Morgunblaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 44
44 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is STOÐIR ERU AÐALSTYRKTARAÐILI
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS
■ Á morgun kl. 19:30
Myndir á sýningu
Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba
Einleikari: Sif Tulinius
Joseph Haydn: Sinfónía nr. 93
Modest Músorgskíj: Myndir á sýningu
Þorkell Sigurbjörnsson: Fylgjur
Eitt ástsælasta hljómsveitarverk allra tíma, klassísk heiðríkja
frá Haydn og einleiksverk eftir Þorkel Sigurbjörnsson.
Fullkomin blanda.
Munið súpufundinn: Ingibjörg Eyþórsdóttir kynnir verkin og
tónskáldin yfir ilmandi súpu á tónlistarkynningu Vinafélagsins á
Hótel Sögu kl. 18 á tónleikadag. Allir velkomnir.
■ Föstudagur 5. desember kl. 19:30
Víkingur og Bartók
Hinn ungi píanósnillingur Víkingur Heiðar Ólafsson leikur einleik
í mögnuðum píanókonsert Bartóks.
Og það væri e.t.v. ekki slæm
hugmynd ef hljómsveitirnar Dr.
Spock, Agent Fresco og Slugs
skytust út í Hagkaup og festu kaup
á þriggja lítra dunknum af Fem-
inine og Heart áður en þær halda í
tónleikaferð um landið. Ferðin ber
yfirskriftina Skítapakk á skítatúr
og má ganga að því vísu að hún
verði ein sú sveittasta sem farin
hefur verið um landið undanfarin
ár og að líkamsilmurinn í hljóm-
sveitarrútunni verði rammari en
eftir langan laugardag í Gym 80.
Og talandi um líkamsrækt, Dr.
Spock fagnar útgáfu nýjustu plötu
sveitarinnar Falcon Christ í spinn-
ing-tíma í Sporthúsinu í Kópavogi í
hádeginu í dag.
Ef Skítapakkið ilmaði
eins og Ásdís Rán
Fólk
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
SÉRSTÖK gala-sýning á leikverkinu Dansaðu við mig
verður haldin í Iðnó annað kvöld, en sýningin er til
styrktar UNIFEM á Íslandi. Hugmyndina að þessari
sérstöku uppfærslu á höfundur verksins, Þórdís Elva
Þorvaldsdóttir Bachmann.
„Ég er einlæg áhugamanneskja um baráttuna
gegn ofbeldi gegn konum, og hef gert ýmislegt til
að leggja mitt af mörkum í þeirri baráttu. Ég
hef t.d. rifið kjaft í hinum ýmsu pistlum, og á
tímabili var ég pistlahöfundur á Grapevine
þar sem ég lét gamminn geisa um þessi mál.
Svo hef ég líka verið sjálfboðaliði í sam-
tökum á borð við V-daginn,“ segir Þórdís.
Sérstakt appelsínugult þema verður á sýningunni og verður
boðið upp á appelsínugulan kokteil, auk þess sem gestir eru
hvattir til að klæðast appelsínugulu, eða í það minnsta skreyta
sig með einhverju appelsínugulu.
„Ég uppgötvaði mér til mikillar gleði að ég á alveg ofsa-
lega glaðlegt appelsínugult pils sem ég ætla að flagga,“ seg-
ir Þórdís og hlær.
Upphitun verður ekki af verri endanum því Ragnheiður
Gröndal ætlar að taka nokkur lög fyrir sýningu. Kokteillinn
hefst kl 19.30 og sýningin sjálf kl. 20. Miðaverð er 3.200 kr.
og renna 1.000 kr. af hverjum seldum miða óskiptar til UNI-
FEM. Miðasala er í Iðnó og á midi.is. Nánari upplýsingar
um Dansaðu við mig má finna á leikhusandanna.blog-
spot.com.
Ilmvatnsframleiðandinn Ray
Saxx hefur nú sent frá sér þrjú ný
ilmvötn sem kallast þeim mun-
úðarfullu nöfnum Amaze, Feminine
og Heart. Þetta væri svo sem ekki í
frásögur færandi ef fyrirsætan Ás-
dís Rán Gunnarsdóttir væri ekki
andlit ilmlínunnar en Ásdís gerði
samning við framleiðandann fyrr á
þessu ári og myndin (ljósm. Arn-
old.is) sem er meðfylgjandi var sér-
staklega tekin fyrir auglýsinga-
herferðina sem nú fer í hönd.
Samkvæmt bloggsíðu Ásdísar er
hægt að nálgast ilmvötnin í Hag-
kaupum og í Vesturlandsapóteki.
Fyrstir koma, fyrstir fá!
Ásdís Rán andlit
þriggja ilmvatna
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„HÚN hlakkar rosalega til að spila
á Íslandi, enda hefur hún ekki spil-
að hérna lengi. Þannig að þetta
verður rosalega gaman,“ segir Sig-
tryggur Baldursson trommuleikari
um væntanlega tónleika Emilíönu
Torrini í Háskólabíói hinn 13. des-
ember. Sigtryggur hefur spilað
með Emilíönu á tónleikum hennar
víðs vegar um heiminn að undan-
förnu, og var að koma til Íslands
eftir langt flug frá Ástralíu þegar
blaðamaður náði tali af honum.
