Morgunblaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 30
30 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008
Þjóðin er öskureið, og lái
henni hver sem vill. Fyrir
utan skuldabagga sem
við erum að binda bless-
uðum börnunum okkar, hefur upp-
lýsingastreymi og samstarf við
stjórnarandstöðuna og almenning
allan verið skorið svo við nögl að til
háborinnar skammar er. Svo, allt í
einu, er búið að „semja“.
’ÞEGAR þetta er ritað lít-ur út fyrir að samkomulaghafi náðst við Breta, Hol-lendinga og fleiri um upp-gjör svokallaðra Icesave-reikninga og þar með veriðhrundið úr vegi þeimhindrunum sem þessarvinaþjóðir okkar, með
styrk allra annarra ESB
þjóða – 27 samtals – höfðu sett gegn því að við
fengjum lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum,
IMF.
Það er margt í þessu ferli undanfarnar vik-
ur sem vekur spurningar m.a. um hvort þess-
ari niðurstöðu hafi verið náð með eðlilegum
hætti, tekinn sá tími sem þurfti eða hvort legið
hafi á að „sættast“ við ESB-þjóðirnar. Það eitt
að uppgjöri hafi verið náð á styttri tíma en
tekur að gera upp gjaldþrot venjulegs fyr-
irtækis, svo og að því var hafnað að ágrein-
ingur um ábyrgð Íslands færi fyrir dómstól
eða gerðadóm, er vægast sagt grunsamlegt.
Málinu skyldi hraðað og Íslendingar einfald-
lega ganga að kröfum þjóðanna eða þær kæmu
í veg fyrir að við fengjum lánið stóra frá IMF.
Burt séð frá allri „vináttu“ var þetta því und-
arlegra sem við Íslendingar erum að undirbúa
bótakröfur á þá sem sköðuðu okkur með
hryðjuverkalögum – sem er einstakt í sögu sið-
aðra þjóða. Þarna er því um að ræða „sök og
gagnsök“ sem leysa hefði mátt fyrir gerð-
ardómi að hætti siðmenntaðra þjóða.
Nei, fjárkúgun skyldi það vera – Íslendingar
skyldu sveltir til hlýðni – og alþjóðastofnun,
IMF, fengin til að leggjast á árar gegn okkur.
Við látum ekki kúga okkur
Íslensk stjórnvöld höfnuðu þessu og eitt
augnablik endurheimtum við stolt okkar þegar
forsætisráðherra sagði að við létum ekki kúga
okkur. Eitt augnablik létum við breska ljónið
sjá í vígtennur hvítabjarnarins.
Ekki var samt liðin vika, þegar okkur var
Spurningar til forsætisráðherra
Undirritaður vill nú spyrja forsætisráðherra
– og væntir svara innan viku hér í Mbl.
1. Hvaða einstaklingar önnuðust viðræður
við eftirtalda aðila (hver er menntun þeirra,
starfsreynsla, núverandi starf og flokkatengsl):
Erlend stjórnvöld, IMF, ESB.
2. Hvaða vandræði og vöruskortur blasa við
okkur ef við, eins og mörg gjaldþrota fyr-
irtæki, segðum: „Því miður, engir peningar til
– við leysum málið, um leið og gagnkröfur okk-
ar – enda verði viðskipti með eðlilegum hætti.
3. Mundi okkur í raun skorta nokkuð sem við
getum ekki án verið? Olíu og lyf, svo dæmi sé
tekið, má fá víðar en í Evrópu, fisk má selja
gegn staðgreiðslu ef evrópskir bankar hafna
samstarfi. Eða í öðrum löndum.
4. Hversvegna voru grunaðir auðmenn ekki
settir í farbann og eignir þeirra frystar?
5. Því var fyrstu vikunum eytt í „al-
þjóðavandann“ meðan íslensk alþýða fékk ekk-
ert að vita hvað beið hennar?
6. Hvað eru heildarlánin mikil, til hve langs
tíma, hvað verða vaxtagreiðslur og annar
kostnaður mikill og hvernig nákvæmlega skipt-
ist notkun þessa lánsfjár? Hvaða skilyrði setja
lánadrottnar?
