Morgunblaðið - 26.11.2008, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
MÖRG sveitarfélög standa frammi
fyrir miklum vanda í kjölfar
bankahrunsins. Önnur standa bet-
ur að vígi vegna sterkrar fjárhags-
stöðu og þurfa ekki að grípa til
þeirra ráða að auka álögur á
íbúana.
Íbúar Seltjarnarness munu njóta
þess á næsta ári að staða sveitar-
félagsins er sterk. Skuldir þess
nema í heild 360 milljónum og á
móti á það 1100 milljónir króna á
bankabókum, að sögn Jónmundar
Guðmarssonar bæjarstjóra.
Samstaða í bæjarstjórn
Bæjarstjórn Seltjarnarness,
meirihluti og minnihluti, hefur
sammælst um nýjar forsendur
fjárhagsáætlunar
bæjarins á kom-
andi ári í ljósi
breyttra að-
stæðna í efna-
hagslífinu.
Bæjarstjórnin
ákvað á fundi
sínum fyrir
skömmu að
gjaldskrár leik-
skóla, gunnskóla,
heilsdagsskóla og í almennri vel-
ferðarþjónustu verða ekki hækk-
aðar.
Álagningarhlutfall útsvars verð-
ur óbreytt eða 12,10% en flest
sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu
innheimta hámarksútsvar, eða
13,03%. Útsvar á Seltjarnarnesi
var lækkað úr 12,35% í 12,10% í
fyrra og mun lækkunin skila sér til
íbúanna við skattauppgjör á næsta
ári. Fasteignagjöld og afsláttur á
fasteignagjöldum verður óbreytt-
ur.
Helstu forsendur nýrrar fjár-
hagsáætlunar fyrir árið 2009 eru
þessar: Launaliðir hækka um 5% í
ljósi væntanlegra kjarasamninga.
Engin áform eru um uppsagnir
starfsfólks en dregið verður úr ný-
ráðningum eftir aðstæðum. Ekki
er gert ráð fyrir hækkun á öðrum
rekstrarliðum. Fjárheimildir sviða
verða því að jafnaði ekki auknar á
árinu 2009 en rekstrarútgjöld end-
urskoðuð með það að markmiði að
ná fram sparnaði og samhæfingu í
rekstri málaflokka.
Gert er ráð fyrir 8% lækkun út-
svarstekna miðað við árið 2008
vegna samdráttar í þjóðfélaginu í
fjárhagsáætluninni. Þrengri fjár-
hagsstöðu verður ekki mætt með
hækkunum á gjaldskrám.
Framkvæmdum frestað
Gert er ráð fyrir 5% lækkun á
ávöxtun peningalegra eigna Sel-
tjarnarnesbæjar vegna væntrar
lækkunar stýrivaxta Seðlabanka
Íslands á komandi ári. Forgangs-
röðun framkvæmda verður endur-
skoðuð og verkefnum, sem geta
beðið uns úr rætist verður frestað.
Engar hækkanir
verða á Nesinu
Jónmundur
Guðmarsson
Seltirningar eiga
1.100 milljónir á
bankabókum
JÓLASKREYTINGAR voru settar
upp um tveimur vikum fyrr en vana-
lega í Kvosinni í miðbæ Reykjavíkur.
„Þetta var gert að ósk ferðaþjón-
ustuaðila og verslunareigenda vegna
mikilla bókana hingað til lands.
Menn vildu fá jólabrag á bæinn fyrr
en verið hefur,“ segir Eiríkur Hjálm-
arsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu
Reykjavíkur.
Á milli 80 og 90 þúsund perur loga
á jólaskreytingunum sem Orkuveit-
an setur upp á höfuðborgarsvæðinu,
að sögn Eiríks sem gerir ráð fyrir að
fjöldinn nú verði svipaður og verið
hefur.
Stefnt er að því að síðasta peran
verði skrúfuð í fyrir næstu helgi í
miðbænum. ingibjorg@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Jólaljós Skreytingar eiga að vera
komnar upp fyrir næstu helgi.
Jólabragur
fyrr en áður
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
Fallegir skartgripir með
Swarovski-steinum í jólapakkann
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Feim-Lene Bjerre • Bæjarlind 6 • Kóp.
Sími 534 7470 • Vefverslun www.feim.is
Opið virka daga kl. 10-18,
laugardaga kl. 10-16.
30% afsláttur
af allri vöru
E R N A
sími 552 0775
Laugavegi 44 • Sími 561 4000
www.diza.is
Opið virka daga kl. 10:30-18:00
laugard. kl. 11:00-16:00
m
b
l1
06
74
57
Gott úrval af peysum
heilum og hnepptum,
100% vélþæg ull
Flottar
ömmupeysur!
Lagerútsala
Hæðasmára 4
M
bl
10
67
88
7
Undirföt
- náttföt o.fl...
Opið kl. 13-18
Lagersala, Hæðasmára 4 · 201 Kóp.
Sama hús og Bílaapótek
Mikið úrval
af flottum
bolum, toppum
og peysum
Skeifan 11d
108 Reykjavík
sími 517 6460
www.belladonna.is
Stærðir 40-60
Laugavegi 53 • Sími 552 3737
Opið virka daga 10-18 • Laugardaga 10-16
Ný sending
Jólaföt
buxur,
skyrtur og
póló bolir
mikið úrval
VINNINGSHAFAR!
TIL HAMINGJU