Morgunblaðið - 26.11.2008, Qupperneq 2
ÞRÁTT fyrir óáran í efnahagslífinu er unnið
áfram við ýmsar framkvæmdir. Nýja tónlistar-
og ráðstefnuhúsið sem ÍAV smíðar við Reykja-
víkurhöfn er farið að skyggja á hús Seðlabank-
ans. Uppi á Skólavörðuholti er búið að klæða
turn Hallgrímskirkju í grænan stakk. Ístak er að
laga kirkjuturninn en yfirborð hans var orðið
mjög morkið. Þurfti víða að brjóta inn að járna-
grind og steypa nýja hlífðarkápu. gudni@mbl.is
Áfram unnið við stórframkvæmdir
Morgunblaðið/Ómar
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
50%
AFSLÁTTUR
90 x 200 cm
120 x 200 cm
150 x 200 cm
180 x 200 cm
Verð frá kr. 44.450,-
Verð frá Kr. 55.950,-
Verð frá Kr. 67.450,-
Verð frá Kr. 80.950,-
Verðdæmi með afslætti:
af öllum rúmum
út nóvember
VERÐHRUNPatti lagersala
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
ATVINNULEYSI hefur aukist hröð-
um skrefum undanfarna daga.
Í gær var 6.441 skráður atvinnu-
laus hjá Vinnumálastofnun, 3.754
karlar og 2.687 konur. Í október voru
3.106 skráðir atvinnulausir hjá Vinnu-
málastofnun og hefur atvinnuleysið
meira en tvöfaldast síðan þá.
Atvinnuleysi er langmest á höfuð-
borgarsvæðinu. Þar eru 3.984 skráðir
atvinnulausir. Á Suðurnesjum voru
958 skráðir atvinnulausir og 660 á
Norðurlandi eystra. Minnst var at-
vinnuleysið á Vestfjörðum, en þar
voru 43 skráðir atvinnulausir í gær.
Atvinnuleysi mælist nú um 3,7% á
landsvísu, en áætlað er að um 175
þúsund manns séu á vinnumarkaði.
Er það svipað atvinnuleysi og mæld-
ist árið 2003. Árið 1993 fór atvinnu-
leysi yfir 7% af vinnufærum mönnum.
Atvinnuleysi eykst
hröðum skrefum
Í gær voru á sjöunda þúsund manns skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun
Í HNOTSKURN
»Langtímaatvinnuleysiþekkist vart á Íslandi miðað
við sum nágrannalönd okkar.
»Borgarráð samþykkti ádögunum að skipa starfs-
hóp til að fylgjast með þróun og
meta áhrif atvinnuleysis í
Reykjavík.
»Alþýðusamband Íslandshvetur atvinnulausa til að
halda áfram að greiða í stétt-
arfélög því þannig halda þeir
ýmsum réttindum.
Aðeins ein hópuppsögn hefur bor-
ist Vinnumálastofnun undanfarna
daga. Hins vegar má búast við ein-
hverjum hópuppsögnum í lok vikunn-
ar, en þær eru venjulega tilkynntar í
lok mánaðar.
Fjöldi Um fjögur þúsund manns eru án atvinnu á höfuðborgarsvæðinu.
EFNAHAGS- og framfarastofn-
unin, OECD varar við því í nýrri
skýrslu að djúp efnahagskreppa
muni herja í Bretlandi á næsta ári.
Auk Bretlands muni Ungverja-
land, Ísland, Írland, Spánn og
Tyrkland koma hvað verst út úr
kreppunni af aðildarríkjunum sem
eru alls 30 og úr röðum hinna efn-
uðu í heiminum.
„Þessi hagkerfi verða fyrir
mestum áhrifum af efnahagslægð-
inni sem í sumum tilfellum kom
upp um veika hlekki en í öðrum
má rekja til áhrifa af hruni fast-
eignaverðs,“ segir í skýrslunni. At-
vinnulausum fjölgi um átta millj-
ónir í aðildarríkjunum, verði alls
42 milljónir 2010.
Bretar í betri stöðu en margir
Bretar séu í betri aðstöðu til að
takast á við vandann en margar
aðrar þjóðir, þó geti aðgerðir til að
bjarga bönkum orðið þeim þungar
í skauti. Gert er ráð fyrir að 0,9%
samdráttur verði í Bandaríkjunum
á næsta ári og 0,8% í Þýskalandi
en 1,1% Bretlandi. En hagvöxtur
verði að meðaltali 1,5% í OECD
árið 2010, efnahagurinn hjarni við
á seinni hluta ársins. kjon@mbl.is
Kreppan skæðust hér
Reuters
EKKERT er
hæft í þeim
fréttum að fé-
lags- og trygg-
ingamálaráðu-
neytið ætli sér
að hunsa tilmæli
fjármálaráðu-
neytisins um að
gera eigi tillögur
að niðurskurði í
ríkisrekstri.
Þetta segir Gunnar Svavarsson,
formaður fjárlaganefndar Alþingis,
sem kveðst ekki hafa skilið frétt
RÚV þess efnis í gær. Hann hafi
rætt við Jóhönnu Sigurðardóttur
um málið og fyrir liggi að fulltrúar
félags- og tryggingamálaráðuneyt-
isins mæti á fund fjárlaganefndar í
dag.
Sjö hafa mætt fyrir nefndina
Gunnar segir fjármálaráðuneytið
hafa sent frá sér tilmæli, fyrir um
tíu dögum, þar sem rætt var um að
miðað yrði við ákveðinn niðurskurð
hjá hverju ráðuneyti. Síðan þá hafi
ráðuneytis- og skrifstofustjórar sjö
ráðuneyta komið fyrir nefndina og
gert grein fyrir stöðu hvers og
eins. Í dag ætli fulltrúar forsætis-
og viðskiptaráðuneyta að mæta auk
ráðuneytis Jóhönnu Sigurðardóttur
sem fyrr segir. Á fimmtudaginn
mæti svo embættismenn frá um-
hverfisráðuneyti og heilbrigðis-
ráðuneyti.
Þá bætir Gunnar því við að fyrir
fjárlaganefnd liggi meira en eitt
þúsund beiðnir frá félagasamtökum
og hópum um fjárframlög vegna
ýmissa verkefna. Samanlagt nemi
upphæðin sem beðið er um í slíka
styrki og framlög 515 milljörðum
króna. onundur@mbl.is
Ætla ekki
að hunsa
tilmælin
Gunnar
Svavarsson
Félagsmálaráðuneyti
talar við þingnefnd
MAÐUR var stunginn með hnífi við
Hlemm um sjöleytið í gærkvöldi.
Hann var stunginn í brjósthol og
særðist töluvert.
Maðurinn, sem er á miðjum aldri,
kom sér sjálfur inn á lögreglustöð-
ina við Hverfisgötu og leitaði þar
aðstoðar. Hlúðu lögreglumenn að
honum í anddyri lögreglustöðv-
arinnar á meðan beðið var eftir
sjúkrabíl.
Árásarmaðurinn er um tvítugt.
Hann flúði en fannst skömmu síðar.
Að sögn lögreglu var fjöldi vitna að
árásinni og var rætt við þau.
Hinn særði var á gjörgæslu í nótt.
Að sögn læknis var líðan hans í
gærkvöldi góð eftir atvikum.
gudni@mbl.is
Hnífstunga
við Hlemm