7. Ef ríkissjóður seldi öll veiðileyfi, en gæfi
þau ekki, hvað mundi það lækka lánsþörf okk-
ar mikið?
8. Undanfarnar vikur hafa margir fræðimenn
komið fram, talið bótaábyrgð ekki standast – af
ýmsum ástæðum – en að við eigum hinsvegar
sterka möguleika á bótum vegna hryðjuverka-
laga Breta. Hafa allar þessar ábendingar verið
afskrifaðar? Á ekki einu sinni að taka þann
tíma sem þarf til að kanna þær til botns?
Að lokum: ESB? Vantar okkur 27 nýja
„vini“?
tilkynnt að „samningar hefðu náðst – fljótlega
yrði allt komið í lag“. „Samningarnir“ svoköll-
uðu voru þeir að við sögðum já.
Ingibjög Sólrún sagði okkur að ef við hefð-
um ekki gert það hefði fjármálakerfi Evrópu
verið í uppnámi – ef ekki hrunið. RUGL.
Fjármálakerfi ESB er ekki einu sinni okkar
vandamál. En e.t.v. líður Ingibjörgu vel að
hafa bjargað ESB frá efnahagslegu hruni –
það er fátt sem við gerum ekki fyrir vini okk-
ar.
Þjóðin er öskureið, og lái henni hver sem
vill. Fyrir utan skuldabagga sem við erum að
binda blessuðum börnunum okkar, hefur upp-
lýsingastreymi og samstarf við stjórnarand-
stöðuna og almenning allan verið skorið svo
við nögl að til háborinnar skammar er. Svo,
allt í einu, er búið að „semja“.
Sú samstaða sem ráðamenn hvetja okkur til
að sýna hvert öðru á greinilega ekki við milli
þeirra og þjóðarinnar. Þess vegna m.a. hafa
þeir þjóðina ekki með sér.
Þjóðin, sem borgar brúsann, hefur í ferlinu
verið leynd ýmsu þó í raun séu þetta starfs-
menn okkar að semja fyrir okkur. Sömu
starfsmenn segja okkur svo að leita ekki söku-
dólga og þykjast sjálfir vera að rannsaka eigin
vanrækslu og glappaskot. Bílstjóri sem ekur á
ljósastaur og skipstjóri sem strandar fleyi sínu
sleppa ekki svona billega. Heldur ekki harð-
hentur lögregluþjónn eða gjaldkeri sem dreg-
ur sér „smápeninga“. Ekki aldeilis.
Stundum hefur undirritaður hallast að
þeirri skoðun að stjórnmálamenn skorti við-
skiptavit. Samningaviðræður eru sérstök
tækni – sem lærist af reynslu og meðfæddu
innsæi. Viðskiptavit hafa menn eða ekki. Í
þessu felst munurinn á að koma út með milli-
veg, virðingu og óskaddaða vináttu ann-
arsvegar og hinsvegar að gefast upp og segja
bara já.
„Við látum ekki kúga okkur“. Setning sem
hefði getað staðið við hlið: „Vér mótmælum
allir.“
Þjóð í hlekkjum - Opið bréf til forsætisráðherra
Baldur Ágústsson, fv. forstjóri
og frambjóðandi í forsetakosningum 2004 –
www.landsmenn.is – baldur@landsmenn.is
BRETAR hafa
lýst yfir stríði á
hendur okkur og
beita því sem
kalla mætti efna-
hagslegan hern-
að, eða „economic
warfare“. Þeir
virðast þarna
hafa dyggan
stuðning Þjóðverja og Hollendinga
og kannski blessun frá Brussel. Við
eigum fáa vini innan ESB og eitt er
víst að hugmyndin um ESB-aðild er
dauð til langrar framtíðar. Bretar og
kannski ESB í heild myndu reyna að
kúga okkur og þvinga í aðild-
arviðræðum. En auðvitað vill ESB
veita okkur aðild enn, bara ef við
hlýðum þeim, kyssum vöndinn og
leyfum þeim að ryksuga upp íslensk-
an fisk. Einnig finnst ESB það líta
flott út á landakorti þegar ESB nær
næstum alla leið til Ameríku. Sú
hugsun hvarflar að manni að ESB
hafi ákveðið að knésetja Ísland svo
að við komum skríðandi á hnjánum
til þeirra. Bretar og aðrar ESB-
þjóðir hindra lán IMF til okkar. Við
neyðumst því til að taka upp evru eða
Bandaríkjadollara sem gjaldmiðil.
