, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið en bæði lið hafa unnið á heimavelli í rimmunni til þessa. Kristín telur að það gæti reynst dýrmætt að eiga oddaleikinn á heimavelli. „Það er alltaf erfitt að fara í Vodafone-höllina en við vorum reyndar mjög ósáttar við okkar frammistöðu á þriðjudaginn. En það er aldrei hægt að stóla á neitt í úrslitakeppninni,“ sagði hún en Fram gerði sér lítið fyrir og vann deildarmeistara Hauka í tveimur leikjum. „Ég verð að segja að ég bjóst við Haukasigri. En árangur í deildinni telur lítið þegar í úrslitakeppnina er komið. Þar gildir það eitt að mæta tilbúnar til leiks.“ Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, leikmaður Vals, var óhrædd við að oddaleikurinn skuli fara fram á heimavelli Stjörnunnar. „Við höfum ekki verið að spila verr á útivelli en heimavelli í vetur. Við erum því lítið að spá í það hvar leikurinn fer fram,“ sagði Hrafn- hildur. „Við þurfum að einbeita okkur að því að spila jafn góða vörn og í síðasta leik og ef það tekst þá vinnum við.“ Stjarnan varð í öðru sæti deildarinnar en Valur í því þriðja. Kristín telur þó að Valur eigi meira inni en liðið hefur sýnt í vetur. „Valur er með frábæran leikmanna- hóp og ég held að liðið hafi verið að spila undir getu í vetur. Við erum kannski með hefðina með okkur en Valur er með breiðari leikmannahóp. Við erum þó ekki með síðra lið og ég tel að það lið sigri í kvöld sem sýnir meiri vilja og hungur á vellinum,“ sagði Kristín. ÚRSLITAKEPPNI N1-DEILDAR KVENNA: STJARNAN OG VALUR MÆTAST Í KVÖLD Aldrei hægt að stóla á neitt í úrslitakeppninni > Stjarnan vann ÍR í tvíframlengdum leik Stjarnan vann ÍR í tvíframlengdum leik, 28-27, í oddaleik liðanna í undanúrslitum umspilskeppninnar um eitt laust sæti í N1-deild karla á næstu leiktíð. ÍR átti boltann í síð- ustu sókn leiksins og í henni missti Stjarnan tvo menn af velli vegna tveggja mínútna brottvísunnar. ÍR átti síðasta skot leiksins en það hafnaði í vörn Stjörnunnar. Þar við sat. Staðan í hálfleik var 11-10, ÍR í vil, en 22-22 að loknum venjulegum leiktíma. Staðan var svo enn jöfn, 26-26, eftir fyrri framlenginguna. Ragnar Helgason skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna og Vilhjálmur Halldórsson sex. Hjá ÍR var Andri Friðriksson markahæstur með átta mörk en næstur kom Sigurjón Björnsson með fimm. HANDBOLTI Haukar unnu níu marka sigur á Fram, 30-21, á Ásvöllum í gær og tryggðu sér þar með sæti í úrslitarimmunni um Íslandsmeist- aratitil karla. Þar mun liðið etja kappi við bikarmeistara Vals en Haukar hafa titil að verja. Haukar unnu þar með undanúr- slitarimmuna við Fram, 2-1, eftir að þeir síðarnefndu unnu óvæntan sigur í fyrsta leik liðanna sem fór líka fram á Ásvöllum. Þeir áttu hins vegar aldrei möguleika í gær. Aðeins var jafnræði með liðun- um fyrsta stundarfjórðunginn en þá tóku heimamenn völdin í leikn- um. Staðan var 16-10 í hálfleik og eftir aðeins tólf mínútna leik í síð- ari hálfleik var munurinn orðinn ellefu mörk, 24-13. Eftir það var aldrei spurning hvorum megin sig- urinn myndi lenda. „Við urðum okkur til skammar með því að mæta svona til leiks í svo mikilvægri viðureign,“ sagði Andri Berg Haraldsson, leikmað- ur Fram, eftir leik. „Við vorum svo sem að spila ágætlega í byrjun en Birkir Ívar varði mikið í markinu og þá fórum við að missa taktinn. Þeir gengu bara á lagið.“ Andri Berg á ekki í erfiðleikum með að benda á hvað fór úrskeið- is. „Við vorum að spila hörmulega, bæði í vörn og sókn. Það er ótrú- lega dapurt að þurfa að hafa þetta á bakinu í sumarfríinu. Þetta er leikurinn sem mun sitja í manni í allt sumar.“ Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var vissulega kampakátur í leikslok. „Svona er bara úrslitakeppn- in og þetta er sjarminn við hana. Það er dagsformið sem ræður og við höfðum betur í þetta skiptið,“ sagði Aron. „Það hefur verið mikill hasar á milli þessara liða og mikill hiti í mönnum. Leikmenn beggja liða vildu alls ekki tapa í kvöld.