Morgunblaðið - 26.11.2008, Qupperneq 16
16 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008
Jón Kr. Ólafsson á Bíldudal er merkisberi
alþýðunnar á listasviðinu. Hann fékk tónlistargáfu
og listhneigð í vöggugjöf. Þessar gáfur hefur hann
varðveitt og þroskað af stakri trúmennsku.
Jón Kr. hefur verið trúr heimahögunum alla tíð
og lagt drjúga hönd á margt sem komið hefur
samfélaginu til góða.
Söngurinn hefur ætíð átt hug hans og verið í
senn dægrastytting og hrein ástríða. Mér segir svo
hugur að þegar nafn Bíldudals ber á góma í
framtíðinni eigi margir eftir að tengja staðinn við
nafn Jóns Kr. Ólafssonar og félaga hans í
hljómsveitinni Facon, sem stimpluðu nafn
Bíldudals rækilega inn á tónlistarkortið á síðari
hluta 20. aldar.
Jónatan Garðarsson.
Melódíur minninganna
Hafliði
Magnússon
alþýðulistamaður
við ritvélina
heima á Bíldudal
á árum áður.
* Töffari á Akureyri
* Skítafýlubombur í Borgarbíói
* Mætti með saltfiskinn á ballið
* Rakvélablöðin borðuð með bestu lyst
* Lás opnaður með augnaráðinu
* Náði úrum, veskjum og brjósthaldara
* Uppskurður með berum höndum
* Morðhótun
* Löggubíl ekið undir áhrifum
* Hjartastopp í sjónvarpsviðtali
holar@simnet.is – www.holabok.is
Einlæg,
áhugaverð, fyndin,
átakanleg!
eyristekjur sem vonast væri eftir með
frumvarpinu. Hann lagði einnig til að
tímabilið sem endurgreiðslan verður
heimiluð á yrði stytt fremur en að
setja takmörk fyrir heildarfjárhæð úr
ríkissjóði, en Helgi varaði við því að
lögin yrðu eins og opinn tékki.
„Range Rover málið“
Álfheiður Ingadóttir, VG, gaf lítið
fyrir frumvarpið, sem hún vísaði til
sem „Range Rover málsins“. Þótti
henni skjóta skökku við að nota 1,5-2
milljarða króna í þetta þar sem að
mestu væri um mjög dýra bíla að
ræða. „Ef ríkisstjórnin ætlar að fara
að fella niður skatta á fólkið og gjöld
þá er hér byrjað á öfugum enda,“
sagði Álfheiður og taldi enga trygg-
ingu fyrir að umræddar gjaldeyris-
tekjur skiluðu sér til landsins.
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
„ÞAÐ er mjög vafasamt í prinsippinu
að taka þá ákvörðun eftir á að end-
urgreiða fólki skatta úr ríkissjóði,“
sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Sam-
fylkingar, í umræðum um frumvarp
sem á að ýta undir útflutning notaðra
bíla með endurgreiðslu vörugjalda og
virðisaukaskatts. Velti Helgi því upp
hvort ekki þyrfti að setja þak á þá
greiðslu sem gæti verið með hverjum
bíl til að koma í veg fyrir að um „óhóf-
legar styrkveitingar til efnafólks“
verði að ræða, þ.e. þeirra sem selja úr
landi mjög dýra bíla.
Árni M. Mathiesen fjármálaráð-
herra sagði að þá gæti skapast hætta
á að dýrir bílar yrðu ekki fluttir úr
landi og þá fengjust ekki þær gjald-
Má ekki verða
styrkur til ríkra
ER EKKI hægt að ganga til kosninga hér á landi út af samningnum við Al-
þjóðagjaldeyrissjóðinn? Að þessu spurði Steingrímur J. Sigfússon á Al-
þingi í gær og vildi skýr svör frá forsætissráðherra. Geir H. Haarde sagði
að hefði vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar náð fram að ganga hefði
ekki verið þingmeirihluti til að fylgja eftir áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins. „Það hefði ekki verið mikið upplit á okkur ef sú staða hefði komið
upp,“ sagði Geir og bætti síðar við að ríkisstjórnin yrði að hafa nauðsyn-
legan trúverðugleika til að fylgja áætluninni eftir. halla@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Áætlun fylgt eftir
Sjái um Icesave
Lögð hefur verið fram þingsályktun-
artillaga um að ríkisstjórninni verði
falið að leiða til lykta samninga við er-
lend stjórnvöld vegna Icesave-
deilunnar. Í greinargerð kemur fram
að hagsmunum Íslands til lengri tíma
litið sé best borgið með því að hægt
sé að ábyrgjast þá lágmarkstryggingu
sem EES-reglur mæla fyrir um.