Þetta er okkar neyðarréttur. Það
yrði algjör niðurlæging og álits-
hnekkir fyrir ESB ef Evrópuland
tæki upp Bandaríkjadollara. Ég
mæli með evru til að styggja ESB
ekki meira en þörf er á.
Við höfum líka annað spil á hendi
og það er að hóta úrsögn úr Nató. Við
getum ekki liðið að Nató og ESB-
þjóðir ofsæki okkur og stundi
„economic warfare“ á hendur okkur.
Úrsögn okkar úr Nató yrði algjör
niðurlæging og andlitsmissir fyrir
bandalagið og nýja ríkisstjórn Bar-
acks Obama í Bandaríkjunum. Á
sömu dögum og hann væri að taka
við völdum yfirgæfi ein minnsta
Natóþjóðin bandalagið vegna of-
sókna annarra Natóþjóða. Þetta yrði
reyndar varla því Bandaríkin myndu
brjálast og fara ofan í saumana á
deilunum áður en úrsögn yrði veru-
leiki. Þeir myndu setja þumalskrúfur
sem dygðu á þær ESB-þjóðir sem of-
sækja okkur og þær yrðu að bakka.
Hótanir um úrsögn úr Nató
myndu líka kasta nauðsynlegu ljósi á
Icesave-deilurnar svo að okkar sjón-
armið kæmust frekar á framfæri.
Nú er kominn tími til að berja í
borðið. Við líðum ekki kúganir og of-
beldi á hendur okkur.
Efnahagslegur
hernaður
Einar Gunnar Birg-
isson, Reykjavík.
ÞÁ hefur ESB loksins sýnt hluta
af sínu rétta andliti. Þeir segja: Ef
þið gerið ekki eins og við viljum þá
fáið þið ekki neitt lán hjá IMF. Það
má ekki einu sinni leita réttar síns
gagnvart þeim þjóðum sem hafa far-
ið hvað verst með okkur nú, þrátt
fyrir að það sé það eina rétta í stöð-
unni. Það má ekki kasta rýrð á fjár-
málakerfi Evrópuþjóða því þá er
voðinn vís.
Við skulum hafa það hugfast að beiting hryðju-
verkalaganna gegn Íslendingum getur undir engum
kringumstæðum talist réttlætanleg. Með því lamaðist
fjármálakerfi Íslands, bankakerfið hrundi og rýrð var
kastað á íslensku þjóðina. Við megum aldrei láta
kúga okkur til að undirrita plagg sem segir að það
sem gert var í Englandi með beitingu hryðjuverka-
laganna hafi verið rétt. Með þeim gjörningi yrði opn-
uð leið fyrir öfgamenn, sem komast til valda, að kúga
minni þjóðir. Hvað verður þá langt í það að stórþjóð-
irnar fara að kúga minni þjóðirnar í skjóli hryðju-
verkalaga og í skjóli hervalds. Það er lífsnauðsynlegt
fyrir þjóðir heimsins að fá óvilhalla dómstóla til að
skera úr um hvort þetta er réttlætanlegt og ef svo er
þá eru SÞ tilgangslaus stofnun og ekkert nema sýnd-
armennska.
Ég hef áður sagt að ESB sé ekki lausn fyrir okkur
og ég er enn sannfærðari nú eftir að þessi hluti and-
litsins hefur komið úr felum. ESB er ekki nein lausn
nú og ekki meðan þessi hugsun ræður þar för. Að
dansa í kringum gullkálfinn og falla fram og tilbiðja
frjálshyggjuna getur ekki verið æðsta stig tilver-
unnar. Þegar þeim hrunadansi lyki stæði ekkert eftir.
