Morgunblaðið - 26.11.2008, Side 1

Morgunblaðið - 26.11.2008, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 6. N Ó V E M B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 324. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er Leikhúsin í landinu >> 45 HALLDÓR BALDURSSON TEIKNARI ENDURSPEGLAR ÞJÓÐARSÁLINA DRAUMUR SÁLARINNAR Tuttugu ár á þremur hljómdiskum 95 ára mbl.is Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is LÖGREGLAN telur ljóst að frá 5. október 2007 til 12. september 2008 hafi tæpar 250 milljónir króna verið greiddar inn á bankareikning einstaklings sem er grun- aður um að eiga aðild að peningaþvætti og auðgunar- brotum. Upphæðin var ágóði af gjaldeyrisviðskiptum sem maðurinn stóð að ásamt forstöðumanni verðbréfa- miðlunar hjá Virðingu hf. Sá liggur undir grun um að hafa misnotað sér starfsstöðu sína til að tryggja ágóða af viðskiptunum. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær gæsluvarð- haldskröfu yfir forstöðumanninum. Dómurinn taldi ekki 250 milljónir milli vina  Héraðsdómur hafnaði kröfu um gæsluvarðhald yfir for- stöðumanni hjá Virðingu hf.  Grunaður um auðgunarbrot vera slíkan grun um refsivert athæfi hjá hinum kærða að heimilt væri að hneppa hann í gæsluvarðhald. Maðurinn var handtekinn á mánudag þegar hann kom frá Dúbaí. Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gerði húsleit hjá Virðingu sl. föstudag og handtók í kjölfarið tvo meinta samstarfsmenn forstöðumannsins. Hvorugur þeirra vinnur hjá Virðingu. Annar var úrskurðaður í gæsluvarðhald en sleppt í gær. Rannsókn málsins snýr ekki að Virðingu heldur meintum brotum forstöðu- mannsins og meintra tveggja samverkamanna hans. Forstöðumaðurinn neitaði því fyrir dómi að hafa gerst sekur um peningaþvætti eða önnur auðgunarbrot. Í HNOTSKURN »Banki tilkynnti lögregl-unni í júní 2008 um háar millifærslur inn á bankareikn- ing einstaklings. »Efnahagsbrotadeild taldisig hafa rökstuddan grun um að peningaþvætti og auðg- unarbrot hefði verið framið. »Þrír menn sem eiga samaneinkahlutafélag hafa verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. Einn þeirra er forstöðumaður hjá Virðingu.  Gæsluvarðhaldskröfunni hafnað | 20 STUNDUM er sagt að þeir sem umgangist dýr séu almennt hamingjusamari en aðrir. Margir hestamenn, þar á meðal Gunnar Guðbrandsson smiður, eru á þeirri skoðun að félagsskapur við hross geti eytt öllum áhyggjum og fengið mann til að gleyma stund og stað. Í gær var Gunnar í Víðidalnum, þar sem hann hefur tekið tvö hross á hús fyrir veturinn. Hann segir allan gang á því hvenær tekið sé á hús, enda fari það bæði eftir veðri og holdafari dýra. Fagmennska hefur auk- ist í hestaíþróttum á síðustu árum, svo nú er æft og keppt lungann úr árinu. onundur@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Hrossin tekin á hús þegar kólna tekur í veðri Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is ÞÚSUNDIR manna hafa í haust mætt vikulega á mótmæli og opinbera borgarafundi til að reyna að hafa áhrif á hvernig landinu er stjórnað. Síðan í sjálfstæðisbaráttunni hefur líklega sjaldan verið gerð háværari krafa um að lýðurinn fái að ráða. Þessi öfluga undiralda er óvanaleg, ekki bara á Íslandi, heldur almennt. Prófessor í stjórnmála- fræði bendir á að það sem borgarar í flestum lýð- ræðissamfélögum eigi sameiginlegt