Viðskiptasaga geymd
Helgi Hjörvar, Sam-
fylkingu, beindi
þeirri fyrirspurn til
dómsmálaráðherra
á Alþingi í gær hvort
ekki væri mikilvægt
að viðskiptasaga
útibúa íslensku
bankanna erlendis
verði varðveitt, ekki
síst vegna rannsókna á refsiverðum
brotum í aðdraganda bankahrunsins.
Dómsmálaráðherra sagðist ganga frá
því sem vísu að Fjármálaeftirlitið
tryggði þetta.
Synjað um hæli
Tveir íranskir menn sem hefur verið
synjað um hæli hér á landi eiga ekki
afturkvæmt til heimalands síns, sagði
Kolbrún Halldórsdóttir, VG, á þingi í
gær og vildi svör frá dómsmálaráð-
herra um hvernig væri hægt að taka á
málum þeirra og annarra í svipaðri
stöðu. Björn Bjarnason sagði þetta
vera vandamál í öllum Schengen-
ríkjunum.
Óráðið gengi
Kristinn H. Gunnarsson sagðist á
þingi í gær vita dæmi þess að fjár-
málafyrirtæki fari fram á að geta
ákveðið við hvaða gengi íslensku
krónunnar skuli miðað þegar gengið
gerðar eru skilmálabreytingar á lán-
um. Forsætisráðherra sagðist ekki
þekkja framkvæmdina í einstökum
bönkum en að sjálfsagt væri að skoða
það.
Dagskrá þingsins
Þingfundur hefst kl. 13.30 og kl. 14
eru utandagskrárumræður um efl-
ingu gjaldeyrisvaraforðans.
Helgi Hjörvar
ÞETTA HELST …
TÓBAKSNEYTENDUR mega eiga von á því að hinar hefðbundnu var-
úðarmerkingar á umbúðum víki fyrir ljósmyndum eða annars konar skýr-
ingarmyndum um skaðsemi tóbaksneyslu. Heilbrigðisráðherra mælti fyrir
frumvarpi þess efnis á Alþingi í gær en það er í samræmi við tilskipun Evr-
ópusambandsins. Tilgangurinn er að hvetja fólk enn frekar til að láta af
reykingum. Belgía hefur þegar tekið litmyndir í notkun og önnur ríki
hyggja á hið sama. halla@mbl.is
Litmyndir skýri skaðann
SKAPAST munu störf fyrir fjöl-
marga verkfræðinga og í kringum 300
iðnaðarmenn þegar samningar nást
um endurnýjun á ýmsum búnaði í ál-
verinu í Straumsvík, að því er fram
kom í svari Össurar Skarphéðins-
sonar iðnaðarráðherra við fyrirspurn
Eyglóar Harðardóttur, þingmanns
Framsóknar, á Alþingi í gær.
Eygló þótti atvinnuuppbygging-
arhugmyndir sem komið hefðu frá
Össuri, m.a. um olíuleit á Drekasvæði,
lykta af „testósteróni og stórkarlaleg-
um hugsunarhætti“ og vildi fá skýr
svör um hvað ráðuneytið hygðist gera
núna. Fagnaði hún yfirlýsingu Öss-
urar um störfin í Straumsvík sem og
því að á bilinu 1.500-2.000 manns fái
atvinnu þegar mest lætur við fram-
kvæmdir við álver í Helguvík sem
hæfust vonandi fljótt.
Virkjað á Norðurlandi
Í máli Össurar kom einnig fram að
von væri um að nýta orkuna á Norð-
urlandi til hátæknivæddrar og meng-
unarlítillar stóriðju og að brautin
hefði verið rudd þannig að til verði
fjölmörg störf hjá sprotafyr-
irtækjum. halla@mbl.is
300 störf verða til
Olíuleitarhugmyndir lykta af testósteróni,
segir Eygló Harðardóttir þingmaður