“ Hann sagði að eftir tap sinna manna í fyrsta leik rimmunnar hafi þeir verið komnir upp við vegg. „Það var mikill vilji til að klára leik númer tvö og fá odda- leikinn heima. Við vissum svo eftir síðasta leik að það var ekkert aftur snúið hjá okkur. Við mætt- um gríðarlega einbeittir til leiks og það skilaði sér. Varnarleikur- inn og markvarslan var frábær, hraðaupphlaupin voru virkilega góð og mikill kraftur í seinni bylgjunni. Sigurbergur (Sveins- son) var engan veginn að finna sig í fyrstu tveimur leikjunum en var mjög öflugur í kvöld. Það munaði miklu um það.“ Haukar mæta Val í úrslitarimm- unni og á Aron von á hörkuviður- eign. „Við erum Íslandsmeistarar og þeir bikarmeistarar og þarna eru einfaldlega tvö bestu lið lands- ins að mætast. Leikir þessara liða hafa verið gríðarlega skemmtileg- ir undanfarin ár og á ég því von á skemmtilegri rimmu.“ Hann vonast til þess að sínir menn verði duglegir að nýta sér heimavöllinn. „Við unnum að því í allan vetur að fá heimavallarréttinn og gerð- um það ekki að gamni okkar. Von- andi verður það okkur í hag í lokin.“ eirikur@frettabladid.is Meistararnir léku sér að Frömurum Haukar unnu í gær auðveldan níu marka sigur, 30-21, á Fram og tryggðu sér þar með sæti í úrslitum N1- deildar karla. Um algeran viðsnúning var að ræða frá fyrsta leik liðanna en Fram sá aldrei til sólar í gær. „BAD BOYS“ Haukarnir ganga undir nafninu „Bad Boys“ þessa dagana þar sem þeir þykja álíka harðir í horn að taka og Detroit Pistons hér áður fyrr. Hér fær Guðjón Finnur Drengsson að kenna á hörku Haukanna. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Valur tryggði sig inn í úrslit N1-deildar karla með til- tölulega þægilegum sigri, 29-25, á HK í oddaleik liðanna í gær. Vals- menn spila sem fyrr eins og þeir sem valdið hafa á heimavelli og hafa enn ekki tapað leik í Voda- fone-virkinu sínu. Það var ljóst í hvað stefndi strax frá byrjun. Valsmenn voru miklu ákveðnari og grimmari. Spiluðu fantavörn með Sigfús fyrir miðju og Ólafur Haukur í banastuði þar fyrir aftan. Þeir keyrðu upp hrað- ann og röðuðu inn mörkum úr hraðaupphlaupum sem og snögg- um sóknum. 5-1 eftir stuttan tíma og svo 12-5. HK var ekki með. Varnarleikur HK var í molum og þeir réðu ekkert við Sigurð Egg- ertsson og Fannar Friðgeirsson sem voru í miklu stuði. Síðari hálf- leikur var vonlítill eltingarleikur hjá HK sem náði aldrei að ógna að ráði. Varnarleikurinn felldi þá í gær sem og döpur frammistaða lykilmanna í sókninni. Valdimar Þórsson ekki svipur hjá sjón og Ólafur Bjarki algjörlega úti að aka. Gunnar Magnússon, þjálfari HK, hefði að ósekja mátt tefla Ragnari Snæ Njálssyni meira fram en hann var sprækur. „Það sýnir núna hvað deildin er mikilvæg og heimavöllurinn skipt- ir máli. Okkar styrkleiki er vörn- in og hún brást. Við vorum samt að mæta frábæru liði Vals og það verður að viðurkennast að betra liðið vann hér í dag,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálf- ari Vals, var talsvert hressari en kollegi sinn hjá HK. „Ég hélt að við ætluðum að klára þennan leik á fyrstu tíu mínútunum. Þeir komu samt til baka og náðu að stríða okkur,“ sagði Óskar Bjarni en hann hrósaði HK-liðinu einnig í hástert. „Sigurður Eggertsson var frá- bær. Ég hef verið að hvíla hann aðeins, spila honum í horninu og svona þannig að hann var orðinn verulega hungraður. Vörnin var aðeins þéttari og við breyttum lið- inu frá síðasta leik. Það skilaði sér. Óli byrjaði svo að verja og taktíkin gekk upp,“ sagði Óskar Bjarni en það er ljóst að liðið þarf að vinna útileik til þess að verða meistari. „Það eiga ekki að vera svona miklar sveiflur milli valla. Við verðum að stela og vorum meistar- ar þarna fyrir tveim árum þannig að við eigum góðar minningar úr Hafnarfirði.“ - hbg Valsmenn í úrslit eftir enn einn sigurinn á heimavelli sínum að Hlíðarenda: Vodafone-virki Valsmanna ILLVIÐRÁÐANLEGUR HK réði ekkert við gleðigjafann Sigurð Eggertsson í gær sem fór algjörlega á kostum og skoraði frábær mörk. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.