sé að þeir séu almennt ekki mjög virkir. Sú pólitíska sívirkni sem einkennir Íslendinga þessa dagana, ekki að- eins á skipulögðum fundum heldur einnig í linnu- lausum umræðum á neti og stofnun nýrra frétta- veitna, ber því vitni um óvenjulegar aðstæður. Umræðurnar eru misróttækar. Sumir vilja flýta kosningum, aðrir afnema þingræðið til að ná fram þeirri þrígreiningu ríkisvaldsins sem stjórn- skipunin boðar. Aðrir vilja hreinlega stofna nýtt lýðveldi á Íslandi á nýjum grunni. Sú hugmynd er kannski ekki eins galin og hún hljómar ef litið er t.d. til þess að í Frakklandi stendur nú fimmta lýðveldið. Þar hafa reglulega orðið greinileg skil í stjórnarfari síðan fyrsta lýð- veldið var stofnað árið 1792 eftir frönsku bylting- una. Það þarf hins vegar ekki byltingu til að end- urnýja lýðveldið. Bandarískur stjórnmálafræð- ingur talar nú um að þar í landi sé að hefjast fjórða lýðveldið með kjöri Baracks Obamas. Sam- kvæmt þeirri kenningu hefur hvert lýðveldis- tímabil í Bandaríkjunum varað í um 70 ár og raun- ar eru 70 ár einnig lengsta lýðveldistímabil í Frakklandi. Íslenska lýðveldið er ungt að árum, aðeins 64 ára gamalt í ár. Þótt Íslendingar hafi margir hverjir tekið kerfinu sem gefnu er líklegt að æ fleiri trúi því að lýðræðið sé ekki fullmótað. Þjóðin geti nú komið að því ferli. Þegar síðar verður litið um öxl er ekki ólíklegt að atburðarásin nú hafi markað tímamót í sögu lýðveldisins. | 8 Lýðveldið Ísland ungt og í mótun Virkni almennings í umræðum er óvenjuleg og gæti haft sögulegar afleiðingar Morgunblaðið/Kristinn Íslendingar Fjölmenni við Alþingi.  Myrká eftir Arnald Indriða- son er efst á bók- sölulista Morgun- blaðsins sem Félagsvísinda- stofnun vann dag- ana 17. til 23. nóv- ember. Í öðru sæti listans er Þú getur eftir Jóhann Inga Gunnarsson, Sæmund Hafsteinsson og Martein Jónsson. Þriðja er Auðn- in eftir Yrsu Sigurðardóttur. Söluhæsta ljóðabókin er Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum en hún kom fyrst út árið 1932. Magnea eftir Sigmund Erni Rún- arsson og Magneu Guðmundsdóttur er mest selda ævisagan og í öðru sæti er Saga af forseta eftir Guðjón Friðriksson. Bóksölulistinn verður birtur vikulega í Morgunblaðinu fram að jólum. »43 Myrká söluhæst  Hátt í 20 þús- und bíleigendur hafa síðustu tvo mánuði nýtt sér þann möguleika að frysta erlend bílalán. Þá er afborgunum af höfuðstól al- mennt frestað í fjóra mánuði en áfram greiddir vextir. Með afgreiðslu laga um endur- greiðslu virðisaukaskatts og vöru- gjalds á bíla opnast fólki leið til að selja bíla sína úr landi á hagkvæmari hátt en fyrr. Hvíli lán á bílunum þarf þó að semja við lánardrottin um framkvæmd útflutningsins. »4, 24 20 þúsund frysta bílalán  Sjaldgæft er að fólk fái millifærð- ar á bankareikninga sína háar fjár- hæðir sem það kannast ekki við, hvað þá ef það sjálft er skráð sem greiðandi færslunnar. Í þeim til- vikum er þó gott ef móttakandinn er heiðarlegur og tilkynnir um mis- tökin. Slíkt gerði Jon Olav Fivel- stad fyrir skömmu þegar 30 þúsund evrur, 5,4 milljónir króna, voru lagðar óvænt inn á reikning Kvasis, fyrirtækis hans. Skráður greiðandi var Kvasir. Jon Olav hafði samband við bankann sem bakfærði pen- ingana en Jon Olav hefur engar út- skýringar fengið. » 8 Óútskýrð millifærsla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.