Morgunblaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 37
örmum og kynnt þér undraheim
himnaríkis.
Við, þín önnur fjölskylda viljum
því kveðja þig í hinsta sinn hér
með þessum orðum og sendum þér
þessa kveðju.
Kæra fjölskylda, við finnum svo
mikið til með ykkur í þessari miklu
sorg. Megi guð styrkja ykkur og
hjálpa ykkur að finna frið í hjarta
því við elskum ykkur öll svo mikið.
Ástar- og saknaðarkveðjur,
Sigursteinn, Alda Björg,
Ásdís Helga, Ármann Örn
og Sæþór.
Ó, Guð minn, því skilur þú okkur
eftir með svo margar erfiðar
spurningar? Af hverju er ungum
manni sem á ekkert nema bjarta
framtíð fyrir sér ekki gefið að sjá
ljósið? Af hverju eigum við að
skilja að gleðin og sorgin séu það
nátengdar að ef við kynnum ann-
arri tilfinningunni þá hlýtur hin að
fylgja fast á eftir? Ó, Guð minn,
hvað við hljótum að efast um mis-
kunn þína og náð þegar svo skelfi-
legir atburðir gerast. En innst í
hjarta mínu veit ég að þú munt
hugga og sefa allar þessar tilfinn-
ingar sem við berum núna og gera
hlutina bærilegri.
Við biðjum þig góði Guð að
geyma yndislegan dreng, hjálpa
foreldrum ,systkinum, öfum og
ömmu að stíga þessi erfið skref
sem framundan eru. Guð blessi
minningu þína, elsku frændi og
vinur.
Margrét, Hörður
og Karen Harpa.
Elsku vinur. Hvíl í friði.
Komin er kveðjustundin,
klökknar og blúg er lundin.
Friður þér falli í skaut,
far vel á friðarbraut.
Englar ljóssins þig leiði,
lýsi og veginn þinn greiði
þá héðan þú hverfur á braut
(G.H.)
Elsku Þorsteinn, Hulda, Ásta
Særún, Hinrik, Birkir, Þorsteinn
Logi og aðrir aðstandendur. Við
sendum okkar dýpstu samúðar-
kveðjur, megi guð gefa ykkur
styrk í þessari miklu sorg.
Hrefna og Þröstur.
Elsku Sigurður Heiðar. Hver
hefði trúað því að svona stuttu eftir
skólagöngu okkar þyrftum við að
setjast niður og skrifa minning-
argrein um einn úr bekknum.
Þetta er án nokkurs vafa erfiðasta
heimaverkefni sem við höfum feng-
ið á okkar lífsleið. Á meðan við
berjumst við sorgina í hjörtum
okkar, þá leitum við allra þeirra
leiða sem við getum til að finna þá
trú sem vonandi kemur til með að
fleyta okkur í gegnum þessa erfiðu
tíma.
Eitt það dýrmætasta sem við
eigum þessa stundina eru allar
góðu minningarnar um þig. Minn-
ingar sem koma til með að lifa í
hjörtum okkar og fylgja okkur alla
tíð, minningar um góðan og ljúfan
strák og frábæran bekkjarfélaga.
Minning þín mun alltaf verða ljós í
lífi okkar.
Við vonum svo sannarlega að þú
hafir fundið þá ró sem þú leitaðir
að og sért kominn á enn betri stað,
þar sem þú getur fylgst með okkur
og veitt okkur þann styrk sem við
þurfum á að halda á stundum sem
þessum. Hafðu það gott elsku vin-
ur.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér.
Því veit mér feta veginn þinn
og verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson.)
Kæra fjölskylda. Við sendum
ykkur innilegar samúðarkveðjur og
biðjum góðan Guð að styrkja ykkur
í sorginni.
Fyrir hönd 8́8-árgangs Nesskóla,
Petra Lind.
Elsku Sigurður, ég vil þakka þér
fyrir allt og allar þær góðu og
skemmtilegu stundir sem við áttum
saman og þær voru margar. Það
var svo gaman að vera í kringum
þig og vera með þér, eins og í sum-
ar þegar við vorum að hjóla á
krossurunum saman á flugvellinum
í Neskaupstað og þú fórst upp alla
stóru hólana en ég upp minnsta
hólinn. Var það mjög skemmtilegur
tími og mun ég ávallt muna þig
sem hressa, góða og skemmtilega,
stóra frænda minn.
Ég mun sakna þín svo hræðilega
mikið. Mun ávallt elska þig og þú
munt alltaf vera í hjarta mínu.
Þinn frændi og vinur,
Arnar Tjörvi.