Þá vaknar spurning um EES-samningin. Er hann ekki
bara ómerkilegt plagg sem er ekki einu sinni þess
vert að vera notað á náðhúsum.Alþjóðagjaldeyrissjóð-
urinn, IMF, hefur farið verr með þau lönd þar sem
hann hefur komið að heldur en efni og aðstæður
stóðu til og margt bendir til að hann hugsi sér að
fara enn verr með okkur. Viljum við sökkva okkur al-
veg í sæinn eða ætlum við að reyna að láta landið rísa
úr sæ. Ef vilji okkar stendur til þess að standa upp úr
öskustónni eigum við ekki að taka lán hjá IMF heldur
eigum við að herða sultarólina og standa í lappirnar,
en ekki hlaupa flaðrandi í fangið á þeim sem vill
keyra okkur í kaf. Úrsögn úr NATO er orðin bráð-
nauðsynleg þó að ekki væri til annars en að spara.
Við eigum að leiða aðildina á höggstokkinn 30. mars
2009. Það er sjálfsagt að leggja niður ýmis sendiráð,
sem við höfum lítið sem ekkert með að gera. Við get-
um sent fulltrúa okkar með flugvél til Evrópu ef
nauðsyn ber til. Núna er svo komið að íslenska rík-
isstjórnin er rúin öllu trausti. Ráðherrar eru marg-
saga, ljúga að okkur daglega vísvitandi eða ómeð-
vitað, líklega vegna þess að þeir hafa gert það svo
lengi að þeir halda að þeir geti komist upp með það
endalaust.
Nei, hingað og ekki lengra. Við eigum að kæra
beitingu hryðjuverkalaganna! Við eigum að segja
okkur úr NATO! Við eigum að hafna lántöku sem er
bundin skilyrðum! Við eigum að loka sendiráðum til
sparnaðar! Við eigum að hafa þor til að segja: Hingað
og ekki lengra! Við eigum að hætta að blaðra um að-
ild að ESB! En fyrst eigum við að losa okkur við rík-
isstjórnina og kjósa!
Af ESB, EES, IMF, NATO og öðrum skammstöfunum
Einar S. Þorbergsson kennari.
OKKAR meg-
inmistök á und-
anförnum árum
varða:
1. Stjórn peninga-
mála
2. Íbúðalánakerfið
3. Fjármögnun
sveitarfélaga Stýrivaxtastefna Seðla-
bankans var hrapalleg mistök.
Ekki var hlustað á gagnrýnisraddir
sem mæltu með mun öflugri stjórn-
tækjum eins og bindiskyldu og lausa-
fjárstýringu. Stefnu sem hefði hamið
útlánaþenslu bankanna og hinn gríð-
arlega vöxt þeirra. Ábyrgðin liggur
fyrst og fremst hjá Seðlabankanum.
Hann varaði að sönnu við líkt og
margir aðrir en beitti ekki þeim tólum
sem hann þó hafði. Aðhaldsleysi kom
einnig fram hjá alþjóðastofnunum og í
hvatningu þeirra til frjáls fjármagns-
flæðis án skýrra reglna. Veðhlutföll
Íbúðalánasjóðs voru hækkuð í 90%
sem setti mikinn þrýsting á verð-
myndun á húsnæðismarkaði með
þeim afleiðingum að erfitt var að
hemja bæði verðbólgu og þensluna í
hagkerfinu. Hagstjórn varð mun erf-
iðari í kjölfarið. Ábyrgðin liggur fyrst
og fremst hjá ríkisvaldi þess tíma og
sér í lagi Framsóknarflokknum sem
setti þessa breytingu á lánakerfi hús-
næðismála á dagskrá stjórnmálanna
án ígrundunar.
Fjármögnun sveitarfélaga með
nýrri skattlagningu í formi sölu bygg-
ingarréttar í skjóli ónógs lóðafram-
boðs setti mikinn þrýsting á lóða- og
íbúðaverð og því á verðbólgu sem
gerði alla hagstjórn erfiðari. Ábyrgð-
in liggur hjá forsvarsmönnum sveit-
arfélaganna á höfuðborgarsvæðinu
sem ekki tryggðu nægjanlegt lóða-
framboð og að hluta til hjá ríkisvald-
inu sem ekki tryggði sveitarfélögum
nægjanlegt fjármagn til að standa
undir lögbundnum verkefnum í hraðri
uppbyggingu þeirra. Mjög mikilvægt
er að menn átti sig á þeim megin-
mistökum sem liggja að baki óförum
okkar og læri af þeim en líti ekki á
mörg framfarasporin á undanförnum
árum sem mistök; framfaraspor eins
og einka- og markaðsvæðingu og opn-
un hagkerfisins.
