Morgunblaðið - 26.11.2008, Síða 14
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008
Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur
gag@mbl.is
SKILANEFNDIR Glitnis, Landsbanka og Kaup-
þings reyna nú að hámarka virði bankanna og
setja sjálfar verklagsreglur um hvernig þær ætla
að ná því markmiði. Þær fengu skipunarbréf um
að passa virði eignanna frá Fjármálaeftirlitinu.
Það er gagnrýnt.
Formaður skilanefndar Glitnis, Árni Tómasson,
segir markmiðið meðal annars að selja ekki er-
lendar eignir bankanna á brunaútsölu og fékk
nefndin tilmæli frá lánardrottnum í þessa veru.
Eftirlitsteymi innan bankans gæti að því að skila-
nefndin stígi ekki feilspor og aðstoðarmaður skip-
aður af dómstólum kvitti undir gjörninga nefnd-
arinnar: „Frá Fjármálaeftirlitinu var almennt
orðað að við skyldum gæta hags búsins og við út-
færðum það svo nánar.“
Lárus Finnbogason, formaður skilanefndar
Landsbankans, segir kröfuhafa bankans fylgjast
vökulum augum með því að nefndinni takist að há-
marka virði eignanna og styðji að þær séu ekki
seldar á brunaútsölu „Öll áherslan hefur verið á
það að halda eignunum innan bankans. Það getur
því orðið nokkurra ára ferli að innleysa virði eign-
anna sem eru í bankanum.“ Það sé alþekkt við
gjaldþrot banka.
Engar reglur frá ríkinu
Ríkisstjórnin setti þessum skilanefndum bank-
anna, sem sjá um erlendar eignir þeirra, ekki
verklagsreglur um hvernig þær ættu að hámarka
verð erlendra hluta bankanna úr gjaldþrotabúi
þeirra.
Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Sam-
fylkingarinnar og formaður viðskiptanefndar Al-
þingis, segir að skoða þurfi alvarlega að settar
verði verklagsreglur. „Mér finnst eðlilegt að
menn hugi að slíkum verklagsreglum til að
tryggja gegnsæi. Það eru ýmsar sögusagnir í
gangi um hvernig skilanefndirnar starfa og ég
held að gegnsætt ferli muni eyða tortryggni og
auka trú og traust manna á þeirri vinnu sem á sér
stað innan bankanna í dag.“ Hann segir að við-
skiptanefndin muni skoða með Fjármálaeftirlitinu
hverjir séu annmarkarnir á því að setja verklags-
reglur. „Séu þeir ekki fyrir hendi tel ég að skoða
eigi alvarlega að slíkar reglur séu settar.“
Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Sam-
taka fjárfesta, gagnrýnir einnig regluleysið. „Auð-
vitað þurfa að vera verklagsreglur. Það eru þegn-
ar í þessu landi sem bíða skaðann og
skilanefndirnar hafa engar heimildir til þess að
gera hvað sem er.“ Skilanefndirnar verði að gæta
jafnræðis og gegnsæis. Skipun Fjármálaeftirlits-
ins að skilanefndirnar passi virði eignanna séu
teygjanlegar reglur og í þeim felist ekki mikið
gegnsæi.
Vilhjálmur svarar að það komi sér ekki á óvart
að engar skýrar verklagsreglur liggi fyrir. „Það
hefur ekkert verið gert í sjö til átta vikur, frá því
að hlutirnir byrjuðu að rúlla. Þetta er grundvall-
aratriði. Ef skilanefndirnar ætla ekki að koma sér
í tukthúsið þurfa þær sjálfar að setja sér verk-
lagsreglur sem standast skoðun.“
Eftirlit lánardrottnanna mikið
Lárus segir það ekki koma sér á óvart að engar
skýrar verklagsreglur hafi verið settar. „Eins
skrítið og það hljómar erum við í raun að vinna
fyrir kröfuhafana. Við verðum að ná sem mestu
virði til hagsbóta fyrir þá sem eiga kröfu á bank-
ann.“ Skilanefndin hangi því á eignum bankans
enda ástandið of slæmt til að selja þær núna.
Hann segist ekki hræðast að störf skilanefnd-
arinnar muni sæta gagnrýni. „Auðvitað er alltaf
hætta á gagnrýni en við getum þá sýnt fram á að
við vinnum á jafnræðisgrundvelli.“
Báðar skilanefndirnar hafa fundað með kröfu-
höfum. „Þeir lögðu gríðarlega áherslu á að við
flýttum okkur ekki við að selja eignir. Það hræð-
ast menn mest,“ segir Lárus og bendir á að þeir
muni á endanum gagnrýna skilanefndirnar mest.
„Þeir eiga mest undir að sem mest komi út úr
eignunum. Það eru því engin önnur sjónarmið á
störf okkar en þau að við náum sem mestu út úr
eignunum og við erum ekki að flýta okkur.“
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í
Steinar Þór Guðgeirsson, formann skilanefndar
Kaupþings.
Uppgjörið tekur nokkur ár
Morgunblaðið/ Golli/Kristinn/G. Rúnar
Bankastjórar á blómatíð Skilanefndir bankanna gera nú upp tíð Lárusar Welding, Glitni, Sigurjóns
Árnasonar, Landsbankanum og Hreiðars Más Sigurðssonar, Kaupþingi. Það gæti tekið mörg ár.