Það var morguninn 14. nóvem-
ber að pabbi sagði mér að þú værir
dáinn. Ég vissi ekki alveg hvernig
ég átti að bregðast við. Ég hélt
áfram að tala smástund en svo
tóku tárin að streyma niður kinn-
arnar og ég áttaði mig á raunveru-
leikanum. Ég áttaði mig á því að
þú, góður vinur minn og einn uppá-
haldsfrændi, værir farinn fyrir fullt
og allt. Aldrei fengi ég aftur að
fylgjast með frumlegu uppátækj-
unum þínum, ekki kíkja á rúntinn
með þér langt fram á nótt eða
horfa með þér og Birki á dvd með
rautt Lays og kók eins og við átt-
um til að gera. Einnig finnst mér
sárt að hugsa til þessa að ég eigi
ekki eftir að hitta Sigurð frænda á
djamminu, hoppa upp um hálsinn á
honum og knúsa hann eins og svo
oft áður. En ég fékk að upplifa alla
þessa hluti og fyrir það er ég mjög
þakklát.
Þú varst alltaf svo góður við mig
og þú passaðir upp á mig. Þér
fannst alltaf sjálfsagt að taka
frænku þína með þegar þið strák-
arnir voruð að brasa eitthvað.
Ég hef kynnst miklu af frábæru
fólki í gegnum þig og mörgum sem
ég álít vini mína í dag.
Við skemmtum okkur oft vel á
djamminu. Alltaf tókst þér að
koma mér til að brosa. Sem dæmi
má nefna um verslunarmannahelg-
ina þegar þú skelltir þér á ball,
með blátt listaverk í andlitinu,
krullaða hárkollu sem þú kallaðir
Jósefínu og svartan pípuhatt. Ekki
mörgum öðrum hefði dottið þetta í
hug og reyndi ég að segja þér að
þú myndir aldrei ná að hössla út á
þetta. En viti menn, mér skjátl-
aðist. Einnig man ég eftir því í
sumar á Frönskum dögum þegar
þú varst með blikkandi sólgleraugu
og hálsmen og dansaðir af svo mik-
illi innlifun að ég næstum skamm-
aðist mín. En það var einmitt það
sem gerði þig svo frábæran. Þú
skammaðist þín aldrei fyrir að vera
nákvæmlega eins og þú vildir vera
og gera nákvæmlega það sem þú
vildir gera þá stundina.
Ég veit að þú vakir yfir fjöl-
skyldunni þinni núna. Þú átt góða
fjölskyldu og ég vona að Guð veiti
þeim styrk til að takast á við það
sem fram undan er.
Elska þig að eilífu.
Þín frænka og vinkona,
Alida Ósk.
Elsku frændi.
Það er svo sárt að sjá á eftir þér.
Það er ótrúlegt að hugsa til þess að
við eigum aldrei eftir að sjá þig aft-
ur. Stórt skarð er höggvið í frænd-
garðinn. Þín verður sárt saknað.
Vonandi líður þér vel þar sem þú
ert núna. Við vitum að þú vakir yf-
ir fjölskyldunni þinni sem á um svo
sárt að binda.
Elsku Þorsteinn, Hulda, Birkir,
Ásta Særún og fjölskylda við send-
um ykkur innilegar samúðarkveðj-
ur, megi góður guð veita ykkur
styrk í sorginni
Þín,
Smári, Bjarki, Erna Björg
og fjölskylda.
Minningar 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008
✝
Ástkær systir okkar, mágkona og frænka,
ODDNÝ JÓNSDÓTTIR
frá Lunansholti,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn
21. nóvember.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn
27. nóvember kl. 11.00.
Jarðsett verður í Skarðskirkjugarði, Landsveit,
sama dag kl. 15.30.
Guðrún Jónsdóttir,
Þuríður Jónsdóttir, Björgvin Kjartansson
og frændfólk.
✝
Elskuleg frænka okkar,
ÞÓRA HELGADÓTTIR
frá Merkigarði,
sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks
sunnudaginn 16. nóvember, verður jarðsungin frá
Reykjakirkju laugardaginn 29. nóvember kl. 14.00.
Elín I. Karlsdóttir, Arnþór Pálsson,
Ólafur Guðmundsson, Sigríður Sæmundsdóttir,
Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Auðunn Ágústsson,
Helgi Þór Sigurðsson
og fjölskyldur.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir og afi,
VIGFÚS ÞORSTEINSSON,
Patreksfirði,
lést laugardaginn 22. nóvember á Heilbrigðis-
stofnuninni á Patreksfirði.
Jarðsungið verður frá Patreksfjarðarkirkju laugar-
daginn 29. nóvember kl. 14.00.
Páley Jóhanna Kristjánsdóttir,
Kristján P. Vigfússon,
Sigríður Margrét Vigfúsdóttir, Friðþjófur Sævarsson,
Jóhannes Ægir Baldursson, Ingibjörg Erna Arnardóttir
og barnabörn.
✝
Alúðarþakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
KRISTJÁNS PÉTURSSONAR,
Svansvík,
Súðavíkurhreppi,
sem andaðist föstudaginn 7. nóvember.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Ísafirði fyrir einstaka umönnun og hlýju síðastliðin ár.
