Fréttablaðið - 24.04.2009, Page 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja
Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000
GÓÐAN DAG!
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík
Akureyri
Heimild: Almanak Háskólans
BAKÞANKAR
Þórgunnar
Oddsdóttur
Í dag er föstudagurinn 24. apríl
114. dagur ársins.
5.24 13.26 21.30
4.59 13.11 21.25
Klikkaður
í Cocoa Puffs!
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
/
N
A
T
3
7
7
1
4
0
5
/2
0
0
7
Lífið er eins og menntaskóli. Þetta eru ekki ný sannindi og
alls ekki frumlegt líkingamál en
kannski gengi okkur eilítið betur
að skilja samfélagið ef við hefð-
um þetta í huga.
ÞAÐ gengur ekki öllum jafn
vel í menntaskóla. Sumir dúxa
á öllum prófum meðan aðrir
þurfa að taka sömu áfangana
aftur og aftur. Sumir verða hetj-
ur og öðlast frægð í Gettu betur
meðan aðrir læðast með veggj-
um og skilja ekki eftir sig önnur
ummerki í sögu skólans en máða
mynd á skólaspjaldi. Líkt og lífið
snúast menntaskólaárin ekki síst
um að kynnast rétta fólkinu og
láta bjóða sér í réttu partíin. Það
skilar manni jafnvel lengra en
glæsilegar einkunnir.
FRÁ því var greint í Fréttablað-
inu í gær að skólapiltur í Mennta-
skólanum í Reykjavík hefði háls-
brotnað í árvissum gangaslag
skólans. Slagurinn er rótgróin
hefð og af myndum að dæma er
þetta mikill karlmennskuhasar.
Olíubornir 6. bekkingar brjóta sér
leið í gegnum þvögu yngri bekk-
inganna berir að ofan og renna
eins og álar úr greipum þeirra
sem reyna að hindra þá í að ná í
bjölluna sem keppst er um. Þetta
er víst bráðskemmtilegur við-
burður og þeir sem ekki þora að
taka þátt fylgjast spenntir með
af hliðarlínunni, sumir klappa
og hrópa hvatningarorð meðan
aðrir hrista höfuðið og spá því að
eitthvað fari úrskeiðis, fólk troð-
ist undir, fái spark í andlitið eða
hálsbrotni eins og raunin varð í
þetta sinn.
ÞETTA minnir auðvitað á ganga-
slaginn sem við erum öll að jafna
okkur eftir. Þennan sem fór úr
böndunum í haust eftir að stóru
strákarnir höfðu vaðið yfir okkur
yngri bekkingana sem réðum ekki
við neitt og sátum eftir – reynd-
ar ekki hálsbrotin en atvinnu-
laus, húsnæðislaus, reið og pirr-
uð. Skólameistari MR býst við
því að gangaslagurinn þar á bæ
verði bannaður hér eftir en enn á
eftir að koma í ljós til hvaða ráða
verður gripið hjá okkur. Líklega
verður engu breytt, það er svo
erfitt að leggja af gamlar hefðir,
þá geta árgangarnir á eftir okkur
ekki gert sömu mistök og við.
HÁLFT ár er langur tími í
menntaskóla og nemendur eru
fljótir að jafna sig. Vonandi verða
afleiðingar slagsins síðastliðið
haust samt ekki gleymdar þegar
við kjósum í nýja stjórn nemenda-
félagsins á morgun.
Gangaslagur