Tuttugu til þrjátíu aðilar allsstaðar að úr heim-
inum hafa haft samband við skilanefnd Glitnis
og sótt í að kaupa eignir þrotabúsins eða þeirra
fyrirtækja sem við hann skipta og eru á barmi
gjaldþrots. „Þeir eru allir til í að hjálpa okkur við
að selja eignir. En hjálpin er í 99% tilvika í þá
veru að menn reyna að kaupa eignir á lágu verði.
Við höfum vísað þeim frá,“ segir Árni Tómasson
formaður skilanefndar bankans. Spurður hvort
engin fyrirtæki hafi verið seld með aðstoð bank-
ans svarar Árni: „Nei, ekkert sem neinu máli
skipti.“ Þá séu langflestar eignir bankans útlán
sem skuldarar haldi áfram að greiða til baka.
„Þau borgast inn í fyllingu tímans með þeim
vöxtum sem umsamdir eru.“ Árni segir að þegar
sé búið að selja þær eignir þar sem skilanefndin
hræddist að innlánin féllu á landsmenn. „Við
náðum að loka þeim öllum þannig að það kom
ekki til þess. Hins vegar hefðum við gjarnan vilj-
að fá hærra verð en við áttum ekki kost á því.“
Sótt að skilanefndunum til að næla sér í ódýrar eignir
TILKYNNT var um eld í þvottahúsi
fjölbýlishússins Möðrufells 5 í
Reykjavík kl. 22.37 í gærkvöldi.
Þegar lögregla og slökkvilið
komu á staðinn fannst þar enginn
eldur og lítil reykjarlykt. Að sögn
Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
hafði verið brotin rúða á þvottahús-
inu og talið að einhvers konar
sprenging hefði orðið. Einnig hafði
verið hleypt úr duftslökkvitæki í
þvottahúsinu en við það getur
myndast líkt og reykur. Loftað var
út úr þvottahúsinu. Engin slys urðu
á fólki. Lögreglan kannar málið.
Hleypt úr slökkvitæki
Morgunblaðið/Golli
Reykur Enginn eldur fannst í Möðrufelli en þar var tilkynnt um eldsvoða. Þar hafði verið hleypt úr slökkvitæki.
„JÁ, peningarnir
skiluðu sér eftir
þrjár vikur,“
segir Erla Ragn-
arsdóttir. Þau
Magnús Teitsson
fá laun frá Ís-
landi en eru í
námi á Sevilla á
Spáni. Evrur
þeirra gufuðu
upp innan kerfisins þegar bank-
arnir hrundu. „Nú gerum við ráð
fyrir að millifærslur skili sér á hálf-
um mánuði. Ég byrjaði því í upphafi
mánaðarins að leggja línunar fyrir
þann næsta svo við ættum örugg-
lega fyrir leigu, hita og rafmagni.
Það er engin miskunn ef maður á
ekki pening.“
Hjördís Jónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenskra
námsmanna erlendis, SÍNE, segir
að ástandið hafi skánað en það sem
áður tók tvo daga taki nú viku til
tíu daga. „Námsmenn fóru á for-
gangslista hjá Seðlabankanum.
Mikið var kvartað en nær enginn
talar við okkur lengur.“
gag@mbl.is
Námsmenn
fá peningana
Hjördís Jónsdóttir
STUTT
STÍGAMÓT hafa sent út tilkynn-
ingu þar sem þau óska eftir að fá
gefins ný og varlega notuð veski,
snyrtiveski, samkvæmisveski og
töskur af öllum stærðum og gerð-
um.
Veskin verða seld hjá Stígamót-
um 13. desember til þess að styrkja
reksturinn. Heldri veski eru líka
velkomin en þau verða boðin á upp-
boði. Tekið verður á móti töskum
og veskjum daglega í hádeginu á
Stígamótum til heimilis á Hverfis-
götu 115, við hliðina á Lögreglu-
stöðinni.
Veski öðlist
nýtt líf
STOFNANIR ríkisins eru byrjaðar
að setja reglur til að spara útgjöld
vegna efnahagskreppunnar.
Yfirstjórn Vegagerðarinnar hef-
ur ákveðið að aðhaldi verði beitt til
að draga úr útgjöldum. Þannig á að
takmarka akstur, dagpeninga,
kaup á sérfræðiþjónustu og eigna-
kaup eins og kostur er. Aðeins er
gert ráð fyrir einum svæðisfundi á
næsta ári en öðrum fundum verður
frestað.
Þá verður dregið úr ferðum á
fundi og ráðstefnur erlendis eins og
kostur er og færri fulltrúar frá
Vegagerðinni munu sækja fundi og
ráðstefnur en alla jafna.
sisi@mbl.is
Sparnaður hjá
Vegagerðinni
Hringborðsumræður með þátttöku ungmenna-
ráða, eldri borgara, foreldra, Alþjóðahúss, ÍTR,
Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, íþróttafélaga,
kirkjunnar, þjónustumiðstöðva, skóla, SAMFOK,
íbúasamtaka og annarra félagasamtaka í hverfum
borgarinnar.
Hvað geta hverfin lært hvert af öðru?
Hver er staðan hjá fólkinu í borginni nú þegar
erfiður tími fer í hönd?
Miðvikudagskvöldið 26. nóvember
í Ölduselsskóla klukkan 20.30-22.
Umræðustýrur eru Björk Vilhelmsdóttir
og Oddný Sturludóttir borgarfulltrúar.
Staðan hjá fólkinu í borginni
Allir velkomnir
Skilanefndirnar setja sér
verklagsreglur um
hvernig hámarka megi
virði bankanna