Heiðrún Kristjánsdóttir,
Jóhanna R. Kristjánsdóttir,
Pétur S. Kristjánsson, Rakel Þórisdóttir,
Þorgerður H. Kristjánsdóttir, Hermann S. Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Enn kvarnast úr
bjargi stórfjölskyld-
unnar þegar fellur frá
frænka mín Besta, eins og hún hefur
verið kölluð frá blautu barnsbeini.
Það er ekki flókin saga á bak við
nafnið sem hún hlýddi alla tíð. Stolt-
um föður, Guðmundi Jóhannssyni,
hrutu þessi orð af vörum í frum-
bernsku Bestu, og nafngiftin varð að
áhrínsorðum, „Besta“ var hún alla
sína tíð. Þegar ég lít til baka er þessi
kæra frænka mín fyrsti einstakling-
urinn sem ég man eftir að hafa tengt
nafnið frænka við af mínum nánasta
frændgarði. Sem er nokkuð merki-
legt því það leið drjúglangur tími frá
því ég fyrst man eftir þessu hugtaki,
Besta frænka, þar til ég sá hana
fyrsta sinni. Það átti sér þá skýringu
að hún bjó lengst af í Vestmanna-
eyjum og fólk var nú ekki að flandra
upp á land nema eiga til þess brýn
erindi hér fyrrum. Fjarlægðin kom
þó ekki í veg fyrir það að við bræð-
urnir allir værum snemma mjög
meðvitaðir um þessa ágætu frænku
okkar sem bjó allt að því í útlöndum
að okkar mati. Til þess sá frænka að
senda okkur á afmælisdögum og um
jól ullarflíkur af ýmsu tagi sem hún
prjónaði af mikilli list okkur bræðr-
um á stundum til mismikillar ánægju
þar sem sumum þóttu þessar gjafir
„stinga“ helst til mikið, einkum nær-
Sigríður
Guðmundsdóttir
✝ Sigríður Guð-mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
20. ágúst 1931. Hún
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 14. nóvember
sl.
Jarðarför hennar
fór fram frá Kópa-
vogskirkju 21. nóv-
ember sl.
fötin. Þessi eiginleiki
frænku að muna ætíð
eftir systkinabörnum
sínum á merkisstund-
um í þeirra lífi, þó að
hún hefði eflaust nóg
með sig og sína eins og
títt var, var mjög ríkur
þáttur í hennar per-
sónuleika.
Ég ræddi þessar
prjónasendingar við
Bestu þegar árin fóru
að færast yfir og sagði
hún mér þá að þegar
þau Sigurgeir hefðu
verið að basla við að koma sér upp
sínu glæsilega húsi í Vestmannaeyj-
um hefðu fjárráðin oft ekki verið
mikil. Ekki vildi hún þó láta það
verða til þess að hún gæti ekki með
einhverju móti létt undir með öðrum
og um leið glatt litla frændur í
Reykjavík, þá var bjargráðið næst
að grípa til prjónanna.
Besta var alla tíð forkur til vinnu
og um það vitna til að mynda um-
mæli félaga minna sem störfuðu með
henni við Héraðsdóm Reykjaness.
Hún var úrræðagóð og afkastamikil,
vílaði aldrei fyrir sér að leggja þar
hönd á plóg sem þörfin kallaði hverju
sinni hvort heldur í starfi, gagnvart
fjölskyldu sinni eða til hjálpar
vandalausum ef svo bar undir.
Samband frænku og hennar góða
manns Sigurgeirs Jóhannssonar hef-
ur mér ætíð þótt lýsandi fyrir hvern-
ig gott hjónaband mætti vera, sam-
heldni, traust og vináttu tel ég hafa
einkennt þeirra sambúð alla. Þau
höfðu yndi af ferðalögum hverskon-
ar, lengi vel voru ferðir til útlanda
stór þáttur í þeim efnum en með ár-
unum óx vægi ferða um okkar fallega
land jafnt og þétt. Þau ferðalög
verða nú ekki fleiri í þessari tilvist og
er þar skarð fyrir skildi hjá vini mín-
um Sigga.
Með þakklæti fyrir áratuga vin-
áttu kveð ég nú Bestu frænku hinsta
sinni og bið henni guðs blessunar.
Birgir Þór Borgþórsson.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bilum
- mælt í Tools/Word Count). Ekki er
unnt að senda lengri grein. Hægt er
að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim
sem kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein. Ekki
er unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá, sem
fjallað er um, fæddist, hvar og hve-
nær hann lést, um foreldra hans,
systkini, maka og börn og loks hvað-
an útförin fer fram og klukkan hvað
athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | | Minningargreinahöf-
undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir grein-
unum.
Myndir | Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið sé
um annað. Ef nota á nýja mynd er
ráðlegt að senda hana á mynda-
móttöku: pix@mbl.is og láta umsjón-
armenn minningargreina vita.
Minningargreinar