Sjá MB-grein höfundar Röð hag-
stjórnarmistaka frá apríl 2007.
Mistök og ábyrgð
Jóhann Rúnar Björgvinsson,
hagfræðingur.
VINUR minn Sigurjón Gunnarsson matreiðslumeistari
(góður kokkur Sigurjón) ritar grein í Morgunblaðið þann
11. nóv. sl. undir fyrirsögninni „Hleypum unga fólkina
að“, og er mikið niðri fyrir, eins og mörgum öðrum um
þessar mundir, vegna ástandsins í fjármálum þjóðarinnar.
Ég skil reiði hans og annarra en mér er hins vegar ekki
ljóst hvað hann á við með hugtakinu „unga fólkið“ í þessu
tilviki.
Það er nú ekki svo að í ráðherraflokki Sjálfstæð-
isflokksins séu neinir gamlingjar. Elstur mun vera dóms-
málaráðherra Björn Bjarnason, maður á besta aldri, og sem að mínu áliti hef-
ur staðið sig hvað best af ráðherrum flokksins í sínum málaflokki.
Þegar Sigurjón talar um fjórmenninga/fimmmenningaklíku í þessu efni
verður hann að vera skýrmæltari til þess að fólk geri sér grein fyrir hvaða
fólk hann á við. Mér er það ekki ljóst. Það má að vísu til sanns vegar færa að
hluti ábyrgðarinnar á bankahruninu sé á ábyrgð stjórnmálamanna sem
brugðust ekki nógu hratt og hart við ofvexti bankanna sem er höfuðorsökin
fyrir vandamálunum hér heima fyrir þótt upphafið sé hægt að rekja til
bankahrunsins í BNA.
Það er einnig svo, einkum í samsteypustjórnum, að ráðherrar eru ekki ein-
ráðir. Stefnan er mótuð með samningi þeirra flokka sem að stjórninni standa
og því er ekki hægt að kenna einum stjórnmálaflokki eða ráðherrum hans um
það sem miður fer. Peningamálastefna undanfarinna ára er því á ábyrgð
þeirra flokka sem staðið hafa að ríkisstjórnum undanfarna áratugi.
Ég er ekki sammála Sigurjóni um það að upptaka evru, sem er flókið mál,
og aðild að ESB sé sú lausn sem hentar okkur. Það eru aðrar og að mínu áliti
betri lausnir í boði. Hvað varðar vandamál skuldara, einkum í húsnæðisgeir-
anum, þá er ríkisstjórnin með fyrirætlanir sem munu milda vanda þessa
fólks og vonandi koma í veg fyrir eignatap flestra, sem kynntar hafa verið
undanfarna daga. Þrátt fyrir öll stóryrðin er grein Sigurjóns bráðskemmti-
leg aflestrar – nema að sjálfsögðu fyrir þá sem verða fyrir skothríðinni.
Margir andstæðingar stjórnarinnar (kemur ekki grein Sigurjóns við) vilja
að stjórnin segi af sér og boðað verði til nýrra kosninga. Þetta er að mínu áliti
afleit hugmynd. Hvað myndum við fá í staðinn? Er líklegt að samstjórn Sam-
fylkingar, Framsóknar og Frjálslyndra (ef þeir fengju menn á þing), eða
samstjórn Samfylkingar og VG yrði betri? Það held ég ekki. Það er lengra bil
á milli VG og SF en á milli SF og S. Það væri jafnvel minna bil á milli S og
VG!
Leyfum stjórninni að klára sín mál og göngum svo til kosninga.
Ungir og gamlir í stjórnmálum
Hermann Þórðarson,
fyrrverandi flugumferðarstjóri