„Það var afskaplega gaman í Ástr-
alíu, og allt gekk mjög vel. Það var
uppselt á öllum tónleikunum, nema
reyndar í Melbourne, enda vorum
við á frekar stórum stað þar. En
það var næstum því fullt,“ segir
Sigtryggur og bætir því við að Em-
ilíana sé greinilega vinsæl í Ástr-
alíu. „Hún hefur víst verið vinsæl
þar nokkuð lengi, það er víst ekk-
ert nýtt. Síðasta plata hennar seld-
ist til dæmis mjög vel þar,“ segir
Sigtryggur sem spilaði síðast í
Ástralíu árið 1990, þá með Syk-
urmolunum.
Miðasala hefst í dag
Emilíana hefur verið að fylgja
sinni nýjustu plötu eftir, en hún
heitir Me and Armini og kom út í
september. Platan hefur selst vel
víða um heim, en hér á landi hafa
rúmlega 5.000 eintök selst, og hef-
ur platan því náð gullsölu.
Emilíana hefur ekki spilað á Ís-
landi í rúm tvö ár, en síðustu tón-
leikar hennar á heimavelli voru á
Bræðslunni á Borgarfirði eystri
hinn 29. júlí árið 2006 þegar hún
spilaði á tónleikum ásamt skosku
hljómsveitinni Belle & Sebastian.
Á næsta ári mun Emilíana halda
tónleikaferð sinni áfram og ætlar
hún þá meðal annars að heimsækja
Bretland og Bandaríkin.
Eins og fram hefur komið hafa
nokkur lög Emilíönu hljómað í vin-
sælum sjónvarpsþáttum að undan-
förnu, og nægir þar að nefna hinn
gríðarlega vinsæla Grey’s Anatomy.
Þá muna eflaust margir eftir laginu
„Gollum’s Song“ sem hún samdi
fyrir stórmyndina The Two Towers
og vakti mikla athygli, enda lokalag
myndarinnar.
Forsala á tónleika Emilíönu í
Háskólabíói hefst kl. 10 í dag.
Miðasala fer fram á midi.is og á af-
greiðslustöðum mida.is. Forsölu-
..verð er 4.900 kr. og aðeins verða
750 miðar í boði.
Emilíana til Íslands
Heldur tónleika í Háskólabíói hinn 13. desember Fyrstu tónleikar hennar á
Íslandi í rúm tvö ár Me and Armini hefur selst í rúmlega 5.000 eintökum hér
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Á heimleið Emilíana hlakkar mikið til að spila á heimavelli.
„JÚ, JÚ. Þetta er líkt, en við hjá Senu drógum reyndar
aðeins úr þessu þegar þetta kom frá hönnunarstofunni
því við sáum skyldleikann um leið,“ segir Eiður Arnars-
son, útgáfustjóri Senu, spurður út í kunnuglegt merki á
umslagi nýrrar plötu Ragga Bjarna Lögin sem mega
ekki gleymast en merkinu svipar óneitanlega til merkis
þýska útgáfufyrirtækisins Deutsche Grammophone sem
hefur um áratuga skeið sérhæft sig í útgáfu á vandaðri
og oftar en ekki klassískri tónlist.
„Við erum að vísu ekki fyrstir til að vitna í þetta
þekkta merki og þetta hefur reyndar verið gert oft áð-
ur,“ bætir Eiður við og segir að vissulega hafi það verið
hugmyndin að vísa til þess að Raggi Bjarna væri orðinn
klassískur í huga margra Íslendinga.
„Þarna eru ákveðin sjónræn gildi klassíkurinnar tekin
og yfirfærð á dægurlagasöngvarann sem okkur finnst
vel við hæfi. Svo á Raggi náttúrlega ekkert annað skilið
en að vera gefinn út hjá Deutsche Grammophone.“
Litlar líkur eru á að umboðsaðili þýsku plötuútgáf-
unnar hér á landi muni fetta fingur út í umslag plötunnar
því sá aðili er Sena en það mætti spyrja sig hvort ekki sé
búið að útiloka útgáfu plötunnar í Þýskalandi.
Klassískur Raggi Bjarna
Kunnuglegt merki prýðir umslag nýjustu plötu söngvarans
Klassískur Merkið í hægra horninu svipar mjög til
þekkts merkis Deutsche Grammophone.
Emilíana hefur verið á miklu
tónleikaferðalagi að undan-
förnu til þess að fylgja eftir nýj-
ustu plötu sinni, Me and Armini.
Á meðal landa sem hún hefur
heimsótt að undanförnu má
nefna Bretland, Holland, Belgíu,
Frakkland, Þýskaland og nú síð-
ast Ástralíu. Tónleikaferðinni
verður svo haldið áfram í mars
þegar hún heldur níu tónleika
víðs vegar um Bretlandseyjar,
og heldur svo til Bandaríkjanna
þar sem hún mun m.a. spila á
tónlistarhátíðum.
Á ferð og flugi
www.midi.is
www.emilianatorrini.com
Þórdís Elva Verður í appelsínugulu pilsi annað kvöld.
Allir í appelsínugulu til styrktar UNIFEM